Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 33
Margar skærustu stjörnur dægurheimsins vestanhafs sóttu á mánudagskvöldið var ár- legan gala-kvöldverð í Metropolitan-safninu í New York. Veislan var haldin til að safna fé fyrir fata- og búningadeild safnsins og var lagt upp með þema, „Guðdómleg klæði: Tíska og kaþólskt ímyndunarafl“, og stjörn- urnar hvattar til að ögra ímyndunaraflinu í samstarfi við þá misfrægu tískuhönnuði sem þær vinna með við að setja saman veislu- klæði. Að vanda vakti það mikla athygli þegar veislugestir streymdu að og gengu upp tröppurnar, allir prúðbúnir og sumir gríð- arlega skrautlegir eins og sjá má á meðfylgj- andi ljósmyndum, og stilltu sér þar upp fyrir ljósmyndara. Rapparinn Chainz notaði tæki- færið og bað sambýliskonunnar í orrahríð leifurljósanna og athygli vakti að frum- kvöðullinn Elon Musk, eigandi Tesla- bílaverksmiðjunnar, mætti með kanadísku tónlistarkonuna Grimes upp á arminn og kynnti hana sem unnustu sína. Hjón Fatahönnuðurinn Susie Cave og rokkhetjan Nick Cave prúðbúin. Á gægjum Leikkonan Frances McDormand.Páfi Rihanna kom í perluprýddum páfaklæðum. Vinir Svarklædd Madonna og hönnuðurinn franski Jean Paul Gaultier mættu saman. Höfuðdjásn Sarah Jessica Parker þótti skrautleg. Par Teslaeigandinn Elon Musk kynnti söngkonuna Grimes sem unnustu. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 ICQC 2018-20 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. maí PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 14. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Fjallað verður um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira AFP Engill Katy Perry sveif á vængjum upp að safninu. Höfuðfat Söngkonan Janelle Monae var ein margra sem mættu með áberandi höfuðfat.  Skrautleg klæði í veislu í New York Stjörnur lyftu sér upp Flegin Kim Kardashian klæddist að- skorinni flík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.