Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Fyrir liggur að veiðigjald í sjávar- útvegi hækkaði mikið við upphaf fisk- veiðiársins 2017-2018. Breytingarnar grund- völluðust einkum á stórauknum stofni til veiðigjalds ásamt nið- urfellingu sérstakra skuldaafslátta sem gilt höfðu. Sé tímabilið september til desember 2017 borið saman við sama tímabil fyrir árið 2016 þá hækkuðu greiðslur sjávar- útvegsfyrirtækja um tæplega 104%, eða rétt rúmlega tvöfölduðust. Ekki verður farið í smáatriði við fram- kvæmd álagningar veiðigjalds, en nægir að nefna að gjaldið leggst misþungt á fisktegundir, fyrirtæki og landshluta. Þá er einnig til þess að líta, að núna er verið að greiða veiðigjald af afkomu greinarinnar árið 2015, en aðstæður í dag eru allt aðrar. Sjávarútvegur er burðarás á landsbyggðinni Samkvæmt gögnum Byggðastofn- unar um uppruna tekna má sjá að 2,2% tekna íbúa á höfuðborgarsvæð- inu má rekja til sjávarútvegs. Ef lit- ið er til annarra landshluta er staðan önnur. Á Vestfjörðum standa fiskveiðar og fiskvinnsla undir hátt í þriðjungi af atvinnu- tekjum. Vægi sjávar- útvegs er raunar meira en 10% alls staðar nema á höfuðborg- arsvæðinu. Þegar litið er til einstakra sveitar- félag er hlutfallið hæst í Vestmannaeyjum, 43,6%, og svipað á Snæfellsnesi og í Grindavík. Meðaltalið á landsbyggðinni er 16,6%, eða næst- um því átta sinnum hærra en það er á höfuðborgarsvæðinu. Af fyrrgreindum ástæðum hefur veiðigjaldið gjarnan verið nefnt landsbyggðarskattur. Á höfuðborg- arsvæðinu eru vissulega stór og burðug fyrirtæki, en vægi þeirra í efnahagslífi nærumhverfisins er ekkert í líkingu við það sem gerist á landsbyggðinni. Á tímabilinu sept- ember til desember 2017 var tæp- lega 81% af veiðigjaldsgreiðslum frá fyrirtækjum utan höfuðborgarsvæð- isins. Hækkun veiðigjalds er mest í Norðvestur kjördæmi, rúm 142%, en rúmlega helmingi minni í Reykjavík, eða 67%. Þá getur einnig verið athyglisvert að skoða sveitarfélögin hvert í sínu lagi. Á tímabilinu september til des- ember árið 2017 greiddu fyrirtæki í Grindavík rúma 451 milljón króna í veiðigjald, sem svarar til um 140 þúsunda króna á hvern íbúa í sveit- arfélaginu. Til samanburðar greiddu fyrirtæki í Reykjavík rúmar 634 milljónir eða um 5 þúsund krónur á hvern íbúa í sveitarfélaginu. Burðarstólpar sveiflast til og frá Hjá mörgum fyrirtækjum er veiðigjaldið nú orðið næststærsti einstaki gjaldaliðurinn, á eftir laun- um. Hækkunin kemur sér eðli máls samkvæmt illa fyrir öll fyrirtæki. Þó má vera ljóst að fyrirtæki eru misvel í stakk búin til þess að takast á við svo mikla hækkun á einum gjaldalið. Og mörg þeirra sem hvað lökust voru stödd, hafa fengið á sig mesta hækkun. Fjöldi fólks; sveitarstjórn- arfólk, smábátaeigendur, sjómenn, fiskverkafólk og fjölmargir íbúar sveitarfélaga sem reiða sig á einn eða annan hátt á sjávarútveg hafa kvatt sér hljóðs og lýst áhyggjum af hækkuðu veiðigjaldi. Það er full ástæða til þess að hlusta á raddir þeirra, því „… þegar öllu er á botn- inn hvolft þá er lífið þó umfram allt saltfiskur …“. Kaldur gustur veiðigjaldsins í byggðum landsins Eftir