Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fullnaðarhönnun rannsóknahúss í Hringbrautarverkefninu hefst í sumar og fjögur hönnunarteymi munu taka þátt í útboði vegna fulln- aðarhönnunar rannsóknahússins, samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Nýjum Land- spítala ohf. (NLSH). Þar kemur fram að NLSH, í sam- starfi við Ríkiskaup og Fram- kvæmdasýslu ríkisins hafi afhent fjórum hönnunarteymum útboðs- gögn vegna fullnaðarhönnunar nýs rannsóknahúss. Teymin sem staðist hafi kröfur sem gerðar voru í forval- inu séu Grænaborg (Arkstudio ehf, Hnit verkfræðistofa, Landmótun, Raftákn, Yrki arkitektar), Mannvit og Arkís arkitektar, Corpus3 (Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf og VSÓ ráðgjöf) og Verkís og TBL. Rannsóknahúsið er hluti af heild- aruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, sem er stærsta byggingin í uppbyggingu Hring- brautarverkefnisins, nýtt sjúkrahót- el, sem verður tekið í notkun á árinu og bílastæða-, tækni- og skrifstofu- hús. Mun skapa mikið hagræði Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH, segir í frétta- tilkynningu: „Fullnaðarhönnun nýs rannsóknahúss í Hringbrautarverk- efninu er enn einn áfanginn í verk- áætlunum NLSH. Nýtt rannsókna- hús mun skapa mikið hagræði hjá Landspítalanum vegna sameiningar allrar rannsóknastarfsemi spítalans á einn stað. Þá eru samlegðaráhrif við Háskóla Íslands mikil, en skólinn mun reisa glæsilegt nýtt hús heil- brigðisvísindasviðs sem verður tengt rannsóknahúsinu. Samkvæmt okkar áætlunum mun nýtt rannsóknahús verða tekið í notkun á árinu 2024 í samræmi við fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar.“ Verður 15,5 þúsund fermetrar Í rannsóknahúsi Nýs Landspítala, sem verður 15.550 fermetrar, mun öll rannsóknastarfsemi spítalans sameinast á einn stað. Starfseining- ar í rannsóknahúsi verða meina- fræði, rannsóknakjarni, klínísk líf- efnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunarkjarni, frumumeð- höndlun, erfða- og sameindalæknis- fræði, ónæmisfræði, rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og sýkla og veiru- fræði. Einnig mun starfsemi Blóð- banka flytjast í nýtt rannsóknahús. Rannsóknahúsið mun tengjast meðferðarkjarna og öðrum bygging- um spítalans með sérstökum sjálf- virkum flutningskerfum, einnig með tengigöngum og tengibrúm. Á hús- inu verður einnig þyrlupallur sem tengdur verður meðferðarkjarnan- um. Opnun tilboða verður hjá Rík- iskaupum hinn 11. júní nk. Fullnaðarhönnun í sumar Tölvumynd/NLSH Hagræði Rannsóknahúsið mun tengjast meðferðarkjarna og öðrum bygg- ingum spítalans með sérstökum sjálfvirkum flutningskerfum.  Fjögur hönnunarteymi metin hæf til að taka þátt í útboði vegna rannsóknahúss NLSH  Á húsinu verður þyrlupallur sem tengdur verður meðferðarkjarnanum Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarlaun félagsmanna VR voru um 668 þúsund kr. á mánuði að meðaltali í janúar á þessu ári. Í sama mánuði í fyrra voru þau um 630 þúsund og hækkuðu því um 6,1%. Kjara- samnings- bundnar launa- hækkanir á þessum tíma voru 4,5%. Þetta má lesa út úr nýrri launakönnun VR, sem birt var í gær. Grunnlaun VR- félaga voru að jafnaði um 622 