Morgunblaðið - 01.05.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.05.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 Öræfajökull Á láglendinu gengur mikið á flesta daga ársins, ys og þys og oft út af engu. Á hálendinu er staðan önnur og ró ríkir við efstu tinda, þar sem Hvannadalshnjúkur skartar sínu fegursta. RAX Í dag, 1. maí, taka gildi nýir samningar sem verða til mikilla hagsbóta fyrir bændur og neytendur, bæði á Íslandi sem og í Evr- ópusambandslöndunum 28. Samningarnir eru gerðir á grundvelli eldri samninga sem hafa ver- ið í gildi í meira en ára- tug. Með nýju samning- unum verða viðskipti með sum matvæli gefin algjörlega frjáls en toll- ar lækkaðir og tollkvótar auknir í öðr- um flokkum. Gott fyrir alla Í kjölfar gildistökunnar verður ríf- lega helmingur útflutnings á íslensk- um landbúnaðarafurðum til ESB toll- frjáls. Útflutningur frá Íslandi til ESB verður gefinn algjörlega frjáls fyrir flestar tegundir lifandi dýra, auk svína- og alifuglafitu, frjóvgaðra eggja og ýmissa blóma- og grænmet- istegunda. Þá fá íslenskir útflytj- endur hærri útflutningskvóta í ESB fyrir kindakjöt, skyr, smjör og pylsur auk þess sem þeir munu í fyrsta sinn geta flutt út unnið kindakjöt, svína- kjöt, alifuglakjöt og ost. Þessi aukni aðgangur að markaði ESB er ef til vill sú lyftistöng sem íslenskur sauð- fjárbúskapur þarf á að halda nú þeg- ar erfiðleikar steðja að greininni. Í skiptum fyrir þennan aukna að- gang að markaði ESB munu Íslend- ingar gefa frjálsan innflutning á ESB-vörum á borð við bökunar- kartöflur, blaðlauk, fóðurkorn og syk- ur. Innflutningstollur á sumar teg- undir svínakjöts, jógúrts, eggja, blóma og grænmetis lækkar og toll- kvótar á nautakjöt, svínakjöt, ali- fuglakjöt, saltað, þurrkað eða reykt kjöt, osta og pylsur frá ESB aukast. Allt þetta felur í sér fleiri útflutn- ingstækifæri fyrir bændur og mat- vælaframleiðendur beggja samnings- aðila og möguleika á fleiri valkostum og lægra verði fyrir neytendur í mik- ilvægum matvælaflokkum. Við erum sannfærð um að allir aðilar hagnist á þessum samningum. Gagnkvæm virðing fyrir upprunavörum Um leið tekur gildi samningur milli Íslands og Evrópusambandsins um svokallaðar landfræðilegar merking- ar. Um er að ræða hágæðavörur á borð við parmaskinku og fetaost, sem einungis má selja undir þeim nöfnum ef vörurnar eru fram- leiddar á tilteknum landsvæðum og sam- kvæmt tilteknum að- ferðum. Engar íslenskar vörur hafa fengið land- fræðilega merkingu, en Íslendingar geta nú sótt um slíkt í framtíðinni, til dæmis fyrir íslenska lambið, sem ég tel eiga góða möguleika á að fá landfræðilega merk- ingu. „Íslenskt lambakjöt“ hlyti þannig vernd gegn eftirlíkingum á Evrópumarkaði og nyti þess í mark- aðssetningu að bera viðurkenndan gæðastimpil. Tilefni til að fagna Gildistaka þessara samninga er enn eitt merki um náið samband Evr- ópusambandsins og Íslands og trú beggja aðila á frjálsum viðskiptum. Evrópusambandið telur að frjáls við- skipti skuli stunda með samfélags- lega ábyrgð að leiðarljósi og nú þegar eru innflutningstollar ESB að jafnaði lægri en á Íslandi, einkum tollar á landbúnaðarvörur. En við getum allt- af gert betur. Samningamenn beggja aðila lögðu sig því fram við að gæta hagsmuna helstu hagsmunaðila og tryggja að samningurinn stefndi ekki afkomu bænda í hættu. Samningarnir taka mið af þeim sérstaka sessi sem land- búnaður skipar í efnahagslífi og sam- félagi Evrópusambandsins og Íslands og því er þess gætt að vernda þá sem höllustum fæti standa og