Friðrik Þór Gunnarson » Fyrirtæki eru misvel í stakk búin til þess að takast á við svo mikla hækkun á einum gjalda- lið. Og mörg þeirra sem hvað lökust voru stödd, hafa fengið á sig mesta hækkun. Friðrik Þór Gunnarsson Höfundur er hagfræðingur hjá SFS. Sjávarútvegur, atvinnutekjur og veiðigjald Svæði Hlutur sjávarútvegs í atvinnutekjum Vestmannaeyjar 43,59% Snæfellsnes 43,32% Grindavík 43,14% Vestfirðir utan Ísafjarðar 31,25% Ísafjarðarbær 26,67% Austurland sunnan Fagradals 26,40% Eyjafjörður án Akureyrar 25,26% Skaftafellssýslur 23,16% Garður/Vogar 20,62% Þingeyjarsýslur 15,87% Hveragerði og Ölfus 15,71% Skagafjarðarsýsla 13,82% Akranes/Hvalfjarðarsveit 12,15% Húnavatnssýslur 11,59% Austurland norðan Fagradals 11,45% Akureyri 10,78% Reykjanesbær 7,61% Reykjavík 1,85% Samtals hlutur Landsbyggðin 16,59% Höfuðborgarsvæðið 2,17% Hlutdeild í greiðslu veiðigjalds sept.-des. 2017 Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 19% 81% Hvernig sem á því stendur hefur aldrei verið komið með hald- góða útskýringu á ástæðu þess að hér gildi hærra verðlag á vöru sem flokkast und- ir nauðþurftir en víð- ast hvar annarstaðar í veröldinni. Sennilegt er að verð matvæla í landinu sé hið hæsta sem gildi í löndum sem við alltént og gjarnan miðum okkur við. Vel er hægt að skilja að verðlag á Íslandi sé ívið hærra. Landið liggur utan alfaraleiða og þeir sem koma hingað taka á sig krók. Annað gildir í löndum sem standa nær hvort öðru. Þar á sinn hátt eru heimatök öll hægari. Samt er verðmunur of mikill miðað við nágrannaríkin,að einhvernveginn verði ekki lengur réttlætt og ótækt að benda bara á staðsetningu lands- ins á landakortinu og nota sem rök í málinu. Á hinum Norðurlöndunum er verðmunurinn ekki svo mikill en samt hægt að fullyrða að matarverð á Íslandi sé talsvert hærra en þar gildir. Gott að vera á toppnum en ágætt að verma toppsætið á öðrum vettvangi en kannski í háu verðlagi nauðsynjavara. Stoppum þessa þvælu. „Hvar liggur hundurinn grafinn“? er spurning sem kominn er tími til fyrir fólk sem ábyrgð ber að spyrja sig að og leita svars við og koma á eftir með alvöru lýsingu á hví svona sé. Held að slíka lýsingu verði erfitt að finna og vinna og á eftir flytja. Verðlag nauðþurfta er of hátt og er kjarni málsins. Sannleikurinn er að þessa hugsun skortir til að mynda inn á hæstvirtu Alþingi Ís- lendinga og hjá þorra þjóðarinnar og ástæð- an fyrir að málið kemst ekki á dagskrá. Þessu er reynt að mæta með hækkun launa. Annað og meira þarf til svo að hitt haldi til lengri tíma lit- ið. Kannski væri ráð að skoða betur skatta- löggjöfina. Alþingismenn þurfa að spyrja sig spurningarinnar og að hlusta á hug- myndir um hvernig megi vinda ofan af gildandi verðlagi og fá niður í eitthvað sem séu sanngjarnari verð fyrir matarinnkaupakörfuna. Ís- lendingar hafa of lengi greitt of hátt verð fyrir matinn sinn. Sama hvernig litið er á, einhvern veginn hefur þessi umræða aldrei náðst á neitt skrið. Eins og áður segir er eins og að sjálfa hugsunina skorti í þjóðarsálina heilt yfir litið. Og er þetta ekki einkennilegt, horf- andi á að verðlag