Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu í þér heyra þegar þín hjartans mál ber á góma. Farðu varlega og ekki gera neinar ráðstafanir sem hægt er að steypa um koll. 20. apríl - 20. maí  Naut Það eru einhverjar undiröldur í kringum þig svo þú skalt fara þér hægt og vera viðbú- in/n hverju sem er. Leystu hvert mál skref fyrir skref, alls ekki hespa þeim af í einu vet- fangi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina. Notaðu kraftana til að láta hlutina ganga greiðlega fyrir sig og einbeittu þér að því sem máli skiptir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki hægt að gera svo að öll- um líki og því skaltu halda þínu striki ótrauð/ ur. Veldu þér því trúnaðarvin sem þú getur treyst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér leiðist að fara ofan í saumana á málum aftur og aftur er það nauðsynlegt ef þú vilt hafa allt á hreinu. Frumkvæði þitt hef- ur jákvæð áhrif á fólkið í kringum þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki undir höfuð leggjast að rannsaka vel það sem þú þarft til starfs þíns. Gættu þess að dreifa ekki kröftum þínum um of því slíkt leiðir ekki til neins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt aðrir séu ekki á sama máli og þú er ástæðulaust að fara í fýlu. Ef þú færð ekki heimboð skaltu bara bjóða heim sjálf/ur eða stinga upp á upp á góðum veitingastað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú vilt breyta einhverju þá skaltu strax ganga í málin og sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo öllum líki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt og mundu að aðrir eiga líka rétt á sín- um skoðunum. Besta leiðin til þess að bæta samskipti er að breyta sjálfum sér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sköpunarmáttur þinn nær nýjum hæðum, en hugsanlegt að enginn annar taki eftir því. Þú hefur lagt hart að þér og upp- skerð nú árangur erfiðis þíns. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir staðið frammi fyrir erf- iðum málum á vinnustað en þú hefur alla burði til að takast á við þau. Frumkvæði þitt mun bera þann árangur sem þú vonast til. 19. feb. - 20. mars Fiskar Forðastu misskilning annarra með því að setja mál þitt fram með ótvíræðum hætti. Haltu þig við það sem þú veist og hugsaðu frekar meira um sjálfa/n þig. Þessar limrur urðu til þegarHelgi R. Einarsson leit út um gluggann undir morgun á sunnu- daginn:. Amma sagði: „Ó, það er nú komið nóg. Um sumar bið og blíðviðrið. Burt með þennan snjó.“ Afi sagði: „Æ, ég ekki þessu næ. Það er skítt að allt sé hvítt og upp er runninn maí.“ Sigurlín Hermannsdóttir segir á Leir að það sé hætt við að margur klóri sér í kollinum þegar kemur að framboðsmálum (offramboðinu) í borgarstjórnarkosningunum: Hvar viltu setja þinn kross? Við komma eða sjalla eða hross? Við fósturlandssyni eða flugvallarvini? Æ, hjálpi nú hamingjan oss! Páll Imsland áréttar að hinni hliðinni á kosningunum megi ekki gleyma: Mér framboð ei tókst nú að fylla, sem fyrst og seint er bara villa, því kosti ég hef – þó helst er ég sef – sem ástæða er til að gylla. Jón Arnljótsson hefur lög að mæla: Sjaldan er á öllu völ. Ykkar færi nýtið. Það er gott að þamba öl, ef það er nógu lítið. Þessi