Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups- blað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl ICQC 2018-20 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarkonan Gabríela Friðriks- dóttir hefur unnið verk sín í ólíka miðla á um tveggja áratuga farsæl- um ferli; hefur teiknað, málað, unnið skúlptúra, myndbönd, innsetningar og gjörninga en á sýningu hennar í Hverfisgalleríi, sem opnuð verður í dag kl. 16, eru málverk allsráðandi. Verkin eru hengd upp í anda salon- sýninga, þekja veggi gallerísins frá gólfi upp í loft og einkennast af lita- gleði, furðuverum og -heimum. Og pólitík og umhverfismál koma einnig við sögu enda Gabríelu hugleikin. Hún fær sér vænan sopa af sóda- vatni úr plastflösku og tekur svo fram að hún hafi ekki keypt flöskuna. Farið til baka „Mér finnst ég hafa farið til baka,“ segir hún um verkin á sýningunni þegar blaðamaður nefnir að þau séu ákaflega litfögur. „Litadýrðin hefur alltaf fylgt mér, alveg frá upphafi og var fyrst í skúlptúrunum, rosalega mikil lakkríslitadýrð. Ég byrjaði að ganga út frá því, hugsaði með mér að það væri betra að hugsa um bragðið en að falla í þá gryfju að fara að herma eftir einhverjum fagurfræði- legum hugmyndum um liti. Ég var á ákveðnum stað í skól- anum að velta fyrir mér hver væri mín palletta og frá og með þriðja ári í skóla ákvað ég að ég hún væri svart- ur, hvítur, brúnn og Allsorts (lakkr- ískonfektið) og allir pastellitirnir,“ segir Gabríela kímin. Henni hafi þótt þessir litir dásamlegir og girnilegir og notað þá háglansandi í skúlptúr- um sínum. Gabríela segist upp úr árinu 2000 hafa ákveðið að leyfa efninu að tala í verkum sínum, moldinni, heyinu og lyktinni og hinir glansandi lakklitir hafi vikið um tíma. „En í málverkum, sem ég hef alltaf gert á milli og alveg frá upphafi, hafa alltaf verið þessir litir því ég þrái að takast á við furðu- lega liti. Mér finnst ekki gaman að gera settlega hluti, það er ekki ögr- andi. Þetta kveikir á ákveðinni stöð í heilanum,“ segir Gabríela. Hún hafi alltaf sinnt málverki og teikningu samhliða stórum verkefnum og sýn- ingum sínum víða um heim. „Ég fer alltaf heim í málverkið og teikning- arnar og ég kalla þetta heimilisiðnað. Þannig að ég hef ekki breyst, í raun og veru, í málverkinu. Það eina sem hefur breyst er að þetta er í fyrsta skipti sem ég er að sýna málverk á striga opinberlega,“ segir hún. Hugmyndafræðin heima Gabríela er spurð að því hvort hún sé farin að sinna málverkinu í meira mæli en áður og segist hún hafa gert það eftir að hafa haldið stóra sýn- ingu í Frankfurt árið 2011. „Þá ákvað ég að nú skyldi ég bara þjálfa mig í því. Ég er með vinnustofu heima og það er svo auðvelt að fara alltaf inn á milli og mála og teikna,“ segir hún. Hún líti á málverkin sem eins konar dagbók og „sálarvaka“. „Með þessari sýningu er ég mjög heiðarleg, er í raun og veru að bjóða fólki heim til mín, inn í hjarta mitt, inn í þessa hringiðu sjálfs míns,“ út- skýrir hún. Á sýningunni, sem heitir einfald- lega Gabríela, gangi gestir inn í heim sem hún búi alltaf í og tengi hana við fortíð og framtíð, allt frá barnæsku til þess ókomna. „Sálarvökvinn er þarna og þú sérð að það eru teikn- ingar inni í málverkunum. Ég myndi segja að þetta væri kannski of heið- arlegt, ég veit það ekki en ég ákvað að vera bara hugrökk og gera það þannig því maður vill oft fela sig bak við ákveðna hugmyndafræði. Ég ákvað að hafa hugmyndafræðina í þessari sýningu hugmyndafræðina heima, hugmyndafræðina í sálu minni og ég valdi ekki neitt heldur málaði bara og málaði í heilt ár og það voru engar hömlur. Þetta var hömlulaust.