Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 it“ voru þín einkunnarorð. Keyptir gamalt hús í Hafnarfirði fyrir okkur fjölskylduna við hlið- ina á Halla bróður þínum og Stínu og þar ólust okkar börn upp. Gerðum það upp líka og byggðum við og lífið var dásam- legt. Allt sem þú gerðir var svo vel gert. Rúllaðir upp náminu og vannst öll verðlaun skólans, flinkur í vinnu og flottur pabbi og eiginmaður minn i 25 ár. En lífið er víst ekki bara dans á rósum, elskan mín. Brestir og vandamál verða stundum óyfir- stíganleg og þá ákváðum við að flytja úr landi og til Bergen og prófa upp á nýtt og það gekk vel til að byrja með. Vandamálin fluttu með okkur og þetta endaði með skilnaði. Við uxum frá hvort öðru en alltaf varstu til staðar og hugsaðir um mig og ég um þig. Vorum alltaf bundin órjúfanlegum böndum, sama hvað. Slepptum einhvern veginn aldrei takinu hvort af öðru. Þú elskaðir okkur fjöl- skylduna meira en allt. Hélst ut- Magnús Þór Gunnarsson an um mig fram að síðasta and- ardrætti og ég um þig. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna og laus við erfið veikindin, elskan mín, og ég er svo stolt af þér eins og ég hef alltaf verið, snillingurinn minn. Börnin okkar hafa fengið í vega- nesti hinn flotta karakter pabba síns og þau munu passa upp á mig, það veistu líka. Mun alltaf elska þig og takk fyrir allt, klári Magzinn minn. Marín Kristjánsdóttir. Ég ætlaði ekki að fara að skrifa um Magga, þennan fína dreng í dag né nokkurn annan dag, en Maggi er allur. Þegar ég las um að Maggi væri ekki meðal okkar lengur kom það ekki á óvart eftir þau erfiðu veikindi sem á undan hefðu gengið en samt var ég að halda í vonina um að Maggi myndi hafa þau af. Ég kynntist Magga og Marín, konunni, hans í gegnum Ísland Rover, Landrover-klúbb okkar. Okkur Magga kom strax vel saman á ferðum okkar enda báð- ir með dellu fyrir jeppum. Maggi var traustur og hjálpsamur ferðafélagi. Hann var alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd og aðstoða aðra ef eitthvað bilaði á fjöllum. Ein af mörgum ferðum okkar um vetur er mér minnisstæð. Það var þegar við fórum ásamt nokkrum öðrum inn á Hvera- velli. Maggi var með tvo bíla, einn breyttan og einn óbreyttan Landrover. Þvílík bjartsýni hjá Magga að drösla óbreyttum bíl með. Sá óbreytti var reyndar nokkuð oft í spotta en þetta hafðist að lokum. Þarna var Magga rétt lýst, þrjóskur og ekki til í að gefast upp. Þannig minnist ég Magga. Eftir erfiðan og langan dag kom hann til mín og sagði við mig: „Við höfðum þá allavega eitthvað að gera í dag,“ og glotti út í annað. Eitt skipti fórum við inn í Hörpu þar sem hann hafði yf- irumsjón með öllu járn- og víra- virki. Hann sýndi mér alla króka og kima, stoltur af sinni vinnu. Maggi var einstakur í að byggja og hanna mannvirki. Við Maggi áttum margar fínar stundir og spjölluðum oft saman í bílskúrnum hans enda var al- veg með ólíkindum hvað hann tók sér fyrir hendur. Hann lag- aði allt sem bilaði: bíla, hús, raf- magnsdót og allt þar á milli. Maggi var alltaf að bralla eitt- hvað í bílskúrnum og stundum botnaði maður ekkert í því hvað hann var að gera. Eitt skipti kom ég inn í skúr til hans þá var húddið opið á bílnum hans: 38Disco. Mér til mikillar undr- unar sá ég sex sultukrukkur með allskonar vírum og fleira dóti. Ég horfði á Magga og spurði hvort það væri ekki betra að láta Marín sjá um að sulta því þetta væri ekki rétti staðurinn fyrir sultugerð. Maggi snéri sér að mér og sagði „Sérðu ekki hvað þetta er? Núna er Landroverinn farinn að framleiða metan enda er lítrinn af dísilolíu orðinn svo dýr í dag.“ Ég átti ekki orð og spurði hvað ertu núna búinn að búa til? Og Maggi svaraði mér: „Það er líkega best að við séum ekki að reykja hérna ofan í met- anroverinn ef leki kæmi að. Lík- lega færi skúrinn að grunnin- um.“ Það var fljótlega drepið í. Ég var mjög lánsamur að hafa kynnst honum Magga. Þegar ég frétti af veikindum hans í Noregi hringdi ég í hann þar sem hann lá á spítala og við áttum gott en erfitt samtal. Það var mjög erfitt fyrir okkur báða að geta ekki talað saman eins og forðum daga því hann var orðinn mjög veikur því eins og hann sagði í þessu símtali „líklega kem ég heim í krukku“ og hann hafði rétt fyrir sér eins og svo oft áður. Maggi sagði að lokum: „Lík- lega þarf ég ekki að borga fyrir flugfarið heim. Marín tekur mig bara með sér í handfarangri.