Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 39.990 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Bækur eru eins ogtímavélar þarsem lesandinngetur upplifað líðan fólks, ástir og ást- arsorgir á hvaða öld sem er. Sagt er að margir Íslend- ingar hafi kunnað fornsög- urnar og yljað sér við að rifja þær upp þegar fá- breytnin og fátæktin réðu ríkjum. Hugurinn var í fylgd með kappanum Gunn- ari á Hlíðarenda og Hall- gerði konu hans sem laun- aði kinnhestinn með því að ljá Gunnari ekki hár sitt í bogastreng þegar líf hans lá við og unglingar lágu undir brekáni og grétu með Guð- rúnu Ósvífursdóttur sem var þeim verst er hún unni mest. Á gönguferðum mínum undanfarið hef ég hlustað á Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda. Bókin var gefin út á Akureyri 1902. Tungumálið er ólíkt nútímamáli og oft mjög skemmtilegt. Umfjöllunarefnið er ástin og var bókin talin mjög opinská langt fram eftir síðustu öld. Fátæk stúlka er gefin ríkum bónda og þykir það hinn besti ráðahagur þó stúlkan hafi varla slitið barnsskónum og þekki verð- andi eiginmanninn ekkert. Allt gengur vel í byrjun, börnin koma hvert á fætur öðru og lítið áhyggjuefni þó unga konan, Þóra, sé stund- um leið. Gleði Þóru er að geta gaukað að fólkinu sínu smáræði og bóndinn launar kvonfangið með því að hjálpa fjölskyldu hennar með hey og fleira. Ungur maður af næsta bæ kemur oft til þeirra hjónanna að spila eða hjálpa til og finnur Þóra að hún heillast meira af honum en góðu hófi gegnir og hann endurgeldur tilfinn- ingar hennar. Þau eiga fáa möguleika. Þóra vill ekki slíta hjónabandinu og eiga á hættu að geta ekki veitt börnum sínum það sem hún getur gert, ef ekki verður hróflað við neinu. Tilfinningarnar eru svæfðar og reynt að þrauka. Ungi maðurinn verður að sætta sig við ósigurinn, snýr sér annað og finnur loks ástina að nýju á prestssetrinu. Hann gerir sitt besta til að bæta fyrir hversu ættsmár hann er, fjölgar fé og ræktar tún til að geta boðið prestsdótturinni sómasamlega framtíð. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Sagan náði mér alveg þrátt fyrir að stundum fyndist mér skilningur höfundar á tilfinningalífi kvenna ekki fullkominn. Orðaforði og lýsingar á fólki og líðan þess eru oft kostulegar. Tilfinningum Þóru er lýst með því hvernig hún heldur sér til þegar hún vill ganga í augun á unga manninum og þegar henni líður illa er hún ógreidd og illa til fara, vinnur innanhúss- störfin án nokkurrar ánægju og svarar bónda sínum með hörðum orðum og kulda. Tilfinningum unga mannsins er komið á framfæri með mynd- rænni frásögn af því hvernig hann situr reiðhestinn, reiðlagið lýsir innri líðan. Þegar allt fer á versta veg drekkur hann fulla flösku af sterku víni og ríður hestinum þannig að hófatakið „… dundi í eyrunum; götuleirinn hentist harður og þéttur úr hófunum langt aftur af honum …“ og hest- urinn verður loks örmagna af átökunum rétt eins og hjarta knapans. Ástin og ástarsorgin kunnugleg á hvaða öld sem er. Ástin er söm við sig Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Hefnd Hallgerður langbrók launaði Gunnari bónda sínum kinnhestinn með því að ljá honum ekki hár sitt í bogastreng þegar líf hans lá við. Úr fréttum fjölmiðla á líðandi stund má lesahvaða straumar eru á ferð í samfélaginu oghættumerki um varasama þróun, sem bregð-ast verður við. Nær daglega berast nú fréttir sem benda til þess að fíkniefnaneyzla sé orðin stórt vandamál í okkar litla sam- félagi. Stundum eru það fréttir um ungmenni, sem hafa týnzt og lögreglan auglýsir eftir. Stundum eru það fréttir um dauða ungs fólks vegna notkunar fíkniefna. Augljóst er að slíkum dauðsföllum fjölgar mjög. Fyrir nokkrum misserum fór að bera á fréttum frá Bandaríkjunum um nýja tegund fíkniefna, sem þar var að breiðast út með töluverðum hraða, þ.e. notkun á lyfseðils- skyldum lyfjum, aðallega verkjalyfjum en að einhverju leyti geðlyfjum, sem fólk virtist vera að ánetjast í stórum stíl vestanhafs. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að það sama er að gerast hér. Nú er það að vísu svo að annars konar fíkniefnavandi hefur áður herjað á þessa þjóð en þá er átt við ofnotkun áfengis. Um og upp úr aldamótum 1900 var Góðtemplarareglan mjög öflug félagsmálahreyfing hér. Snemma á síðustu öld voru góðtemplarar svo öflugir að þeir efndu til fjöl- mennra kröfuganga í Reykjavík. Ástæðan var sú að áfengisneyzla var orðin stórvandamál á Íslandi bæði á seinni hluta 19. aldar og snemma á 20. öld. Áfengisneyzla hefur reyndar alltaf á síðari tímum verið þjóðarböl, sem þjóðin hefur hins vegar ekki horfzt í augu við heldur hafa fjölskyldur verið lagnar við að fela það vandamál. En afleiðingar ofnotkunar áfengis hafa verið gífurlegar og eru enn. Það er ekki ofmælt að segja að áfengisneyzla hafi verið eitt mesta þjóðfélagsvandamál á Íslandi á okkar tímum, þótt ungt fólk tali um áfengis- neyzlu af léttúð, sem ekki er við hæfi. En nú er neyzla annars konar fíkniefna að bætast við áfengisbölið. Fjölskyldur sem kynnast afleiðingum slíkra fíkniefna á líf ungmenna eru skelfingu lostnar og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Í einkasamtölum segja lögreglumenn að lögreglan hafi ekki mannskap til að takast á við þennan vanda að nokkru ráði. Ljóst er að nú orðið er verulegt magn af þessum fíkniefnum framleitt hér á landi og gróðursvæðin eru hér og þar. Fyrir nokkrum árum fannst stór gróðrarstöð af því tagi af tilviljun þegar þyrla í öðrum erindum varð vör við mikið hitauppstreymi. Almannarómur heldur því fram að slíkar gróðrar- stöðvar, stórar eða smáar, séu nú á ótrúlega mörgum stöð- um, jafnvel í fjölbýlishúsum, og húsnæði sérstaklega inn- réttað til þess að koma í veg fyrir að vísbendingar berist frá þeim stöðum um það sem þar fer fram. Notkun lyfseðilsskyldra lyfja í þessu samhengi er svo sérvandamál, sem snýst ekki um að finna faldar gróðr- arstöðvar heldur að leysa vanda innan kerfisins. Við sem samfélag megum ekki falla í sömu gryfju varð- andi fíkniefnavandann og við höfum gert vegna ofnotk- unar áfengis. Í því felst að við megum ekki falla í þá freistni að fela vandann. Nú þegar má finna tilhneigingu til þess. Fjölskyldum finnst skömm að því að einstaklingur innan þeirra raða hafi fallið fyrir fíkniefnum og vilja sem minnst um það tala. Við eigum að læra af fenginni reynslu varðandi áfengið og líta á fíkniefnaneyzlu sem stórfellt þjóðfélagslegt vandamál, sem hún er augljóslega orðin. Lögreglan verð- ur að hafa bolmagn til að hreinsa upp gróðrarstöðvar fyrir þær plöntur, sem notaðar eru til þessarar framleiðslu. Heilbrigðiskerfið verður að hafa bolmagn til að takast á við þann þátt vandans, sem snýr að því. Það er ömurlegt að hlusta á lögreglumann, sem vinnur við að finna týnd börn, lýsa því að þegar þau finnast kunni engin úrræði að vera fyrir hendi. Hér er með öðrum orðum á ferð þjóðfélagsvandi, sem ekki er hægt að ætlast til að lögregla og heilbrigðiskerfi geti tekizt á við að óbreyttu. Enn stærri þáttur þessa máls er svo hvað það er í sam- tíma okkar sem veldur því að ungt fólk fellur í þá freist- ingu að prófa þessi eiturefni með þeim afleiðingum of oft að þau eyðileggja líf sitt. Inn í þá mynd koma áform Ásmundar Einars Daðason- ar félags- og jafnréttismálaráðherra um viðamiklar að- gerðir til þess að ná tökum á margvíslegum vanda barna strax á frumstigi og m.a. má lesa um í grein eftir hann, sem birtist hér í blaðinu síðastliðin þriðjudag. Það er augljóst að hér hafa orðið til undirheimar, sem