Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 2018 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Af hverju í ósköpunum þarf að taka gróðurreit með menningarminjum undir þétta byggð?“ spyr Helgi Hilmarsson, grafískur hönnuður og stjórnarmaður í Vinum Saltfisk- móans. Hópurinn var settur á lagg- irnar í síðasta mánuði þegar íbúar í næsta nágrenni fréttu af áformum borgaryfirvalda um að þétta ætti byggð á Sjó- mannaskólareit. „Með þéttingar- áformum sínum í Saltfiskmóanum teljum við borgar- yfirvöld vera að fara offari og ótt- umst að gerð verði óafturkræf mistök,“ segir í athugasemdum sem hópurinn hefur sent borgaryfirvöldum. Markmið hópsins er að standa vörð um Saltfiskmóann, en þar var saltfiskur þurrkaður frá því um 1920 og fram eftir síðustu öld. Í athuga- semdum hópsins um áformin segir að stakkstæðið sé að líkindum það síð- asta sinnar tegundar í Reykjavík. Það hafi mikið fágætisgildi þar sem minjar geymi mikilvæga heimild um atvinnusögu og því beri að hlífa. Í þágu húsnæðismarkaðarins Á stakkstæðinu var upphaflega starfsemi á vegum Kveldúlfs og bent er á að aðeins séu nokkrir mánuðir þar til stakkstæðið teljist til forn- minja samkvæmt lögum um menn- ingarminjar og nyti þar með friðunar nema annað væri ákveðið af Minja- stofnun Íslands. Vakin er athygli á því í athugasemdunum að Minja- stofnun sé ekki talin upp meðal um- sagnaraðila í verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi á reitnum. Þá er bent á að Sjómannaskólinn er friðaður. Nýverið gerðu Reykjavíkurborg og ríkið með sér samkomulag um endurskipulagningu nokkurra svæða sem hafa verið á forsjá ríkisins síð- ustu áratugi. Markmið samkomu- lagsins er að stuðla að betri nýtingu þessara svæða og þá einkum í þágu húsnæðismarkaðarins og stuðla að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á hluta þessara svæða, eins og það er orðað í verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Verkefnislýsing var samþykkt í borgarráði síðasta fimmtudag og birtist auglýsing um fyrirhugaða breytingu í gær. Þar er gefinn frest- ur til 28. maí til að gera athuga- semdir við breytta landnotkun. Fram kemur í athugasemdum íbúahópsins að þegar sé búið að veita vilyrði fyrir lóðum á Sjómannaskólareitnum fyrir bygg- ingu a.m.k. 100 íbúða ætlaðra eldri borgurum og námsmönnum þrátt fyrir að hvorki sé búið að vinna aðal- né deiliskipulag fyrir reitinn og vinnu við hverfaskipulag sé ólokið. „Við höfum því fulla ástæðu til að óttast að lítið samráð verði í reynd haft við íbúa svæðisins og lítið mark tekið á ábendingum skilgreindra hagsmuna- aðila.“ Fleiri íbúðir en í Hveragerði Íbúar hafa m.a. áhyggjur af vax- andi umferð, enda hafi mikið verið byggt þar síðustu ár. Þá sé skortur á opnum svæðum í hverfinu. Í athugasemdunum kemur fram að á um rúmlega hálfs ferkílómetra svæði sem umlykur móann og af- markast af Laugavegi í norðri, Skip- holti í austri, Bólstaðarhlíð í suðri og Þverholti í vestri sé búið að byggja, séu í byggingu eða áformaðar tæp- lega 1.300 nýjar íbúðir. Þar af séu 235 þegar risnar við Einholt/Háteigs- veg/Þverholt og 400 áætlaðar á Heklureitnum við Laugaveg. Þar fyrir utan séu einnig a.m.k. 12 hótel með hundruðum herbergja og til- heyrandi umferð innan hverfisins. Til að setja þessa fjölgun íbúða á jafnlitlum bletti og raun ber vitni í samhengi megi benda á að heildar- fjöldi íbúða í Hveragerði sé 1.012. Eins og súrefniskútur í þéttri byggðinni „Fyrir okkur er þessi græni reitur eins og súrefniskútur í þéttri byggð- inni,“ segir Helgi Hilmarsson. „Börn og fullorðnir nýta þessa gróðurvin og þó svo að þarna sé ekki alltaf fullt af fólki, frekar en í öðrum hverfis- görðum, er móinn mikilvægur hluti af umhverfinu og þar er mikil saga. Við höfum fengið mikinn stuðning og sannast sagna hvarflaði ekki að okk- ur að þarna í hverfisgarðinum okkar yrði byggt. Frumbyggjarnir töldu reyndar að svæðið væri friðað.