Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
✝ Þorbjörg Jón-inna Pálsdóttir
fæddist á Hofi á
Skaga í A-Húna-
vatnssýslu 12. apríl
1919. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Blönduósi 21. mars
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Sig-
ríður Sölvadóttir, f.
19. mars 1892, d. 19. okt 1965,
og Páll Pétursson, f. 24. júlí
1889, d. 22. okt. 1963. Systkini
Jóninnu voru Rósa, f. 1. sept
1911, Guðrún, f. 3. sept 1913,
Pétur, f. 28. okt 1916, og Hulda,
f. 4. ágúst 1923, en þau eru öll
látin. Bróðir sammæðra: Knútur
V. Berndsen, f. 25. okt. 1925,
hann er einnig látinn.
Árið 1943, hinn 24. júní, gift-
ist Jóninna Kristófer Guðmundi
Árnasyni frá Kringlu í Torfa-
lækjarhreppi, f. 31. jan. 1916, d.
10. maí 2000. Þau eignuðust
eina dóttur, Sigrúnu, f. 28. júní
1947. Maki hennar var Sigmar
Jónsson, f. 18. jan 1943, d. 18.
sept. 1986. Börn þeirra: Anna
Kristrún, f. 13. jan. 1968, gift
Unnsteini Inga Júlíussyni, f. 23.
maí 1969. Börn þeirra: a) Þor-
björg Arna, f. 26.1. 1991, gift
Arnóri A. Ragnarssyni og eiga
þau þrjú börn: Sigrúnu Lillý,
Unnstein Marinó og Víking
Darra, b) Sigmar Darri, f. 19.
júní 1994, unnusta
hans er Þórunn
Nanna Ragnars-
dóttir, c) Kristján
Orri, f. 8. sept.
1997, unnusta hans
er Sigríður Kristín
Ólafsdóttir. Jón
Kristófer, f. 16.
mars 1972, börn
hans eru a) Helga
Dögg, f. 24. mars
1990, unnusti henn-
ar er Ragnar Logi Búason, b)
María Sigrún, f. 1. des. 2002, c)
Kristófer Bjarnar, f. 7. maí
2010, d) Kristrún Ýr, f. 22. feb.
2015, e) stjúpdóttir María Rún
Thorarensen, f. 14. sept. 2001.
Sambýlismaður Sigrúnar er
Skarphéðinn H. Einarsson, f. 11.
sept. 1948. Börn hans eru:
Hrefna Finndís, hún er gift
Petrínu Guðrúnu Hjálmarsdótt-
ur og eiga þær tvo drengi, Frið-
finn Sölva og Skarphéðin Helga.
Rakel Húnfjörð og á hún tvo
drengi og eina stúlku, Óliver
Tiago, Leo Augusto og Högnu
Húnfjörð. Ágúst Ingi, unnusta
hans er Guðrún Hauksdóttir.
Stjúpdóttir María Ísfold, d. 9.
mars 2017.
Jóninna bjó á Skagaströnd
allt til ársins 1984 en þá fluttu
þau Kristófer á Blönduós og
áttu þar heima til dánardags.
Útför Jóninnu fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 7. apríl
2018, klukkan 13.
Í dag kveðjum við heiðurskon-
una Þorbjörgu Jóninnu Pálsdótt-
ur, tengdamóður mína. Inna, eins
og hún var oftast kölluð, var gegn-
heil og mátti ekki vamm sitt vita,
hún ólst ekki upp við allsnægtir
eins og svo margir á þessum ár-
um. Foreldrar hennar bjuggu
ekki saman, en Inna fylgdi móður
sinni sem vann fyrir þeim með
vinnukonustörfum. Hún fór svo
sjálf að vinna fyrir sér um ferm-
ingu. Skólaganga á þeim tíma var
farskóli í nokkrar vikur á ári, síðan
var hún í unglingaskóla einn vet-
ur. Hún fór í Kvennaskólann á
Blönduósi veturinn 1939-40. Það
nám nýttist henni vel er hún hóf
búskap á Skagaströnd með Krist-
ófer Guðmundi Árnasyni frá
Kringlu. Þar bjuggu þau þar til
þau fluttu til Blönduóss 1984. Inna
og Kiddi eignuðust eina dóttur,
Sigrúnu, sem ólst upp við ást og
umhyggju. Inna var mikil hús-
móðir, mjög gestrisin og var alltaf
eitthvað til með kaffinu, jólakak-
an, kleinurnar og sveskjutertan
brögðuðust sem besta sælgæti.
Hún var tæplega 99 ára þegar hún
lést. Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst þeim hjónum og átt sam-
leið með þeim í hartnær 30 ár. Ég
vil með þessum fátæklegu orðum
kveðja Innu mína og þakka fyrir
ánægjulegar samverustundir á
liðnum árum.
