Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að draga landið út úr samn- ingnum við klerkastjórnina í Íran um kjarnorkuáætlun hennar og hefja refsiaðgerðir að nýju gegn landinu. Trump sagði að samningur- inn dygði ekki til að afstýra því að Ír- anar eignuðust kjarnavopn og Bandaríkjastjórn myndi vinna með samstarfsríkjum sínum að varan- legri lausn á vandanum. Með samningnum við Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína, Rúss- land og Þýskaland frá árinu 2015 skuldbatt klerkastjórnin í Íran sig til að takmarka verulega kjarnorku- áform sín gegn því að viðskipta- þvingunum gegn landinu yrði aflétt. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í gærkvöldi að Íranar hygðust hefja viðræður við ríkin sem styðja enn samninginn en varaði við því að tím- inn til að semja um málið væri naum- ur og Íranar kynnu að hefja kjarn- orkuáætlun sína að nýju með því að „auðga meira úran en áður“. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að frönsk, þýsk og bresk stjórnvöld hörmuðu ákvörðun Trumps. Ríkin myndu vinna saman að víðtækara samkomulagi sem ætti m.a. að ná til kjarnorkumála, eld- flaugatilrauna og „stöðugleika í Mið-Austurlöndum, einkum í Sýr- landi, Jemen og Írak“. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði að Ísraelar styddu heils hugar „þá djarfmann- legu ákvörðun Trumps að hafna þessum hörmulega kjarnorkusamn- ingi“. Rauf samninginn við Íran  Trump dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við klerkastjórnina í Íran og boðaði refsiaðgerðir gegn landinu  Íranar hóta að hefja auðgun úrans að nýju AFP Samningi hafnað Trump tilkynnir ákvörðun sína í Hvíta húsinu. Stuðningsmenn Nikols Pashinyan streymdu út á götur Jerevan, höfuðborgar Armeníu, í gær til þess að fagna því að armenska þingið hefði kosið hann til þess að gegna embætti forsætisráðherra, en fjölmenn mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur vegna deilna um skip- un í embættið. Mikil gleði ríkti hins vegar meðal mót- mælenda í gær og grét fólk af gleði á götum úti þegar það frétti að Pashinyan hefði verið kjörinn. AFP Leiðtogi stjórnarandstöðunnar kjörinn forsætisráðherra Armeníu Grátið af gleði á götum úti Dmitrí Medved- ev, forsætisráð- herra Rússlands og einn nánasti bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta, hlaut í gær yfirgnæf- andi stuðning neðri deildar Dúmunnar til þess að gegna embættinu áfram. 374 þingmenn greiddu atkvæði með Medvedev en 56 á móti. Sagðist Medvedev vera reiðubú- inn til þess að gera hvað sem væri til að tryggja framþróun Rúss- lands og að hann myndi vinna að þeim markmiðum sem Pútín setti fram í ræðu sinni í fyrradag þegar forsetinn sór embættiseið í fjórða sinn. Medvedev gegndi áður embætti forseta Rússlands á árunum 2008 til 2012, en Pútín var þá forsætis- ráðherra. Medvedev hlaut stuðning þingsins Dmitrí Medvedev RÚSSLAND Eric Schnei- derman, rík- issaksóknari New York-ríkis, sagði af sér emb- ætti í gær, eftir að hann var bor- inn þeim sökum að hafa beitt fjór- ar konur lík- amlegu ofbeldi. Schneiderman sagði að þó að ásakanirnar tengd- ust ekki starfi hans eða saksókn- araembættinu kæmu þær í veg fyr- ir að hann gæti leitt það starf sem þar væri unnið, og því myndi hann segja af sér. Schneiderman er 63 ára gamall og hefur verið lýst sem „fram- sæknum demókrata“ og hörðum andstæðingi Trumps Bandaríkja- forseta. Þá hafði Schneiderman tekið sér opinberlega stöðu sem baráttumaður fyrir #metoo- hreyfinguna. Sagði af sér eftir ásakanir um ofbeldi Eric Schneiderman BANDARÍKIN Xi Jinping, forseti Kína, hvatti í gær Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að taka tillit til réttmætra ör- yggishagsmuna Norður-Kóreu á komandi vikum, en leiðtogarnir ræddust við í síma. Xi tjáði Trump einnig í símtali þeirra að hann styddi fyrirhugaðan fund Trumps og Kims, sem ætlunin er að halda í næsta mánuði. Verði af honum verður það í fyrsta sinn sem leiðtogi Norður-Kóreu og sitjandi Bandaríkjaforseti ræðast við í eigin persónu. Talsmenn Hvíta hússins í Wash- ington greindu frá því að Trump og Xi hefðu verið sammála í símtali sínu um nauðsyn þess að halda áfram að beita Norður-Kóreu viðskiptaþving- unum þar til landið léti öll kjarn- orkuvopn sín af hendi og hætti var- anlega við eldflaugaáætlun sína, en Kínverjar eru helstu bakhjarlar Norður-Kóreumanna. Engu að síður hafa þeir veitt viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna vegna kjarn- orkudeilunnar fullan stuðning. Fyrr um daginn hafði Xi fundað óvænt með Kim Jong-un, einræðis- herra Norður-Kóreu, og rætt við hann augliti til auglitis um kjarn- orkumál Norður-Kóreumanna og deilu þeirra við alþjóðasamfélagið. Var þetta annar fundur þeirra Kims og Xis á síðustu sex vikum. Sagði Xi eftir fundinn að hann væri ánægður með það hvað tvíhliða samskipti Kín- verja og Norður-Kóreumanna hefðu batnað að undanförnu. Þá fagnaði hann þeim árangri sem náðst hefði í kjarnorkudeilunni á síðustu vikum. Þurfa að taka tillit til N-Kóreu  Xi Jinping og Kim Jong-un funduðu í gær AFP Fundur Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu m.a. um lausnir á kjarnorku- málum Norður-Kóreu í gær. Sergio Mattar- ella, forseti Ítalíu, lagði til í fyrradag að „hlutlaus“ rík- isstjórn yrði mynduð, sem myndi stjórna landinu út þetta ár og stefna að nýjum kosning- um í janúar á næsta ári. Kosið var til ítalska þingsins í mars síðastliðnum en enginn flokkur eða flokkabandalag fékk þar meiri- hluta þingsæta. Þriðja tilraunin til þess að mynda ríkisstjórn, með við- ræðum milli Demókrataflokksins og Fimmstjörnuhreyfingarinnar, náði engu flugi og var slitið án nokkurs árangurs um helgina. Sagði Mattarella að flokkarnir á þingi yrðu að sýna ábyrgð og styðja við utanþingsstjórn hans. Að öðrum kosti yrði að rjúfa þing og kjósa aftur í sumar eða haust. Leggur til utanþings- stjórn  Viðræður sigla í strand á Ítalíu Sergio Mattarella

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.