Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 www.fi.is Myndakvöld Ferðafélags Íslands Myndagetraun sem öllum sem mæta gefst kostur á að taka þátt í. Leifur Þorsteinsson stýrir. Örnefni á Torfajökulssvæðinu og að Fjallabaki: Ólafur Örn Haraldsson höfundur árbókar FÍ um Friðland að Fjallabaki. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Þriðjudaginn 10. apríl kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 Ég fer á fjöll Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér finnst þetta mjög spennandi og það mun vonandi kveikja meira líf hér og skapa öðruvísi umferð en verið hefur,“ segir Erla Þórdís Traustadóttir, markaðsfulltrúi hjá Skálholtsstað. Brátt verður hægt að kaupa sér- stakan Skálholtsbjór á staðnum. Hann er bruggaður í Ölvisholti og verður fyrst um sinn aðeins fáan- legur í Skálholti. Úrslit í sam- keppni um nafn á bjórnum verða kynnt í næstu viku. „Þetta var búið að vera í skoðun í smátíma en þegar ég kom til starfa ákvað ég að koma þessu í gang aftur. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt, að eiga Skálholtsbjór,“ segir Erla en bjórinn verður seldur á veitingastaðnum í Skálholti. „Hugmyndin að bjórnum er sprottin frá miðaldakvöldverðinum sem við höfum verið að bjóða upp á, þar sem mjöður Þorláks helga er borinn fram. Vildum við því gera sérstakan Skálholtsbjór og verður hann að bera viðeigandi heiti. Því fannst okkur upplagt að leita til fólksins eftir tillögum. Nafnið á bjórnum verður sögulegt nafn eða heiti úr fortíðinni, en það verður erfitt að velja úr fjölda tillagna við færsluna á Facebook. Við erum al- veg himinlifandi yfir viðbrögð- unum og hversu hugmyndaríkir þegnar okkar þjóðar eru.“ Bjórinn er eins og áður segir bruggaður í Ölvisholti. Þessi fyrsta útgáfa verður nokkuð hefðbundinn lagerbjór, að sögn Erlu, en stærri áform eru á teikniborðinu. „Það verður örugglega gerður jólabjór og svo er verið að brugga lífrænan tómatbjór sem unninn er í samstarfi við Akur í Laugarási.“ Erla kveðst ekki telja að margir verði ósáttir við þetta uppátæki, að nota nafn Skálholtsstaðar í tengslum við sölu á áfengi. „Ég hef ekki heyrt neinar gagn- rýnisraddir og held að fólk taki mjög vel í þetta. Við erum með vín- veitingaleyfi hérna og þeir sem vilja geta komið og notið Skálholts- bjórsins. Við erum einfaldlega að reyna að fá fleiri til að heimsækja Skálholt. Hér er nóg pláss fyrir fleiri ferðamenn.“ Bjórinn verður kynntur til leiks hinn 5. maí. Nk. þriðjudag verður hins vegar tilkynnt um sigurveg- ara í nafnasamkeppni á bjórnum. Fær hann að launum kassa af Skálholtsbjór og miðaldamálsverð fyrir sex. Fjölmargar forvitnilegar tillögur hafa borist á Facebook- síðu Skálholts, m.a. Prófastur, Kardinálinn, Siðbót, Passía og Himnaríki. Bjór helgaður Skálholti Skálholt Erla Þórdís, markaðsfulltrúi í Skálholti, við Skálholtskirkju.  Sérstakur bjór fer í sölu á hinu forna biskupssetri Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar hins sameinaða sveitarfé- lags Sandgerðis og Garðs munu fá tækifæri til að greiða atkvæði um 5 tillögur að nýju nafni fyrir sveit- arfélagið. Greidd verða atkvæði aftur um þau tvö nöfn sem flest atkvæði fá í fyrri umferð. Atkvæðagreiðslan verður raf- ræn og fer fram um leið og tillög- urnar hafa verið valdar, vænt- anlega í byrjun maí. Ákveðið hefur verið að börn fædd árið 2001 geti tekið þátt, það er að segja þau sem verða 17 ára á árinu 2018. Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur staðfest sameiningu sveitar- félaganna tveggja sem íbúarnir samþykktu í almennri atkvæða- greiðslu í nóvember. Undirbún- ingsstjórn og Róbert Ragnarsson verkefnastjóri hafa unnið að und- irbúningi með því að samræma tölvukerfi, fara yfir starfsmanna- mál og fleira. Róbert segir að starfsfólkið sé jákvætt fyrir þess- um breytingum og sjái ýmis tæki- færi. Sameingin tekur formlega gildi 10. júní þegar ný sveitarstjórn kemur saman til síns fyrsta fund- ar, kýs í embætti og ræður bæj- arstjóra. Nota ekki gömlu heitin Sérstök nafnanefnd auglýsti eft- ir tillögum um nafn á hið nýja sveitarfélag. Meðal annars var leitað til nemenda í grunnskól- unum. Bárust 392 tillögur, að vísu margar eins eða svipaðar. Róbert segir að lagt hafi verið upp með að velja nýtt nafn á sameinað sveitarfélag og því komi ekki til greina tillögur sem vísa til fyrri eða núverandi heita sveitarfélag- anna. Nafnanefndin valdi 15 til- lögur úr og óskaði eftir áliti ör- nefnanefndar. Hún mælti með tveimur tillögum og lagðist ekki gegn fimm til viðbótar. Nefndin lagðist hinsvegar gegn 8 tillögum. Róbert segir að nafnanefndin hafi ákveðið á fundi í fyrradag að óska eftir áliti örnefnanefndar á tveimur tillögum til viðbótar. Þeg- ar það liggur fyrir verða valdar 5 tillögur sem lagðar verða fyrir íbúa í almennri atkvæðagreiðslu. Kosið verður á milli fimm tillagna um nafn  392 tillögur um nafn á nýtt sveitarfélag á Suðurnesjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tákn Gamli vitinn á Garðskaga er eitt helsta tákn sveitarfélagsins Garðs og verður eitt af táknum sameinaðs sveitarfélags á Rosmhvalanesi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirhugað eldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði mun hafa verulega já- kvæð áhrif á hagræna og sam- félagslega þætti. Áhrif á botndýra- líf á nærsvæði kvíanna verða talsvert neikvæð en þau verða þó staðbundin og afturkræf. Heildar- niðurstaða frummatsskýrslu fyrir- tækisins sem Skipulagsstofnun hefur nú kynnt er sú að í flestum tilvikum verða áhrif eldisins óveru- leg. Í frummatsskýrslunni eru metin áhrif 4.000 tonna eldis á laxi í sjókvíum á þremur eldissvæðum í Arnarfirði. Langur undirbúningstími Undirbúningur hefur staðið lengi yfir. Fyrst var hugsunin að ala þar regnbogasilung og byrjað var á matinu í samvinnu við Fjarðalax sem fyrir var með eldi í Arnarfirði. Fjarðalax sameinaðist síðar Arnar- laxi. Arctic Sea Farm vinnur nú að matinu sjálfstætt og hyggur á lax- eldi. Samkvæmt bráðabirgðamati Hafrannsóknastofnunar á burðar- þoli Arnarfjarðar er hægt að vera með allt að 20 þúsund tonna fram- leiðslu þar. Arctic Sea Farm stækkar ört. Það vinnur að því að tvöfalda framleiðslu sína í Dýrafirði, upp í þau 4.200 tonn sem leyfi er fyrir, og í framtíðinni er stefnt að 10 þúsund tonna framleiðslu. Einnig hefur það fengið rekstrar- og starfsleyfi fyrir 6.800 tonna sjó- kvíaeldi í Patreksfirði og Tálkna- firði. Auk þess vinnur fyrirtækið að því að fá eldisleyfi fyrir 8.000 tonna framleiðslu í Ísafjarðardjúpi en mikil óvissa er um þá fram- kvæmd vegna tillagna um lokun Djúpsins fyrir sjókvíaeldi. Allir geta kynnt sér frummats- skýrsluna á vef Skipulagsstofnunar og víðar og gert athugasemdir til 22. maí næstkomandi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Fóðurskip mun fylgja laxeldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði eins og algengast er orðið þar sem laxeldi er stundað í stórum stíl. Óveruleg áhrif lax- eldis í Arnarfirði Samstæða » Arctic Sea Farm er dóttur- fyrirtæki Arctic Fish. Fyrir- tækið er aðallega í eigu norskra og pólskra fyrirtækja. » Arctic Fish rekur auk sjó- kvíaeldisins stóra og fullkomna seiðastöð í Tálknafirði og vinnslu afurða á Ísafirði. » Samstæðan er með skrif- stofur í Hafnarfirði og á Ísa- firði. Ákveðið er að bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Sand- gerðis og Garðs á Suðurnesjum verði níu en nú eru sjö bæjar- fulltrúar í hvoru sveitarfélagi. Stærstu flokkarnir hafa tilkynnt framboð við kosningarnar í maí og eru forsetar bæjarstjórnar beggja gömlu sveitarfélaganna í framboði, Einar Jón Pálsson í Garði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ólafur Þór Ólafsson í Sandgerði fyrir Samfylkinguna, auk Daða Bergþórssonar í Sandgerði sem leiðir lista Framsóknarflokksins. Þeir vinna allir að undirbúningi sameiningar og sitja í undirbún- ingsstjórn. Forsetarnir bjóða sig fram NÍU BÆJARFULLTRÚAR KOSNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.