Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 44
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Dauðyflin eru ein þeirra sveita sem Fannar Örn Karlsson rekur en hann hefur verið áberandi í ís- lensku grasrótarpönki um áratuga- skeið. Með hon- um í þessu tiltekna verkefni eru þau Alex- andra (söngur), Júlíana (gítar) og Dísa (bassi) en sjálfur leikur hann á trommur. Sveitin hefur ver- ið mikilvægur fasti í íslensku neð- anjarðarrokki um langa hríð og hefur auk þess verið öflug í útgáfu- starfseminni eins og verður tíundað hér. Útgáfuferill Dauðyfla byrjaði með fimm laga prufuplötu eða „demo-i“ sem kom út í janúar 2016 Argandi, gargandi ástríða og seinna á því ári kom út formleg plata, Drepa drepa, bæði sem sjö- tomma og streymi. Þýska útgáfan Erste Theke Tonträger gaf víny- linn út. Tónlistin er hörð, miskunn- arlaus en um leið andrík og ástríðu- full og lagatitlar eins og „Drukknið í skít“, „Rusl“, „Drepum allt“ og „Túrblettir“ segja sitt. Almenn and- staða við kerfið en einnig hressileg- ur, femínískur vinkill. Á síðasta ári kom svo út ellefu laga breiðskífa, Ofbeldi, sem streymi (Bandcamp) og í vínylút- gáfu en það er hin virta Iron Lung Records sem gefur út. Það var þá hinn mikilvirki Will Killingsworth hjá Dead Air Studios sem sá um að hljómjafna. Dauðyflin halda upp- teknum hætti á Ofbeldi, keyrslan er grimm og berstrípuð og lagatitlar, nú sem áður, mikil snilld („Óvinir“, „Meðvirkni“, „Útlendingastofnun“, „Ljótir kommúnistar“ og „Níð- stöng“ m.a.). Og fleira er hægt að telja fram í útgáfuvirkninni. Síðasta sumar kom út deili-snælda sem sveitin gerði ásamt Xylitol en sveitirnar fóru saman í heljarinnar Amerík- ureisu. Þá er væntanlega sjötomma á Iron Lung í enda þessa mánaðar. Lögin eru sex og má streyma einu þeirra, „Skófla skófla“, í gegnum Bandcamp-síðu Iron Lung. Upp- lagsfjöldi er 500, 350 svartar plötur og 150 í marmaragrænu og ég veit að þetta eru mjög mikilvægar upp- lýsingar fyrir okkur vínylsafn- arana! Umslagið er vandað og vel umbúið og sem fyrr sá Will Kill- ingsworth um hljómjöfnunina. Maximum RocknRoll, þekkt- asta og virtasta neðanjarðarrokk- blað heims, skrifaði um Drepa drepa á sínum tíma og hafði þetta að segja: „Lögin eru merkilega grípandi en um leið sérstök … stór- kostlegt stöff hvernig sem á það er »Dauðyflin haldauppteknum hætti á Ofbeldi, keyrslan er grimm og berstrípuð og lagatitlar, nú sem áður, mikil snilld. Nýjasta plata Dauðyflanna er Ofbeldi, sem kom út á forláta vínyl, en sveitin heldur uppi merki grasrótarpönks á Íslandi með glæsilegum hætti. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Laugardagur 7. apríl kl. 13: Afmælismálþing til heiðurs Guðmundi Ólafssyni fornleifafræðingi Sunnudagur 8. apríl kl. 14: Sérfræðileiðsögn um sýninguna Prýðileg reiðtygi með Lilju Árnadóttur Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 22.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 20.04.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Tónlistin úr kvikmyndinni Harry Potter og viskusteinninn hljómar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þá leikur spænski básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Launy Gröndahl og loks leikur hljómsveitin Sinfóníu í d-moll eftir César Franck. Stjórn- andi er Gunnsteinn Ólafsson. „John Williams (f. 1932) er á með- al áhrifamestu tónskálda Banda- ríkjanna á 20. öld. Hann hefur sam- ið tónlist við helstu stórmyndir fremstu kvikmyndaleikstjóra sög- unnar, á borð við Steven Spielberg (Indiana Jones) og George Lucas (Star Wars). Harry Potter og visku- steinninn er fyrsta bókin af sjö um Harry Potter og vini hans í Hog- warts-galdraskólanum eftir J.K. Rowling. Í samnefndri kvikmynd kynnir John Williams til sögunnar nokkur þekkt stef sem eiga eftir að hljóma að nýju í kvikmyndunum um Harry Potter. Kunnast þeirra er Heiðveigarstefið, en það hljómar í mismunandi útsetningu í öllum myndunum. Nimbus 2000 er galdrakústurinn sem Harry Potter lærir að fljúga á með ófyrirsjáan- legum afleiðingum og önnur stef sem hljóma í fyrstu myndinni eru Voldemort-stefin tvö, tvö stef til- einkuð Hogwarts-skólanum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá hljómsveitinni. Plakat Harry Potter og viskusteinninn. Harry Potter í Langholtskirkju Básúnuleikari Carlos Caro Aguilera. