Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 32
32 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
AKUREYRARKIRKJA | Slök-
unarmessa kl. 11. Prestur er Hildur
Eir Bolladóttir. Arnbjörg Kristín Kon-
ráðsdóttir jógakennari leiðir gong-
slökun. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja. Organisti er Sigrún Magna Þór-
steinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safn-
aðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Svav-
ar Alfreð Jónsson og Hjalti Jónsson.
AKURINN kristið samfélag | Sam-
koma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14.
Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Söngur og brúðuleik-
hús. Rebbi refur, Mýsla og fleiri vinir
barnanna líta við. Sr. Þór Haukson og
Ingunn Björk Jónsdóttir djákni þjóna.
Benjamín Gísli Einarsson leikur á flyg-
ilinn. Kaffi, djús og spjall eftir stund-
ina.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni
og Dagur Fannar Magnússon guð-
fræðinemi leiða samverustund sunnu-
dagskólans. Sigurður Jónsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn
Fjólu Kristínar Nikulásdóttur, organisti
Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könn-
unni í Ási eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl.
11. Félagar úr kór Ástjarnarkirkju
leiða söng undir stjórn Keiths Reed
tónlistarstjóra. Meðhjálpari er Sig-
urður Þórisson og prestur Kjartan
Jónsson. Sunnudagaskóli á sama
tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jóns-
dóttur. Hressing og samfélag á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk
og Guðmundur Jens.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fermingar-
guðsþjónusta kl. 13.30. Séra Magn-
ús Björn Björnsson þjónar fyrir altari.
Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar
Magnússonar syngur. Ensk bæna-
stund kl. 15.30. Prestur Magnús
Björn Björnsson. Organisti Örn Magn-
ússon.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni og Jón-
as Þórir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Kristján Björnsson messar. Kór Bú-
staðakirkju, Jónas Þórir og messu-
þjónar. Heitt á könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11,
prestur Gunnar Sigurjónsson, organ-
isti Sólveig Sigríður Einarsdóttir, fé-
lagar úr Drengjakór íslenska lýðveld-
isins syngja. Barn verður skírt í
messunni. Sunnudagaskóli í kapellu
á neðri hæð á sama tíma. Veitingar í
safnaðarsal að messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er
vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra
Sveinn Valgeirsson prédikar. Sunnu-
dagaskóli á kirkjuloftinu hjá Ólafi og
Sigurði. Dómkórinn og Kári Þormar
organisti. Bílastæði við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Fermingar-
messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Jón
Ómar Gunnarsson þjóna.Kór kirkj-
unnar syngur undir stjórn Arnhildar
Valgarðsdóttur organista. Matthías
Stefánsson leikur á fiðlu. Meðhjálpari
Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
GLERÁRKIRKJA | Laugardagur.
Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunn-
laugur Garðarsson og sr. Stefanía G.
Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju
leiðir söng undir stjórn Valmars Välja-
ots organista.
Sunnudagur. Fermingarmessa kl.
13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og
sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjóna. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn
Valmars Väljaots organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl.
10.30. Prestar eru Guðrún Karls
Helgudóttir og Sigurður Grétar Helga-
son. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng
og organisti er Hákon Leifsson. Ferm-
ing kl. 13.30. Prestar eru Arna Ýrr Sig-
urðardóttir og Grétar Halldór Gunnars-
son. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng
og organisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkj-
unnar kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg
Sigurðardóttir og undirleikari er Stef-
án Birkisson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guð-
rún Karls Helgudóttir prédikar og þjón-
ar. Vox Populi leiðir söng. Gospel-
þema verður í messunni og
einsöngvari er Áslaug Helga Hálfdán-
ardóttir. Stefán Birkisson sér um und-
irleik ásamt hljómsveit.
GRENSÁSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta
Lóa og Sóley taka á móti börnunum í
messunni, sem hefst kl. 11, og svo
fara þau í sitt starf. Messuþjónar.
