Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Nánar á norraenahusid.is Umhverfishátíð í Norræna húsinu Helgina 7–8. apríl kl. 13–17 GERUMHEIMILINGRÆNNI! ÓKEYPISAÐGANGUR laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 12.500 kr. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sergei Skrípal, rússneski njósnarinn sem varð fyrir taugaeitursárásinni í Salisbury í síðasta mánuði, var í gær sagður kominn úr allri lífshættu. Til- kynntu fulltrúar sjúkrahússins þar sem Skrípal og Júlíu dóttur hans var sinnt að ástand Sergeis hefði batnað til mikilla muna. Milliríkjadeilan á milli Breta og Rússa vegna árásarinnar harðnaði enn í gær eftir að breska blaðið Tim- es ljóstraði því upp að breska leyni- þjónustan teldi sig hafa rakið upp- runa taugaeitursins til sérstakrar rannsóknastofu rússneska hersins í bænum Shikhany, sem er á bökkum Volgu suðaustur af höfuðborginni Moskvu. Rússar höfnuðu fullyrðingum blaðsins þegar í stað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði að sér væri kunnugt um þessar fullyrð- ingar, en sagði að Rússar myndu ekki treysta neinum slíkum yfirlýs- ingum nema þeir sjálfir fengju að staðreyna þær. Sagði hann Breta vera að leita dauðaleit að nýjum af- sökunum fyrir „hinni óafsakanlegu afstöðu þeirra“. Þá sögðu rússneskir embættismenn að efnavopn hefðu aldrei verið geymd í Shikhany. Rússnesk stjórnvöld segja að þau hafi aldrei framleitt efnavopn upp á eigin spýtur, en Novichok-eitrið sem um ræðir var upphaflega þróað á tímum Sovétríkjanna. Þá lýsti Vla- dimír Pútín Rússlandsforseti því yfir í september á síðasta ári að öllum efnavopnum í fórum Rússa hefði verið eytt. Breska innanríkisráðuneytið til- kynnti í gær að það hefði hafnað um- sókn um vegabréfsáritun frá Viktor- íu, frænku Skrípal-feðginanna, en hún var fyrr í vikunni sögð hafa tal- að við Júlíu í síma, og var upptaka af því símtali spiluð í rússnesku sjón- varpi. Sagði í rökstuðningi ráðuneyt- isins að umsókn frænkunnar um áritun samræmdist ekki innflytj- endareglum Bretlands. Rússar nýttu mikinn hitafund hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrrakvöld til þess að gagnrýna Breta hart fyrir það hvernig þeir hefðu haldið á málum. Andmælti Vassilí Nebenzia, sendiherra Rúss- lands í ráðinu, þeim fullyrðingum að Rússland bæri ábyrgð á árásinni í Salisbury. „Gátuð þið ekki komið með betri falsfrétt?“ spurði hann ráðið. Ólígarkar settir á svartan lista Þá ákvað Bandaríkjastjórn að herða á refsiaðgerðum sínum gegn helstu bandamönnum Pútíns Rúss- landsforseta í gær, en tilkynnt var að sjö af helstu ólígörkum landsins hefðu verið settir á svartan lista. Einn talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði að aðgerðirnar væru svar við hegðun rússneskra stjórnvalda víðsvegar um heiminn. Nefndi hann sérstaklega innlimun Krímskagans, stuðning Rússa við uppreisnarmenn í austurhluta Úkra- ínu sem og stuðning við Assad- stjórnina í Sýrlandi, auk netárása víðsvegar um heiminn. „En síðast en ekki síst er þetta svar við áframhald- andi tilraunum Rússa til þess að grafa undan vestrænu lýðræði,“ sagði talsmaðurinn. Auk ólígark- anna sjö voru tólf fyrirtæki í þeirra eigu, 17 rússneskir embættismenn og vopnaframleiðandi í ríkiseigu sett á svarta listann. Talið er líklegt að aðgerðir Banda- ríkjastjórnar muni gera samskipti Vesturveldanna og Rússlands enn stirðari, en gagnrýnendur Pút- ínstjórnarinnar fögnuðu þeim, þar sem þær beindust að helstu bak- hjörlum