Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 ✝ Magnús ÞórGunnarsson fæddist í Reykja- vík 12. janúar 1963. Hann lést eftir löng og erfið veikindi á sjúkra- húsi í Bergen, Nor- egi, 14. apríl. 2018. Foreldrar hans eru Jóhanna Har- aldsdóttir, f. 26. nóvember 1938, og Gunnar Víðir Magnússon, f. 22. júlí 1929. Bræður Magnúsar eru Har- aldur Ingi Gunnarsson, f. 18. desember 1961, kona hans er Kristín Másdóttir, f. 5. október 1964, og eiga þau tvö börn. Sverrir Helgi Gunnarsson, f. 14. október 1967, kona hans er Vilborg Helgadóttir, f. 21. febr- úar 1970, og eiga þau þrjú ágúst 1982. Daði Hrafn, f. 24. maí 1990. Linda, f. 1. febrúar 1993, hennar sambýlismaður er Remi Andrè Øverli Sture, f. 10. júní 1985. Fyrstu árin ólst Magnús upp í Norðurmýri, Gunnarsabraut, húsi ömmu og afa. Fjölskyldan söðlaði um og flutti til Banda- ríkjanna vorið 1969. Eftir tæp- lega fjögurra ára dvöl ytra var flutt aftur til Íslands og þá haf- ist handa við húsbyggingu í Breiðholti. Vorið 1975 var síð- an flutt á Vesturbergið þar sem fjölskyldan bjó næstu 23 árin. Magnús lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1983. Síðar lá leið Magnúsar í Tækniskólann og hann lauk þar prófi í bygg- ingartækifræði vorið 1997. Hann starfaði í þeim geira bæði á Íslandi og í Noregi með- an heilsa og kraftar entust. Bálför fór fram í Bergen 24. apríl 2018. Útför fer fram frá Linda- kirkju í Kópavogi í dag, 9. maí 2018, kl. 13. Jarðsett verður í Lindakirkjugarði. börn og eitt barna- barn. Magnús kvænt- ist 24. október 1992 Marín Krist- jánsdóttur, f. 1. desember 1971. Þau skildu 2017. Foreldrar hennar eru Kristján Georgsson, f. 4. júní 1949, og Jó- hanna Guðrún Gunnarsdóttir, f. 26. ágúst 1949. Börn Magnúsar og Marínar eru: Karl Víðir, f. 25. júní 1985, og á hann börnin Eirík Þór, f. 28. maí 2009, og Sigurlín Unni, f. 24. september 2011. Móðir þeirra er Ríkey Eiríksdóttir, f. 25. janúar 1986. Þau skildu 2017. Sambýliskona Karls er Sigríður Ástmundsdóttir, f. 22. 14. apríl rann sá dagur upp sem ég vonaðist til að aldrei mundi koma. Heimsins besti, klárasti, fyndnasti – og umfram allt; besti vinur og pabbi, er far- inn frá okkur. Mér líður eins og ég hafi misst hluta af sjálfri mér. Orð geta ekki lýst sorginni. Það hafa runnið mörg tár seinustu mánuði. Þessir mánuðir eru bún- ir að vera langir og þungir vegna veikindanna. En á hverjum ein- asta degi sýndi pabbi hversu sterkur hann var. Það er eigin- lega alveg ótrúlegt hversu mikið hann kom sér í gegnum. En á endanum varð það of mikið fyrir þig líka, elsku pabbi minn. Ég vildi ekki missa þig, en ég veit að það var það besta fyrir þig eins og staðan var orðin. Að sjá þig svona veikan var erfitt að horfa upp á. Þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Nú færðu að hvíla í friði. En þín verður sárt saknað og enginn mun taka þinn stað í hjarta mínu. Ég elska þig pabbi. Linda Magnúsdóttir. Ég man ennþá daginn sem ég hitti þig fyrst Maggi, þegar ég var 11 ára gamall og fullur aðdá- unar, því nokkrum dögum áður en ég hitti þig hitti ég bílinn þinn. Fyrir utan húsið okkar á Seltjarnarnesi vaknaði ég einn daginn við það að sjá eitthvert guðdómlegt, rautt, blátt og hvítt skrímsli á stærstu dekkjum sem ég hafði á minni stuttu ævi séð. Ég vissi ekki að það væru til svona stórir bílar nema í teikni- myndum. Ég gat ekki ímyndað mér hvers konar mannvera gæti átt svona bíl. Bíllinn bar ekkert nafn í raun því hann var, eins og allt sem þú áttir, smíðaður af þér sjálfum eftir eigin höfði og eigin fyrirmynd. Þú varst ekki nýj- ungagjarn og snobbaður fyrir nýjum fínum hlutum eins og flestir, heldur fannstu mesta gleði í hlutum sem voru gamlir, mikið notaðir, bilaðir, helst ónýt- ir – því þá gastu lagað þá og gert þá að þínum eigin. Ég átti eftir að komast að því með árunum að þó að þú værir maður fárra orða, ólíkt systur minni henni Marín, léstu verkin tala. Það sást á öllu því sem þú gerðir hve mikið væri í þig spunnið, og þegar þú loksins sagðir eitthvað var það fyndið og beint í mark. Það fóru aldrei orð til spillis hjá þér. Ég byrjaði snemma að passa Daða og Lindu heima hjá ykkur og með tíð og tíma fór ég jafnvel að þvælast til útlanda með ykkur og svo enn síðar í jeppaferðir ásamt henni Soffíu minni og á ég gríðarlegt safn af frábærum minningum sem ég verð þér ævinlega þakk- látur fyrir. Ég varði einnig mörgum jólum með ykkur þar sem hápunktur kvöldsins var alltaf þegar hún systir mín opn- aði „pakkann“ sinn frá þér. Ég setti orðið „pakkann“ í gæsa- lappir því þessi pakki var í raun samansafn af vandlega pökkuð- um pökkum innan í öðrum pökk- um, sem þú varst sennilega allt árið að föndra í skúrnum þínum, þar sem þú naust þess að vera, innan um verkfærin þín. Börnin þín eru uppáhaldsfólkið mitt í öllum heiminum fyrir utan mín eigin börn, og ég mun leggja mig fram að vera til staðar fyrir þau í fjarveru þinni. Þú varst mér mikil fyrirmynd alla tíð og þú varðst snemma varanlegur með- limur í mínu fjölskyldumynstri og verður það alltaf. Þinn vinur og litli bróðir á ská, Kristján Unnar. Elsku Maggi minn. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann og mig langar að skrifa þér svo mikið að ég veit varla hvar ég á að byrja. Kannski best að byrja á upp- hafinu okkar er Hrabba henti mér út úr bílnum fyrir utan rað- húsið sem þú varst nýbúinn að kaupa og sagði við mig: Marín! Komdu þér út og reyndu nú að haga þér vel því Maggi verður maðurinn þinn. Hvað gerðist! Jú, ég 18 ára gömul með nýfæddan son hitti prinsinn minn sem elskaði okkur svo mikið frá fyrstu stundu og hugsaði svo vel um okkur. Við vorum ástfangin frá upphafi. Kalla áttir þú fyrir og fljót- lega kom Linda í heiminn. Árin liðu og þú vannst og vannst en á sama tíma gerðum við upp og byggðum viðbygginguna á Framnesveginum. Svo skelltir þú þér í háskóla- nám til að hagur okkar vænk- aðist. En alltaf passaðir þú og hlúðir að hjónabandinu og plan- aðir óvissuferðir og helgarferðir fyrir okkur tvö til að hlúa að hjónabandinu án barna og vinnu. Ferðuðumst mikið og skoðuð- um heiminn og Ísland. Jeppa- ferðir upp á hálendið voru þínar/ okkar ær og kýr. „One life, live Magnús Þór Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þú hlýtur að vera einn af þeim, elsku Magnús Þór. Það er sárt að missa þig en minningarnar getur enginn tekið frá okkur. Við söknum þín öll og biðjum Guð og allar góðar vættir að vaka yfir þér. Mamma, pabbi, bræður og fjölskyldur þeirra. SJÁ SÍÐU 24 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan ERFIDRYKKJUR Veislulist sér um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í sali eða heimahús. Í yfir 35 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. Sjá nánar á heimasíðu okkar www.veislulist.is s: 555 1810 veislulist@veislulist.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLDÓR GUNNAR PÁLSSON frá Hnífsdal, lést miðvikudaginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 11. maí kl. 13. Birna Sigurðardóttir Ingimar Halldórsson Kristín Karlsdóttir Páll Halldórsson Jóhanna Hafsteinsdóttir Guðrún G. Halldórsdóttir Stefán Jónsson Dagmar Halldórsdóttir og fjölskyldur JÓHANNA KARLSDÓTTIR, Víðihlíð 15, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Karl Bjarnason Grétar, Annika, Hanna Maja Reynhildur og aðrir aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, KETILL LARSEN, Tjarnarengi, Þjóðhildarstíg 8, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 26. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. maí klukkan 13. Hólmfríður Þórunn Larsen Ugo Morelli Sólveig Dögg Larsen Brynjar Hilmarsson Ívar helgi Larsen Ólöf Benediktsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALSTEINN JÓNSSON, Þórunnarstræti 117, lést föstudaginn 4. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. maí klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Alda Þórðardóttir Jón Viðar Valsteinsson Arnar Valsteinsson Kristín Rós Óladóttir Alda, María og Auður Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG RAGNARSDÓTTIR, Tjarnarlundi 13c, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. maí klukkan 13.30. Ragnar Árnason Ingibjörg Sigurðardóttir Elín Una Friðfinnsdóttir Erla Hrund Friðfinnsdóttir Páll Baldursson Elsa B. Friðfinnsdóttir Emil Friðfinnsson Sabine Friðfinnsson ömmu- og langömmubörn Bróðir okkar og frændi, VALDIMAR BJARNFREÐSSON listamaður, lést að Droplaugarstöðum föstudaginn 4. maí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarnfreður Ólafsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR AÐALSTEINN STÍGSSON húsgagnasmíðameistari, frá Horni lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, sunnudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 12. maí klukkan 11. Stígur Arnórsson Björk Helgadóttir Svanfríður Arnórsdóttir Elfa Dís Arnórsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæra, ANNA JÓHANNESDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík sunnudaginn 6. maí. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 15. maí klukkan 13. Jónas Tómasson Sigríður Ragnarsdóttir Jóhannes Tómasson Málfríður Finnbogadóttir Haukur Tómasson Ragnheiður Elísdóttir Guðrún Anna Tómasdóttir Leon van Mil barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.