Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 34
✝ Breki Johnsen,Höfðabóli, Vestmannaeyjum, fæddist 10. apríl 1977. Hann lést 20. mars 2018. Hann var sonur Halldóru Filippus- dóttur flugfreyju og Árna Johnsen blaðamanns og al- þingismanns. Son- ur Breka er Eldar Máni Brekason, 15 ára gamall. Móðir Eldars er Vilhelmína Birgisdóttir. Systur Breka eru Helga Brá Árnadóttir og Þór- unn Dögg Árnadóttir, dætur Margrétar Oddsdóttur. Bróðir Breka var Haukur Clausen, son- ur Hauks Clausen tannlæknis. Breki ólst upp í Vestmanna- eyjum og Reykjavík við drift í daglegum tilþrifum, vann í fiski í Eyjum sem unglingur, stund- aði eggjatöku, lundaveiði og bjargmennsku í Bjarnarey og nam í Hólabrekkuskóla við gott atlæti og stóran vinahóp. Breki tók virkan þátt í íþróttum, stundaði hlaup, knattspyrnu, ljós- myndun og fleira. Hann keppti á hjólabrettum heima og erlendis. Hann lék m.a. með unglingaflokkum Vals í fótbolta og eitt sumarið í 3. flokki skoraði hann yfir 60 mörk. Breki var liðtæk- ur í graffiti og merkti verk sín STARZ. Verk eftir hann eru í erlendum uppsláttarritum og listaverkablöðum. Breki tók stúdentspróf frá VÍ og Menntaskólanum við Sund, vann um skeið á auglýsingastof- unni Hjá góðu fólki. Hann tók atvinnupróf í flugi í Bandaríkjunum og hafði flug- stjórnarréttindi á stærstu þotur í heimi, en gat ekki unnið við flugstjórn nema tímabundið vegna þrálátrar bakveiki. Útför Breka fer fram frá Landakirkju í dag, 7. apríl 2018, klukkan 14. Við Dóra eignuðumst hann Breka okkar 10. apríl 1977. Það var mikill guðsgjafardagur. Breki varð skjótt samur við sig, glað- lyndur, dugmikill og áræðinn en sérlega ljúfur og blíður, góður við alla. Hann var duglegur í skóla og félagslyndur og eignaðist ótrú- lega stóran hóp vina og var víða í sambandi þótt hljótt færi. Fót- bolti var eitt af áhugamálum hans alla tíð, en hann þekkti hundruð knattspyrnumanna víða um heim og kunni feril þeirra, sama átti við um kvikmyndaleikara. Hann mat vini sína mjög mikils og var mjög trygglyndur. Hann var talsvert í fóstri hjá Sólveigu og Guðmundi á Tryggvastöðum á Seltjarnarnesi, vegna starfa foreldranna, en þau reyndust honum og okkur frá- bærlega, enda vart hægt að finna yndislegra fólk. Breki átti mörg áhugamál sem unglingur, stundaði frjálsar íþróttir, fótbolta með Val á Hlíð- arenda þar sem hann skoraði yfir 60 mörk eitt sumarið. Hann var knár á brettum, tók ljósmyndir og var talinn í hópi bestu graffiti- myndgerðarmanna á landinu. Vann til verðlauna og verk eftir hann eru í erlendum uppsláttar- ritum og listablöðum undir nafn- inu STARZ. Breki vann í bygg- ingarvinnu á yngri árum, m.a. við raðhús í Grafarholti og Bæ Eiríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi og Þjóðhildarkirkju. Breki var Skógarmaður úr Vatnaskógi, með ógnarlegan áhuga á fótbolta og þannig mætti áfram telja. Ég veit ekki til þess að Breki hafi átt nokkurn óvin, nema einn, óvininn sem hann barðist við með miklum þunga síðasta árið, Bakk- us, sem aldrei hefur farið í mann- greinarálit. Breki hefur alla tíð verið mjög samningslipur og al- gjört ljúfmenni, en hann gat verið fastur fyrir, á stundum óheyrilega fastur fyrir og líklega hefur það orðið honum að falli því allt var reynt sem hægt var til þess að fá hann til að þiggja þá aðstoð sem bauðst í baráttunni gegn Bakkusi, en hann þáði það ekki og svo varð hann fyrir slysi. Það