matarkörfunnar kemur öllum íbúum landsins við og snerti tekjuminna fólk mest? Tekjulágir einskorðast ekki við Ísland eitt þó landinn greiði hæst allra þjóða fyrir sína matarkörfu og hafi lægra tímakaup, verkamanna- kaup, átt við það, en víðast hvar. Samt er ekki svo að skilja að hér ríki annað en viss velsæld sem gefi hinum Norðurlöndunum ekkert eft- ir. Þó er eftir blessuð matarkarfan sem stendur útaf í samantektinni. Það er með henni sem menn hitna í framan og svitna á enni er tölurnar birtast þeim. Á sviði heilbrigðismála, skóla- mála, félagslega kerfisins má segja að allt sé nokkuð sambærilegt hin- um Norðurlöndunum og er í sjálfu sér ekki vandinn, þó sumir telji svo vera og vitni máli sínu til stuðnings í einhvern „vin“, mögulega ósýni- legan, sem einhverju sinni sagði þetta og hitt við þá en þeir því mið- ur muna ekki alveg hvar var né heldur hver talaði. Svona lagað eru auðvitað engin nothæf rök í neinni umræðu og fá engum árangri skilað en er samt furðu oft varpað fram. Þetta breytir ekki hinu að verð- lag í landinu á nauðþurftum er of dýru verði keypt og er sitt umhugs- unarefni og ljóst að ekkert skuli breytast með öllum þessum gríð- arlega ferðamannastraumi í áratugi frá landinu og til landa þar sem sól- in brosir sjóðheit á móti fólkinu og það komið til staðar þar sem ekki hvarflar að neinu þeirra að snerta sjálft á matargerð heldur setjast til borðs á flottasta veitingahúsi svæð- isins og eta þar allar máltíðir sem þarf á meðan ferðin stendur. Svo kemur fólkið heim, skundar í matvöruverslunina og kaupir inn til heimilisins. Og kiknar í hnjálið- unum yfir tölunni sem við blasir. Ekki heldur þetta dugir til að ná upp umræðu um verðlagsmál þau sem snerta hvert mannsbarn og mest fólk með lítið fé umleikis. Slík umræða gæti vel teygt sig út fyrir ramma hefðbundinna stjórnmála. Er hún enda tengd máli sem alla varðar. Hver sem flokkslínan önd- vert er. Að koma með þau rök inn í um- ræðuna að ástæðan sé að hér stjórni tómir „afglapar“ og ein- hverjir „fuglar“ er bara tómt blað- ur. Ekki eru heldur haldgóð rök að benda á að best væri að hætta öll- um niðurgreiðslum til íslenskra bænda, sem vissulega taka stóra sneið af þjóðarkökunni, né að svars- ins sé að leita í inngöngunni í ESB, eða sækja meira til sjávarútvegsins í formi hækkaðra veiðileyfagjalda. Þið vitið. Nota peninganna til að lækka matarkörfuna, eins líklegt og það nú væri. Slíkar pælingar, svo sem ágætar, koma þessu máli hreint ekkert við. Kæmi þjóðinni þessi hugsun í huga hefur margt áunnist. Hugsun sem ekki er til, hverju á hún að áorka? En með henni þá fengi þessi umræða nýtt vægi og visst afl hefur leyst úr læð- ingi. Umræða af þessum toga er brýn og full þörf er fyrir hana en á erfitt uppdráttar af líklega áhuga- leysi fólks almennt. Hátt verðlag á Íslandi Eftir Konráð Rúnar Friðfinnsson » Svo kemur fólkið heim, skundar í mat- vöruverslunina og kaup- ir inn til heimilisins. Og kiknar undan tölunni sem blasir við. Konráð Rúnar Friðfinnsson Höfundur starfar í kirkju og allskonar tengdu kirkjunni. Tannheilsa í okkar heilbrigðiskerfi lýtur öðrum lögmálum