Skarphéðinn H. Einarsson.
Þorbjörg Jóninna
Pálsdóttir✝ Helgi Árnasonfæddist á Húsa-
vík 16. mars 1936.
Hann andaðist á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 18.
mars 2018.
Foreldrar Helga
voru Árni Krist-
jánsson og Kristín
Sigurbjörnsdóttir
sem bjuggu í Ásgarði
á Húsavík. Systkini
Helga eru Heiðar, sem er látinn,
Kristbjörn Þór og Áslaug.
Hinn 28. desember 1957
kvæntist Helgi Jónu Björk Krist-
jánsdóttur frá Alviðru í Dýra-
firði, hún lést 8. desember 2013.
Börn Jónu og Helga eru: 1) Sig-
ríður, maki Friðfinnur Sigurður
Sigurðsson. Börn Sigurður, Birg-
itta Rán og Harpa Sjöfn. 2) Krist-
ín Þórunn, maki Brynjar Gunn-
arsson. Börn Björgvin Helgi og
Jóna Björk. 3) Matthildur
Ágústa, maki Guðmundur
Hjaltason. Börn
Heiða Dögg, Helga
Kristín, Einar
Bragi og Birta. 4)
Kristján Örn, maki
Dagrún Matthías-
dóttir. Barn Dag-
mey Björk. 5) Árni
Þór, maki Carolin
Kraus. Börn Soffía
Sóley, Clara Char-
lotte og Teresa
Björk.
Helgi byrjaði ungur að vinna
ýmsa verkamannavinnu og var
til sjós á vertíðum, m.a. á Suð-
urnesjum og í Vestmannaeyjum,
þar kynntist hann Jónu Björk
konu sinni. Þau tóku við búi í Al-
viðru 1958 og bjuggu þar til
dauðadags. Ásamt hefðbundnum
búskap í Alviðru ráku Jóna og
Helgi gistiþjónustu undir merkj-
um Ferðaþjónustu bænda.
Útför Helga fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 7. apríl 2018,
kl. 11.
Ég man eins og það hafi gerst í
gær þegar ég sá Helga vin minn
fyrst. Árið 1958 fór fram viðgerð á
brimbrjóti í Alviðru og allir, sem
vettlingi gátu valdið, mættu í
steypuvinnu. Ungur maður sem
heillast hafði af heimasætunni í
Alviðru, Jónu, lét sitt ekki eftir
liggja og slóst í hópinn. Engum
duldist að þarna fór maður sem
kunni vel til verka og var ham-
hleypa til vinnu svo eftir var tekið.
Helgi var kominn til að vera.
Við nánari kynni við Helga
komumst við strákarnir, sem vor-
um að vaxa úr grasi á þessum ár-
um, að því að félagsskapur hans
var eftirsóknarverður. Hann var
manna skemmtilegastur, orðhepp-
inn grínisti en umfram allt ljúf-
menni sem sjaldan skipti skapi.
Hann hafði þann eiginleika, sem
fáir hafa, að ef honum mislíkaði gat
hann komið því ótvírætt til skila án
margra orða og án sárinda. Hann
var fyrirmynd margra okkar.
Hver vildi ekki líkjast heljar-
menni, töffara, húmorista, góð-
menni og manni sem allir treystu?
Hann hafði ekki aðeins jákvæð
áhrif á okkur strákana heldur líka
góð og gagnleg áhrif á allt sam-
félagið í okkar litla hreppi og út
fyrir hann.
Ávallt var mikill samgangur
milli æskuheimilis míns á Núpi og
Alviðruheimilanna enda stutt milli
bæjanna. Áratuga nábýli milli
íbúa þessara jarða einkenndist af
virðingu, umhyggjusemi, samhug
og hjálpsemi. Faðir minn, Valdi-
mar á Núpi, og Helgi bundust vin-
áttuböndum sem aldrei bar
skugga á. Þeir voru báðir náttúru-
unnendur, veiðimenn og sjómenn
sem skildu betur en flestir sam-
hengið milli nýtingar veiðistofna
og virðingar fyrir þeim og nauð-
syn þess að umgangast þá af nær-
gætni og samviskusemi.
Ég minnist margra samveru-
stunda með Helga, sameiginlegra
sjóferða á Fjalari, báti föður míns,
og Farsæli, báti Helga. Það voru
skemmtilegir tímar. Þrír til fjórir
á hvorum báti. Oft aflaðist vel og
var þá nágrönnum gefið í soðið er í
land var komið.
Við Helgi áttum gott samstarf í
Slysavarnafélagi Mýrahrepps.