þús- und kr. í janúar en voru 588 þús- und í janúar 2017. Starfsstéttir hækkuðu mismikið, sölu- og af- greiðslufólk sýnu mest eða um 10,5% þegar litið er á heild- arlaunin. Heildarlaun skrif- stofufólks hækkuðu á einu ári um 7,9% að meðaltali og heildarlaun háskólamenntaðra sérfræðinga hækkuðu um 6,3%. Launadreifing starfsstéttanna er veruleg. Heildarlaun deildar- stjóra eru t.a.m. 794 þús. á mánuði að jafnaði, tölvunarfræðingar með háskólapróf eru með 801 þús. kr. á mánuði að meðaltali, bókhalds- fulltrúar eru með 539 þús. kr. að meðaltali í heildarlaun og gjald- kerar 575 þús. Afgreiðslufólk á kassa var hins vegar með umtalsvert lægri laun eða 377 þús. kr. í grunnlaun á mán- uði að meðaltali og heildarlaunin voru lítið hærri eða 382 þúsund. Lesa má úr könnuninni að fjórð- ungur afgreiðslufólks á kassa var með undir 300 þúsund kr. í heild- arlaun á mánuði. Meðalheildarlaun starfsmanna við ræstingar og þrif eru 405 þús. kr. en starfsmenn við framleiðslu og pökkun eru með 459 þús. kr. á mánuði að meðaltali skv. könnuninni. Kynbundinn launamunur með- al félagsmanna í VR mælist nú 10% þegar tekið hefur verið tillit til helstu áhrifaþátta á launin og hefur hann verið svipaður nánast alla öld- ina. Vinnutíminn hefur styst meðal VR-félaga og er kominn undir 43 stundir á viku að meðaltali í fyrsta skipti frá því launakönnun VR var gerð fyrst. ,,Vinnuvika karla og kvenna er mislöng, jafnvel meðal þeirra sem eru í 100% starfshlutfalli. Karlar í fullu starfi vinna að meðaltali 44,2 stundir á viku en konur 41,7 stund- ir. Þegar litið er til allra svarenda, ekki bara starfsfólks í fullu starfi, sést að fleiri konur eru í hlutastarfi en karlar en 91% karla eru í fullu starfi en 77% kvenna,“ segir í um- fjöllun VR um niðurstöðurnar. Spurt var um fjölmörg atriði í könnuninni. Fram kemur að karlar fá frekar bílastyrk en konur. 34% karla eru með fastan bílastyrk inni- falinn í sínum heildarlaunum en 27% kvenna og að auki er sá styrk- ur hærri, 55 þúsund að meðaltali á móti 38 þúsund hjá konum. Karlar fá frekar hlunnindi en konur nema þegar kemur að styrk til líkamsræktar. 60% karla og 44% kvenna fá greiddan símakostnað hjá vinnuveitanda, 54% karla fá farsíma frá vinnunni en það á ein- göngu við um 34% kvenna, 42% karla fá fartölvu eða spjaldtölvu frá vinnunni en það á eingöngu við um 32% kvenna. Hins vegar fá 48% kvenna styrk frá vinnunni til lík- amsræktar en hið sama fá 44% karla. Meðallaunin í VR hækkuðu um 6,1% Launamunur kynjanna innan VR 2000-2018 21% 18% 15% 12% 9% Karlar Konur ’00 ’01 ’03* ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 60% 44% 54% 34% 42% 32% 44% 48% Heimild: VR *Launakönnun var ekki gerð árið 2002 Munur á heildarlaunum Kynbundinn launamunur Fær greiddan síma- kostnað Fær farsíma frá vinnunni Fær fartölvu/spjald- tölvu frá vinnunni Fær styrk frá vinnunni til líkamsræktar 13,4% 10,0% 20,4% 15,3%  Fjórðungur afgreiðslufólks á kassa undir 300 þúsundum Úr könnun » Færri en áður vinna fjar- vinnu eða 35,8% í janúar sl. » Helmingi svarenda í könn- uninni standa til boða ávextir og brauð á vinnustaðnum » 55% hafa aðgang að nið- urgreiddum mat (mötuneyti eða aðkeyptum mat). » Í a.m.k. helmingi