staka kallast á við erindi í Hávamálum: Haldi-t maður á keri, drekki þó að hófi mjöð. Mæli þarft eða þegi. Ókynnis þess vár þig engi maður að þú gangir snemma að sofa. Hjálmar Þorsteinsson, Hofi, orti: Auka brot á auðnuþrot eg hef notið, þegið. Eftir hlotin ástarskot oft í roti legið. Þó ég ekki hafi hitt haldið rétta á taumnum ef þú velur vaðið mitt varaðu þig á straumnum. Hér er braghenda úr Síraks- rímum Jóns Bjarnasonar á Prest- hólum: Eiginkonuna ekki láttu yfir þig bjóða, halt það ei fyrir hegðun góða að herra þinn sé baugatróða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nóg af snjó og frambjóðendum „ÉG HEF ENGAN TÍMA TIL ÞESS AÐ ÚTSKÝRA. HRINGDU BARA Á HÚSVÖRÐINN OG SEGÐU HONUM AÐ LYFTAN SÉ FÖST.“ „ÞETTA ER NÝJA UPPFINNINGIN MÍN. TALAÐU VIÐ MÓÐUR ÞÍNA Í KLUKKUTÍMA Í GEGNUM ÞENNAN OG ÞAÐ MUN HITA ALLT HÚSIÐ NÆSTA MÁNUÐINN!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skilja egóin ykkar eftir. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann JÁ, ÞAÐ ER SMÁ EFTIR Í ELDHÚSINU VIÐ HLIÐINA Á EINHYRNINGNUM. JÁ!ÞÝÐIR ÞAÐ ÞAÐ SEM ÉG HELD AÐ ÞAÐ ÞÝÐI? FYRIRGEFÐU AÐ VIÐ RIFUMST! HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ SÆTTAST? SÁTTAKAKA!! OG HVAÐ FENGUÐ ÞIÐ YKKUR Í HÁDEGINU Í DAG? PÍTSU ÚÚÚ! EIGIÐ ÞIÐ AFGANGA? AFGANGS PÍTSA?… Í ÞESSU HÚSI?! Víkverji notar iðulega afbragðs-vefinn málið.is þegar hann er í vafa um hvernig eigi að skrifa hlut- ina. Þótt Víkverji þjáist af ólækn- andi sjálfumgleði veit hann þó að það er öruggara að fletta upp þegar læðist að honum minnsti vafi en að þumbast við. Vitaskuld staðfestir uppflettingin allajafna tilfinningu Víkverja, en vissulega kemur fyrir að hann fer villur vegar og þá er eins gott að villurnar birtist ekki á prenti. x x x Þegar réttritun er annars vegareru ekki allar heimildir jafn- vígar. Í huga Víkverja á Stafsetn- ingarorðabókin ávallt síðasta orðið. Aðrar orðabækur eru iðulega örlát- ari á kosti og kannski fullörlátar. x x x Nýlega rakst Víkverji á að eign-arfall fleirtölu orðsins regla var skrifað regla, en ekki reglna eins og hann á að venjast. Fremur en að leiðrétta orðið einfaldlega fletti Vík- verji orðinu upp á málið.is. Þar kem- ur orðið fyrir í sex gagnasöfnum og á augabragði er hægt að fá um það margvíslegar upplýsingar. Þar er Stafsetningarorðabókin og hún stað- festi þá tilfinningu Víkverja að rita skildi reglna. x x x Eitt gagnasafnanna nefnist Beyg-ingarlýsing íslensks nútímamáls og þar voru hins vegar báðir rithætt- irnir gefnir upp, regla og reglna. Víkverji ákvað því að láta orðið standa af ótta við að verða ella stimplaður forpokaður málfarsfas- isti. x x x Það runnu þó á hann tvær grímurþegar hann sá að orðið regla var einnig skráð sem sagnorð með veikri beygingu (þátíð reglaði!). Ekki dró úr furðu Víkverja þegar hann sá að þessi sögn kom ekki fyrir í neinu hinna gagnasafnanna, sem mynda leitargrunn málsins.is og hann velti fyrir sér hvort hann hefði óvart leit- að í beygingarlýsingu íslensks fram- tíðarmáls. Eitt er í það minnsta ljóst að þótt Víkverji hafi ekki reglað mikið til þessa mun hann regla tals- vert héðan í frá. vikverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálm: 71.8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.