Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hef- ur auglýst tillögu að breytingu á aðal- skipulagi vegna verslunar og þjón- ustu við Jarðböðin í Mývatnssveit. Í tillögunni kemur fram að fyrirhuguð uppbygging rúmar nýtt þjónustu- og baðhús, nýtt þrepaskipt baðlón, gisti- rými og tengibyggingu. Markmiðið með breytingum á Jarðböðunum og tilheyrandi skipu- lagsbreytingum er að styrkja ferða- þjónustu á svæðinu, bregðast við að- stöðuleysi og bæta þjónustu við aukinn fjölda baðgesta. Árið 2017 komu rúmlega 218 þúsund baðgestir í jarðböðin og er gert ráð fyrir um 5% aukningu árið 2018. Manngerð náttúruböð Í tillögunni um breytingar á aðal- skipulagi kemur fram að Jarðböðin í Jarðbaðshólum austan við Mývatn eru manngerð náttúruböð, sem nýta skiljuvatn frá Bjarnarflagsvirkjun, sem er norðan við Jarðböðin. Á svæð- inu eru, auk baðlóns, aðkomuvegar og bílastæða, gufubað, búningsklefar, sturtuaðstaða og veitingahús, ásamt stoðrýmum fyrir starfsfólk. Skipulagssvæðið nýtur marghátt- aðrar verndar og fellur m.a. undir vatnsverndarsvæði Mývatns og Lax- ár sem og lög um náttúruvernd. Til- lagan er til sýnis til 13. apríl 2018 á skrifstofu hreppsins, á vefnum skutu- staðahreppur.is og hjá Skipulags- stofnun. Athugasemdir þurfa að ber- ast eigi síðar en 13. apríl 2018. aij@mbl.is Yfir 218 þúsund gestir í Jarðböðin  Uppbygging og breyting á skipulagi Jarðböðin við Mývatn Aðsókn hefur vaxið með hverju árinu. Keila á flughlaði sogaðist inn í hreyfil Boeing 767 þotu Icelandair þegar verið var að ræsa mótor í stæði í Keflavík síðast liðinn mánu- dag. Nokkrar skemmdir urðu á hreyfli vélarinnar og farþegar voru færðir í aðra vél. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. „Keilurnar eru léttar og eru til að stýra umferð í kringum flug- vélarnar á flughlaði. Nokkrar skemmdir urðu á hreyflinum og viðgerð stendur yfir,“ sagði Guð- jón. Hann sagði einnig að eftir væri að skoða hvernig þetta hefði gerst. Svona atvik ætti ekki að geta átt sér stað. Keila sogaðist inn í þotuhreyfil 60-80% AFSLÁTTUR RISA LAGERSALA G L Æ S I B Æ R HÖFUM BÆTT INN NÝJUMVÖRUM! OPIÐ ALLA DAGA : 11-18 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 Fis létt i r dúnjakkar frá 19.900,- Opið í dag kl. 11-16 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 3.990 kr. Str. S-XXL 5 litir Þunnar peysur Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Pétur Árni Jónsson 40 ára Viðskipatjöfurinn Pétur Árni Jónsson er fertugur í dag. Af því tilefni býður hann til tedrykkju að heimili sínu að Ægissíðu 90 í dag á milli kl. 9:00 og 11:00 þar sem hann vonast til að knúsa sem flesta. Inga Sæland kynnti efstu tíu manns á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar í Norræna húsinu í gær undir kjörorðunum „fólkið fyrst.“ Kolbrún Baldursdóttir sálfræð- ingur leiðir listann í oddvitasætinu og segir áherslumál flokksins vera stöðu hinna verst settu. Hún vill setja húsnæði fyrir alla í forgang ásamt tiltekt í rekstri borgarinnar. „Ég hef upplifað í starfi mínu sem sálfræðingur að hitta fólk sem er nánast á vergangi og með þessum flokki höfum við tækifæri til þess að forgangsraða upp á nýtt. Öllum þarf að líða vel í borginni og allir þurfa þak yfir höfuðið“ segir hún. Kolbrún tók áður þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og gaf m.a. kost á sér í prófkjörum flokksins í Reykjavík 2006 og 2009. Kolbrún kvaðst ekki eiga samleið lengur með Sjálfstæðisflokknum þar sem henni hefði ekki fundist hljóm- grunnur fyrir málefni þeirra sem verst hafa það. Hún segist þó ekki útiloka samstarf með Sjálfstæðis- flokknum eftir kosningar. Aðrir á listanum voru í þessari röð: Karl Berndsen, hárgreiðslu- meistari, Ásgerður Jóna Flosadóttir, viðskiptafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Þór Elís Pálsson, kvikmyndaleikstjóri, Hall- dóra Gestsdóttir, hönnuður, Rúnar Sigurjónsson, vélvirki, Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði, Þrá- inn Óskarsson, framhaldsskólakenn- ari, Friðrik Ólafsson, verkfræðingur og Birgir Jóhann Birgisson, tónlist- armaður. Skóli með aðgreiningu Helstu áherslur Flokks fólksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, skv. fréttatilkynningu, eru fæði, klæði og húsnæði fyrir alla ásamt samvinnu við ríki og lífeyrissjóði til að koma á fót öflugu félagslegu hús- næðiskerfi fyrir efnaminna fólk. Ráðning „hagsmunafulltrúa aldr- aðra“ til að byggja öflugt, heildstætt kerfi til að halda utan um aðhlynn- ingu og aðbúnað aldraðra. Skilyrð- islaust verði byggt á sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og aðgengi fyrir alla. Foreldrar geti verið lengur í fæðingarorlofi og greiða skuli foreldri það sama og greitt er með barni vegna vistunar hjá dagforeldrum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn og skóli með aðgreiningu. 2018 Morgunblaðið/Eggert Fólkið fyrst F.v. á myndinni eru Rúnar Sigurjónsson, Kolbrún Bald- ursdóttir, Ásgerður J. Flosadóttir og Karl Berndsen. Kolbrún oddviti Flokks fólksins  „Fólkið fyrst“ kjörorðin í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.