Samskot til ABC-barnahjálpar. Kaffi á
undan og eftir messu. Bænastund kl.
10.15. Fermingarmessa kl. 13.30.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur, org-
anisti er Ásta Haraldsdóttir og prestur
María Ágústsdóttir í báðum athöfnum.
Hversdagsmessa á fimmtudag kl.
18.10-18.50. kirkjan.is/grensas-
kirkja/
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Fermingarguðsþjónustur kl. 10 og 12.
Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organ-
isti Hrönn Helgadóttir og kvennakór
Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari
Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa
Guðmundsdóttir. Nöfn ferming-
arbarna er að finna á mbl.is/
fermingar/
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnu-
dagaskóli og fermingarmessa kl. 11.
Erla og Hjördís sjá um stund fyrir börn-
in í safnaðarheimilinu. Hressing á eft-
ir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fermingar-
messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari
ásamt Ingu Harðardóttur, sem flytur
hugleiðingu. Hópur messuþjóna að-
stoðar. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Hörð-
ur Áskelsson. Umsjón barnastarfs
Karítas, Hreinn og Ragnheiður. Bæna-
stund mánud. kl. 12.10. Fyrirbæna-
guðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár-
degismessa miðvikud. kl. 8.
Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 10.30. Prestar eru Helga Soffía
Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson.
Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór
Háteigskirkju syngur. Organisti er
Steinar Logi Helgason.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Biblíusaga, söngur
og brúður. Djús og dund að samveru
lokinni. Um sunnudagaskólann sjá
Markús og Heiðbjört.
HVALSNESSÓKN | Fermingarmessa
í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl.
11.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna-
kirkja og almenn samkoma með lof-
gjörð og fyrirbæn. Edda M. Swan préd-
ikar. Eftir stundina verður kaffi og
samfélag.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Laugar-
dagur 7. apríl. Fermingarmessa kl.
14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir
stjórn Kjartans Jósefssonar Ogni-
bene. Prestur er Kjartan Jónsson. Arn-
ór Bjarki Blomsterberg aðstoðar í at-
höfninni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingar-
messur kl. 11 og 14. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur og Arnór B. Vilbergsson
organisti stjórnar kórnum. Prestar
Keflavíkurkirkju, Erla Guðmundsdóttir
og Fritz Már Jörgensson, þjóna bæði
við athafnirnar ásamt messuþjónum.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sigurður Arnarson sóknar-
prestur þjónar fyrir altari. Þorgils Hlyn-
ur Þorbergsson guðfræðingur prédik-
ar. Kór Kópavogskirkju syngur,
organisti er Kristín Jóhannesdóttir.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu
Borgum á sama tíma. Umsjón með
sunnudagaskólanum hafa Anna
Lovísa Daníelsdóttir og Jóhanna Elísa
Skúladóttir. Fyrirbænastund í kirkjunni
alla þriðjudaga kl. 13.45.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur
þjónar og predikar. Organisti er Magn-
ús Ragnarsson. Barnakórinn Gra-
duale Liberi undir stjórn Sunnu Karen-
ar Einarsdóttur tekur lagið fyrir
kirkjugesti. Kirkjuvörður og messu-
þjónar aðstoða við helgihaldið. Sara
Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir
taka vl á móti sunnudaga-
skólabörnum á öllum aldri á sama
tíma. Kaffi, djús og ávextir eftir stund-
ina.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Elísabet Þórðardóttir organisti og
Hildur Eva Ásmundardóttir söngkona
flytja tónlist. Sr. Davíð Þór Jónsson
þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnu-
dagaskóli á meðan. Kaffi og samvera
á eftir. Helgistund kl. 13 Betri stof-
unni Hátúni 12 með sr. Davíð Þór og
Elísabetu organista.
Fimmtudagur 12.4. Kyrrðarstund kl.
