Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkur, segir alrangt að hægagangur einkenni vinnu skipulagsyfirvalda vegna uppbyggingar í borginni. Tilefnið er samtal við Pétur Guð- mundsson, stjórnarformann Eyktar, í Morgunblaðinu í gær. Sagði Pétur borgina hafa valdið Eykt miklu fjár- tjóni með tíðum og óþarfa töfum á uppbyggingu Höfðatorgs. Nefndi Pétur jafnframt tafir við byggingu hótels á Laugavegi 95-99 sem dæmi um afleiðingar þessa seinagangs. Hröð uppbygging í borginni Hjálmar andmælir þessu. „Ég vísa því algjörlega á bug að það sé eitthvað sérstaklega hæg uppbygging hér í borginni. Sú mikla uppbygging gengur þvert á móti ótrúlega hratt fyrir sig á fjöl- mörgum bygg- ingarreitum. Þar nefni ég reitinn í kringum RÚV, 250 íbúðir við Hverfisgötu, Bryggjuhverfi II, Hafnartorg og Hlíðarenda, þar sem húsin spretta upp. Mikill fjöldi íbúða er þar að rísa með ótrúlegum hraða. Þannig að það er alveg gríðarleg mikill og hraður gangur í þessum málum.“ Haft var eftir Pétri að það hefði tekið borgina 11 mánuði að afgreiða eignaskiptalýsingu á Bríetartúni 9- 11 sem er fjölbýlishús á Höfðatorgi. Varðandi gagnrýni Péturs á máls- meðferð borgarinnar vegna Höfða- torgs og Laugavegar 95-99 kvaðst Hjálmar „ekki þekkja nákvæmlega hvernig þau mál hafa þróast hjá byggingarfulltrúa. Það eina sem ég get sagt í þessu sambandi er að á reitum eins og Höfðatorgi geta bíla- stæðamál undir svo stórri lóð verið flókin. Eignaskiptalýsing þarf til dæmis að vera í samræmi við deili- skipulag. Að öðru leyti geri ég ráð fyrir að þessi embætti skýri út hvernig þarna var staðið að verki“. Fjarri því að valda vanhæfi Hjálmar vísar svo þeim ummæl- um Péturs alfarið á bug að fortíð hans sem útvarpsmanns og gagn- rýnanda Höfðatorgs geri hann van- hæfan í málefnum Höfðatorgs. „Þetta kom mér satt að segja mjög á óvart. Af því að á sínum tíma hittumst við Pétur nokkrum sinnum og mér fannst það allt saman ágætis fundir. Að öðru leyti ætla ég ekki að vísa í tveggja manna tal. Þó vil ég nefna að það er rétt sem haft var eftir Pétri að við höfðum svolitlar áhyggjur af því að þessi mikli hótel- turn sem er risinn á Höfðatorgi yrði mjög einsleit bygging. Það má segja að það hafi gengið eftir.“ Pétur sagði fyrirheit borgarinnar um þakbar á Fosshótelsturninum hafa verið svikin af Hjálmari. Það hefði valdið Eykt beinu fjártjóni. „Eitt af því sem kom upp í um- ræðum var hvort hægt væri að fá meira uppbrot í húsið. Þá til dæmis með því að setja þakbar á hótelið [sem er 16 hæðir]. Það var rætt fram og til baka. Niðurstaðan varð sú að slíkt var ekki talið ráðlegt. Leyfilegt byggingarmagn kom þar líka við sögu. Með þakbar hefði verið farið yfir heimilað byggingarmagn. Það er út í hött að halda því fram að það hafi eitthvað með mína af- stöðu að gera að ég hafi sem krít- ískur fjölmiðlamaður fjallað um þessa uppbyggingu,“ segir Hjálmar. Segir íbúðir rísa „með ótrúlegum hraða“  Formaður skipulagsráðs borgarinnar vísar á bug gagnrýni Eyktar á hægagang borgarinnar  Vísar á viðkomandi embættismenn  Fortíð hans sem útvarpsmanns hafi engin áhrif á störfin Morgunblaðið/Hari Bríetartún 9-11 Eykt byggir húsið. Hjálmar Sveinsson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands skrifuðu í gær undir kjarasamning að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það er bú- ið að semja samning og nú fer samningurinn í atkvæðagreiðslu,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. Flugvirkjar