er sárara en orðum taki að tapa syni sínum og besta vini í svona orrustu. Ungur maður í blóma lífsins með allt til brunns að bera fyrir skemmtilegt líf og árangursríkt. Fíknin er djöful- lega sterk. Góðu minningarnar um Breka eru eins og skógur að magni og glitrandi laufskrúði, en við þurf- um að rækta þessar minningar frá rótum sorgarinnar og sætta Breki Johnsen okkur við að vegir Guðs eruórannsakanlegir. Brosið hans Breka var eins og bráðasmyrsl á þá sem áttu um sárt að binda og þannig munum við hann Breka okkar. Það er lík- lega ekkert í lífinu eins sárt og sorgin yfir þeim sem maður elsk- ar út af lífinu en það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Elsku Breki okkar. Við mamma þín söknum þín óendan- lega. Góði, góði, góði Guð, varðveittu og gættu hans Breka okkar. Gættu Eldars, ástvina og ætt- ingja Breka, gefðu afl til að rísa upp mót gleðinni. Árni Johnsen. Elsku Breki minn. Ég hefði nú viljað kveðja þig betur og knúsa þig og segja eitthvað viturlegt, en nú ertu farinn og það er eitthvað svo ósanngjarnt. Þú vissir svo margt, varst eldklár strákur og mikið er sorglegt að þú hafir ekki getað deilt lífi þínu með okkur og hæfileikar þínir fengið að njóta sín. Þig langaði svo margt, hvísl- aðir því stundum að mér þegar ég hitti þig. Þig langaði að fljúga, ferðast, vera góður pabbi, bróðir, sonur, frændi og bara allt. Þig langaði svo margt en löngunin í lífið var ekki næg til að gera þær breytingar sem þurfti til. Þú hafðir ótrúlegt minni og mundir allt sem á daga manns hafði drifið, þú fylgdist með þínu fólki þó svo þú værir kannski ekki í stöðugu sambandi. Sýndir okkur alltaf mikla væntumþykju og fylgdist vel með stelpunum mín- um og vildir vita hvað þær væru að gera hverju sinni – það þótti þeim vænt um. Þú varst hjarta- hlýr en stundum mislíkaði þér það sem ég sagði og líktir mér þá iðu- lega við annaðhvort ömmu eða pabba, en ég tók því nú bara alltaf sem hrósi þar sem ég vissi hvað þér þótti vænt um þau bæði. Síðast þegar við hittumst sát- um við heillengi og spjölluðum, ég var að hvetja þig áfram en þú sagðir bara: „Þú ert svo sæt“ og bauðst mér upp í dans á svo til miðju Ingólfstorgi þar sem hljóm- aði lag með Ellu Fitzgerald, sagð- ir að hún væri ein af þínum uppá- halds. Ég hefði betur dansað við þig þá. Við héldum öll í vonina um að þú fyndir hjá þér kraft og vilja til að skipta um gír en nú ertu von- andi á betri stað, búinn að finna frið, og mikið eru þeir heppnir sem eru með þér þar og fá að kynnast öllum þínum góðu kost- um og húmornum en af honum varstu ríkur. En ég reyni að ylja mér við minninguna um hjartahlýjan strák sem tók alltaf á móti mér með útbreiddan faðm og fallegt bros. Hvíl í friði, elsku bróðir minn. Þórunn Dögg. Elsku vinur og frændi hefur kvatt þennan heim, langt fyrir aldur fram. Það er þyngra en tár- um taki að sjá á eftir góðum dreng sem hafði sterka útgeislun í fal- legu brosi strax frá unga aldri. Breki fæddist þremur árum á undan frumburði okkar, Aldísi Kristínu. Við, ungir námsmenn og foreldrar, vorum að stíga okkar fyrstu skref í foreldrahlutverkinu og nutum góðs af gjafmildi Dóru og Adda. Fatnaður og barnavörur frá Breka voru endurnýtt í þágu Aldísar svo Breki fylgdi fjölskyld- unni, í orðsins fyllstu merkingu, frá fyrstu stundu. Breki var sér- staklega kátur og glaðvær sem barn. Við fylgdumst með honum vaxa, verða að ungum