umbuna bændum sem framleiða besta matinn. Sendinefnd ESB á Íslandi og ein 17 sendiráð ESB-landanna ætla að fagna Evrópudeginum, matarmenn- ingu og gildistöku þessara samninga núna á föstudaginn, 4. maí, klukkan 17:00 í Veröld – húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu 1, þar sem boðið verð- ur upp á mat, drykk, tónlist og dans. Því okkur finnst þetta prýðilegt til- efni til að slá upp veislu. Komdu og fagnaðu með okkur ef þú ert sam- mála því! Eftir Michael Mann »Nú verður ríflega helmingur útflutn- ings á íslenskum land- búnaðarafurðum til ESB tollfrjáls. Michael Mann Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ný sóknarfæri fyrir bændur, aukið frelsi fyrir almenning Þann 3. maí mun ég, ásamt fulltrúum bandaríska flughers- ins, íslensku landhelg- isgæslunnar og fleir- um, afhjúpa minnismerki sem er gert úr flaki banda- rísku B-24 sprengju- flugvélarinnar „Hot Stuff“. Þetta er gert í minningu þess að 75 ár eru nú liðin frá því að flugvélin hrapaði við Grindavík með þeim af- leiðingum að hershöfðinginn Frank Andrews og 12 manna áhöfn létu lífið. Daginn sem vélin fórst átti að tilkynna Andrews að hann myndi leiða sókn bandamanna yfir Erm- arsundið til frelsunar Evrópu. Um leið og athöfnin fer fram er tilefni til að íhuga hvernig Banda- ríkin og Ísland, tveir stofnaðilar Atlantshafsbandalagsins, hafa staðið þétt saman gegn sameig- inlegum öryggisáskorunum und- anfarna áratugi. En hvað gerist svo? Hot Stuff-minnismerkið mun sennilegast verða staður sem Ís- lendingar og ferðamenn aka óafvit- andi framhjá á leið sinni á Keflavík- urflugvöll eða í Bláa lónið. Ég á hins vegar erfiðara með að sjá fyrir mér hvers eðlis sameig- inlegar öryggisáskoranir okkar verða næstu árin og hvernig við getum saman tekist á við þær á ár- angursríkan hátt. Ef við horfum á öryggisógnir 21. aldarinnar með áherslum 20. ald- arinnar er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að Atlantshafs- bandalagið hafi lítið með þær áskoranir að gera sem Íslendingar þurfa að takast á við í dag. Áhersla Atlantshafsbandalagsins und- anfarna áratugi á átök á Balk- anskaganum, í Mið-Asíu og Úkra- ínu kann að valda því að bandalagið virðist fjarlægara en áður. Af þeim sökum hefur Íslend- ingum gefist tóm til að einbeita sér að öðrum áskorunum. Reyndar halda sumir því fram að velgengni Íslendinga – sem ávallt mælast meðal hamingjusömustu þjóða heims – sé til komin vegna þess að íbúar landsins hugsa lítið um ör- yggismál. Þeir sömu benda á að Ís- lendingar geti látið stærri banda- lagsþjóðum eftir að hugsa um öryggið og einbeitt sér að menntun, félagsþjónustu og listgreinum. Það fólk er jafnvel til sem heldur því fram að Ísland hafi ekkert að óttast vegna utanaðkomandi ógna þar sem landið er herlaust og að vera þess og fjárfesting í Atlantshafsbandalag- inu sé með öllu óþörf. Mín skoðun er aftur á móti eilítið önnur. Að mínu mati hefur Ís- lendingum, að hluta til, verið gert kleift að koma á fót velmegandi samfélagi vegna þess öryggis sem Atlants- hafsbandalagið býður meðlimum sínum og öðrum sam- starfsaðilum upp á. Nýleg könnun Norðurlandaráðs á meðal íbúa að- ildarlanda ráðsins gaf til kynna að íbúarnir væru sammála þessari nálgun, þar sem þátttakendur töldu öryggi vera mikilvægasta viðfangs- efni norrænnar samvinnu. Öryggi er, með öðrum orðum, ekki and- stætt íslenskum gildum heldur til varnar þessum sömu gildum. Bandaríkin halda áfram að styðja Ísland til að standa vörð um þessi gildi, eins og þau hafa gert frá 1951, og er þar sameiginleg aðild að Atlantshafsbandalaginu sýnilegasti þátturinn. En aðild að Atlantshafs- bandalaginu er fjárfesting, ekki að- eins í úrræðum, heldur einnig áhugi. Bandalagið hefur aðlagað sig að breyttum þörfum nútímans og hlutverk þess hefur breyst frá því það var stofnað eftir seinni heimsstyrjöldina. Okkur er öllum umhugað um efnahagslega velsæld, jafnrétti kynjanna og önnur mál- efni sem skilgreina hinn „norræna lífsstíl“ og af þeim sökum tel ég að Íslendingar ættu einnig að leggja áherslu á öryggismál. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa sýnt fram á að hægt er að leggja pening í bæði þyrlur og heilbrigðismál. Hér er ekki um annaðhvort eða að ræða. Kosturinn við lýðræðið er að leið- togarnir hlusta á það sem við þá er sagt. Þegar íbúar Íslands og fjöl- miðlar hófu að ræða það hversu gamlar þyrlur Landhelgisgæslunn- ar voru orðnar brást ríkisstjórnin við með því að setja endurnýjun þyrlukostsins á fjármálaáætlun næstu fimm ára. Þá eru íslensk stjórnvöld, vegna áskorana frá al- menningi, einnig að skoða fjölgun þyrluáhafna til að tryggja betri neyðarþjónustu. Komi til þessara fjárfestinga mun það ekki eingöngu styrkja tilgang Atlantshafsbanda- lagsins heldur munu þær einnig bjarga lífi Íslendinga. Þrátt fyrir ólík viðhorf innan þeirra flokka sem mynda núver- andi ríkisstjórn hefur hún brugðist við afstöðu almennings með stað- festingu þjóðaröryggisáætlunar þar sem aðild að Atlantshafs- bandalaginu og tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna eru lögð til grundvallar vörnum landsins. Auk þess má ekki gleyma því að Ísland getur haft áhrif á það hvern- ig samvinna okkar þróast. Að þessu sögðu hefur Atlants- hafsbandalagið einnig heitið Ís- landi og öðrum aðildarþjóðum að það muni aðlaga sig að öryggisáskorunum 21. aldarinnar. Við skulum taka öryggi á netinu sem dæmi. Hugsum aftur til þeirra sem eru á leið til Keflavíkurflug- vallar eða til starfsfólks í upplýs- ingatæknigeiranum á leið til vinnu sinnar. Í dag er ekki langsótt að ímynda sér netárás sem gæti lamað fjármálageirann eða innviði á borð við flugvöll. Sem dæmi má taka að Eistland þurfti að ganga í gegnum endurreisnarferli eftir lamandi net- árás árið 2007 og hefur nú tekið að sér forystuhlutverk með því að hýsa bækistöð Atlantshafs- bandalagsins fyrir varnir gegn net- árásum (e. Cyber Defense Center of Excellence). Atlantshafsbandalagið hefur nú sett internetið á sama stall og loft, land og sjó með því að flokka árásir á því sem sömu ógn og kafbáta eða orrustuþotur. Á næstu vikum mun sendiráð Bandaríkjanna leggja áherslu á netöryggi með ýmsum viðburðum hér á landi. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem um er að ræða starfsfólk í upplýsinga- tæknigeiranum, starfsfólk hjá hinu opinbera, námsfólk eða aðra sem áhuga hafa á málefninu. Við megum aldrei gleyma fortíð- inni en við verðum líka að vera vak- andi fyrir því að Ísland og Banda- ríkin þurfa takast á við framtíðina – saman. Hvert sem næsta skref verður er ég þess fullviss að sam- starf okkar mun halda áfram að þróast og aðlagast sameiginlegum markmiðum okkar um frið og vel- sæld til handa okkur öllum. Eftir Jill Esposito » Við megum aldrei gleyma fortíðinni en við verðum líka að vera vakandi fyrir því að Ís- land og Bandaríkin þurfa takast á við fram- tíðina – saman. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna. Frá fortíð til framtíðar – ör- yggisógnir 21. aldarinnar Jill Esposito

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.