Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
skornirthinir.is
LYT NS
4 SEASONS LE FLORIANS
4 SEASONS
100% vatnsheldir
am sóli
22.995
ðir: 36-47
6 litir
Vibr
Verð:
Stær
OS LE FLORIA
VATNSHELDIR
SKÓR
Ég er á lokametr-unum í listrænnirannsókn og
doktorsverkefnið mitt
fjallar um ákveðna nálgun
í fríspuna í tónlist,“ segir
Marta Hrafnsdóttir, söng-
kona og tónlistarkennari,
sem á 50 ára afmæli í dag.
Doktorsverkefnið skrifar
hún við Estonian Aca-
demy of Music and
Theatre í Tallinn, Eist-
landi.
„Mér finnst nærtækast
að bera saman fríspuna og
tónsmíðar þar sem frí-
spuni er fluttur og búinn
til á stað og stund þar sem
ómögulegt er að breyta
verkinu eftir á en tón-
smíðar má endurskrifa og
skoða þar til ásættanleg
útkoma hefur náðst hjá
tónskáldinu. Þótt tíma-
ramminn sé ólíkur er
hugsunin á bak við sköp-
unina ekki svo ósvipuð.
Ég er líka að skoða hvern-
ig hægt sé að innleiða
þessa aðferð í tónlistar-
kennslu og helst alveg frá
byrjun þegar nemandi fær
hljóðfærið í hendurnar.“
Marta er stundakennari í Listaháskólanum þar sem hún hefur verið
að kenna fríspuna og einnig kennir hún í Klettaskóla. „Það er alveg
gríðarlega gefandi að kenna börnunum þar.“
Auk tónlistar hefur Marta mikinn áhuga á útivist. „Í allri sinni dýrð
og formi, ég hef t.d. gaman af að fara í klifur með manni mínum og
svo ferðumst við fjölskyldan mikið saman.“
Sambýlismaður Mörtu er Maxime Poncet, fjalla- og jöklaleið-
sögumaður frá Frakklandi, og börn þeirra eru Lilja Louve, f. 2008, og
Ylur, f. 2012.
„Maðurinn minn á líka stórafmæli á árinu og við ætlum að halda
upp á afmælið síðar. Svo verður mikið um stórafmæli innan fjölskyld-
unnar og við ætlum að halda upp á þá áfanga í sumar á Mallorca. Í
dag verð ég í faðmi nánustu fjölskyldu.“
Fjölskyldan Stödd í Vallon-Pont- Arc í fyrra.
Kennir og skrifar
um fríspuna
Marta Hrafnsdóttir er fimmtug í dag
E
llert Eiríksson fæddist
1. maí 1938 á Járn-
gerðarstöðum í
Grindavík. Eftir and-
lát föður Ellerts flutt-
ist fjölskyldan til Keflavíkur. Þá var
Ellert þriggja ára og hefur hann
verið búsettur þar síðan.
Ellert var í fyrsta útskriftar-
hópnum úr Gagnfræðaskólanum í
Keflavík, sem var fyrirrennari Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Hann hefur
sótt fjölda námskeiða um dagana í
stjórnun og vinnusálarfræði, jafnt
erlendis sem innanlands.
Eftir tvítugsaldur var Ellert yfir-
verkstjóri Keflavíkurbæjar í átján
ár, og vann tæpt ár hjá Astibach
Con. í St. Paul í Bandaríkjunum. Ell-
ert var sveitarstjóri Gerðahrepps á
árunum 1982 til 1990 og Keflavíkur
1990 til 1994 eða þar til Keflavík
sameinaðist Njarðvík og Höfnum
undir Reykjanesbæ árið 1994. Ellert
var því fyrsti bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar og gegndi því starfi til árs-
ins 2002.
Ellert var varaþingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanes-
kjördæmi í nokkur kjörtímabil og
hefur setið á Alþingi. Hann hefur
verið flokksbundinn sjálfstæð-
ismaður alla tíð, en hann var aðeins
12 ára gamall þegar hann gekk til
liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þar
urðu störfin fjölmörg og naut flokk-
urinn lengi krafta Ellerts. Hann
var formaður kjördæmisráðs á
Reykjanesi, formaður fulltrúaráðs í
Keflavík, á sæti í nokkrum stjórn-
um og ráðum á vegum hins opin-
bera og hefur verið leiðbeinandi á
stjórnunarnámskeiðum JC-
hreyfingarinnar. Hann hefur einnig
tekið þátt í störfum Lions-
hreyfingarinnar.
Árið 2016 var Ellert útnefndur
fyrsti heiðursborgari Reykjanes-
bæjar.
Ellert er í dag stjórnarformaður
Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. og
Reiknistofu fiskmarkaða hf.
Áhugamál Ellerts í gegnum tíð-
ina hafa verið mannleg samskipti,
kartöflu- og matjurtarækt, slitlaga-
gerð á þjóðvegum og hraðbrautum,
vinabæjarsamskipti á erlendri
grundu, körfubolti hjá Keflavík
íþrótta- og ungmennafélagi þar
sem hann hefur verið dyggur
stuðningsmaður og síðast en ekki
síst áskrifandi að Morgunblaðinu
samfellt frá 1. des. 1960.
Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri – 80 ára
Útskrift Ellert, Guðbjörg Ágústa og Guðbjörg Ósk við útskrift hennar í fyrra frá Verzlunarskóla Íslands.
Fyrsti heiðursborgari
Reykjanesbæjar
Akureyri Veigar Kári Sindrason fæddist 6. nóvember 2017. Hann vó 4.260 g og
var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Lilja Birna Stefánsdóttir og Sindri Magna-
son.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is