Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Notalegt Auður skoðar nýtt Andrésblað með syni sínum, Leifi Ottó Þórarinssyni, sem nýlega fékk áhuga á Andrési. reyna að stauta sig í gegnum dönsk- una, en ég skildi auðvitað GISP! og aðrar upphrópanir.“ Auður segist hafa verið orðin stálpuð þegar Andrésblöðin fóru að koma út á íslensku. „Þá hélt Ari áfram að kaupa blöðin og ég naut góðs af því, las þau á íslensku hjá honum. Þegar ég var um þrítugt þá bankaði Ari upp á hjá mér og sagði mér að koma út og hjálpa honum að bera nokkra kassa úr bílnum inn til mín. Þar var þá komið allt Andrés- blaðasafnið hans. Hann gaf mér það, og líka allar Tinnabækurnar. Mér þótti vænt um það,“ segir Auður sem flutti safnið með sér til Berlínar þeg- ar hún flutti þangað búferlum fyrir nokkrum árum. „Þetta eru víðförul Andrésblöð, nú er þetta forláta safn í gámi í skipi einhversstaðar á Atl- antshafinu, á leið aftur til Íslands, því ég er flutt heim.“ Hann er svo frekur og vitlaus Auðir segist vera þakklát fyrir að Andrésblöðin hafi orðið til þess að hún á sínum tíma þjösnaði sér í gegnum dönskuna sem talblöðr- urnar geymdu. „Þetta snýst um að þora að reyna að lesa eitthvað sem maður skilur ekki. Þegar ég svo flutti um þrítugt til Kaupmanna- hafnar þá gerði ég þetta sama með dagblöðin þar, ég þorði að reyna að lesa og skilja. Að lesa danska fjöl- miðla opnaði nýjan heim fyrir mér, rétt eins og Andrés Önd opnaði heima fyrir mér barninu á sínum tíma. Dönsku fjölmiðlarnir voru í þeim skilningi mín fullorðins Andr- ésblöð.“ Auður bjó í þrjú ár í Kaup- mannahöfn og segir fyrrverandi mann sinn sem er mikill teikni- myndasöguáhugamaður og ólst upp í Danmörku, hafa ráðlagt sér að lesa teiknimyndasögur á dönsku þegar þau voru nýflutt til Danmerkur. „Til að ég næði tökum á talmáli hins daglega lífs, myndasögur henta vel til þess, sem og slúðurblöð. Ég gerði samkomulag við mann sem var með fornbókabúð um að ég fengi að vinna hjá honum endurgjaldslaust gegn því að lesa teiknimyndasögur og Andrésblöð. Þetta var því eins- konar endurkoma fyrir mig að myndasögulestri. Ég man að for- sætisráðherra Danmerkur á þessum tíma hét Anders Fogh, og ég komst ekki hjá því að tengja hann alltaf við Andrés Önd,“ segir Auður og hlær. „Sama átti við um danska prinsinn Jóakim, það vakti hugrenninga- tengsl við Jóakim aðalönd.“ Þegar Auður er spurð að því hver í persónugalleríi Andrésblað- anna hafi höfðað mest til hennar sem barns, segir hún að Mikki mús og Fedtmule hafi verið þeir sem hún var langhrifnust af. „Mér fannst þeir viðkunnanlegri persónur en Andrés sjálfur, hann er svo frekur og vit- laus. En Rip, Rap og Rup voru auð- vitað líka mínir menn, frábærir grænjaxlar. Aftur á móti mundi ég ekki nenna að vera lengi á eyðieyju í lifanda lífi með Jóakim aðalönd eða Hábeini heppna.“ Líka jólasveinninn og grýla Auður segir að Andrés Önd og allt hans slekti hafi örugglega haft mótandi áhrif á hana sem persónu. „Rétt eins og allt sem verður á vegi manns í æsku, líka jólasveinninn og Grýla, mér fannst þetta allt jafn raunverulegt og hundurinn minn. Í barnshuganum er allt bráðlifandi. Og Andrés fór víða með mér, ég var oft með Andrésblöðin hangandi aft- an í mér, rétt eins og krakkar gera, þau dröslast með dót með sér. Stjúp- dóttir mín var alltaf með Andrésblöð í töskunni sinni þegar hún var lítil, en hún var svo heppin að mamma hennar vann á bókasafni og hún var því alltaf að stela Andrésblöðum.