Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útlit er fyrir að þúsundir starfa
muni skapast á Keflavíkurflugvelli á
árunum 2018 til 2021. Þykir þróunin
undanfarið benda til að rúmlega
fimm þúsund störf geti skapast.
Guðmundur Daði Rúnarsson,
framkvæmda-
stjóri tækni- og
eignasviðs Kefla-
víkurflugvallar,
segir að gera
megi ráð fyrir
nokkur hundruð
starfsmönnum á
vegum verktaka
og hönnuða á
þessum árum.
Við þetta má
bæta áætlun
fyrirtækisins Aton, sem unnin var
fyrir Isavia, um samtals 3.900 ný
störf 2018-2021. Eru þá ótalin ýmis
óbein störf, t.d. hjá bílstjórum.
Skiptist í tvo hluta
Guðmundur segir fyrirhugaðar
framkvæmdir 2018-2021 tvískiptar.
„Annars vegar verður farið í
stækkun á núverandi landgangi,
landamæraeftirliti og verslunar-
svæði til að bæta afkastagetu og
upplifun farþega. Áætlað er að þessi
hluti muni kosta 24 milljarða. Hins
vegar verður byggð ný farangurs- og
skimunaraðstaða til að standast
breytingar í flugverndarkröfum
Evrópusambandsins. Áætlað er að
sá hluti kosti um 9 milljarða.“
Guðmundur segir aðspurður gert
ráð fyrir að veitingarými muni u.þ.b.
tvöfaldast með fyrirliggjandi fram-
kvæmdum. Verslunarrýmin muni
aukast minna. „Hönnun á svæðinu er
ekki hafin. Því gætu orðið breytingar
þegar endanleg hönnun liggur fyrir
og eftirspurn hefur verið metin.“
Fyrsta starfsár Isavia, 2010, voru
að meðaltali 707 störf hjá félaginu. Á
þessu ári er áætlað að þau verði
1.526. Til samanburðar voru alls 981
stöðugildi hjá Icelandair árið 2010 en
2.143 í fyrra. Upplýsingar fyrir þetta
ár voru ekki tiltækar hjá Icelandair.
Þá kom fram í Morgunblaðinu á
miðvikudaginn var að WOW air
áætlar að vera með mest 2.000
starfsmenn 2019. Til samanburðar
störfuðu 130 manns þar 2012.
Fulltrúar Icelandair hafa boðað
frekari fjölgun farþega og starfs-
manna. Að því gefnu, og með hlið-
sjón af stöðugum vexti Isavia, er
ekki ólíklegt að 6.000-6.500 manns
muni starfa hjá Icelandair, WOW air
og Isavia á næsta ári. Það er marg-
földun á nokkrum árum.
Sé horft til Keflavíkurflugvallar
fjölgar starfsmönnum þar ár frá ári.
Huginn Freyr Þorsteinsson, sér-
fræðingur hjá Aton, vann spá fyrir
Isavia um fjölgun starfa á vellinum.
Spáin var fyrir tímabilið 2013-2040
og birtist í skýrslunni Stóriðja í stöð-
ugum vexti. Huginn Freyr segir að-
spurður að spáin nái til allra nýrra
starfa, t.d. við þjónustu og innritun.
Verslunarfólkið meðtalið
„Þarna eru líka taldir með flug-
menn, flugþjónar, starfsmenn
Isavia, starfsmenn hjá tollinum og í
veitingaþjónustu og verslun,“ segir
Huginn Freyr um þennan hóp.
Samkvæmt spánni verða til alls
rúmlega 17.400 ný störf á árunum
2013-2040. Þar af myndu verða til
um 5.500 störf á árunum 2018-2025,
eða að meðaltali um 690 störf á ári.
Til samanburðar myndu verða til
tæplega 500 störf á ári 2026-2040.
Huginn Freyr segir aðspurður að
reiknað sé með kúfi í starfasköpun
árin 2013-2025. Síðan muni vöxtur-
inn verða í meira samræmi við al-
þjóðlega þróun í ferðaþjónustu.
Sem áður segir spáði Aton 3.900
nýjum störfum árin 2018-2021. Hug-
inn Freyr segir þetta miðspá. Með
hliðsjón af þróuninni undanfarið sé
háspáin að verða raunhæf. Hún er
20% hærri. Samkvæmt henni verða
til um 4.700 störf 2018-2021. Störf
iðnaðarmanna bætast þar við.
Fram kom í máli Ingimundar
Sigurpálssonar, formanns stjórnar
Isavia, í febrúar að stjórnin hefði
samþykkt að leggja þróunaráætlun
fyrir Keflavíkurflugvöll, svonefnt
Masterplan, til grundvallar allri upp-
byggingu á vellinum.