en önnur heilsa, þegar kemur að þáttöku hins opinbera í kostnaði á viðgerðum sjúkra tanna. En ef sjúk tönn veldur sjúkdómum eða heilsubresti á ein- hverju öðrum þáttum utan tannsviðsins gegnir það öðru máli. Nýlega kom fram í útvarpinu frétt um það að langflestir, sem leita sér lækna erlendis, fari til tannlækna. Lái þeim hver sem vill. Eldri borgarar sem ekki „hafa komist á þing“(sbr. hér á eftir) eða sitja ekki í söðli hálaunaðra hafa komist á snoðir um að kostnaður víða erlendis er brot af því sem hann er hér. Inga Sæland sagði eitthvað á þá leið þegar hún komst á þing að nú fengi hún laun sem nægðu til að standa undir tannviðgerðakostnaði sínum. Það var samt ekki alltaf þannig með þingmenn. Allavega hafði Halldór Kiljan Laxnes miklar áhyggjur út af tann- pínu þingmanna, eins og fram kem- ur í Alþýðubókinni: (tilvitnun) „Tannpínusjúklingar eru stærsti flokkurinn í landinu og það er ekki of djúpt tekið í árinni þó sagt sé að ís- lenskum alþingismönnum sé lyft í söðulinn af þeim og í stað þess að skoðað sé rækilega upp í hvert þing- mannsefni og þinghæfi hans úr- skurðað af tönnunum, þá er látið við- gangast umtölulaust að þingmeirihluta okkar skipi lang- þjáðir tannpínumenn.“ Til að kynna sér slæm áhrif þess arna þá vísar Laxness til bókar We- ston A. Pricem en slæmar verkanir tannskemmda geta valdið m.a.: Heimsku, afturhaldssemi, leti, fúl- mennsku, óhreinskilni, duttlungum o.s.frv. Hann gerir ráð fyrir að margt sem óheilbrigt er og aflaga fer í þjóð- félaginu megi rekja til langvarandi tannskemmda hjá kjós- endum, þingi og stjórn. Nú mun ástand tanna þingmanna vera í góðu lagi og það sem afvega fer í þinginu ekki vera af völdum tann- skemmda, allavega geta þingmenn vart borið því við að þeir hafi ekki efni á að fara til tann- læknis. En hvað með okkur hin, sem ekki erum þannig í sveit sett, öryrkjar og margir eldri borgarar? Heyrðum við rétt að meirihluti okkar á þingi hefði sýnt þessu skiln- ing og ætlaði að mæta þessum hópi með því að Sjúkratryggingar Ís- lands greiddu tannlækningar eldri borgara og öryrkja niður? Gamlingjar og öryrkjar sem ekki hafa efni á að greiða tannlækningar, eiga þrjá kosti í stöðunni: 1. Að næra sig á barnamat og orkudrykkjum, jafnvel að dýfa kringlum í kaffi og svolgra þær svo í sig. 2. Fara utan í tannlækningaferð, sem víða eru í boði og mörg lönd auglýsa, þar sem ferð og uppihald á hóteli tímann sem þarf og viðgerðin er ódýrari en tannviðgerðin einvörð- ungu hér heima. 3. Að fá sig kosin á þing. Síðasta aðferðin tekur lengsta tímann og er ótryggust. Öllu gamni fylgir nokkur alvara, einnig þessu spaugi. Þeir flokkar sem nú eru á þingi mega ekki láta hjá líða að leggja fram og samþykkja frumvarp um niðurgreiðslu tannviðgerða fyrir ör- yrkja og eldri borgara fyrir þingslit. „Langþjáðir tann- pínusjúklingar“ Eftir Jón Hlöðver Áskelsson Jón Hlöðver Áskelsson »Hann gerir ráð fyrir að margt sem óheil- brigt er og aflaga fer í þjóðfélaginu megi rekja til langvarandi tann- skemmda hjá kjósend- um, þingi og stjórn. Höfundur er tónskáld. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.