12. Tónlist, ritningarlestur, hugvekja,
altarisganga og fyrirbænir. Súpa í
safnaðarheimilinu á eftir. Samvera
eldri borgara kl. 13.30.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Tónleikamessa kl.
20. Kór Lindakirkju syngur undir
stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli klukkan 11. Kór Neskirkju syng-
ur og leiðir söng í messunni undir
stjórn Steingríms Þórhallssonar
organista. Prestur er Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskól-
inn er í umsjá sr. Ásu Laufeyjar Sæ-
mundsdóttur. Undirleikari er Ari
Agnarsson. Hressing og samfélag á
kirkjutorginu að stundunum loknum.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Ferming-
arguðsþjónusta og barnastarf kl. 14.
Séra Pétur Þorsteinsson predikar og
þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra
Jónsdóttir. Félagar úr fjárlaganefnd
leiða messusöng og svör undir stjórn
Kristjáns Hrannars. Ólafur Krist-
jánsson tekur á móti öllum.
SALT kristið samfélag | Sameigin-
legar samkomur Salts og SÍK kl. 17
alla sunnudaga í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. „Glím-
an við freistingar.“ Ræðumaður Har-
aldur Jóhannsson. Barnastarf. Túlkað
á ensku.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Tómas leiða samveruna.
Barn verður borið til skírnar. Ferming-
arguðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jó-
hann Borgþórsson predikar. Kór Selja-
kirkju leiðir söng. Organisti Tómas
Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Íbúasaga
Bessastaða. Vilhjálmur Bjarnason
lektor talar. Guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón-
ar. Organisti safnaðarins leikur á org-
elið. Kammerkór Seltjarnarneskirkju
syngur. Leiðtogar sjá um
sunnudagaskólann. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Prestur Egill Hallgrímsson. Org-
anisti Jón Bjarnason.
ÚTHLÍÐARKIRKJA | Fermingar-
messa kl. 13. Prestur Egill Hall-
grímsson. Organisti Jón Bjarnason.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 14.
VÍDALÍNSKIRKJA | Ættjarðarmessa
kl. 11. Kvennakór Garðabæjar syngur
undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur,
sem jafnframt syngur einsöng. Org-
anisti er Jóhann Baldvinsson. Dr. Sól-
veig Anna Bóasdóttir fjallar um um-
hverfissiðfræði í predikun dagsins og
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir
altari. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Kaffi og kleinur að lokinni messu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Kvenna-
kórinn Rósir syngur undir stjórn Sess-
elju Kristjánsdóttur. Prestur Jakob
Ágúst Hjálmarsson. Sunnudagaskóli
kl. 11. Hressing í safnaðarsalnum eft-
ir guðsþjónustur.
Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 15.
apríl kl. 12. Dagskrá: Venjuleg aðal-
fundarstörf.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli. Eggert Kaaber leikari mætir
með leikrit.
Orð dagsins: Jesús
kom að luktum
dyrum.
(Jóh. 20)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hofsóskirkja
✝ Ástríður HelgaJónasdóttir
fæddist 14. nóv-
ember 1930. Hún
lést í Brákarhlíð,
Borgarnesi, 28.
mars 2018.
Móðir hennar
var Dagbjört Níels-
dóttir, f. 6. febrúar
1906, d. 14. maí
2002. Faðir hennar
var Jónas Pálsson,
f. 24. sept. 1904, d. 13. sept.
1988.
Helga var elst fjögurra
systra, systur hennar eru Unn-
ur, f. 30. mars 1935, Jóhanna, f.
6. júní 1937, og Ásdís, f. 4. júní
1941.
Helga giftist Jóni Eyjólfi
Einarssyni, f. 9. febrúar 1926,
d. 29. okt. 2002, hinn 27. maí
1950. Börn þeirra eru: 1) Jónas
Hólm, f. 14. jan. 1950. Maki
Valgerður Stefanía Finn-
bogadóttir, f. 29. janúar 1950,
börn þeirra eru Helga Þóra, f.