“ Hann fékk fylgd yfir hafið og heim. Hvíl í friði, elsku vinur, Jón Valgeir Kristensen. Elsku Maggi. Aldrei gleymi ég okkar fyrstu kynnum. Við Marín skelltu okk- ur á ball 18 ára gamlar og sáum þennan hávaxna, flotta strák á barnum. Það var ást við fyrstu sýn hjá ykkur. Keyrði ég ykkur heim og nánast henti henni út úr bílnum heima hjá þér og þar var hún í fangi þínu í 25 ár. 18 ára stelpan með lítinn þriggja mán- aða prins sem þú tókst að þér um leið. Það sem það var alltaf gott að koma til ykkar og aldrei fannst þér neitt mál þó að ég væri þriðja hjólið undir vagninum. Traustur og trúr varstu, alltaf yndislegur fjölskyldumaður, handlaginn og klár. Hræðilegt að veikindin hafi tekið þig frá okkur en mikið sem ég er glöð að hafa komið til þín yfir helgi áður en yfir lauk. Þótt þú hafir verið mjög veikur þá var húmorinn ekki langt undan. Gott að geta knúsað þig. Vonandi ertu kominn á góðan stað, Maggi minn, og þín verður sárt saknað. En minning þín mun ávallt lifa. Elsku Marín, Linda, Daði og Kalli, mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Kveðja, Hrafnhildur (Hrabba). Magnús Þór vann hjá verk- fræðistofunni Línuhönnun um langan tíma og aldrei höfðum við starfsmann með viðlíka afköst og öryggi og Maggi. Hann hafði stáltaugar og gat unnið undir pressu og álagi sem hefði drepið hvern meðalmann. Hann var m.a. aðalframleiðandi burðarþolsteikninga að Smára- lind, því stóra húsi. Maggi byrj- aði að teikna um leið og verktak- inn byrjaði að steypa sem er það versta sem kemur fyrir hönnuði en hvergi kom fram villa í teikn- ingum né þurfti að breyta nokkru. Seinna vann hann stundum í deild sem við kölluðum vitlausu deildina því hún skipti sér hvorki af því sem er venjuleg verk- fræðivinna né tók nokkurt mark á reglugerðafarganinu. Hann hannaði t.d. með Árna Páli Jó- hannssyni hönnuði stóra ískast- ala á gamla torgið í Prag. Allir staðlar voru sniðgengnir því við reiknuðum ekki með að nokkur myndi byggja „þessa vitleysu“. En svo var allt í einu búið að byggja þetta og allt hafði gengið upp. Maggi lenti í mjög alvarlegu slysi meðan hann enn vann hjá Línuhönnun. Það hrundi á hann timburstæða í byggingavöru- verslun. Hann var lengi að kom- ast á fætur og náði sér aldrei al- veg. Honum fannst starfsgetan hafa minnkað og óskaði eftir launalækkun sem aldrei hefur gerst hjá Línuhönnun hvorki fyrr né síðar. Við sögðum hins vegar að jafnvel þó að afköstin hans minnkuðu um helming væri hann ennþá toppmaður og höfn- uðum beiðninni. Löngu seinna lá leið okkar aftur saman hjá ÍAV við að byggja tónlistarhúsið Hörpu. Maggi var ábyrgur fyrir samn- ingum og byggingu stálvirkisins og seinna gerði hann allar fram- leiðsluteikningar af flókinni rauðu klæðningunni innan í Eld- borg sem er búin til úr einingum og er gífurleg nákvæmnisvinna og þar mátti engu skeika og gerði það ekki heldur. Síðasta sumar virtust leiðir okkar enn að ætla að liggja sam- an því Maggi réði sig til verk- fræðistofunnar EFLU. En þá var hann greinilega orðinn veik- ur og fór skömmu seinna aftur til Noregs og átti ekki aftur- kvæmt. Við vorum svo í tölvusam- skiptum síðustu mánuði Magga. Hann var algjörlega æðrulaus og kveið engu fremur en fyrri dag- inn og vissi nákvæmlega hvert stefndi. Við rifjuðum upp okkar sameiginlegu vegferð og ég held að það hafi glatt hann svolítið að sá sem lengst hafði verið vinnu- veitandi hans hafði aldrei haft eins afkastamikinn og öruggan starfsmann. Ríkharður Kristjánsson. Smáauglýsingar Bækur Hornstrandir heilla og seiða alla vestur - Hornstrandir í sumar? Hornstrandabækurnar okkar eru skyldulesning! Allar 5 í pakka á 7500. Frítt með Íslandspósti. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456-8181 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig lögfræðing? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát okkar ástkæru móður, dóttur, systur og mágkonu, ÞÓRU STEPHENSEN aðstoðarskólastjóra. Einlægar þakkir færum við ennfremur þeim sem komu að umönnun hennar og útför. Örvar Andrésson Dagbjört Andrésdóttir Þórir Stephensen Dagbjört G. Stephensen Elín Stephensen Ólafur Stephensen Ragnheiður D. Agnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát ástkærs sonar okkar og bróður, ÓLAFS KRISTINS ÞÓRÐARSONAR, Hátúni 10b, Reykjavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 26. apríl. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Þórður Gísli Ólafsson, Jónína Sigurlaug Jónasdóttir, Kjartan Valur Þórðarson, Hjalti Jón Þórðarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNEA AÐALSTEINSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 24. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Grundar eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. María Sighvatsdóttir, Auðunn Eiríksson Aðalheiður H. Sighvatsd. Gunnhildur Friðþjófsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.