Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frumvarp félagsmálaráðherra um húsnæðismál og hlutverk Íbúðalána- sjóðs liggur undir miklu ámæli for- stjóra nokkurra ríkisstofnana vegna ákvæðis sem heimilar sjóðnum að krefja stjórnvöld og aðrar stofnanir um margvísleg gögn og upplýsingar um efnahag heimila, tekjur, atvinnu- þátttöku, örorku o.fl. ,,Ríkisskattstjóri telur ótækt að frumvarpið verði samþykkt í óbreyttri mynd,“ segir í umsögn Ríkisskattastjóra um frumvarpið til velferðarnefndar Alþingis. Hagstofustjóri segir m.a. í sinni umsögn: ,,Hagstofa Íslands gerir al- varlegar athugasemdir við ákvæði 2. mgr. 4. greinar frumvarpsins, þar sem Íbúðalánasjóði er veitt heimild til að krefja Hagstofu Íslands um upplýsingar. Gengur það ákvæði þvert á lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð og er í and- stöðu við þær alþjóðlegu skuldbind- ingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist.“ Bendir hagstofustjóri á að skv. lögum ríki þagnarskylda um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar. Þær séu trún- aðargögn og óheimilt skv. lögum að afhenda þær öðrum stjórnvöldum. Hagstofustjóri segir þessi ákvæði frumvarpsins ganga í berhögg við lög um Hagstofuna og opinbera hag- skýrslugerð auk þess að ganga gegn reglugerð Evrópusambandsins um evrópska hagskýrslugerð og alþjóð- legum skuldbindingum um hag- skýrslugerð. ,,Loks má benda á að Íbúðalána- sjóður er markaðsaðili sem starfar á fjármálamarkaði og má draga í efa að það standist að greiningardeild sjóðsins sé gefinn aðgangur að upp- lýsingum umfram aðra greiningar- aðila á fjármálamarkaði og spurning hvort ákvæði samkeppnislaga komi til álita,“ segir hagstofustjóri. Á svig við góða stjórnsýslu Fleiri gera athugasemdir við þetta vegna stöðu ÍLS á markaði, m.a. Seðlabanki Íslands sem segir að ekki sé víst að svo víðtækar heimildir til gagnaöflunar samræmist hlutverki sjóðsins sem lánveitanda á al- mennum lánamarkaði. ,,Búi sjóður- inn yfir verðmótandi upplýsingum skarast hlutverk hans sem grein- anda og lánveitanda.“ Forstjóri Tryggingastofnuanr segir þagnarskyldu ríkja um söfnun þeirra upplýsinga er stofnunin aflar til að geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu. ,,Stofnunin hefur yfir að ráða miklu magni persónulegra upplýs- inga sem oft á tíðum eru afar við- kvæmar. Eðli máls samkvæmt er af- ar brýnt að fara varlega í að veita almennar heimildir til miðlunar þeirra. Það er því mat okkar að um- rætt ákvæði um upplýsingaöflun og samkeyrslu þessara gagna gangi á svig við góða stjórnsýslu og persónu- vernd.“ Unnið er að sátt Ríkisskattstjóri telur að þær heimildir sem veittar yrðu Íbúða- lánasjóði samkvæmt orðalagi um- rædds ákvæðis ,,séu langt umfram tilefni, hvort heldur litið sé til hlut- verks sjóðsins eða þeirrar víðtæku gagnaöflunar sem lagt er upp með í hans þágu.“ Og það veiti ÍLS að til- efnislausu mjög víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar frá öllum stjórnvöldum og stofnunum án þess að tekið sé tillit til þagnarskyldu þeirra sem slíkri fyrirspurn yrði beint að. Í nýrri umsögn ÍLS er sérstaklega tekið fram að sjóðurinn muni ein- göngu óska eftir ópersónugreinan- legum tölfræðiupplýsingum. ,,Íbúða- lánasjóður leggur ríka áherslu á að sátt náist um gagnaöflunarheimild sjóðsins og er nú unnið að því af hálfu sjóðsins og velferðarráðuneyt- is að móta tillögu að nýju orðalagi ákvæðisins og verður sú vinna í sam- ráði við þær stofnanir sem tilgreind- ar eru í ákvæðinu,“ segir ÍLS. Þjóðskrá leggur til í umsögn sinni að ÍLS verði gert að semja við stofn- anir ríkisins á jafnréttisgrundvelli um gögn og upplýsingar. Eins og ákvæðið er orðað séu ÍLS lítil tak- mörk sett um aðgang að upplýsing- um og geti sjóðurinn á grundvelli þess krafist umfangsmikilla gagna með ófyrirsjáanlegum auknum verk- efnum fyrir Þjóðskrá sem geti leitt til þjónustuskerðingar gagnvart öðr- um viðskiptavinum stofnunarinnar, nema að hún fái annaðhvort sam- svarandi hækkað ríkisframlag eða heimildir til hækkana í gjaldskrá. „Ótækt“ ákvæði og „þvert á lög“  Hagstofustjóri, Ríkisskattstjóri, forstjóri Tryggingastofnunar, Þjóðskrá og fleiri gagnrýna ákvæði í frumvarpi félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð  Lítil takmörk sett um aðgang að upplýsingum Morgunblaðið/Ómar Hús Lagt er til að ÍLS fái að kalla eftir gögnum um húsnæðismál sem varða efnahag, eignir, atvinnuþátttöku o.fl. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið um- hverfis Hlemm í Reykjavík á að liggja fyrir í haust. Tvær arkitekta- stofur, Mandaworks og DLD, voru valdar til að vinna að verkefninu út frá fyrirhuguðu deiliskipulagi. „Megináherslur við hönnunina voru að skapa heildstætt og líflegt borg- arrými umhverfis Hlemm. Áhersla var einnig lögð á sögulegar skírskot- anir þar sem Rauðáin, klyfjahestar og aðrar sögulegar minjar sem tengjast staðnum eru dregnar fram. Torgið verður kjarni Austurbæjar- ins og enn á ný inngangurinn í Miðbæinn,“ segir í frétt frá Reykja- víkurborg. Í umsögn matsnefndar segir: „Til- laga Mandaworks er sannfærandi og djörf. Hún grípur andann á Hlemmi sem er nútímalegt borgarumhverfi. Í tillögunni er mikill leikur og sögu- legar tengingar vel útfærðar með Rauðaránni sem læðist upp í gegn- um gangstéttina sem gufa. … Það er mikill kostur að raða hýsunum við norðurenda torgsins sem myndi styrkja götumynd Hverfisgötu. Til- lagan ætti að gefa fólki ástæðu til að staldra við á svæðinu. … Tillaga DLD er hlý, nærgætin og umbreytir útliti svæðisins. Hún er sannfærandi og lífleg og styrkir svæðið fyrir við- burði …“ Grípa andann á Hlemmi  Tvær arkitektastofur vinna saman að nýju deiliskipulagi fyrir Hlemmssvæðið  Áhersla lögð á að skapa heildstætt og líflegt borgarrými á svæðinu Teikning/Mandaworks Hlemmur Unnið er að hugmyndum að nýju skipulagi á svæðinu umhverfis. Þrír sóttu um stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð og átta sóttu um stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Um- sóknarfrestur um bæði embættin rann út þann 30. apríl. Þau sem sóttu um í MH eru Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmda- stjóri, Ólafur H. Johnson, fv. skóla- stjóri og Steinn Jóhannsson, settur skólameistari við skólann. Um stöðu skólameistara FÁ sóttu Elvar Jónsson skólameistari, Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmda- stjóri, Kolbrún Kolbeinsdóttir skólastjóri, Kristrún Birgisdóttir sérfræðingur, Magnús Ingvason að- stoðarskólameistari, Ólafur H. Johnson, fv. skólastjóri og Þórhall- ur Halldórsson framhaldsskóla- kennari. Mennta- og menningar- málaráðherra skipar í embættin frá og með 1. ágúst nk. Átta vilja í FÁ og þrír sækja um í MH Eignir íbúðalánasjóðs, utan lána- safns, námu í árslok 2017 um 254,5 milljörðum kr. og höfðu aukist um tæpa 58 milljarða frá fyrra ári. Þetta kemur fram í um- fjöllun Fjármálaeftirlitsins um stjórnarfrumvarpið um hlutverk Íbúðalánasjóðs o.fl. Segir FME að þessi aukning eigna utan lána- safns sjóðsins skýrist af samn- ingsbundnum greiðslum af út- lánum og auknum uppgreiðslum í lánasafninu. Hreyfingar ÍLS kunna að hafa áhrif á markaðinn „Til að setja þessar eignir utan lánasafns í samhengi bendir Fjár- málaeftirlitið á að ef um væri að ræða eignasafn lífeyrissjóðs væri um fimmta stærsta lífeyrissjóð landsins að ræða, á eftir LSR, Líf- eyrissjóði verslunarmanna, Gildi og Birtu. Ef um væri að ræða eignasafn í stýringu hjá rekstr- arfélagi verðbréfasjóða væri um- rætt félag næstumsvifamesta rekstrarfélag landsins, stærra en Íslandssjóðir hf. og Landsbréf hf. en nokkru minna en Stefnir hf. Er nú svo komið að hreyfingar Íbúðalánasjóðs til dæmis á skuldabréfamarkaði kunna að hafa áhrif á markaðinn í heild.“ Nema 254 milljörðum MIKLAR OG VAXANDI EIGN- IR ÍLS UTAN LÁNASAFNS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.