22. okt. 1982, og Sigríður
Svala, f. 6. júní 1989. Áður átti
Jónas soninn Kristján Emil, f.
16. júlí 1971. 2) Bragi, f. 29.
okt. 1951, maki Sonja Hille, f.
20. maí 1967. Áður átti Bragi
dótturina Hörpu Berglindi, f.
16. maí 1975. 3) Sigurður Páll,
f. 23. júní 1958, maki Hafdís
Björgvinsdóttir, f. 19.6. 1960.
Þeirra dóttir er Björg Brimrún,
f. 4. nóv. 1999. Áður átti Sig-
urður Páll soninn Braga Pál, f.
29. mars 1984. Þá átti Hafdís
soninn Ólaf frá
fyrra sambandi. 4)
Einar Helgi, f. 1.
maí 1966, maki
Unnur Mjöll Dó-
naldsdóttir, þau
skildu. Börn þeirra
eru Arnar Björn, f.
30. desember 1996,
Hekla Sóley, f. 7.
maí 2000, og Berg-
dís Björg, f. 8. júní
2002. Barnabarna-
börn eru sjö.
Helga ólst upp í Elliðaey til
sautján ára aldurs og vann þar
við búskapinn og þau störf sem
þurfti að vinna. Á þeim árum
fluttu Jónas og Dagbjört, for-
eldrar hennar, til Stykkishólms.
Hún kynntist Jóni manni sín-
um 1947, þá orðin nemandi í
Húsmæðraskólanum Varma-
landi. Réð sig að Óspaksstöðum
í Hrútafirði sem vinnukonu
sumarið 1948. Starfaði eftir það
hjá Sigurði Ágústssyni í Stykk-
ishólmi. Þá var hún starfsstúlka
hjá Hótel Borgarnesi og fór að
búa í Borgarnesi 1949. Hún bjó
þar til æviloka.
Helga sinnti störfum hús-
móður frá 1950 fram á áttunda
áratug. Vann lengi á Leikskól-
anum í Borgarnesi. Hún var fé-
lagi í Oddfellow-reglunni.
Jón og Helga áttu sumarbú-
staðinn Jaðar rétt fyrir ofan
Borgarnes.
Útför hennar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 7. apríl
2018, klukkan 14.
Uppáhaldsstundir lífs míns
þegar ég var yngri voru að fara á
föstudögum upp í Borgarnes til
ömmu og afa í helgardvöl. Spil,
sundferðir og sögustundir að
ótöldum Kaupfélagsferðunum
með ömmu. Það var hátíð út af
fyrir sig því maður mátti alltaf
velja eitthvað sem mann langaði
í.
Það var mér mikið kappsmál
þegar á Berugötuna var komið
að hendast út úr bílnum, fara á
öðru hundraðinu upp tröppurn-
ar til að vera fyrst til að kyssa
ömmu á kinnina. Og alltaf tók
amma manni fagnandi eins og
maður væri langmerkilegasta
manneskjan í sólkerfinu. Amma
var barnbesta manneskja sem
ég hef kynnst. Hún tók alltaf á
móti okkur barnabörnunum með
hlýjan og opinn faðminn og
sinnti okkur af mikilli natni og
alúð. Barngæska ömmu náði
ekki bara til okkar barna-
barnanna heldur vann hún líka á
leikskóla og það fannst mér (og
finnst) svo ævintýralega merki-
legt starf. Ég sagði alltaf með
stolti að ég ætti ömmu sem ynni
á leikskóla.
Allra besta sameiginlega
áhugamál okkar ömmu var að
horfa á teiknimyndirnar um
Heiðu í svissnesku ölpunum.
Amma lagði sig alla fram við að
vakna á sunnudagsmorgnum til
að taka hvern einasta þátt upp á
vídeóspólu svo ég gæti gengið að
þáttunum vísum hjá henni. Og
þær helgar sem við fjölskyldan
vorum í Borgarnesi horfðum við
Helgurnar vitaskuld saman á
þessa dýrð.