hjá Landhelgis- gæslunni felldu í síðustu viku kjarasamning sem var undirrit- aður 18. apríl síðastliðinn og hafa boðað verkfall föstudaginn 11. maí nk. Að sögn Guðmundar verður unnið að því sem allra fyrst að gera nýja kjarasamning- inn aðgengilegan á netinu fyrir félagsmenn og um leið opna fyrir rafræna kosningu. Samningurinn tekur til 18 starfsmanna. Spurður hvort undirritun ein og sér fresti verkfalli eða hvort samningurinn þurfi að vera sam- þykktur fyrir föstudaginn segir Guðmundur verkfallsfrestun í höndum samninganefndanna tveggja. „Hann þarf ekki endi- lega að vera samþykktur til þess að verkfallinu sé frestað. Það er hægt að fresta verkfallinu þrátt fyrir að samningurinn sé ekki samþykktur, en það er bara í höndum samninganefndanna beggja að fresta því.“ Spurður hvort hann telji líklegt að verk- fallinu verði frestað vildi Guð- mundur ekki svara því að svo stöddu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvirkjar Samningurinn verður kynntur flugvirkjum gæslunnar. Flugvirkjar undirrita samning  Kosið um samning- inn á næstu dögum Um leið og daginn lengir og lofthiti hrekkur nokkrar gráður yfir frostmarkið hefjast vor- verkin hjá mörgum, meðal annars starfs- mönnum Reykjavíkurborgar sem þurfa að sinna viðhaldi á götum og gangstígum. Vinnuhóparnir geta oft verið nokkuð plássfrekir við störf sín enda fylgja þeim oft ýmis tæki og tól, en því fékk maðurinn í skræpóttu blómabuxunum að kynn- ast er sá tiplaði fram hjá einum hópnum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tiplað fram hjá vorverkunum í borginni Eftir veturinn er víða þörf á viðhaldi í höfuðborginni Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til nýrra persónuverndarlaga á næstu dögum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun ræddi dómsmálaráðherra aðdraganda persónuvernd- arreglugerðar ESB, samningu frumvarps til nýrra persónuverndarlaga og samráð um frumvarpsdrög ásamt stöðu frumvarpsins og næstu skref. Skv. upplýsingum Laufeyjar Rúnar Ketilsdóttur, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, er verið að ljúka samráðsferli innan Stjórnarráðsins til samræmis við verklagsreglur um undirbúning og vinnslu stjórnar- frumvarpa. Töf hefur orðið á upptöku persónuvernd- arreglugerðar ESB í EES-samn- inginn sem hefur áhrif á þinglega meðferð frumvarps til nýrra per- sónuverndarlaga. Persónuverndar- reglugerð ESB tekur gildi í Evrópu 25. maí og því er ljóst skv. upplýs- ingum dómsmálaráðuneytisins að vegna tafa á upptöku reglugerðar- innar í EES-samninginn munu ný lög, byggð á þeirri þjóðréttarskuld- bindingu, ekki hafa tekið gildi á Ís- landi fyrir þann tíma. „Dómsmála- ráðherra leggur áherslu á að lögin verði sett án nauðsynlegrar tafar þegar reglugerðin hefur verið tek- in upp í EES-samninginn,“ segir Laufey. Frumvarpið um persónuvernd lagt fram á næstu dögum  Nýju lögin verða ekki komin í gildi fyrir gildistöku reglnanna í Evrópu 25. maí Innleiðingin » Persónuverndarreglugerð ESB kemur til framkvæmda í ríkjum ESB 25. maí. » EFTA-ríkin hafa undirbúið upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn og því næst þarf ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar. » Dómsmálaráðherra ákvað að leggja fram frumvarp til nýrra persónuvernd- arlaga til innleiðingar á reglugerðinni. Sigríður Á. Andersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.