Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 19
Allt daglegt líf okk- ar er markað af hinu opinbera – ríki og sveitarfélögum. Við keyrum öll um götur og vegi sem lagðir hafa verið fyrir al- mannafé, losnum við skólp í gegnum sam- eiginleg holræsi, fáum vatn og raf- magn frá opinberum aðilum. Flestir koma í þennan heim á fæðingardeildum sjúkra- húsa og ganga menntaveginn á kostnað samfélagsins. Stór hluti þjóðarinnar er í vinnu hjá hinu op- inbera, þúsundir vinna við að þjónusta opinbera aðila og aðrir eiga mikið undir ríkinu komið, allt frá verktakanum sem tekur að sér vegagerð, til heildsalans sem selur ríkisfyrirtæki skrifstofuvörur, frá bakaranum sem tryggir að starfs- menn opinberra stofnana fái brauð, til tónlistarmannsins sem heldur tónleika fyrir troðfullu húsi, sem byggt var fyrir reikning skattgreiðenda. Margir búa í húsnæði í eigu hins opinbera eða hafa náð að eignast íbúð í skjóli niðurgreiddra vaxta eða beinna styrkja í gegnum skattkerfið. Öðrum er gert ókleift að eignast íbúð. Skortstefna stærsta sveitarfélagsins keyrir upp fasteignaverð sem smitast út í allt efnahagslífið. Ríkið er leiðandi í verðmyndun á ýmsum vörum og þjónustu eða brenglar samkeppni með ýmsum reglum og afskiptum, boðum og bönnum. Með marg- víslegum hætti – stundum lævís- um – er reynt að hafa áhrif á hegðun almennings. Öll njótum við að- stoðar hins opinbera; þegar veikindi steðja að, atvinnuleysi, slys, fátækt, örorka eða þegar farið er á eft- irlaun. Við greiðum skatta, ef ekki af tekjum þá óbeint þegar keypt er í mat- inn, bensín sett á bíl- inn eða keypt stíla- bók fyrir börnin í grunnskóla. Ríkisvæðing náungakærleikans Óhætt er að fullyrða að yf- irgnæfandi meirihluti okkar Ís- lendinga lítur svo á að í gildi sé sáttmáli. Við erum sammála um að standa sameiginlega að öflugu heilbrigðiskerfi þar sem allir fá nauðsynlega þjónustu án tillits til efnahags eða búsetu. Við höfum heitið því að aðstoða þá sem minna mega sín til sjálfshjálpar og stuðla að mannlegri reisn okk- ar allra. Og við viljum tryggja jafnræði borgaranna. Í grámyglu hversdagsins leiða hins vegar fæstir hugann að hlut- verki og skyldum ríkisins eða sveitarfélagsins. Við göngum út frá því sem vísu að allt liggi skýrt fyrir og staðinn sé vörður um sátt- málann. Af og til verðum við pirr- uð vegna frétta um að vafasama ráðstöfun opinberra fjármuna en erum yfirleitt fljót að komast yfir ergelsið. Þegar stjórnmálamenn með stuðningi og oftar ekki eftir ráð- leggingum embættismanna og sérfræðinga ákveða að auka út- gjöld, er líklegra en ekki að við fögnum, ekki síst ef fjármunirnir eru eyrnamerktir til menntamála, heilbrigðismála eða annarra vel- ferðarmála. Fæstir velta því fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið – hvort þeir nýtist með skyn- samlegum hætti og hvort sú þjón- usta sem greitt er fyrir muni batna. Mælikvarðarnir hafa brenglast. Opinber þjónusta er mæld á stiku útgjalda en gæði þeirrar þjónustu sem veitt er fyrir sameiginlega fjármuni er auka- atriði. Kannski er þetta vegna þess að við viljum kaupa okkur frá vandamálunum, – ætlumst til þess að ríki og sveitarfélög leysi flest vandamál, ekki síst þau sem ná- granni okkar glímir við. Afleið- ingin er ekki aðeins sú að við hætt- um að hafa áhyggjur af því hvort fjármunum hins opinbera er varið með hagkvæmum hætti, heldur einnig að við verðum ónæmari fyr- ir erfiðleikum náungans. Við lítum svo á að með sköttum og gjöldum getum við „keypt“ okkur frá bág- indum samferðafólksins. Ég hef haldið því fram að við séum að ríkisvæða náungakærleik- ann. Krafan er að hið opinbera grípi til sinna ráða í stað þess að við réttum fram hjálparhönd. Rík- isvæðing náungakærleikans hefur gert það að verkum að við sættum okkur við að ríkið þenjist stöðugt út. Úr hlekkjum hugarfarsins Eftir Óla Björn Kárason » Líkt og á síðustu öld verðum við að brjótast úr hlekkjum hugarfarsins þó að ekki væri til annars en að tryggja hagkvæma nýtingu sameiginlegra fjármuna. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hugarfarsbreyting Ég óttast við séum hægt og bít- andi að missa sjónar af hlutverki ríkis og sveitarfélaga. Við erum að festast í gildru hugarfars þar sem lausn flestra ef ekki allra vanda- mála sé að auka útgjöld. Tor- tryggni í garð einkaframtaksins hefur náð að festa rætur og talið best að ríkið annist flest, jafnvel þótt aðrir séu betur til þess falln- ir, veiti betri og ódýrari þjónustu. Hægt og bítandi er hætt að huga að því hvernig takmörkuðum fjár- munum er best varið til að tryggja að hægt sé að standa við sáttmála sem við viljum halda í heiðri. Kerfið er hægt og bítandi að grafa undan sjálfu sér. Þess vegna þurfum við hug- arfarsbreytingu – ekki ósvipaða og átti sér stað í íslensku atvinnu- lífi á síðustu tveimur áratugum liðinnar aldar. Þá tókst að draga úr þátttöku og áhrifum ríkisins af atvinnulífinu. Á fimm ára afmælisráðstefnu Viðskiptablaðsins árið 1999 gerði Davíð Oddsson, þáverandi for- sætisráðherra, hugarfarsbreyt- inguna að umtalsefni. Þótt erfitt væri að mæla hana fyndu allir glöggt fyrir henni og ættu að vera stoltir: „Nú dettur engum í hug að sitja á biðstofum stjórnmálamannanna til að verða sér úti um fé í gjald- þrota fyrirtæki. Ríkisvaldið sér um að plægja akurinn, en fólki er látið eftir að sá og uppskera. Nú kæmist enginn stjórnmálamaður upp með að segja að almenn efna- hagslögmál eigi ekki við á Íslandi. Ekki frekar en að nokkur vís- indamaður með viti mundi halda því fram að þyngdarlögmálið gilti ekki hér á landi. Nú bíða menn ekki lengur eftir efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar, eða bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar, eða gengisfellingu rík- isstjórnarinnar. Fólk vill hvorki smáskammtalækningar né meint aukaverkanalaus töframeðul.“ Hugarfarsbreytingin sem Davíð Oddsson gerði að umtalsefni fyrir tæpum tveimur áratugum varð til þess að enginn vildi lengur kann- ast við nauðsyn þess að ríkið fái eitt að stunda rekstur á útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Fáum ef nokkrum datt í hug að það væri eðlilegt að opinberir aðilar krefð- ust sérstakra skýringa á því í hvað frjáls borgari ætlaði að „eyða“ er- lendum gjaldeyri sem hann keypti í banka. Ekki nokkur maður hafði skilning á því að starfsmenn Seðlabankans sætu yfir greiðslu- kortayfirliti, (þeirra fáu sem höfðu leyfi til að nota kreditkort) og gerðu athugasemdir við eyðsluna. Líkt og á síðustu öld verðum við Íslendingar að brjótast úr hlekkj- um hugarfarsins þó að ekki væri til annars en að tryggja hag- kvæma nýtingu sameiginlegra fjármuna og styrkja þannig getu hins opinbera til að tryggja þá þjónustu sem við ætlumst til. Við þurfum að skera fituna af ríkinu og ríkisrekstrinum, innleiða sam- keppni þar sem við á og nýta hæfi- leika og getu einstaklinga til að veita ekki síðri og oft ódýrari þjónustu en ríkið sjálft. Ef við náum að greina á milli þess hver borgar og hver veitir þjónustuna og gerum kröfu um hagkvæma nýtingu fjármuna, er að minnsta kosti hálfur sigur unninn. 