Amma var mikið náttúrubarn
enda var hún óþreytandi að
segja sögur úr Elliðaey – fallegu
eyjunni sinni á Breiðafirði þar
sem hún fæddist og ólst upp. El-
liðaey var henni efst í huga alla
tíð og þó að hún væri sárlasin og
varla rólfær talaði hún alltaf
eins og það væri ekkert mál að
skjótast út í eyju.
Amma var ekki bara með
stóran og hlýjan faðm sem mað-
ur elskaði – maður var með mat-
arást á henni líka. Enda gekk
maður að ýmsu vísu í eldhúsinu
hjá ömmu, eins og jarðar-
berjaísblómum. Það er í raun
skilyrðislaus tenging á milli
ömmu og jarðarberjaísblóma því
þau voru alltaf til þegar maður
kom í heimsókn. Þetta var vöru-
merki í eldhúsinu hennar.
Amma átti líka fleira gott í munn
fyrir litla sykursnúða. Hún gerði
langbesta grjónagraut í öllum
heiminum, pönnukökurnar
hennar voru ómótstæðilegar og
þegar ég hugsa nánar út í hlut-
ina fannst mér, matvöndu stúlk-
unni, allt gott sem amma gerði.
Þegar ég varð eldri og afi far-
inn til feðra sinna kynntist ég
annarri hlið á ömmu – hún var
með sótsvartan húmor! Hún var
snögg að grípa á lofti ef maður
kastaði fram húmor af þeirri
sort fram. Þegar Geir kom til
sögunnar færðist fjör í leikana
því Geir fannst þessi hlið af
ömmu fram úr hófi skemmtileg
og ófá svört húmorskotin gengu
þeirra á milli í Brákarhlíðinni.
Mikið var gott að hitta þig,
amma mín, viku áður en þú
ákvaðst að kveðja þennan heim.
Við gæddum okkur á Napó-
leónskökum úr Geirabakaríi,
ræddum um gamla tíma og þú
dróst fram myndaalbúmin eins
og oft áður. Þú munt því miður
ekki hitta litla manninn sem er
væntanlegur í lok apríl – litla
manninn sem þú ætlaðir að vera
svolítið frek á eins og þú orðaðir
það í haust. Ég veit hins vegar
að þú munt fylgjast grannt með
okkur að ofan.
Helga Þóra Jónasdóttir.
Þegar ég var barn átti ég mitt
eigið konungdæmi. Þar var ég
prinsessan og mínir þarfir voru
framar þörfum annarra. Ég gat
borðað fleiri ísblóm en nokkru
barni sæmir og lagt til hvers
kyns sérþarfir hvað varðaði
kvöldmat. Ég mátti horfa eins
mikið á Heiðu og Nonna &
Manna og ég vildi. Það var alltaf
einhver tilbúinn að spila, fara
með mér í sund og lesa fyrir mig.
Konungdæmið mitt var heima
hjá ömmu og afa á Berugötunni.
Mínar hlýjustu barnæsk-
uminningar eru frá helgarferð-
um til þeirra þegar ég fékk að
taka rútuna ein í Borgarnes og
þau biðu mín á bílaplaninu hjá
Hyrnunni. Þau stóðu fyrir fram-
an rauða Subaru-inn; amma í
fölbrúnu kápunni og afi í köfl-
ótta jakkanum – bæði skælbros-
andi. Ég hoppaði í faðminn
hennar ömmu sem var sá allra
hlýjasti og þéttasti sem fyrir-
fannst. Hún var hjartadrottn-
ingin og afi laufakóngurinn.
