Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 verður leitt frá Víkurvegsstöð í Graf- arvogi sem gerir það að verkum að kostnaður verður ekki hár, að sögn Dags. Hann segir jafnframt að verði skipulag samþykkt sé hægt að fara í að hanna svæðið og hefja fram- kvæmdir. „Gatnagerð er þegar hafin enda er kvikmyndaþorpið að verða til. Ef allt gengur að óskum sé ég fyrir mér að við getum farið í framkvæmd- ir við ylströndina strax á næsta ári.“ Lengra er í að hin ylströndin verði „Það eru örugglega mjög margir sem eru spenntir fyrir því að fá aðra yl- strönd í borgina. Gufunesið er mjög spennandi svæði og ég held að þetta yrði frábær viðbót,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Morgunblaðið greindi frá því í október að á teikniborðinu væru tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík; í Gufu- nesi og við Skarfa- klett. Settur var á fót starfshópur með fulltrúum Veitna, ÍTR og borgarinnar og niðurstaða hans ligg- ur nú fyrir: Þessar tvær staðsetning- ar verða settar í forgang. Dagur segir í samtali við Morgun- blaðið að ylströndin í Gufunesi sé nær í tíma en sú við Skarfaklett. Deili- skipulag fyrir Gufunesið verður aug- lýst í þessum mánuði en þar á sem kunnugt er að rísa kvikmyndaþorp og íbúabyggð. „Ráðgjafar okkar hafa viljað bæta ylstrandarhugmyndunum þar inn svo þær verði hluti af heildar- hugsun og skipulagi hverfisins frá upphafi,“ segir borgarstjóri. Umframvatn úr heitavatnskerfinu að veruleika. Hún á að verða við Laugarnesið, nánar tiltekið við Skarfaklett þar sem skemmtiferða- skip leggjast að landi. Þar sér Dagur fyrir sér að útbúin verði ylströnd og jafnvel gufubað að finnskri fyrir- mynd. Réttast væri, að mati borgar- stjóra, að hugsa alla strandlengjuna frá Skarfakletti og niður að Hörpu sem samfellt útivistarsvæði og ynd- isreit með áhugaverðum viðkomu- stöðum, kaffihúsum og fleiru. hdm@mbl.is Framkvæmdir við nýja ylströnd gætu hafist 2019  Ylstrandir á teikniborðinu í Gufunesi og við Skarfaklett Gufunes Ylströndin sést fyrir miðri mynd í drögum að deiliskipulagi. Dagur B. Eggertsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Endurskoðun búvörusamninga og undirbúning atkvæðagreiðslu um hvort viðhalda eigi eða leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu ber hæst í vinnunni á aðalfundi Lands- sambands kúabænda (LK) sem hófst á Selfossi í gær. Í setningarræðu Arnar Árnason- ar, formanns samtakanna, kom fram að hann reiknaði með að vinna við endurskoðun búvörusamninga færi að stórum hluta fram á þessu ári og bændur myndu greiða atkvæði um málið á næsta ári. Atkvæðagreiðsla meðal bænda um kvótakerfið fer einnig fram á næsta ári, samkvæmt ákvæðum í bú- vörusamningi. Starfandi mjólkur- framleiðendur munu greiða atkvæði um fyrirkomulag til framtíðar. Arn- ar benti á það í ræðu sinni að í könnun sem stjórn LK lét gera fyrir aðal- fund á síðasta ári hefði komið í ljós að mikill meiri- hluti kúabænda vildi viðhalda framleiðslustýr- ingu. Málið verð- ur rætt til niðurstöðu á aðalfund- inum um helgina. Reiknar Arnar með að stjórn LK verði falið að vinna málið áfram og að tillögur hennar verði kynntar á haust- fundum landssambandsins. Þannig verði tryggt að allir komi að kjör- borðinu með opin augun og viti ná- kvæmlega hvað það felur í sér að kjósa með og á móti framleiðslustýr- ingarkerfi. Meta áhrif tollasamnings Á vegum LK er unnið að stefnu- mótun fyrir mjólkurframleiðslu og nautakjötsframleiðslu. Arnar sagði slæmt að enn ríkti óvissa um hvernig stjórnvöld hygðust bregðast við úr- skurði EFTA-dómstólsins um að óheimilt væri að takmarka innflutn- ing á hráu kjöti til landsins. Hann gagnrýndi einnig að enginn vildi kannast við að bera ábyrgð á tolla- samningum við Evrópusambandið sem taka gildi í næsta mánuði og stjórnvöld hefðu enga vitsmunalega tilraun gert til að meta áhrifin. Hins vegar hefðu Bændasamtökin ásamt flestum búgreinafélögunum hafið vinnu í samstarfi við innlent ráðgjaf- arfyrirtæki og norska lögfræðistofu við að meta áhrifin af tollasamn- ingnum og setja fram töluleg gögn í málinu. Ljósmynd/LK Viðurkenning Besta nautið á sæðingastöðvunum sem fætt var á árinu 2010 var valið Úranus frá Hvanneyri. Dætur hans hafa reynst góðar mjólkurkýr. Hvanneyrarbúið er ræktandi nautsins. