Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Hvítur leikur og vinnur. Georg Maier – Magnús Carlsen Staðan kom upp í fimmtu umferð efsta flokks skákhátíðarinnar GRENKE chess sem stendur yfir þessa dagana í Karlsruhe og Baden Baden í Þýskalandi. Það merkilega við þessa stöðu er að hvítur á þrjá leiki sem allir leiða til vinnings. Ég er nánast handviss um að þeir sem eitt- hvað kunna fyrir sér myndu finna rétta leikinn án mikillar yfirlegu. Heimamaðurinn Maier hafði teflt vel en virtist aldrei afhuga jafntefli gegn heimsmeistaranum sem hafði greini- lega teygt sig of langt þegar hér var komið sögu. Vinningsleikirnir þrír eru: A) 39. Hh5. Svartur á enga haldgóða vörn gegn hótuninni 40. Hxh7+, t.d. 39. … De7 40. Hxh7+ Kxh7 40. Hh1+ Kg8 41. 41.Be6+ Hff7 42. Hh6! með hót- uninni 43. Dh5. Engin vörn finnst. B) 39. Hh1. Vinnur einnig t.d. 39. … De7 40. Hxh7+ Kxh7 41. Hh5+ Kg6 42. Hh6+! Kf7 43. Dh5+ og mátar. C) 39. Hf5 – og svartur er varnarlaus, t.d. 39. … Db8 40. Hxf8+ Dxf8 41. Hb1 og vinnur. Hvítur átti nægan tíma fram að 40. leik til að finna einn þess- ara leikja. Kannski var hann hrædd- ur við að vinna. Hann valdi: 39. Ha1? og eftir … 39. … De7 40. Dxg7+ Dxg7 41. Hxg7 Kxg7 42. Hxa4 Bc6 43. Hb4 … sömdu keppendur um jafntefli. Magnús tefldi strax í fyrstu um- ferð við hinn nýbakaða áskoranda Fabiano Caruana. Eins og oft áður virtist hann hafa í fullu tré við Bandaríkjamanninn en upp kom flókið hróksendatafl þar sem peð svarts voru komin lengra, kóngs- staðan betri og vinningshorfur þaraf- leiðandi góðar: Grenke classic; 1. umferð: Fabiano Caruana – Magnús Carl- sen Svartur á leik og staðan er unnin en vinningsleikurinn á fátt líkt með mynstrum sem skákmenn hafa oft í kollinum í hróksendatöflum. 54. … Hh7! hefur þann tilgang að hamla för hvítu peðanna. Aðalbrigðið er svona: 55. Kxd3 Hd7+! 56. Ke4 a5 57. g5 a4 58. g6 Hd8! 59. Hc7 a3 60. g7 a2 og svartur vinnur. En Magnús valdi að leika: 54. … a5? og eftir … 55. h6! He2+ 56. Kxd3 Hh2 57. g5 varð hann að sætta sig við skiptan hlut … 57. … Hh3+ 58. Kd2 Hh2+ 59. Kd3 – Jafntefli. Eftir þessi vonbrigði hefur lítið gengið hjá Norðmanninum þótt hann sé að venju með í baráttunni um sig- urinn. Staðan þegar fjórar umferðir eru eftir: 1.-3. Caruana, Vachier- Lagrave og Vitiugov 3½ v. (af 5). 4.-5. Carlsen og Aronjan 3 v. 6.-7. Anand og Bluebaum 2 v. 8.-10. Hou Yifan, Maier og Naiditsch 1½ v. Um það leyti sem aðalmótið hófst lauk keppni í opna A-flokknum en þar var mikið mannval á ferðinni og eitt sterkasta opna mót ársins. Úr- slitin hafa vakið mikla athygli því að 13 ára Þjóðverji, Vincent Keymer, bar glæsilegan sigur úr býtum, hlaut átta vinninga af níu mögulegum og stal gjörsamlega senunni. Hann er talinn mesta efni sem Þjóðverjar hafa eignast um áratuga skeið. Fjór- ir efstu urðu: 1. Keymer 8 v. (af 9). 2.-4. Koro- bov, Shirov og Gordievskí 7½ v. Að- stoðarmaður Keymers og þjálfari á mótsstað var ungverski stórmeist- arinn Peter Leko. Vignir Vatnar Stefánsson, nýorð- inn 15 ára, tók þátt í þessu móti og stóð sig ágætlega, hlaut 5½ vinning af níu mögulegum og hafnaði vel fyr- ir ofan mitt mót en keppendur voru hvorki fleiri né færri en 787 talsins. Faðir hans, Stefán Ḿár Pétursson, tefldi í opna B-flokknum og hlaut fimm vinninga af níu mögulegum. 