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Í almennum hegn- ingarlögum er ein- stökum tegundum brota raðað í kafla. Einn þeirra (XXVI. kafli) ber heitið „Auðgunarbrot“. Þar segir strax í upphafs- ákvæði (243. gr.), að fyrir þau brot sem í kaflanum getur, skuli því aðeins refsað að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Meðal brotanna sem kaflinn lýsir eru margar teg- undir auðgunarbrota, eins og til dæmis þjófnaður, fjárdráttur, fjársvik, gripdeild og umboðssvik. Umboðssvikabrotið mun ekki vera mjög algengt í réttar- framkvæmd gegnum tíðina. Það felur það í sér að hinn brotlegi hafi fengið aðstöðu til að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, og misnoti þessa aðstöðu sína. Um þessi brot gildir það skilyrði sem lögin segja að gildi um öll brot kaflans: Þau þurfa að hafa verið framin í auðg- unarskyni. Samkvæmt þessu felast auðg- unarbrot í því að auðga sjálfan sig eða annan mann með ásetningi á kostnað brotaþola. Áherslan ligg- ur á auðguninni en ekki skaðanum eða tjóninu sem brotaþolinn verð- ur fyrir. Það er auðvitað refsivert að vinna tjón á verðmætum hags- munum annarra, þó að ekki sé gert í auðgunarskyni. Slík brot nefnast tjónsbrot og geta varðað við almenn hegningarlög (sjá til dæmis XXVII. kafla laganna). Þau varða því aðeins við ákvæði kaflans um auðgunarbrot að fram- in hafi verið í því skyni að auðga brotamann sjálfan eða annan sem hann vill auðga á kostnað brotaþola. Þegar lögin áskilja að brotin séu framin í auðgunarskyni, felst í því krafa um að ásetningur brota- mannsins hafi staðið til auðgunarinnar. Það verður því ekki refsað fyrir þessi brot nema slíkur ásetn- ingur teljist sannaður í máli. Slík sönnun er stundum afar einföld, eins og til dæmis við flest þjófn- aðar-, fjárdráttar- eða fjár- svikabrot, svo dæmi séu tekin. Á undanförnum misserum hafa menn verið dæmdir á Íslandi í margra ára fangelsi fyrir auðg- unarbrot án sönnunar um að þau hafi verið framin í auðgunarskyni, þ.e. án þess að einu sinni sé vikið að því í forsendum dóms hvort sannaður sé auðgunartilgangur. Reyndar hefur oftast legið fyrir að hinn sakaði maður hafi gert það sem hann gerði í allt öðrum til- gangi en að auðgast sjálfur. Oftast er augljóst að hann hefur aðeins verið að reyna að vinna bank- anum, sem hann vann við gagn, þó að vel megi vera að mönnum finn- ist að ekki hafi alltaf tekist vel til við þá iðju. Í staðinn fyrir skil- yrðið um auðgunartilgang hefur verið búin til einhvers konar áhættukenning. Hefur þá verið látið duga í dómsforsendum að telja að hinn sakaði maður hafi valdið áhættu á að brotaþoli (oft- ast banki) yrði fyrir fjártjóni. Í fæstum tilvikum hefur hér verið um að ræða háttsemi sem til greina hefur komið að telja refsi- verð sem tjónsbrot, enda þarf tjón að hafa orðið til að slík brot teljist framin. Þau geta því yfirleitt ekki falist í því að valda áhættu á tjóni sem ekki verður. Reyndar er það svo í atvinnurekstri að einatt er valdið áhættu með lögskiptum við aðra. Á þetta ekki síst við starf- semi banka. Við verndum mannréttindi borg- ara með ýmsum hætti. Meðal ann- ars er kveðið svo á í 69. gr. stjórn- arskrárinnar að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð á þeim tíma þegar hún átti sér stað. Í þessu felst meðal annars að dómstólar hafa ekki heimild til að gefa refsiákvæðum nýtt innihald sem fer út fyrir eðli- lega orðskýringu á texta refsilaga. Að mínum dómi er ekki vafi á að margir Íslendingar