Morgunblaðið - 09.05.2018, Page 20

Morgunblaðið - 09.05.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Eftir að yndislegri dvöl á Akureyri lauk með ömurlegri upp- lifun í öryggisgæslunni í Keflavík fann ég mig knúinn til að skrifa um málið, enda hafði það valdið mér miklu upp- námi. Ég vil þakka Morgunblaðinu fyrir að birta frásögnina af upplifun minni í blaðinu 14. apríl sl. En svari forstjóra Isavia, Björns Óla Haukssonar, sem birt var í Morgunblaðinu 25. apríl sl. ber ekki saman við mína frásögn og upplifun. Hann skrifar að málið hafi verið kannað og gefur í skyn að ég beri sjálfur meginábyrgð á þeirri at- burðarás sem fór af stað við örygg- ishliðið í Keflavík 11. apríl sl. Það er ekki rétt hjá forstjóranum! Það sem ég gerði var að upplýsa starfsmanninn í öryggisgæslunni kurteislega um það að ég hefði ný- lega fengið gervihné úr stáli og að sýna honum vegabréfið mitt svo það kæmi fram hver ég væri, í þeirri von að allt gengi þetta snurðulaust fyrir sig. En nei! Einmitt vegna þess að ég sagði frá gervihnénu og sýndi vega- bréfið mitt, sem var ósjálfrátt mann- legt viðbragð við þessar aðstæður, varð starfsmaðurinn í öryggisgæsl- unni bálreiður og rannsakaði líkama minn frá toppi til táar, og eins og ég lýsti í fyrri grein minni, einnig á inn- anverðum buxnastrengnum. Síðar, eftir að starfsmaðurinn hafði reiði- lega tjáð mér að ég fengi alls ekki að fara með fluginu sem ég ætlaði ef ég væri með eitthvert múður, dró hann fram handskannann. Hann skannaði frá höfði að fótum og allra síðast bar hann skannann að hægra hné mínu. Tækið gaf frá sér hljóð og ég tjáði honum enn og aftur að þetta væri gervihné úr málmi, eða sk. „Oxford protese“. Eftir að ég hafði sagt sögu mína í Morgun- blaðinu og var kominn heim til Danmerkur heyrði ég frá fleiri Ís- lendingum sem lýstu áþekkri upplifun. Eftir að svarið frá Isavia birtist sendi formaður Sjálfsbjargar, Bergur Þorri Benjamínsson, mér vinsamlegan tölvu- póst og tjáði mér að þó- nokkrir félagar í Sjálfsbjörg hefðu lent í vandræðum í öryggishliðinu. Ég geri mér grein fyrir mikilvægi vandaðrar öryggisleitar til að koma í veg fyrir hættuástand. Það dregur þó ekki úr gæðum öryggisleitar að veita lipra afgreiðslu með bros á vör og láta mannlegt innsæi ráða því hvað þurfi að skoða sérlega ná- kvæmlega. Ég veit líka að flughöfnin í Kefla- vík hefur fengið góða dóma í alþjóð- legum samanburði. En það er ekki skynsamlegt að láta þá dóma villa sér sýn og falla í þá freistni að álykta að frekari úrbóta sé ekki þörf. Ég sagði frá minni reynslu í þeirri von að öryggisgæslan í Keflavík gæti dregið af henni einhvern lærdóm. Þrátt fyrir svar forstjóra Isavia lifi ég enn í þeirri von. Eftir Jan Erik Messmann »En svari forstjóra Isavia, Björns Óla Haukssonar, sem birt var í Morgunblaðinu 25. apríl sl., ber ekki saman við mína frásögn og upplifun. Jan-Erik Messmann Höfundur er þingmaður á danska þjóðþinginu og situr í Norður- landaráði. Öryggisgæsla með bros á vör og lipra afgreiðslu Laugardaginn 28. apríl síðastliðinn var tekinn skóflustunga fyrir nýja byggingu Hjálpræðishersins. Í 120 ár var Hjálp- ræðisherinn búinn að reka starfsemi að Kirkjustræti 2. Starf Hersins er að reka trú- boð og hjálparstarf og slíka starfsemi hefur Herinn rekið frá upphafi. Það er lítill þakklætisvottur sem stjórn Reykja- víkurborgar sýnir starfi Hjálpræð- ishersins, sem er og hefur alla tíð verið að hjálpa og styðja þá sem lak- ast standa í samfélaginu. Alla tíð frá upphafi hefur markmiðið verið að hjálpa, líkt og nafn stofnunarinnar bendir á. Þegar Hjálpræðisherinn hóf starf sitt á Íslandi voru engar hjálp- arstofnanir sem tóku að sér þá er verst voru settir. Þá var ekki óal- gengt að einstaklingar frá Hernum færu um bæinn og hjálpuðu þeim sem sjúkir voru og verst settir. Er illvígir sjúk- dómar herjuðu var ekki óalgengt að allir á heim- ilinu lægju rúmfastir og fólk frá Hernum fór um og færði fólki mat og að- stoðaði á annan hátt. Í stað þess að