Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 36

Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 36
Ég var í miklu bulli á þessum tíma „Ég horfi með miklu þakklæti á tíma- bilið 2016. Ég var í miklu bulli á þess- um tíma, ekki það að ég hef aldrei drukkið eða slíkt, en ég hugsaði illa um sjálfan mig og var í ömurlegu formi, sérstaklega andlega. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði fengið að spila tímabilið 2016. Ég lagði mikið meira á mig eftir það tímabil og áttaði mig betur á þessu öllu saman,“ segir Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knatt- spyrnuliðs Keflavíkur. »4 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 121. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Sigurður óskaði eftir fresti 2. Tekur afsökunarbeiðnina til baka 3. Meiðyrðamál gegn Sigmundi … 4. Mamma hefði ekki þurft að … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríó Tómasar Jónssonar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 og flytur tónlist eftir Tómas í opnum útsetningum. Tómas leikur á Fender Rhodes-píanó og hljóðgervla, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar og Magnús Trygvason Elíassen trommar. Leika lög Tómasar í opnum útsetningum  Vortónleikar Söngsveitar Hveragerðis verða haldnir í kvöld kl. 20 í Hveragerðis- kirkju. Þema tón- leikanna er í anda sjötta áratugarins og sérlegur gest- ur verður sópran- söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Stjórnandi er Margrét S. Stef- ánsdóttir og Esther Ólafsdóttir leikur á píanó, Ian Wilkinson á básúnu og Örlygur Benediktsson á saxófón og klarínett. Diddú gestur Söng- sveitar Hveragerðis  Hljómsveitin Miðausturlandahrað- lestin kemur fram á tónleikum vor- dagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, annað kvöld kl. 21. Hljómsveitin leikur bræð- ing af djassi og austurlenskri tónlist og verða þjóðlög frá Búlgaríu, Arabíu, Ísrael og Íslandi flutt í bland við lög eftir Avishai Cohen, Dha- fer Youssef og meðlimi sveitarinnar. Miðausturlandahrað- lestin á Múlanum Á miðvikudag Suðvestan 3-8 og smáskúrir eða él, en þurrt og bjart veður á N- og NA-landi. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast suðaustan- lands. Víða vægt næturfrost. Á fimmtudag Suðlæg átt, 8-15 m/s með rigningu eða slyddu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 5-13 m/s. Skúrir eða él, einkum suðvestan- og vestanlands. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR „Það lítur ekkert allt of vel út með hann. Við verðum að koma honum undir læknis- hendur um leið og við kom- um heim og fá mat þeirra á stöðunni,“ sagði Arnar Pét- ursson, þjálfari handknatt- leiksliðs ÍBV, spurður um ástandið á örvhentu skyttu liðsins, Agnari Smára Jóns- syni. Fór Agnar af leikvelli meiddur gegn Potaissa Turda í Rúmeníu í fyrradag. »3 Óvissa um fram- haldið hjá Agnari „Ég verð í Gautaborg og þar er lið í b- deildinni sem gæti komið til greina. Ég ímynda mér þó að erfitt sé að fara frá KR, sem er að mínu mati skemmtilegasta sviðið á Íslandi, yfir í b-deild á Norðurlöndum. En ég held öllu opnu og kem til með að kíkja á hlutina,“ segir Darri Hilmarsson, sjö- faldur Íslandsmeistari í körfubolta, sem yfirgefur KR í sumar. »2 Óvíst að Darri spili körfubolta í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Lúðrasveit verkalýðsins mun sam- kvæmt venju spila í árlegri kröfu- göngu verkalýðsfélaganna í dag en sveitin var stofnuð árið 1953 og hef- ur verið stór hluti af kröfugöngu verkalýðsins frá stofnun. „Þetta er stærsti dagurinn hjá okkur á hverju ári,“ segir Rannveig Rós Ólafsdóttir, formaður stjórnar Lúðrasveitar verkalýðsins og þverflautuleikari. Hún segir að haldið sé í hefðirnar í lagavali sveitarinnar. Áður en gang- an heldur af stað má heyra lög eins og Sjá roðann í austri og Sjá hin ungborna tíð. Internationalinn eftir Eugène Pottier, alþjóðasöngur verkalýðsins, er síðan ómissandi hluti af göngunni: „Það sem við köll- um Nallann, Internationalinn, lag verkalýðsins. Það er alltaf spilað á þessum degi, alls staðar. Seinustu ár höfum við einnig oft spilað Maí- stjörnuna en það er algjör krafa að spila Nallann. Hann er spilaður al- veg niður allt Bankastrætið og niður að Ingólfstorgi til að sameina fólk,“ segir Rannveig. Lúðrasveitin var formlega stofnuð á fundi 8. mars 1953. Fimm sátu stofnfundinn en stofnmeðlimir sveit- arinnar voru 15 talsins. Hljómsveitarmeðlimir eru í dag á bilinu 35 til 45 og segir Rannveig að margir eldri hljómsveitarmeðlimir komi af og til aftur inn í sveitina eftir að hafa tekið sér pásu. Endurgjaldslaus frá stofnun Eitt af upprunalegu markmiðum sveitarinnar var að rukka ekki fé- lagsgjöld og segir Rannveig sveitina enn standa undir þeim gildum. „Eitt af markmiðum lúðrasveitarinnar frá stofnun var að veita fólki aðgang að því að spila tónlist án endurgjalds. Við rukkum ekki félagsgjöld og höf- um aldrei gert. Þú getur bara komið, beðið um að vera meðlimur og fengið að spila með okkur. Svo höfum við alltaf reynt að halda tónleikana, eina til tvenna á ári, þar sem ekki er rukkaður aðgangseyrir. Það er líka í lögunum okkar að fólk getur notið tónlistarinnar óháð efnahag,“ segir Rannveig og bætir við að sveitin eigi allt sitt undir styrkjum verkalýðs- félagana. Fyrsti kvenstjórnandinn Karen Sturlaugsson, aðstoðar- skólastjóri Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, mun stýra sveitinni í göngunni í dag en hún tók við sem stjórnandi lúðrasveitarinnar um ára- mótin. „Að því er ég best veit er þetta fyrsti kvenstjórnandinn í lúðrasveit fullorðinna, þessar stóru lúðrasveitir hér á höfuðborgar- svæðinu hafa ekki verið með kven- stjórnanda,“ segir Rannveig en þetta verður í fyrsta skipti sem Kar- en stýrir lúðrasveitinni í göngunni 1. maí en hún stýrði sveitinni fyrst á tónleikum í apríl á þessu ári. Blásið í lúðrana í yfir 60 ár  Algjör krafa að spila Internation- alinn 1. maí Morgunblaðið/Hari Stífar æfingar Lúðrasveit verkalýðsins á æfingu í gærkvöldi fyrir kröfugöngu verkalýðsins í dag. Lúðrasveitin var formlega stofnuð á fundi 8. mars 1953, hljómsveitarmeðlimir eru í dag á bilinu 35 til 45. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árlegur viðburður Lúðrasveitin hefur verið ómissandi þáttur í kröfugöng- unni og leitt baráttufólk áfram með takti og tónum 1. maí ár hvert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.