13 ára Þjóðverji stal senunni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Chessbase Magnús Carlsen fylgist með Keymer (t.h.) vinna Ungverjann Rapport í lokaumferð opna mótsins. Skattar leggjast á okkur öll með einum eða öðrum hætti en dýrasti skatturinn er gjarnan sá sem við átt- um okkur ekki á að við greiðum. Þvert á glærukynningar og full- yrðingar borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, hefur skipulagsstefna hans skapað lóðaskort. Skortsstefna hans hefur þannig hækkað fasteigna- og leiguverð en þann skatt greiða öll heimili á leigu- markaði og ungt fólk sem stefnir á kaup á sinni fyrstu íbúð. Tímaskattur En annar og miklu lúmskari skatt- ur hefur verið lagður á borgarbúa á kjörtímabilinu: svokallaður tíma- skattur. Hann leggst á okkur öll sem ferðumst innan borgarinnar en þó mest á þann hóp borgarbúa sem búa austar í borginni. Skatturinn er af- leiðing af samgöngustefnu borgar- stjóra. Í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur telja borgaryfirvöld það hlutverk sitt að hægja á allri umferð í borginni og hafa unnið markvisst að því allt þetta kjörtímabil. Í Aðalskipulagi vinstri- meirihlutans er þetta orðað svo: „Göt- ur verði endurhannaðar sem borg- arrými með fjölþætt hlutverk.“ Breytingar á Hofsvallagötu, Snorra- braut, Borgartúni og Grensásvegi eru því einungis forsmekkur að því sem koma skal. Hringbrautinni á að gera sömu skil innan skamms, sem og Miklubraut, frá Lönguhlíð að Kringlumýrarbraut og Suðurlands- brautin verður þrengd. Mikilvægum samgönguæðum borgarinnar verður breytt úr stofnbrautum í tengibrautir. Tafatíminn veldur aukinni mengun Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum, hvert og eitt. Þess vegna skiptir máli hvernig við verjum hon- um. Þeir sem verða fyrir mestum töf- um vegna samgöngustefnu borg- arstjóra greiða, á einu ári, allt að fimm vikna sumarfríi í þessa glóru- lausu samgöngustefnu, vegna heima- tilbúinna tafa í umferðinni. Umferð- artöf fylgir svo aukin mengun bíla í lausagangi. Hér er því hvoru tveggja verið að stela tíma af fólki og auka umferð- armengun. Borgarstjóri og meirihluti hans hefur því sagt stórum hluta borgarbúa stríð á hend- ur og skattlagt hluta af ævi fólks, haft af okkur tíma sem við öll viljum verja annars staðar en í umferðarteppu. Glærulausn sem kostar á annað hundrað milljarða Nú þykjast tímaþjófarnir ætla að leysa þennan heimatilbúna vanda sinn með glærulausn sem þeir kalla Borgarlínu. Hún á að vera komin í fulla notkun árið 2040 eftir 22 ár. Það er því næsta snilldarhugmynd meirihlutans að eyða á annað hundr- að milljörðum í framkvæmd sem danskir skýrsluhöfundar Borgarlín- unnar viðurkenna að leysi ekki um- ferðarvandann. Við sjálfstæðismenn erum alls ekki á móti almenningssamgöngum. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem byggði upp almenningssamgöngur í borginni og lagði fyrstu göngu- og hjólastíga í íslensku þéttbýli. Gott borg- arskipulag á að endurspegla fjöl- breytt borgarsamfélag frjálsra ein- staklinga með ólíkar þarfir, væntingar og vilja. Við munum því hafna öfgakenndri og gamaldags skipulagsstefnu Dags B. sem skapað hefur sundrungu og ósætti meðal borgarbúa eftir búsetu. Þess í stað verða tekin upp nútímalegri og vand- aðri vinnubrögð. Við munum efla al- menningssamgöngur, byggja upp göngu- og hjólastíga sem heilsteypt samgöngukerfi en jafnframt ráðast í nauðsynlegar og skynsamar vega- framkvæmdir því allt þetta helst í hendur. Afnemum tímaskattinn í vor. Höfnum tímaþjófum í vor Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Annar og miklu lúmskari skattur hefur verið lagður á borgarbúa á kjör- tímabilinu: svokallaður tímaskattur. Marta Guðmundsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. marta.gudjonsdottir@reykjavik.is Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.