fyrir- tækja þar sem starfsmenn eru 20 eða fleiri, niðurgreiðir fyrir- tækið mat starfsmanna. Fyrrverandi formenn stjórnar Krabbameinsfélags Íslands (KÍ), hafna staðhæfingum Kristjáns Oddssonar, fyrrverandi sviðsstjóra leitarsviðs KÍ, í fréttaþættinum Kveik hinn 24. apríl síðastliðinn. Frá þessu segir í yfirlýsingu, undirrit- aðri af Sigurði Björnssyni, Sigríði Snæbjörnsdóttur, Jakobi Jóhanns- syni og Sigrúnu Gunnarsdóttur. Þar segir að Kristjáni hafi verið vísað úr starfi haustið 2017 eftir erf- ið samskipti. Fjölmargar staðhæf- ingar hans í þættinum séu rangar og alvarlegustu ósannindin séu að mis- farið hafi verið með fé til krabba- meinsskimunar og því varið til óskyldra málefna. Heilbrigðisyfirvöld greiði KÍ fyrir skimun á grundvelli þjónustusamn- ings, sem byggist á ítarlegri kröfu- lýsingu. Kostnaður við rekstur Leit- arstöðvarinnar sé aðskilinn frá öðrum rekstri félagsins. Sameig- inlegum kostnaði hafi verið skipt niður á rekstrareiningar sl. 40 ár. Sérgreindir ársreikningar Leit- arstöðvarinnar séu ávallt endur- skoðaðir af löggiltum endurskoð- endum og sendir eftirlitsaðilunum Sjúkratryggingum Íslands, velferð- arráðuneyti, Ríkisendurskoðun og Ríkisskattstjóra, sem hafi engar at- hugasemdir gert. Hafna stað- hæfingum um rekstur KÍ Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, vildi á Alþingi í gær vita hvernig bæri að skilja það orða- lag í skýrslu utanríkisráðherra um bætta framkvæmd EES-samnings- ins, að ríkisstjórnin hefði kunngert Evrópusambandinu að gert hefði verið algert hlé á aðildarviðræðum. „Hvað er algert hlé? Ég hélt að annaðhvort væri hlé eða ekki hlé. Er ráðherrann að gefa annað í skyn í þessu riti, og ég spyr þá: Er það hluti af díl þessara stjórnarflokka að hafa orðalagið með þessum hætti, að ekki sé skýrar kveðið á um að við erum ekki umsóknarríki og verðum ekki umsóknarríki á næstunni?“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði að þegar viðræðunum var hætt hefði verið al- veg skýrt að það var ekkert eftir af því ferli. Hélt ég hefði talað frekar skýrt Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði að Gunnar Bragi þekkti vel hvernig gengið var frá þessum málum á sínum tíma enda hefði hann þá verið utanríkisráð- herra. „Ég hef ekki fundið neinn áhuga hjá samstarfsflokkum mínum á því að daðra við aðild að Evrópu- sambandinu, hvað þá að ganga eitt- hvað lengra. Ég hélt að ég hefði talað frekar skýrt þegar kemur að því hvaða skoðun ég hef á aðild að Evr- ópusambandinu en það er augljóst að maður þarf að tala eitthvað skýr- ar en maður hefur gert,“ sagði Guð- laugur og bætti við að hann sjálfur teldi afskaplega óskynsamlegt fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusam- bandinu. Gunnar Bragi sagði óheppilegt þegar ráðherra kæmi með skýrslu inn í Alþingi þar sem velt væri upp orðum sem gætu ýtt undir aðrar hugmyndir eins og orðin algert hlé, nema það væri til einhvers konar önnur túlkun á því. „Ég reyndar gáði ekki í íslenska orðabók hvað algert hlé þýðir Ég veit ekki hvort það sé til skilgreining á því þar. Ég hélt að hlé væri bara hlé.“ gummi@mbl.is „Hélt að hlé væri bara hlé“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.