Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég á ömmubróður mín-um, Ara Viðari Jónssyni,það að þakka að égkynntist snemma Andr- ési Önd. Ari bjó með ömmu minni og mér fannst sjúklega gaman að koma þangað í heimsókn, því Ari safnaði Andrésblöðum. Hann átti þau á dönsku og þau voru innbundin, í sér- stökum Andrésarmöppum,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur, en hún er ein þeirra sem halda erindi í dag á málþingi um Andrés Önd. Auður segir safn Ara frænda hafa verið veglegt, stór mahonískápur á heimili hans hafi verið fullur af möppum sem geymdu Andrésblöðin hans. „Þetta var allt tölusett í röð hjá honum og vel skipulegt. Fyrir framan þennan skáp var djúpur leðurstóll á hjólum, þar sem ég sat löngum stundum og sneri mér í hringi á meðan ég drakk í mig Andr- ésblöðin. Þetta voru miklar sælu- stundir,“ segir Auður og rifjar upp hvað vakti athygli hennar. „Í þess- um blöðum voru mjög skrýtnar aug- lýsingar, til dæmis um Jolly Cola, og myndir af dönskum börnum í sumar- fríi sem voru að fara í tívolí. Þetta var allt mjög framandi fyrir mig, ís- lenska barnið,“ segir Auður og bætir við að hún hafi verið mjög ung þegar hún byrjaði að njóta Andrésblað- anna. „Ég átti þessar stundir alveg frá því ég man eftir mér.“ Þar sem blöðin voru öll á dönsku og Auður sem lítið barn ólæs á þá tungu, þá segist hún hafa búið sjálf til sögu- þráðinn með því að skoða mynd- irnar. „Seinna byrjaði maður að Andrés Önd fjár- magnaði Laxness Þræðir Andrésar Andar liggja dýpra í íslenskri menningu en við gerum okkur grein fyrir. Auður Jónsdóttir rithöfundur kynntist Andrési Önd ung að árum og endurnýjaði kynnin við hann í Kaupmannahöfn þegar hún var fullorðin. Hún komst í gær að óvæntum tengslum Andrésar Andar við afa hennar, Halldór Laxness. Auður heldur erindi í dag á málþingi til heiðurs Andrési og félögum. Fyrsta blaðið á íslensku Í næstu viku verða 35 ár síðan það kom út 16. maí. Villikettir eru komnir til að vera á Ís- landi, segir á vefsíðunni villikettir.is. Ennfremur að þeim hafi lítið verið sinnt nema af einstaka dýravini og viðhorf yfirvalda til villikatta hafi yf- irleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingarherferða. Flestir villikettir séu félagsdýr, sem hópi sig saman á svæðum þar sem einhverja fæðu er að finna. Markmið Dýraverndunarfélagsins Villikatta er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipu- legum aðgerðum. Einfaldasta leiðin fyrir þá sem vilja rétta félaginu hjálparhönd er að skrá sig í það og greiða árgjald, segir á fyrrnefndri vefsíðu, þar sem jafn- framt eru tilgreindar fleiri leiðir. Til dæmis að gerast fósturforeldri og/ eða taka að sér föngun villikatta og umönnun fyrir og eftir læknishjálp. Aðeins félagsmenn geta tekið þátt í aðalfundi Villikatta, sem er kl. 17 í dag, miðvikudaginn 9. maí, að Suð- urgötu 14, Hafnarfirði, 3. hæð. En öll- um stendur til boða að styrkja félagið með því að kaupa fjölnota taupoka með áletruninni „Ég er villingur“. Vefsíðan www.villikettir.is Styrkur Allur ágóði af sölu taupokanna rennur til félagsins Villikettir. Villingar á fjölnota taupokum Fyrirtækið Þín leið stendur fyrir styttri jógagöngum nú í maí á þriðju- dögum og fimmtudögum og um að gera fyrir þá sem það hentar að nýta sér. Á þriðjudögum verða þær síðdeg- is, annars vegar rólegar kl. 18-20 og hins vegar röskari kl. 18-20.30 og á fimmtudögum verða kvöldgöngur kl. 19.30 - 22. Þetta eru léttar göngu- ferðir í náttúrunni, jóga, slökun og hugleiðsla. Upplýsingar og skráning í síma 899 8588 (Hrönn) og í netfang- inu hronn@thinleid.is. Nánar á www.thinleid.is Endilega … … farið í jógagöngur Þín leið Gott er að njóta kyrrðar. Norbusang er norrænt barna- og ung- lingakóramót sem stofnað var árið 1987 og er haldið einu sinni á ári. Hvert ár streyma börn frá norrænu löndunum á kóramót þar sem söng- urinn er aðalmálið, að koma saman, syngja saman og styrkja vina- sambönd þessara þjóða. Í ár er mótið haldið á Íslandi og er von á 600 þátt- takendum á aldrinum 10 – 19 ára, sem hreiðra um sig í Garðabænum, nánar tiltekið í Hofstaðaskóla. Kóramótið hefst í dag, miðvikudag 9. maí, og stendur til laugardagsins 12. maí. Er sérstaklega ánægjulegt að í ár kemur hópur frá Færeyjum, og er það í fyrsta sinn sem Færeyjar taka þátt. Tíu kórar taka þátt frá Íslandi, margir kórar koma frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og einn frá Grænlandi. Glæsilegir lokatónleikar fara síðan fram í Norðurljósasal Hörpu nk. laug- ardag 12. maí kl. 18.30. Allir eru vel- komnir þangað að hlýða á afrakstur mótsvinnu krakkanna. Í ár er boðið upp á skemmtilegar smiðjur þar sem krakkarnir fá að kynnast vel og taka þátt. Daníel Þor- steinsson sér um smiðju þar sem sungin eru lög úr fuglakabarett eftir hann við texta Hjörleifs Hjartarsonar, Jón Svafar Jósepsson sér um óp- erusmiðju, Óskar Einarsson sér um gospelsmiðju. Frá Englandi kemur til landsins Sigrún Sævarssdóttir- Griffith og sér um Spunasmiðju, frá Danmörku kemur Sigríður Eyþórs- dóttir og sér um að kynna börnunum söngva frá öllum Norðurlöndunum, í söng og leik. Þórdís Sævarsdóttir sér um samsöng og Rósa Jóhannesdóttir sér um að kenna og leiða stjórn á sameiginlegu íslensku verki sem sér- staklega var samið fyrir mótið og er eftir Báru Grímsdóttur við texta Norrænt barna - og unglingakóramót hefst í dag Syngja öll sam- an á íslensku verk eftir Báru Gríms í Hörpu Flott Færeyski kórinn sem kemur til Íslands syngur hér úti í náttúrunni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 585 Strákú á tann verði Garðkl a/Garðskófla 595 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 3.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar með 100 kg burðarge frá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá 999 Laufsugur 7.495 Úðabrúsar í mörgum stærðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.