Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 frá Innovation Living Denmark S V E F N S Ó F A R FRODE kr. 179.800 Ég hef ekki haldið upp á afmælisdaginn minn í 28 ár og hafðiekki í hyggju að breyta því. Hins vegar fann ég það út fyrirskömmu að þetta fertugsafmæli mitt ber upp á laugardag og fimmtugsafmælið mun bera upp á föstudag. Með öðrum orðum: Helgin fram undan í bæði skiptin. Ég ætla því að halda upp á afmælið í dag og aftur eftir tíu ár. Svo sér maður til með framhaldið. Það er nú kannski undir fleirum en mér komið, til dæmis almættinu og eigin- konunni.“ Pétur Árni lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands. Hann er framkvæmdastjóri Heildar fasteignafasteigs og var áður útgefandi Viðskiptablaðsins. Eiginkona Péturs Árna er María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Rík- isútvarpinu, en þau búa við Ægisíðuna, eiga tvö börn, Hilmar Árna, 6 ára eftir þrjá daga og Sigurlaugu Margréti, 4 ára, en þriðja barnið er svo væntanlegt í maí. En hefur Pétur Árni áhuga á einhverju öðru en eigin afmælum? „Fjölskyldan og vinnan taka mestan hluta frítímans. Við förum saman á skíði, ferðumst, auk þess sem töluverður hluti fer í að fylgja börn- unum í sínar íþróttir. En ég hef gaman af stangveiði og skotveiði. Hef reyndar minni áhuga á veiðinni sjálfri en meiri á því að dvelja við ár- bakkann í góðra vina hópi, sjá sólina koma upp í gæsaleit eða horfa yfir sveitirnar um leið og svipast er eftir rjúpunni.“ Yndisleg fjölskylda Pétur Árni og María Sigrún með börnin, Hilmar Árna og Sigurlaugu Margrét. Áreiðanlega stödd í Ævintýraskóginum. Ekki haldið upp á afmælið í 28 ár Pétur Árni Jónsson er fertugur í dag G uðrún Hafsteinsdóttir fæddist í Brekkukoti í Sveinsstaðahreppi 7.4. 1928 en ólst upp á Njálsstöðum í Vind- hælishreppi. Guðrún lauk landsprófi frá Reykholtsskóla 1947, stundaði nám við Kvennaskólann á Blöndu- ósi 1947-48, lauk kennaraprófi frá Handíða- og myndlistaskólanum 1951, stundaði framhaldsnám við KHÍ 1973-74, lauk stúdentsprófi frá MH 1982, BA-prófi í íslensku frá HÍ 1987 og lauk cand.mag.- prófi í íslenskum bókmenntum frá HÍ 1993. Guðrún var kennari við Héraðs- skólann í Reykjanesi 1952-66 og síðan við Grunnskólann í Mos- fellsbæ. Hún starfaði á Orðabók Háskólans 1987 og 1988. Guðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á íslenskum bókmenntum og lestri, verið mikil hann- yrðakona og áhugamanneskja um skógrækt. Hún var formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í tuttugu ár frá 1983-2003 og er heiðursfélagi þess ásamt eig- inmanni sínum. Þau hjónin ráku trjáplöntusölu í Bjarkarholti í ára- tugi og söfnuðu fræjum til rækt- unar á trjám. Guðrún hefur tekið virkan þátt í kvenfélagsstarfi Mosfellsbæjar. Þegar hún hætti kennslu hellti hún sér í ættfræðigrúsk, sótti námskeið um þau fræði og tók saman Jóelsætt 2002, um föðurætt sína, og Nípukotsætt, 2011, um móðurætt sína. Fjölskylda Guðrún giftist 12.4. 1952 Páli Aðalsteinssyni, f. 21.3. 1930, d. 3.10. 2012, handavinnukennara og skólastjóra. Hann er sonur Að- alsteins Eiríkssonar námstjóra og Bjarnveigar Ingimundardóttur húsmóður. Börn Guðrúnar og Páls eru 1) Hafsteinn, f. 7.9. 1952, dr. í bygg- ingarverkfræði, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyt- inu, kvæntur Láru Torfadóttur kennara og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Ernu, Jóhönnu Rut og Snævar Inga, og fimm barnabörn; 2) Bjarnveig, f. 6.6. 1954, hjúkr- unarfræðingur og deildarstjóri á Landspítala, var gift Ingimar Valdimarssyni viðskiptafræðingi sem lést 1995 og eru börn þeirra Jóhann Páll, Kristinn Már og Val- dís, og barnabörn fimm; 3) Björk, f. 22.8. 1955, iðjuþjálfi og sviðs- stjóri hjá Sjúkratryggingum Ís- lands, gift Páli Valdimarssyni Guðrún Hafsteinsdóttir kennari – 90 ára Fjölmennur hópur Guðrún og eiginmaður hennar, Páll Aðalsteinsson, ásamt börnum þeirra átta og tengdabörnum. Í heimum tungumálsins, skógræktar og hannyrða Reykjavík Kristín Edda fæddist 7. apríl kl. 17.59. Hún vó 3.816 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Fjóla Huld Sigurð- ardóttir og Hjálmar Guð- mundsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.