Pútíns. Sagði bresk- bandaríski viðskiptamaðurinn Bill Browder, sem eitt sinn stundaði við- skipti í Rússlandi, að aðgerðirnar væru löngu tímabærar, þar sem þær tækju loks á mönnunum sem styddu helst við bakið á Pútín. Rússnesk stjórnvöld þögðu hins vegar þunnu hljóði um aðgerðirnar í gær, en fréttaskýrendur töldu að vænta mætti harðra viðbragða úr þeim ranni fljótlega. Fulltrúar vopnaframleiðandans Rosboronex- port, sem flytur út rússnesk vopn, mótmæltu hins vegar aðgerðunum hástöfum. Sögðu þeir aðgerðirnar vera ekkert annað en illa dulbúna af- sökun til þess að koma í veg fyrir samkeppni fyrirtækisins við banda- ríska vopnaframleiðendur. Segja eitrið upprunnið í Rússlandi  Sergei Skrípal kominn úr lífshættu og hefur náð „undraverðum bata“  Rússar andmæla full- yrðingum Breta um uppruna eitursins  Bandaríkjastjórn setur bandamenn Pútíns á svartan lista AFP Refsiaðgerðir Þessi mynd frá nóvember á síðasta ári sýnir Vladimir Pútín heilsa Alexei Miller, framkvæmdastjóra ríkisolíurisans Gazprom, en Miller var einn þeirra sem lentu á svörtum lista Bandaríkjastjórnar í gær. Skrípal-málið » Breska blaðið The Times ljóstraði því upp í fyrradag að breska leyniþjónustan teldi sig hafa rakið uppruna Novi- chok-eitursins, sem notað var í Salisbury 4. mars síðastlið- inn, til rannsóknastofu í Rúss- landi. Rússar andmæltu þessu. » Sergei Skrípal, njósnarinn sem varð fyrir árásinni, er sagður úr lífshættu og á góð- um batavegi. Dóttir hans Júlía mun sömuleiðis vera úr lífs- hættu. » Bandaríkjamenn settu sjö af helstu bakhjörlum Pútíns á svartan lista. Skoðanakannanir í Ungverjalandi benda allar til þess að Viktor Orban, forsætisráðherra, og Fidesz-flokkur hans muni halda völdum, þriðja kjörtímabilið í röð, en kosið verður til ungverska þingsins á sunnudag- inn. Það yrði í fyrsta sinn frá því að frjálsar kosningar voru leyfðar í landinu sem sama ríkisstjórn nær að lifa tvennar kosningar. Ríkisstjórn Orbans nýtur tölu- verðra vinsælda í heimalandinu, enda getur hún státað af umtals- verðum árangri í efnahagslífinu. Er- lend fjárfesting hefur sjaldan verið meiri og hagvöxtur síðasta árs nam um fjórum prósentum. Þá segjast Orban og stuðningsmenn hans að ríkisstjórnin hafi komið á mik- ilvægum umbótum í fjármálastjórn ungverska ríkisins. Martröð Evrópusambandsins Utan Ungverjalands er Orban hins vegar mun umdeildari. Stefna ríkisstjórnar hans í málefnum flótta- manna þótti hörð, og hafa gagnrýn- endur forsætisráðherrans stundum kallað hann „Viktator“, og blandað þannig saman eiginnafni Orbans og alþjóðlega orðinu um einræðisherra. Er talað um að Orban og stjórn hans séu, ásamt hliðstæðum hægri- stjórnum í Póllandi og Slóvakíu, ein af helstu martröðum Evrópusam- bandsins, þar sem hann vilji draga mjög úr áhrifum þess á stefnu Ung- verjalands. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur því til að mynda ákveðið að kæra Ungverjaland fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar varðandi mótttöku flótta- manna. Ekkert bendir þó til þess að slíkar aðgerðir muni draga nokkuð úr vinsældum Orbans heima fyrir. AFP Kosningabarátta Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, flytur síðustu kosningaræðu sína fyrir kosning- arnar á sunnudaginn. Allar skoðanakannanir benda til þess að flokkur hans muni halda velli í kosningunum. Þriðja kjörtímabil Orbans virðist innan seilingar  Uppnefndur „Viktator“ af andstæðingum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.