Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátt ur* * 2MG og 4MG 204 stk pakkningum. Gildir af öllum bragðtegundum. Náttúran, eða náttúruöflinöllu heldur, hafa veriðmeginviðfangsefnið ílistsköpun Rögnu Ró- bertsdóttur um árabil. Á farsælum ferli hafa kraftarnir og orkan sem býr í náttúrunni verið henni óþrjótandi brunnur og þangað hef- ur hún sótt sér efnivið reglulega og markvisst með söfnun efna eins og rauðamalar, vikurs og skelja sem hún umbreytir síðan í lista- verk sem tekur mið af sýning- arrýminu í hvert sinn. Á sýningu hennar Milli fjalls og fjöru sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu má sjá verk frá ní- unda áratugnum og til dagsins í dag. Fyrsta verkið sem mætir áhorfandanum er einmitt elsta verkið á sýningunni en það er gert út reipi og hörþræði sem hefur verið vafið kirfilega utan um lítinn hringlaga spegil. Verkið „1984“ (1984) lætur ekki mikið yfir sér en þegar áhorfandinn horfir á agnar- smáa og óskýra spegilmynd sína í gegnum þéttriðið hampreipið verð- ur hann meðvitaður um tíma og nákvæmni í vinnubrögðum lista- mannsins. Í verkinu má sjá hvern- ig hin ríka efniskennd, sem hefur verið gegnumgangandi í verkum Rögnu, kemur fram snemma á ferlinum, nokkurs konar varða um það sem framundan er. „Salt- scape“ (2017-2018) er sería 2 x tólf verka þar sem Ragna vinnur með ýmist hvítt eða svart salt beint á gler, við uppgufun vatns kristallast það og umbreytist í óræð fíngerð form. Gegnheilum, misstórum silf- urplötum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum í rýminu (sumum óvæntum) í verkum sem kallast „Tímalandslag“ (2005-2018). Efna- hvörf verða til þess að með tím- anum fellur á silfrið – í stað speg- ilgljáandi silfurmálmplötu verða til undurfögur svört abstrakt form sem draga fram umbreytinguna sem verður með tímanum. Í nýj- asta verkinu sem staðsett er líkt og spegill á súlu fær áhorfandinn enn sterkari tilfinningu fyrir tíma og um leið hrörnun, spegilmyndin sýnir ekki aðeins hvernig tíminn markar manneskjuna sem speglast í verkinu heldur einnig áþreif- anlega umbreytingu efnisins. Eins og áður hefur verið minnst á eiga verk Rögnu oft í beinu sam- tali við sýningarrýmið þar sem hún vinnur iðulega staðbundin verk. Ragna kastar muldum vikri úr hraungosum í Heklu á vegginn í verkinu „Lava Landscape“ (2018) svo úr verður persónuleg teikning sem kallast á við neonlitaðar plast- agnir í verkinu „Nýtt landslag“ (2018) en efnið sem Ragna notar er plastúrgangur sem hefur þjónað sínum tilgangi sem skraut á dans- gólfum Berlínarborgar. Verk úr efnivið úr fjörunni í Arnarfirði á Vestfjörðum eru staðsett innst í sýningarsalnum, þeim hluta sem snýr út að höfninni. Verkin spegla bæði arkitektúr hússins en kallast einnig á við iðandi hafnarlífið fyrir utan. „Jökull“ (2018) er gerður úr glærum glermulningi sem þekur jafn stóran flöt og gluggi við hlið þess, titill verksins og efniviður verður að samtali milli hins mann- gerða og hins náttúrulega. „Sjávarlandslag“ (2018) er gert úr ígulkerjum og krossfiski sem kom- ið er fyrir á veggjum og olnbogas- keljum sem komið er fyrir í ramma á gólfinu. Ragna hefur minnst á að olnbogaskeljarnar finnist alltaf í minna og minna mæli í fjörunni og er verkið beinskeytt dæmi um breytingar á strandlengju landsins og veltir upp spurningu um hvað veldur. Á sýningunni Milli fjalls og fjöru hefur Ragna komið á stefnumóti áhorfandans við hið kvika hreyfiafl náttúrunnar, en hún vekur einnig hugleiðingar um skeytingarleysi mannsins gagnvart náttúrunni. Samspil verkanna við rýmið hefur tekist afar vel og list Rögnu er allt í senn margslungin, falleg og bein- skeytt í einfaldleika sínum. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að gefa sér tíma til að gaumgæfa verkin og missa ekki af þeim sem komið er fyrir á óvæntum stöðum, en einnig til að upplifa tímann sem lifir í verkunum, tíma náttúruaflanna sem umbreytt hefur verið með natni og tíma listamannsins. Stefnumót við síkvikt hreyfiafl náttúrunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Saltscape „Samspil verkanna við rýmið hefur tekist afar vel og list Rögnu er allt í senn margslungin, falleg og beinskeytt í einfaldleika sínum.“ Nýlistasafnið Milli fjalls og fjöru – Ragna Róbertsdóttir bbbbm Sýningarstjórar: Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe. Hönnun sýningar: Ásmundur Hrafn Sturluson. Sýningin stendur til 19. maí 2018. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-18 og til kl. 21 á fimmtudögum. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tími náttúruafla Sjávarlandslag, á gólfi, og Lava Landscape á veggnum. Nýtt landslag Verk sem Ragna skapar úr plastúrgangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.