þrífast á því að framleiða hér á staðnum eða smygla inn vörum af þessu tagi, sem seldar eru í gegnum sölukerfi, sem yfirvöld ná engum tökum á. Því sölukerfi tengist svo ofbeldi af ýmsu tagi. Þetta er alþjóðlegt vandamál. Glæpastarfsemin, sem tengist dreifingu fíkniefna, er sérstakt vandamál. En vandinn sem tengist þessum efn- um hverfur ekki, þótt dreifingin sé gerð lögleg eins og gert hefur verið í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og lengi hefur tíðkast að einhverju leyti í Hollandi. Við þurfum hins vegar að hafa kjark til að ræða þann þátt málsins. Sá vandi okkar samfélags, sem hér er gerður að umtals- efni, er þáttur í þeim umfangsmiklu breytingum, sem eru að verða á íslenzku þjóðfélagi um þessar mundir, en stundum fær áhorfandi á tilfinninguna að við sitjum föst í umræðum og deilum liðins tíma. Stórfelldur fíkniefnavandi er því miður orðinn veruleiki á Íslandi. Hvað er það í samtímanum sem veldur því að ungt fólk fellur fyrir fíkniefnum? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Stórfelldur fíkniefnavandi er orðinn staðreynd Furðu sætir, að sumir blaðamenn,sem hafa valið sér það starf að semja texta, skuli ekki vanda sig bet- ur. Enskan skín sums staðar í gegn, til dæmis þegar þeir skrifa, að ein- hverjir hafi tekið eigið líf, í stað þess að þeir hafi stytt sér aldur eða ráðið sér bana. Og þeir nota ekki umrit- unarreglur úr rússnesku, sem settar voru með ærinni fyrirhöfn og eru að- gengilegar á vef Árnastofnunar. Maður, sem nú er mjög í fréttum, heitir Sergej Skrípal, þótt á ensku sé nafn hans ritað Sergei Skripal. Stundum velti ég fyrir mér, hvort spá danska málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rasks muni rætast að breyttu breytanda: Enskan gangi af íslenskunni dauðri, ekki danskan. Ís- lenskir kennarar og rithöfundar gengu ötullega fram í málhreinsun, málvöndun og nýyrðasmíð á síðari hluta nítjándu aldar og á öndverðri síðustu öld. Þeir útrýmdu að heita má flámælinu og þágufallssýkinni. Þeir smíðuðu orð, sem féllu vel að tung- unni, um ný fyrirbæri. En nú er ekki örgrannt um, að slík fyrirhöfn þyki brosleg. Þegar ég sýndi Milton og Rose Friedman söguslóðir á Íslandi haust- ið 1984 spurði Rose: „Af hverju takið þið ekki upp ensku? Er það ekki miklu hagkvæmara?“ Milton and- mælti henni með breiðu brosi: „Nei, Rose, ég er ekki sammála þér. Ís- lenskan er þeirra mál, og þeir vilja auðvitað halda í hana.“ Röksemd Miltons Friedmans er enn í fullu gildi. Ástæðan til þess, að við viljum (vonandi flest) tala ís- lensku, er, að hún er málið okkar. Hún er samgróin okkur, annað eðli okkar, ef svo má segja, órofaþáttur í tilvist okkar. Hún veldur því, að Ís- land er ekki einvörðungu verstöð eða útkjálki, heldur bólstaður sjálf- stæðrar og sérstakrar þjóðar. Bæta má við röksemdum fyrir skoðun Miltons og gegn tillögu Rose. Ein er, að við þurfum ekki að týna niður íslenskunni, þótt við lærðum ensku svo vel, að við töluðum hana næstum því eins vel og eigin tungu (eins og við ættum að gera). Málið er eins og frjálst atvinnulíf, eins gróði þarf ekki að vera annars tap. Við get- um sem hægast verið tvítyngd. Önnur er sú, að íslenskan er ekki aðeins sérstök, heldur líka falleg. Þetta sjáum við best á vel heppn- uðum nýyrðum eins og þyrlu og tölvu. Fara þessi orð ekki miklu betur í munni en helikopter og komputer? Þriðja viðbótarröksemdin er, að með málhreinsun, málvöndun og ný- yrðasmíð þjálfum við okkur í móð- urmálinu, spreytum okkur á nýjum verkefnum, um leið og við endurnýj- um og styrkjum sálufélag okkar við þær þrjátíu og þrjár kynslóðir, sem byggðu landið á undan okkur. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Málið okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.