hafa á undan- förnum misserum mátt þola brot á mannréttindum sínum, þegar þeir hafa verið sakfelldir fyrir auðg- unarbrot án þess að sannaður hafi verið á þá auðgunartilgangur og dæmdir til margra ára fangels- isrefsinga. Það er afar þungbært að hafa þurft að verða vitni að dómstólastarfsemi í landinu, sem svo freklega hefur brotið rétt á mönnum og hér hefur verið raun- in. Það bætist svo við að svo er að sjá sem ráðamenn á sviði stjórn- sýslu og lagasetningar virðast láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Vaknið, Íslendingar, vaknið! Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Á undanförnum misserum hafa menn verið dæmdir á Íslandi í margra ára fangelsi fyrir auðg- unarbrot án sönnunar um að þau hafi verið framin í auðgunar- skyni. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Um afbrot og mannréttindi Hinn 9. maí árið 1950 var stigið mikið heilla- spor þegar grunnurinn að Evrópusambandinu var lagður eftir áratugi af ófriði. Um alla Evr- ópu er 9. maí fagnað sem eins konar afmælisdegi Evrópusamstarfsins. Ekkert hefur fært Ís- lendingum jafn mikil lífsgæði á jafn skömm- um tíma og það að ganga að hluta til inn í það samstarf í gegnum Evrópska efnahagssvæðið (EES) – en það gerð- um við árið 1994. Í einu vetfangi breyttist íslenskur markaður úr 300.000 manna svæði í 300 milljónir og síðar 500 milljónir með stækkun Evr- ópusambandsins. Í gegnum samning- inn getum við keypt afurðir aðild- arríkjanna frjálslega, ferðast um þau að vild, sótt þar nám eða störf og jafn- vel sest í helgan stein. Mikilvægi Evrópusamstarfsins fyr- ir Ísland er óumdeilanlegt. Því miður hefur borið á orðræðu sundurlyndis síðustu misseri. Oftar og oftar heyrast raddir sem ala á for- dómum, ýta undir þjóðernishyggju og vilja jafnvel loka sig meira af frá um- heiminum – jafnvel frá okkar nánustu samstarfsríkjum. Nýlega hafa þær raddir orðið háværari sem vilja að við segjum skilið við EES-samninginn, þrátt fyrir öll þau lífsgæði sem hann færir okkur. Evrópusambandið og aðild að því hefur bæði kosti og galla – sjálfur tel ég kostina talsvert fleiri en gallana, og sé okkur sérstakan hag í því að kasta örmyntinni okkar og taka upp traust- an og stöðugan gjaldmiðil sem opnar möguleika á að bæta lífskjör okkar Ís- lendinga frekar, með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar. Ég tel auk þess að við gætum sinnt hagsmunagæslu miklu betur innan sam- bandsins en utan þar sem við fengjum þá sæti í ráðherraráðinu, að kjósa okkur Evr- ópuþingmenn og til- nefna framkvæmda- stjóra sem fullgildur meðlimur ESB. Þar liggur mín sannfæring. Aftur á móti tel ég eðlilegt að almenningur fái að greiða atkvæði um þessa vegferð. En sama hvernig sú vegferð fer – þá ber að verja EES-samninginn af öllu afli. Við getum nefnilega valið veröld sem nærist á tortryggni og hræðslu við það framandi; heim sem byggist á flokkun og aðgreiningu, lokuðum landamærum, þar sem hver þjóð á að vera sjálfri sér nóg. Eða við getum valið okkur veröld þar sem við stönd- um fyrir kröftuga alþjóðasamvinnu og samskipti, viðskiptafrelsi, neyt- endavernd, mannréttindi og frið. Gleðilegan Evrópudag! Eymdarkjör án Evrópusamstarfs Eftir Loga Einarsson »Ekkert hefur fært Ís- lendingum jafn mikil lífsgæði á jafn skömmum tíma og það að ganga að hluta til inn í það sam- starf í gegnum Evrópska efnahagssvæðið. Logi Einarsson Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. logie@althingi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.