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þær kalla sig viibra, konurnar í flautuseptettinum sem mun leika með Björk Guðmundsdóttur á tónleikum í Háskólabíói á mánudagskvöldið kem- ur og aftur á fimmtudag. Eins og Björk orðaði það í samtali okkar á dögunum, þá verður það „eins konar generalprufa fyrir væntanlega tón- leikaferð“ um heiminn, ferð sem er farin til að fylgja eftir útgáfu nýrrar plötu Bjarkar, Utopia, og mun standa með hléum næstu tvö til þrjú árin. Auk flautuleik- aranna sjö koma fram með Björk ásláttarleikarinn Manu Delago og Bergur Þórisson sem leikur á básúnu og sér um rafhljóð. Viibra skipa flautuleikararnir Mel- korka Ólafsdóttir, Áshildur Haralds- dóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Þær hafa æft fyrir tónleikana undanfarna mán- uði og af þunga síðustu vikur, þar sem þær hafa auk þess að læra útsetn- ingar Bjarkar utanbókar æft sviðs- hreyfingar með Margréti Bjarnadótt- ur danshöfundi, dansara og myndlistarkonu. Þær segja ekki nýtt fyrir þær að spila sjö flautuleikarar saman. „En að vera sjö flautuleikarar saman að spila svona tónlist og hreyfa sig með, það er ný reynsla,“ segja þær brosandi. Og þær eru á sviðinu mestalla tón- leikana. „Þar sem við erum á hreyf- ingu þá er þetta öðruvísi en við erum vanar, að sitja yfirleitt og horfa á nót- ur. Við erum búnar að læra alla part- ana til að geta verið hreyfanlegt afl sem fer um sviðið og gerir allskyns spor. Það höfum við ekki gert í svona samhengi áður. Þetta er frekar sér- stök blanda, og mjög spennandi…“ Melkorka segir að þetta sé óneitan- lega áskorun fyrir þær, sem koma all- ar úr hinu klassíska, hefðbundna tón- listarumhverfi. „Við erum óvanar að vera í svona sjói,“ segir hún. „Í nútímatónlist er vissulega búið að prófa allskyns hluti,“ segir Berg- lind María, „eins og meðvitaðar hreyfingar á sviði – en það er samt talsvert annað en það sem við höfum verið að æfa með Björk, fyrir utan að þetta en önnur tónlist.“ Aðrar í hópnum bæta við að þegar engar nótur séu og þær ekki fastar á sviðinu, þá „bætist við alveg nýtt lag í tjáningunni. Við nálgumst flutning- inn á fjölbreytilegri máta en við og áhorfendur eigum að venjast.“ Auk þess að leika á flautur af ýms- um gerðum, frá skærum pikkólóf- lautum niður í bassaflautur, þá leika þær á blístrur sem framkalla fugla- hljóð og framkalla, eins og Björk orð- aði það, „ákveðna sándeffekta, alls konar yfirtóna og vindhljóm“. „Það eru flókin mynstur á skipt- ingum milli laga, hvar og hvenær við eigum að skipta um flautur, það er allt undir,“ segja þær og hlæja. Mjög lífræn tónlist Margrét Bjarnadóttir samdi í fyrra, með Ragnari Kjartanssyni og Bryce Dessner, fyrir Íslenska dans- flokkinn hið rómaða dansverk No To- morrow. Þar þurftu dansarar að læra á gítara og leika á þá meðan þær dönsuðu. Margrét segist á vissan hátt nálgast þetta verkefni eins. „Þessi verkefni eiga margt sameig- inlegt, í báðum tilvikum vinn ég með rosalega miklum fagmanneskjum á sínu sviði, en nú nálgast ég það í hina áttina. Báðir hópar eru að gera eitt- hvað sem þeir kunna ekki og það er mjög auðmýkjandi, í jákvæðri merk- ingu. Ég er svag fyrir því.“ Og flautuleikararnir taka undir þau „Alveg nýtt lag í tjáningunni“  Sjö flautuleikarar leika með Björk  „Hreyfanlegt afl“ Morgunblaðið/Einar Falur Danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir segir flautuleikarana sjö þurfa að setja skref við hverja nótu, þar sem þær glíma við flóknar útsetningar. Björk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.