leita sér upplýsinga um hjálpsemi og að- stoð Hjálpræðishersins við íbúa Reykjavíkur, við fátæklinga, við sjó- menn, sem oft þurftu að leita gist- ingar vegna óhappa á sjónum, strand og annað, þá sýnir borgarstjórn ótrú- legt skilningsleysi og úthlutar lóð án allra afsláttarkjara til Hersins. Nú- verandi borgarstjórn hefur eftir framkomu sinni ekki kynnt sér hjálp Hersins til landsmanna. Eflaust finnst á milli í borgarstjórn fólk sem á ættingja sem þegið hafa hjálp frá Hjálpræðishernum einhvern tíma á þessum 120 árum sem Herinn hefur starfað á Íslandi. Hjálpræðisherinn flytur sig um set innan borgarinnar. Þó hættir Herinn ekki sínu hjálparstarfi. Það er von mín að nú muni borgarstjórn sjá að sér og sýni þann verðskuldaða þakk- lætisvott sem Herinn á inni hjá borg- inni. Skilningsleysi borgaryfirvalda gagnvart Hjálpræðishernum Eftir Níels Erlingsson Níels Jakob Erlingsson » Tilefnið er fyrsta skóflustunga að nýju húsi Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa út- hlutað Hjálpræðishern- um lóð án allra afslátt- arkjara. Höfundur býr á Akureyri og er félagi í Hjálpræðishernum. Já, hún er okkar allra. Margbreytileiki er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann – þar er rými fyrir alla, sama hvernig við erum og sama hvaðan við kom- um. Það er ekki draumsýn að vilja sjá góða borg betri, það er eðli borgar að þróast og vera í stöðugri end- urnýjun á öllum sviðum. Ég vil að Reykjavík verði áfram fyrirmynd og hvatning fyrir önnur sveitarfélag þegar kemur að því að gera vel við sína íbúa. Mannréttindaborgin Reykjavíkurborg hefur aukið framlög til velferðarmála og eflt mannréttindi og þar á Reykjavík að vera áfram fremst í flokki. Ég á þann draum að Reykjavík verði skil- greind sem mannréttindaborg, þar sem mannréttindi og virðing fyrir manneskjum verði það stef sem gangi í gegnum alla þjónustu við borgarbúa, alla stefnumörkun og áætlanir – það sé ein af stoðunum sem við stöndum á. Mér er umhugað um hag barna og fjölskyldna þeirra. Við þurfum alltaf að vera á vaktinni með þeirra hagsmuni í huga, geta gripið inn í sem fyrst með stuðningi og fræðslu, fjölskyldu- aðstoð og sérstökum stuðningi til þeirra barna sem slíkt þurfa. Við viljum byrgja brunninn. Það þarf að efla markvissa vinnu gegn kvíða barna og ungmenna, styrkja sjálfsmyndina og tryggja alla faglega aðstoð til þeirra. Með kynjagleraugun á nefinu Við þurfum líka alltaf að vera á vaktinni vegna margþættrar mis- mununar og því væri mannréttinda- vottun fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar jákvætt skref. Kynjagleraugun þurfa alltaf að vera á nefinu – þar verður alltaf að halda vöku sinni því ekkert er sjálfgefið í þeim efnum. Höldum áfram að út- rýma kynbundnum launamun, þar til hann er allur! Höldum áfram að vera með áber- andi forystu í jafnréttis- og kven- frelsismálum og hugum að jafnrétti kynjanna í allri þjónustu þannig að hún nýtist öllum jafnt. Þróum áfram kynjaðar fjárhagsáætlanir þannig að við sjáum í raun hvar fjármagnið nýtist og höldum áfram á þeirri veg- ferð að útrýma kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsum- hverfi borgarinnar. Áfram gegn ofbeldi Ofbeldi og varnir gegn ofbeldi í öllum myndum á að vera forgangs- mál, alltaf. Það verður haldið áfram á þeirri farsælu braut sem þegar hefur verið mörkuð af Ofbeldisvarn- arnefnd, t.d. með tilkomu Bjarka- hlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis. Áfram þarf að vinna gegn öllu of- beldi hvar sem er í borginni, hvort sem það er á götum úti, á skemmti- stöðum eða á heimilinu. Gerum góða borg betri. Áfram Reykjavík! Reykjavík er okkar allra – áfram Reykjavík Eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur »Ég vil að Reykjavík verði áfram fyrir- mynd og hvatning fyrir önnur sveitarfélag þeg- ar kemur að því að gera vel við sína íbúa. Guðrún Ögmundsdóttir Höfundur er fyrrverandi þingkona og skipar 7. sæti á framboðslista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.