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni, bústjóra á Hvanneyri, og Hafþóri Finnbogasyni viðurkenningu. Undirbúa atkvæða- greiðslu um kvótakerfið  Kúabændur hafa áhyggjur af tollasamningi og hráu kjöti Arnar Árnason Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ráðherra tók vel á móti okkur og sýndi málefninu áhuga. Erlendu gest- irnir sögðu augljóst að hún hefði góð- an skilning á viðfangsefninu,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda. Heiðar Ingi gekk á fund Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á fimmtudag ásamt kollegum sínum frá Finnlandi, Noregi og Sviss til að ræða fyrirkomulag námsbókaútgáfu hér á landi. Um 30 erlendir útgefendur og starfsfólk útgáfusamtaka hefur verið hér á landi í vikunni til að taka þátt í alþjóðlegum fundi um námsbókaút- gáfu. Fundurinn er á vegum EPF (Educational Pulbishers Forum) sem er hluti af alþjóðlegu útgáfusamtök- unum IPA (International Publishers Association). Úrelt og óskilvirkt fyrirkomulag „Það vakti töluverða athygli innan samtakanna þegar ég kynnti þeim það fyrirkomulag sem er hér á landi varðandi ríkisrekna einokun Mennta- málastofnunar á öllu námsefni fyrir grunnskólastigið. Ýmsar ábendingar sem ég hef fengið frá reynslumiklum útgefendum innan samtakanna hafa opnað augu mín betur fyrir því hversu úrelt þetta fyrirkomulag er og óskilvirkt. Mörg dæmi er að finna frá löndum þar sem þetta fyrirkomulag hefur líka reynst illa og í sumum lönd- um er litið á það sem ógn við prent- og tjáningarfrelsi. Besta fyrirkomulagið er aftur á móti að finna í löndum þar sem frjáls og opinn samkeppnismark- aður fyrir námsgögn er virkur, til dæmis í Danmörku, Hollandi og Finnlandi. Markaðnum er samt stjórnað af yfirvöldum menntamála sem marka stefnu í útgáfumálum fyr- ir öll skólastig, eru ábyrg fyrir gerð námskráa og hafa gæðaeftirlit með því námsefni sem samþykkt er til kennslu,“ segir Heiðar Ingi. Kynntu ráðherra hugmyndir Heiðar Ingi er ánægður með fund- inn með ráðherra. „Já. Þar var þessi staða rædd frekar og erlendu aðilarn- ir kynntu nánar fyrir ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins ýmsar hug- myndir sem gætu gagnast hér á landi við stefnumótun og fyrirkomulag á útgáfu námsbóka fyrir grunn- og framhaldsskóla.“ Lilja fundaði með erlendum útgefendum  Alþjóðlegur fundur útgefenda  Telja námsbókaútgáfu hér úrelta Fundur Frá vinstri eru Heiðar Ingi Svansson, Kristenn Einarsson, José Borghino, Sakari Lahio og Halldór Birgisson. Fremst er Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra. Alþjóðlegur fundur » Um 30 erlendir sérfræðingar hafa fundað um námsbóka- útgáfu hér síðustu daga. » Nokkrir þeirra funduðu með menntamálaráðherra í vikunni og kynntu hugmyndir sem gætu gagnast stjórnvöldum hér. Chamonix,Zermatt&Stresa sp ör eh f. Sumar 15 Hér er sannarlega á ferðinni hrífandi upplifun á leið okkar um svissnesku, frönsku og ítölsku Alpana.Við höldum til Chamonix þar sem við njótum útsýnis yfir á Mont Blanc, heimsækjum bíllausa bæinn Zermatt, siglum til eyjaperlunnar Isola Bella og skoðum Lugano við Luganovatn. 11. - 20. ágúst Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.