Ég man ljóslifandi eftir rifr-
ildum sem ég átti við vinkonur
mínar um að hún væri jú besta
amma í heimi. Ég hreinlega
trúði ekki að nein betri fyndist –
og geri ekki enn í dag. Í einni
helgarheimsókninni fór ég með
henni í vinnuna á leikskólann. Þá
komst ég að því að börnin sem
hún passaði dagsdaglega köll-
uðu hana ömmu. Vá hvað ég var
stolt því hún var í raun og veru
amma mín, ekki þeirra. Hún lét
mér alltaf líða eins og ég væri
númer eitt með óhóflegu magni
af hrósi og botnlausri ást.
Eftir að afi dó kynntist ég
ömmu minni á annan hátt og ég
tengdi skemmtilega við. Hún
drakk svart kaffi, hafði bein-
skeyttan svartan húmor og var
smá þverhaus við og við. Þegar
ég var í MR sótti ég friðinn oft
til hennar þegar ég þurfti að
læra. Eftir einn göngutúrinn
vorum við á leið inn í bygg-
inguna, þá sagði hún við mig:
„Ætti ég að kíkja í póstkassann?
Hann er örugglega fullur af ást-
arbréfum!“ Svo skellihló hún.
Elsku hjartans amma mín, þó
svo þú hafir verið orðin svolítið
hró er óttalega sárt að kveðja
þig. Það eiga fáir stærri hluta af
hjarta mínu en þú. Ég veit að þú
ert á einhverjum dásamlegum
stað sem aðeins dýrlingar fá að-
gang að.
Þín
Sigríður Svala (Sigga Svala).
Mig langar í fáeinum línum að
minnast systur minnar, hennar
Helgu. Hún var elst okkar
systra, en við vorum fjórar.
Bernskuárin okkar ólumst við
upp í Elliðaey á Breiðafirði. Þar
bjuggu foreldrar okkar Dag-
björt og Jónas.
Pabbi sótti sjóinn á bátnum
sínum Kára. Mamma sá um bú-
skapinn og heimilið. Það kom í
hlut Helgu að hjálpa til heima.
Helga var snemma dugleg og vel
verki farin. Seinna lá leiðin
hennar í barnaskólann í Hólm-
inum, hún bjó þá hjá frændfólki
okkar. Við systur söknuðum
Helgu, en vissum að hún kæmi
heim í jólafrí og þá yrði búið til
jólaskraut, t.d. músastigar.
Helga bjó líka til bóndabæ og
kirkju úr pappa og málaði síðan.
Sumrin í eyjunni okkar voru
yndisleg. Allt lifnaði við. Fuglinn
kom í bjargið og lundinn synti á
rólegheitum á höfninni, æðar-
kollurnar komu upp á eyjuna að
leita sér að hreiðurstað en blik-
inn fylgdi fast á eftir. Þetta var
það líf sem Helga og við syst-
urnar ólumst upp við.
Helga og Jón bjuggu alla sína
tíð í Borgarnesi, fyrst á Helgu-
götunni síðan á Berugötunni.
Alltaf var gott að koma til
Helgu og Jóns; þar fann maður
sig alltaf velkominn. Helga var
einstaklega mikil húsmóðir. Átti
ég og fjölskyldan mín margar
góðar stundir á heimili þeirra.
Ég átti því láni að fagna að
dvelja sumarlangt hjá þeim
hjónum sem barnfóstra og pass-
aði ég frumburðinn þeirra, hann
Jónas. Á kvöldin las Jonni fram-
haldssögur. Man ég sérstaklega
eftir Góða dátanum Sveik. Oft
var spilað eða sagðar sögur.
Helga og fjölskylda komu oft í
Hólminn. Þá var oft farið út í
eyjar.
Ég minnist systur minnar
með þakklæti og gleði.
Ég bið góðan Guð að gæta
fjölskyldu hennar.
Þess óskar þín systir
Jóhanna.
Elskuleg móðursystir mín,
Helga í Borgarnesi, andaðist 87
Ástríður Helga
Jónasdóttir
Minningar