Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gosdrykkir Stór hluti sykurneyslu landsmanna kemur úr sykruðum gos- drykkjum. Draga þarf úr neyslunni að mati Embættis landlæknis. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Embætti landlæknis leggur til að álögur á gosdrykki verði hækkaðar svo að verð þeirra hækki um að minnsta kosti 20%. Þetta verði gert til að draga úr neyslu á gos- drykkjum. Lagt er til að gos- drykkir beri 24% virðisaukaskatt í stað 11%. Einnig verði lögð vöru- gjöld á vöru- flokkinn til að ná þessari verðhækkun. Fjármunir sem þetta skilar verði notaðir til að lækka álögur á ávexti og græn- meti. Samhliða slíkri skattlagningu telur Embætti landlæknis mikil- vægt að upplýsa almenning um heilsufarslegan ávinning af minni sykurneyslu. Einnig er talið mik- ilvægt að fylgjast með og meta hvaða áhrif skattlagningin hefur á neysluvenjur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra kynnti tillögur Embætt- is landlæknis fyrir ríkisstjórninni í gær. Hún sagði á vef ráðuneytis síns mikilvægt að stjórnvöld fjöll- uðu um tillögurnar, enda væri lagt til í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar að kostir þess að beita efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu yrðu skoðaðir. Landlæknisembættið leggur til að álögum á tiltekin matvæli verði breytt til að bæta neysluvenjur landsmanna. Tillögurnar eru í sam- ræmi við ráðleggingar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar um að- gerðir til að efla lýðheilsu og draga úr heilsufarslegum ójöfnuði. Bent er á að sykurneysla sé mjög mikil hér á landi og yfir ráð- lagðri hámarksneyslu á meðal ungs fólks. Samanborið við hinar Norð- urlandaþjóðirnar er neysla á sykr- uðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum mest hér á landi. Þessar neysluvenjur auka líkur á offitu og tannskemmdum auk þess sem þær geta aukið líkur á sykursýki 2. Líka sykurskertir drykkir Á heimasíðu Embættis land- læknis kemur fram að lagt sé til að hækka álögur á öllum sykruðum gosdrykkjum og einnig svonefnd- um diet-drykkjum, það er gos- drykkjum með sætuefnum og sykri. Hvorki er mælt með því að drekka sykraða gosdrykki né held- ur með sætuefnum. Betra sé að drekka vatn við þorsta og með mat. Hjá embættinu fengust þær upplýsingar að kolsýrt vatn án sí- trónusýru (E330) félli ekki undir þessa skilgreiningu og gæti verið góður kostur í stað gos- eða svala- drykkja. Gosdrykkir verði dýrari  Verðið hækki til að draga úr gosdrykkju  Álögur á ávexti og grænmeti lækki Svandís Svavarsdóttir Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hugbúnaðarrisinn Microsoft kynn- ir á föstudaginn íslensku sem nýja tungumálið í gervigreindarþýð- ingavél sinni Microsoft Translator. William Lewis, forritunarstjóri hjá Microsoft Research og einn þeirra sem þróuðu Microsoft Translator, segir forritið hafa sýnt sig vera öflugt tæki til að varð- veita tungumál og mun það að- stoða við að varðveita íslenska tungu í tækniheiminum. Þýðingarvél Microsoft styðst við vélrænt nám og hefur teymi hjá fyrirtækinu unnið að því í heilt ár að þróa tæknina fyrir íslensku. Þýðingavélin verður frá og með föstudeginum aðgengileg á forrit- um Microsoft eins og Windows 10, Android, Kindle Fire, Powerpoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, og IOS-stýrikerfum. Forritið býð- ur upp á þýðingar í rauntíma og verður því hægt að nýta þýðinga- vélina til að eiga samtöl við fólk á öðrum tungumálum í gegnum tæki Microsoft og þýðir vélin jafnóðum yfir á íslensku. Það sem gerir vél- ina einnig einstaka, að sögn Micro- soft, er að gervigreindin mun, með notkun forritsins, aðlaga sig að ís- lenskunni og bæta við sig sérhæfð- um íslenskum hugtökum eftir því sem fleiri Íslendingar nýta sér tæknina. Gervigreind aðstoðar við að varðveita