og glæsi- legum manni og taka sín fyrstu skref í föðurhlutverkinu. Breki var gríðarlega hæfileikaríkur. Hann var mjög minnugur og greindur, átti auðvelt með nám. Hann lauk flugnámi, var snjall teiknari og listamaður. Hann átti framtíðina fyrir sér. Alltaf skein hjartahlýjan af honum í garð okk- ar, barna og barnabarna. Slæm bakveikindi tóku að tefja framþróun hans í flugi sem voru gríðarleg vonbrigði. Alltaf eygði Breki von um bata. Ósk um að geta reynst syni sínum styrkur í framtíðinni var honum ofarlega í huga. Breki vissi að Bakkus var ekki rétta leiðin til að deyfa líkamlegan og andlegan sársauka, hvað þá rétta verkfærið til að byggja sig upp. Hann vissi það innst inni, en þegar ég vildi hjálpa sagði hann að baráttan við Bakkus yrði háð síð- ar. Hörmulegt slys varð til þess að skyndilega var bundinn endi á líf hans og um leið ætlan hans að ná aftur tökum á erfiðum aðstæðum. Á samverustundum okkar í Höfðabóli sýndi Breki í orði og verkum að honum þótti einstak- lega vænt um frændsystkin sín. Í fyrra þegar við mættum í Höfða- ból kom Breki til okkar með góða gjöf til barna Aldísar. Það voru talstöðvar sem Breki kenndi þeim strax að nota. Þau nýttu þennan þráðlausa búnað til að tala yfir húsgafla, hóla og hæðir, alsæl yfir þessari þráðlausu uppfinningu frá frænda. Breki brosti, hann vissi hvaða þýðingu slíkur búnaður gat haft inn í ævintýraheim krakk- anna og magnaði upplifun þeirra á ævintýrastaðnum í Höfðabóli. Addi og Dóra reyndust Breka elskandi foreldrar og vinir. Það hefur verið þeirra aðalsmerki að missa aldrei trúna á betri framtíð, að upp myndi rísa betri dagur fyr- ir þennan hæfileikaríka dreng. Þau veittu honum stuðning og griðastað til að undirbúa betra líf. En örlögin ákváðu að það verður ekki þessa heims, því miður. Nú þarf annar þráðlaus búnað- ur að koma í stað þráðlausu tal- stöðvanna sem Breki rétti barna- börnum okkar. Það er bænin. Með henni munum við eiga falleg- ar minningar, biðja verndar hans og senda honum fallegar hugsanir um leið og við styrkjum okkur öll í sorginni. Bæn okkar og ósk er að Breka líði vel í breyttum heimi, að hæfileikar hans fái að njóta sín, að ástin og gleðin verði fölskvalaus, að minningin um allt hið góða sé varðveitt. Við biðjum þess öll fjöl- skylda okkar. Við þökkum Breka fyrir hjartahlýjar og góðar stund- ir. Við sendum Adda og Dóru, systrum hans, syni og nánustu ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Árni, Bryndís og fjölskylda. Það kom eins og reiðarslag yfir okkur að Breki frændi væri látinn langt fyrir aldur fram. Breki var einstaklega ljúfur og hlýr. Hann var hluti af Eyjunum okkar; ungi frændinn sem svo oft tók á móti okkur við komuna í Höfðaból með bros á vör. Fyrir nokkrum misserum fór- um við saman á bátnum Trana út í Sölvaflá til að tína söl. Breki var þar skipstjórinn og leyfði krökk- unum að stjórna bátnum og hafði góða stjórn á hlutunum. Þegar komið var til baka í Höfðaból beið verkefnið að þurrka það sem tínt hafði verið á pallinum. Síðan var sest að borðum í Höfðabóli á heimili Adda og Dóru en þeirra aðalsmerki hefur ávallt verið ein- stök gestrisni og hlýja. Breki var einstaklega skap- andi. Hann hafði unnið að mynd- list um nokkurra ára skeið og var gaman að sjá afraksturinn. Við hlökkuðum til að hitta hann á nýrri vinnustofu sem þeir feðgar ætluðu að reisa við Höfðaból í Eyjum þar sem Breki hugðist