“ Milli reglu og óreiðu Gabríela segir listfræðinginn og sýningastjórann Raphael Gygax, sem ritaði texta um myndheiminn fyrir sýninguna, þekkja list hennar náið og lýsa henni vel. Gygax skrifar m.a., í þýðingu Ingunnar Snædal, að listheimur Gabríelu væri í ætt við súrrealisma, hann byggi blendingar og kynferðislegar verur sem hægt sé að túlka sem myndlíkingar fyrir fornar grunnkenndir mannskepn- unnar á borð við depurð, sársauka og vanhæfni til að rjúfa eigin ein- angrun. Lýsa megi málverkum hennar sem „andlegu landslagi“ sem leitist í sífellu við að draga fram úr djúpi undirmeðvitundarinnar ástand þar sem eilíf óvissa ríki og verk hennar leitist við að bera boð á milli raunveruleikans og drauma, milli reglu og óreiðu, milli völundarhúss- ins hið innra og áferðarfallegs yf- irborðsins, milli ákafrar ástríðu og gleði og hyldjúprar depurðar. Gygax nefnir að í mörgum verk- anna kallist tveir þættir á: Gabríela noti pastelliti og skæra liti sem geti vakið umræðu um smekk en minni einnig á hið „barnalega“ og í öðru lagi byggi hún á grunnþáttum tákn- mynda sem eigi uppruna sinn í næf- um (e. naive) málverkum á borð við verk Henris Rousseau. Gabríela tekur undir þetta og seg- ir að næfisma megi einnig finna í myndbandsverkum hennar og skúlp- túrum. „En málverkið er heimur út af fyrir sig og maður ræður ekkert rosalega miklu sjálfur, er svona eins og „reception“, móttaka,“ útskýrir hún. Og með því að vinna af kappi og opna sig upp á gátt streymi ýmislegt fram, allt aftan úr barnæsku. „Þetta eru í raun og veru minningar og hugsanlegar sýnir inn í framtíðina,“ segir Gabríela um verkin. Hún minnir á að verkin séu líka pólitísk. „Þetta er náttúrlega allt pólitík,“ segir hún og sýnir blaða- manni verk sem nefnist „Bráðnun“. „Þetta eru jöklarnir að hörfa og þeir eru bara „svona er þetta“,“ segir Gabríela og líkir eftir jöklunum sem eru leiðir á svip, enda að bráðna. Hver myndi ekki verða leiður yfir því? Ekkert kjaftæði, bara myndir Gabríela segist hafa unnið mikið með konsept á ferli sínum og búið til hina ýmsu heima. Í þetta skipti sé sýningargestum hins vegar boðið heim til hennar. „Þess vegna heitir sýningin líka bara Gabríela, því mér fannst það bara heiðarlegt.“ Á sýningunni verður til sölu bók með ljósmyndum af málverkum Gabríelu en á milli verkanna eru auðar síður sem bókaeigendur geta skissað á eða skrifað hugleiðingar sínar. Eða notað til að hvíla augun milli mynda, bendir Gabríela á. „Ég vildi ekki hafa neitt kjaftæði, bara myndir,“ segir hún brosandi. Morgunblaðið/Eggert Sýnir „Þetta eru í raun og veru minningar og hugsanlegar sýnir inn í framtíðina,“ segir Gabríela um verkin á sýningu sinni í Hverfisgalleríi. Hér sést hún með eitt málverkanna skömmu fyrir upphengingu í gær. Allsorts-lakkríslitadýrð  Gabríela Friðriksdóttir opnar sína fyrstu opinberu sýningu á málverkum á striga í Hverfisgalleríi í dag Tónlistarmaðurinn Prins Póló, réttu nafni Svavar Eysteinsson, sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að hann hefði náð settu marki í hópfjármögnun sem hann stóð fyr- ir á Karolina Fund fyrir þriðju hljómplötu sína. Platan kemur því út í þessum mánuði, föstudaginn 27. apríl, og mun bera titilinn Þriðja kryddið. Útgáfutónleikar verða haldnir í Iðnó á útgáfudegi og verð- ur Árni+1 úr FM Belfast prinsinum til halds og trausts á tónleikunum og jafnvel einhverjir fleiri öðlingar kallaðir til, eins og prinsinn orðar það. Leikin verða gömul lög í bland við ný. Í kjölfarið hefst svo tón- leikaferð prinsins um landið, stefn- an er sett á 13 tónleika frá 28. apríl til 20. maí. Nánari upplýsingar um tónleikaferðina má finna á fésbók- arsíðu Prins Póló. Prinsinn kemur víðar við í list- inni og mun opna myndlistarsýn- ingu fimmtudaginn 26. apríl í Gall- eríi Porti á Laugavegi 23b. Sýningin samanstendur af mál- verkum unnum upp úr texta lagsins „Er of seint að fá sér kaffi núna?“ sem finna má á plötunni nýju. Fjölsnærður Prins Póló er fjölhæfur listamaður og bulsugerðarmaður. Prins Póló gefur út Þriðja kryddið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.