“ Í lokaorðum Vina Saltfiskmóans í athugasemdunum segir m.a.: „Af öllu framangreindu má ljóst vera að það er að ýmsu að huga þegar þétta skal byggð í grónum hverfum og sérdeilis mikilvægt að það sé gert í samráði og sátt við þá íbúa, hagsmunaaðila og landnýtingu sem fyrir er. Við vörum eindregið við því að þétting byggðar sé gerð á kostnað almannagæða, úti- vistarsvæða, menningarminja og friðaðra bygginga.“ Telja borgaryfirvöld fara offari  Íbúar í nágrenni Sjómannaskólans leggjast gegn byggingaráformum á gömlu stakkstæði  Vinir Saltfiskmóans vilja vernda menningarminjar og hverfisgarð  Óttast að gerð verði óafturkræf mistök Fyrirhugaðar breytingar á Sjómannaskólareit Grunnkort/Loftmyndir ehf. Skipholt V a tn sh o lt Háteigsvegur Háteigskirkja Sjómannaskóli Vélahús Vatns- tankar Námsmann aíbúðir Námsmanna- íbúðir og leikskóli N ó a tú n Mörk þróunarsvæðis Bílastæði S a l t f i s k m ó i n n Möguleg íbúðabyggð Möguleg íbúðabyggð Á heimasíðu Leikskólans Klambra má finna eftirfarandi klausu, en skólinn er til húsa á jarðhæð stúdentagarða við Há- teigsveg. „Næstu kennileiti leik- skólans eru Sjómannaskólinn og Háteigskirkja … Vatnshóllinn við hlið leikskólans er uppspretta ævintýra og leikja og þaðan er útsýni yfir borgina og víðar. Svæðið vestan við Sjómanna- skólann, sem eru gamlir salt- fiskreitir, kalla börnin eldfjallið og er það menningarverðmæti sem börnin í Klömbrum kunna að meta. Þar er líka náttúrulegt holt þar sem börnin fá góða æfingu í að ganga í þúfum og grjóti.“ Eldfjallið og Vatnshóllinn LEIKSKÓLINN KLAMBRAR Helgi Hilmarsson Geir Þorsteinsson, sjálfstætt starfandi og fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Íslands, er efstur á fram- boðslista Miðflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar 26. maí. Jakobína Agnes Valsdóttir, hrossaræktandi, er í 2. sæti, Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður, er í þriðja sæti, Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður, er í fjórða sæti, Benedikt Ernir Stefánsson, viðskiptafræðingur í því fimmta og Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri, er í sjötta sæti. Geir Þorsteinsson efstur á lista Miðflokksins í Kópavogi Geir Þorsteinsson Sveinbjörn Ottesen verkstjóri leiðir lista Framsóknar- flokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 26. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá flokknum segir að frambjóðend- urnir muni berjast fyrir því sem á þeim brennur: menntamálum, samgöngumálum og þjónustu við bæj- arbúa. Í öðru sæti á listanum er Þorbjörg Sólbjartsdóttir, kennari og einkaþjálfari, Birkir Már Árnason sölumað- ur er í þriðja sæti, Óskar Guðmundsson, fulltrúi í flutn- ingastjórnun, er í 4. sæti, Sveingerður Hjartardóttir ellilífeyrisþegi í því fimmta og Kristján Sigurðsson verslunarmaður er í sjötta sæti. Sveinbjörn Ottesen leiðir lista Framsóknarflokks í Mosfellsbæ Sveinbjörn Ottesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.