Við, ásamt félaga okkar, ákváðum
eitt sinn að efna til flugeldasölu í
fjáröflunarskyni fyrir félagið. Fé-
laginn sá um innkaupin og var
nokkuð stórtækur að okkur fannst
þegar pöntunin barst en annað átti
eftir að koma í ljós. Hreppurinn
var fámennur og lítil von til að
selja allt þar. Helgi var að vanda
fljótur að finna lausn. Daginn eftir
sat ég við hliðina á honum í bílnum
hans á leið til Þingeyrar. Bíllinn
hlaðinn af flugeldum, bombum og
blysum. Á leiðarenda sagði Helgi:
„Nú sendum við út auglýsingu.“
Hann sótti Tívolíbombu af stærstu
gerð, stillti henni upp fyrir aftan
bílinn og kveikti í. Innan nokkurra
mínútna höfðum við vart undan að
afgreiða flugeldana og seldum allt
upp á 2-3 klst.
Eftir að við hjónin fluttum suð-
ur fækkaði samverustundum með
þeim Helga og Jónu. Við litum
samt ávallt inn hjá þeim í kaffi og
spjall þegar við sóttum sveitina
okkar heim.
Að leiðarlokum þökkum við Ína
kærum vini fyrir áratuga kynni og
vináttu og vottum ástvinum hans
innilega samúð.
Kristinn Valdimarsson.
Helgi Árnason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR PÁLSSON
húsasmíðameistari,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
27. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði mánudaginn 9. apríl. klukkan 13.
Kristín Ólafsdóttir Jónas Gunnlaugsson
Páll Ólafsson Sonja Óskarsdóttir
Jón Ólafsson Lára Jóhannsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
dóttir,
KOLBRÚN STEINUNN GESTSDÓTTIR
þroskaþjálfi,
Stekkjarseli 9,
lést á kvennadeild Landspítalans
mánudaginn 2. apríl. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju
fimmtudaginn 12. apríl klukkan 13.
Pálmi Franklín Guðmundss. Guðrún Ása Hjálmtýsdóttir
Þorbjörg Anna Guðmundsd.
Jón Franklín Guðmundsson
Guðmundur, Axel, Jóhann og Tómas
Gestur Guðjónsson Una Traustadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BERGLJÓT GARÐARSDÓTTIR
SLEIGHT
bókasafnsfræðingur,
sem andaðist 30. mars, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. apríl klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skjól og
Blindrafélagið.
Aðstandendur
Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR
ljóðskálds og kennara,
Sunnubraut 15, Búðardal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins á Akranesi
og dvalarheimilisins Silfurtúns í Búðardal fyrir kærleiksríka
umönnun.
Helgi G. Björnsson Kristín Emilsdóttir
Guðbjörg Björnsdóttir
Elísabet Björg Björnsdóttir Jón E. Sigurðsson
barnabörn og langafabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts bróður
okkar,
SKÚLA SVEINSSONAR
frá Hvannastóði.
Sérstakar þakkir til félaga í
Slysavarnadeildinni Sveinungum.
Geirlaug, Ágústa, Bjarni, Jón, Ingibjörg,
Karl, Bóthildur og Guðrún Hvönn Sveinsbörn
og fjölskyldur þeirra
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR SÆMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til hjúkrunardeildarinnar
Ægishrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir
einstaka umönnun og alúð.
Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson
Magnús Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir
Oddný Teitsdóttir Ari Freyr Steinþórsson
og fjölskyldur
Elskulegi faðir okkar, afi og tengdafaðir,
TRYGGVI MARTEINSSON,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. mars.
Hann var jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju
þriðjudaginn 20. mars. Aðstandendur
þakka fyrir kveðjur, aðstoð og allan hlýhug
sem þeim hefur verið sýndur.
Steindór Tryggvason
Kristín Tryggvadóttir
Baldur Eiðsson
Bríet Auður Baldursdóttir
María Brá Baldursdóttir
Ronja Bella Baldursdóttir
Nadía Klara Steindórsdóttir
Gréta Steindórsdóttir
Ástkær sonur okkar, faðir, fyrrverandi
eiginmaður, bróðir, mágur og frændi,
EIRÍKUR ÁRNI ODDSSON,
Hamarstíg 37, Akureyri,
lést föstudaginn 30. mars. Útför hans fer
fram frá Glerárkirkju 11. apríl klukkan 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri.
Oddur Lýðsson Árnason Hulda Lilý Árnadóttir
Guðmundur Oddur Eiríksson
Helena Guðrún Eiríksdóttir
Tristan Árni Eiríksson
Ásdís Hrönn Guðmundsd.
Sigurður G. Oddsson Sigríður Stefánsdóttir
Arnar Oddsson
Hulda Lilý Sigurðardóttir
Hildigunnur Sigurðardóttir