íslenska tungu  Microsoft Translator kynnir íslensku sem nýtt tungumál Nýr forseti menntavís- indasviðs Kolbrún Þ. Páls- dóttir, dósent við deild heilsuefl- ingar, íþrótta og tómstunda við Háskóla Íslands, verður nýr forseti Mennta- vísindasviðs há- skólans. Þrír sóttu um starfið, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kolbrún lauk BA-prófi í heim- speki frá Háskóla Íslands árið 1996, MA í uppeldis- og menntunarfræði 2001 og doktorsprófi á sviði mennt- unarfræða árið 2012. Rannsóknir Kolbrúnar hafa meðal annars snúið að tengslum formlegs og óformlegs náms og hlutverki frístundaheimila. Þá hefur hún starfað í leik- og grunnskóla ásamt því að hafa unnið við frístundastarf. Kolbrún hefur einnig sinnt kennslu á háskólastigi. Kolbrún Pálsdóttir  Þrír sóttu um stöð- una hjá háskólanum „Rannsóknin er enn í fullum gangi; við erum enn að vinna úr þessum uppgreftri, en okkur fannst þetta svo merkur fundur og það var svo mikill áhugi á honum síðasta sum- ar, að það var ákveðið að setja upp litla sýningu með völdum gripum af staðnum,“ segir Hildur Gests- dóttir fornleifafræðingur um sýn- inguna Dysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi sem opnuð verður í Þjóð- minjasafninu í hádeginu í dag. Það var í fyrra að sex heiðnar grafir, kuml, frá 10. öld fundust á Dysnesi við Eyjafjörð. Þar er verið að undirbúa hafskipabryggju og iðnaðarsvæði og var ákveðið að ráðast í fornleifarannsókn á svæð- inu áður en hafist yrði handa um framkvæmdir. Engar sögur fara þó af byggð á svæðinu og á yfirborð- inu benti ekkert til að þar væri minjar að finna. „Það er ekkert sem við höfum séð sem bendir til þess að þarna í grenndinni hafi verið bæjarstæði til forna,“ segir Hildur. Þess vegna kom fundur kumlanna svo á óvart. Vanalega er frekar stutt á milli grafreita fornmanna og bæjarrústa frá fyrstu öldum byggðar. Stað- setningin er afar óvenjuleg og vek- ur ýmsar spurningar. Sama er að segja um stærð hauga og mann- virkja sem voru yfir gröfunum. Í kumlunum fundust margvíslegir gripir. Þar á meðal sverð, spjót, nælur, silfurhringur og perlur. Tveir einstaklingar voru heygðir þar í bátum. Bátakuml eru afar sjaldséð á Íslandi og er þetta að- eins í annað skiptið sem tvö báta- kuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík. Við rannsókn á kumlunum komu í ljós um 900 naglar, mest bátsaumur. Augljóst er að hreyft var við öllum kuml- unum í heiðni og kann að vera að einhverjir gripir hafi þá verið tekn- ir úr þeim. „Það næsta sem kemur frá okkur sem önnuðumst þessa rannsókn á Dysnesi verður tæknileg rannsókn- arskýrsla með nákvæmri lýsingu á uppgraftarsvæðinu og mununum sem fundust,“ segir Hildur. Hún segir að uppgröfturinn eigi síðan eftir að verða til frekari úrvinnslu fyrir fræðimenn. „Þetta verður efniviður fyrir okkur lengi,“ segir hún. Það sé eitthvað öðruvísi við þennan stað sem eftir sé að átta sig á til að fá heildarmyndina. Það eru þó ekki munirnir sem slíkir, sem komu upp úr jörðinni, sem vekja sérstaka undrun. Þeir eru allir af því tagi sem vanalega finnst á minjastöðum frá 10. öld. Það sé frekar fjöldi gripanna sem veki undrun og staðsetning kumlanna á þessum áður óþekkta minjastað við Eyjafjörð. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Áttu ekki von á þessum minjum Sýning Starfsfólk Þjóðminjasafnsins var önnum kafið síðdegis í gær við að koma gripunum frá Dysnesi fyrir.  Sýning á gripum úr kumlum á Dysnesi opnuð í Þjóðminjasafninu í dag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Bandaríkjunum í síð- ustu viku. Meðal þeirra sem héldu þar tölu var William Lew- is, forritunarstjóri Microsoft Research, og kynnti hann for- setanum nýja íslenska þýðinga- vél hugbúnaðarrisans. Forsetinn hjá Microsoft HUGBÚNAÐARRISI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.