vinna að list sinni. Breki VE er lagður af stað í langsiglingu, sagði í frétt Morg- unblaðsins nýverið og er þar sagt frá nýju Eyjaskipi sem smíðað var erlendis og er nú á heimleið. Nú er Breki frændi lagður af stað í langferð langt á undan áætlun en við vitum að það verður vel tekið á móti þessum góða dreng. Addi og Dóra hafa tekist á við margar áskoranir í lífinu en staðist þær með sóma. Nú hafa þau misst tvo myndarmenn á skömmum tíma, fyrst Hauk og síðan Breka. Það eru engin orð sem geta lýst þeirri miklu sorg og biðjum við Guð að styrkja þau, son Breka og fjöl- skylduna alla á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu Breka frænda. Þór og Halldóra. Bjarti, fallegi Breki. Fyrsta skýra minning okkar systra af þér er þegar þið fjöl- skyldan heimsóttuð okkur til Ten- nessee, fyrir um 30 árum eða svo, en þá voru foreldrar okkar við nám þar. Nærvera þín þá frá fyrsta degi og langt fram á ung- lings- og fullorðinsár vakti alltaf sömu góðu tilfinningar. Þú varst skemmtilegur, kíminn, uppá- tækjasamur, hlýr og yndislegur frændi sem við litum svo upp til og gerum enn. Þú varst gæddur miklum list- rænum hæfileikum og víða liggja eftir þig sköpunarverk. Á unglingsárunum varstu aldr- ei of svalur til að líta eftir frænk- um þínum og það var gott að vera undir þínum verndarvæng. Þú hafðir mikla útgeislun og við mun- um það svo sterkt hvað við vorum stoltar að vera frænkur þínar þeg- ar óharðnaðir unglingar voru að máta sig við hin ýmsu hlutverk lífsins. Í einlægu samtali sem þú áttir við aðra okkar um það leyti sem þú varst að kynnast barnsmóður þinni var svo fallegt að sjá hvað þú varst ástfanginn. Það var ljóst að þar var einum toppi náð í þínu lífi sem síðar meir bar ávöxt í syni þínum, Eldari. Stundirnar urðu óneitanlega færri í seinni tíð, sérstaklega með fjarlægðum milli landa. Því urðu þær enn dýrmætari þegar þær gáfust. Við einn okkar síðasta fund, í heimsókn til Íslands með börnin okkar í Höfðabóli í Vestmanna- eyjum, sumarið 2017, kom hlý- leiki þinn enn á ný svo skýrt fram. Þú komst með leikhugmyndir fyr- ir börnin og lagðir þig fram um að finna leiktæki með þau í huga. Þér var svo annt um fjölskyldutengsl- in og það var svo augljóst hvað skipti þig máli. Það skein í gegn í gjörðum þínum og viðleitni. Þú varst óspar á falleg orð, alltaf hvetjandi og hreinskilinn, sem er fágætur kostur í dag. Þetta varð okkar síðasti fund- ur. Hefðum við vitað það, eins og með svo margt annað í lífinu, hefðum við viljað gefa okkur meiri tíma saman. Við erum öll ríkari að hafa átt þig, Breki, í lífi okkar og það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þig svo snemma. Að hugsa til þess að við sjáum aldrei þitt glettna, hlýja andlit aft- ur, fyrr en yfir lýkur, er ofboðs- lega sárt. Við höfum öll okkar djöful að draga. Þótt dregið hafi fyrir sólu, og skuggahliðar lífsins læðst fram, þá skín minning þín svo skært. Þú ert bjarti, fallegi Breki í okkar hjarta og góðar minningar um þinn karakter lifa með okkur öllum. Eldari, Dóru, Adda og öllum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu ei storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Aldís Kristín og Védís Hervör Árnadætur. Það var eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Kalli bróðir minn hringdi í mig og tilkynnti mér að Breki frændi okkar og vin- ur væri látinn. Ég ætlaði bara ekki að trúa