Sagði Ingimundur gert ráð fyrir
að í ár yrði boðin út bygging fyrir
nýja farangursflokkunar- og skim-
unarstöð austan við norðurbyggingu
flugstöðvarinnar. Áætlað væri að
hún yrði tilbúin 2020. Þá væri áform-
að að bjóða út á þessu ári fram-
kvæmdir við áframhaldandi breikk-
un tengibyggingar og nýtt landa-
mæraeftirlit norðan við núverandi
flugstöðvarbyggingu. Verklok væru
áætluð í árslok 2021.
Uppbygging og ný störf
á Keflavíkurflugvelli
Spá um ný störf á Keflavíkur-
flugvelli 2018 til 2040
2018-2025
meðaltal: 686 störf/ári
2026-2040
meðaltal: 496 störf/ári
2018-2040 alls
12.930
ný störf
5.487
7.443
Heimild:
Aton
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
707 729
790 848
914
1.017
1.215
1.350
1.526
Meðalfjöldi starfa hjá Isavia 2010 til 2018
16
14
12
10
8
6
4
2
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heildar launa- og starfsmannakostnaður Isavia
Heimild: Isavia
Heimild: Isavia
2010 til 2017, milljarðar króna
Aukning 2010-2018: 116%
Meðalfjölgun starfa á ári: 102
Breikkun tengibyggingar
og nýtt landamæraeftirlit
Áformað er að bjóða fram-
kvæmdina út í ár og að hún
verði tilbúin í árslok 2021
Áætlaður kostnaður:
24 milljarðar kr.
Alls nemur kostnaður við
þessa tvo framkvæmdaþætti
33 milljörðum króna á næstu þremur árum
6,2 6,8
7,8 8,3
9,4
11
13,9
16,7
milljarðar kr.
Stöðugildi, heildarlaun og launatengd gjöld með starfsmannakostnaði fyrir
alla samstæðuna, Isavia, Fríhöfn og Tern
Ný farangursflokkunar- og skimunarstöð
Áætlað er að byggingin (kjallari undir bílastæði)
fari í útboð á árinu og verði tilbúin 2020
Áætlaður kostnaður: 9 milljarðar kr.
Heimild: Ársskýrslur Isavia. *Áætlun. *
Þúsundir nýrra starfa í fluginu
Útlit fyrir að 5 þúsund ný störf verði til á Keflavíkurflugvelli til ársins 2021 Isavia bætir við fólki
Áformað að framkvæmdir muni kosta 33 milljarða á næstu árum Þær munu skapa hundruð starfa
Guðmundur Daði
Rúnarsson
Skaðabótakrafa Drífu ehf. á hendur
Isavia er nú vel á annan milljarð
króna. Drífa rekur meðal annars
Icewear-verslanirnar.
Þetta kemur fram í nýjum árs-
reikingi Isavia.
Þar segir að Drífa hafi árið 2015
höfðað dómsmál á hendur Isavia þar
sem krafist var skaðabóta „vegna
meints tjóns í tengslum við fram-
kvæmd forvals vegna leigu versl-
unarrýmis á fríhafnarsvæði Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar“.
Taldi annað tilboð betra
„Dómnefnd forvalsins taldi tilboð
annars bjóðanda hagstæðara en til-
boð Drífu ehf. Stefnufjárhæð í málinu
er nú um 1,5 milljarðar króna. Isavia
ohf. telur að í öllu hafi rétt verið stað-
ið að forvalinu og að málatilbúnaður
Drífu ehf. sé tilhæfulaus,“ segir í árs-
skýrslunni.
Ekki náðist í Ágúst Þór Eiríksson,
framkvæmdastjóra Drífu, vegna
málsins.
Fram kom á mbl.is í apríl 2015 að
Drífa fór fram á 903 milljónir í bætur
vegna tekjumissis. Var fjárhæðin
sögð miðast við að gengið hefði verið
til samninga við fyrirtækið um tilboð.
Þetta væri áætlaður hagnaður fyrir-
tækisins af sölu á fatnaði og minja-
gripum frá júní 2015 til maí 2019.
Tjáir sig ekki um skattamál
Þá var haft eftir Birni Óla Hauks-
syni, forstjóra Isavia, í Morgun-
blaðinu í gær, að félagið telur sig eiga
3,6 milljarða kröfu á Ríkisskattstjóra.
Sagt var að félagið hefði enda ekki
fengið útskatt endurgreiddan frá
árinu 2016. Átt þar að standa inn-
skatt og leiðréttist það hér með.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri sagðist aðspurður ekki tjá
sig um mál einstakra aðila.
Milljarðakröfur
hafa gengið á víxl
Drífa krefst 1,5 milljarða frá Isavia
Isavia krefst 3,6 milljarða frá RSK
Ágúst Þór
Eiríksson
Skúli Eggert
Þórðarson