því fyrr en Raxi vinur okkar hringdi tveimur mínútum síðar með sömu hörmulegu tíð- indi. Mín fyrstu viðbrögð voru að ég snöggreiddist almættinu. Hversu mikið er hægt að leggja á eina fjölskyldu? Mín fyrsta minning um Breka er úr Breiðholtinu, þá var ég að moka snjó í Hólahverfinu og renni niður Rituhólana. Þar voru tveir guttar að gera snjóhús í skafli, ég kláraði að moka götuna inn í enda og þegar ég kem til baka stekkur annar guttinn út á götu, veifar mér að stoppa sem ég og geri. Ég sé strax á svipnum að þarna er lít- ill Johnsen á ferð. „Heyrðu,“ segir guttinn brosandi, „geturðu ekki mokað úr innkeyrslunni fyrir mömmu?“ Ég man enn, rúmum þrjátíu árum seinna, hvað mér þótti þetta fallega hugsað af drengnum og ekki annað hægt en að uppfylla þessa ósk hans Breka. Tíu árum síðar var Breki sjálfur sestur undir stýri á gröfu og far- inn að vinna hjá mér. Þegar ég sit hér og minnist Breka kemur fyrst upp í hugann prakkari í bestu merkingu þess orðs og húmoristi, hann átti ekki langt að sækja það verandi sonur þeirra sæmdar- hjóna Adda og Dóru. Glettnin í augum hans og smitandi hlátur líður mér aldrei úr minni. Breka var margt til lista lagt, hann var afburðanámsmaður þegar hann vildi það viðhafa, ákaflega listrænn, flinkur véla- maður og mjög fær flugmaður. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þær stundir sem við Breki áttum í október sl. Við skelltum okkur í bústaðinn minn í Skorradal, þar sátum við á pallinum langt fram á nótt og nutum norðurljósadýrðar- innar sem Breka fannst mikið til koma því hann var sannkallað náttúrubarn. Þar sagði hann mér m.a. hversu vænt honum þætti um foreldra sína og fjölskyldu. Að lokum viljum við Kristjana votta Adda, Dóru og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lif- ir. … niðjar Íslands munu minnast þín meðan sól á kaldan jökul skín! (Matthías Jochumsson) Pétur Óli Pétursson. Elsku Breki minn, nú ertu kominn til himnaríkis og eflaust búinn að eignast góða vini þar. Þú áttir aldrei erfitt með það, svo ljúf- ur og skemmtilegur. Við vorum í góðum vinahópi, stór hópur af framúrskarandi einstaklingum sem kunnu að njóta lífsins. Þú varst svo hæfileikaríkur listamað- 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN HILDUR S. THORSTENSEN, LILLA, áður til heimils að Gullsmára 10 og Granaskjóli 9, lést á Sólvangi miðvikudaginn 28. mars. Útförin verður gerð frá Digraneskirkju miðvikudaginn 11. apríl klukkan 13. Örn Thorstensen Guðbjörg Grétarsdóttir Ágúst Thorstensen Helga Linda Gunnarsdóttir Rikard Thorstensen Sigríður Steinunn Sigurðard. Ölver Thorstensen Kristín Eggertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku sonur okkar, faðir, afi og bróðir, SÍVAR STURLA BRAGASON frá Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 10. apríl klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Sigríður S. Hjelm, Bragi Eyjólfsson Aðalheiður Þóra Bragadóttir Ásdís Halla Bragadóttir Sigríður Heiða Bragadóttir Rut Bragadóttir Kristján Markús Sívarsson Stefán Logi Sívarsson Blómey Karlsdóttir S. Bragi Sívarsson barnabörn Ástkær MARIANN ZETTERSTRÖM HANSEN sem lést á heimili sínu, Hátúni 12, laugardaginn 31. mars, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 9. apríl klukkan 15. Ann Mari Hansen Skúli Hansen María Vilhjálmsdóttir Arnar Vilhjálmsson fjölskylda og vinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.