“ Sonur Auðar er sjö ára og hún segir hann vera með nývaknaðan áhuga á Andrési. „Hann fékk syrpu um daginn og fær auðvitað að sökkva sér í blöðin mín og Tinna- bækurnar þegar safnið mitt kemur frá Berlín. Ég geri ráð fyrir að hann eigi auðvelt með að klóra sig fram úr dönskunni, því hann kann þýsku, en mér hefur alltaf fundist danska liggja á milli íslensku og þýsku. Teiknimyndasögur almennt eru til- valdar til að auka lestrarkunnáttu, því krakkar verða svo spenntir að vita hvað stendur í talblöðrunum við myndirnar, hvað persónurnar eru að segja. Þetta er líka svo mátulega lít- ið sem stendur í hverri talblöðru, svo þau ráða vel við það.“ Öndin styrkti Laxnessútgáfu Auður hitti í gærmorgun Kjart- an Örn Ólafsson, son Ólafs Ragnars- sonar sem stofnaði bókaforlagið Vöku Helgafell, og komst þá að óvæntum staðreyndum um sinn gamla vin Andrés Önd. Að þræðir hans liggja dýpra í íslenskri menn- ingu en við gerum okkur grein fyrir. „Danir reyndu að gefa út Andrés- blöð á íslensku, og Ekman útgáfan danska gerði það í þrjú ár. En þýð- ingin var svo slæm að salan var fyrir neðan allar hellur. Ólafur var á þess- um tíma að koma unga útgáfufyrir- tækinu Vöku Helgafelli á laggirnar og þegar hann sér þessar lélegu þýð- ingar finnst honum það ekki Íslend- ingum bjóðandi. Svo hann hendist í einum grænum hvelli til Danmerkur á spariskónum, á fund hjá Ekman útgáfunni. Þar landaði hann útgáfu- rétti að Andrési Önd á íslensku, og fékk afbragðs þýðanda í verkið, Þránd Thoroddsen. Vaka Helgafell var ungt fyrirtæki á þessum tíma sem fékk enga fyrirgreiðslu og var að ströggla. En Andrés Önd varð lífssprautan fyrir Vöku Helgafell, því blöðin seldust sem heitar lumm- ur þegar þau koma í þessum flottu þýðingum Þrándar. Fyrir vikið hafði fyrirtækið burði til að gefa annað út, en Helgafell var með útgáfuréttinn á öllum bókunum hans afa, Halldórs Laxness. Þannig má segja að Andr- és Önd hafi styrkt útgáfuna á bókum Laxness, og haft áhrif á menningar- líf okkar Íslendinga. Við Íslendingar fengum aðgang að Laxness í hinum fjölbreyttustu útgáfum Vöku Helga- fells. Þessi útgáfa á Laxnessverkum blómstraði með öðrum orðum fyrir tilstuðlan Andrésar Andar. Andrés Önd fjármagnaði Laxness, hversu flott er það?“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Ragnars Inga Aðalsteinssonar, Jörðin hún er móðir okkar. Titill lagsins er einmitt þema mótsins í ár: Förum vel með jörðina okkar. Í þessu sameig- inlega lokaverki gengur Eydís Franz- dóttir og þjóðlagahópurinn hennar Regnboginn til liðs við verkefnið. Um aðalskipulag mótsins sér stjórn Tónmenntakennarafélags Íslands, en hana skipa Þórdís Sævarsdóttir, Unn- ur Þorgeirsdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Ólöf Björg Guðmunds- dóttir og Rósa Jóhannesdóttir. Rósa er stjórnandi stúlknakórsins Graduale Futuri og eru stelpurnar spenntar að taka þátt. Rósa hefur tekið tvisvar þátt í Norbusang erlendis, í Danmörku og í Noregi. Hún segir þetta vera ein- staklega jákvæð upplifun fyrir krakk- ana og vítamínsprauta fyrir söngv- arana ungu. Á opnunarkvöldinu í Myrinni íþróttahúsi í Garðabæ í kvöld, er öll- um þátttakendum boðið upp í dans, og mun formaður Þjóðdansafélags Ís- lands leiða dansinn en Rósa leika með á fiðlu. Nánari upplýsingar á heima- síðu kóramótsins: norbusang.org Rósa Hún sér um að kenna og leiða stjórn á sameiginlegu íslensku verki eftir Báru Grímsdóttur. Málþingið „Andrés Önd á Íslandi – Danmörk sem gluggi Íslands að umheiminum“ verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar, í dag miðviku- dag 9. maí kl. 15-17. Á þinginu verða flutt þrjú erindi:  Davíð Þór Jónsson guðfræðingur og prestur: „Gumle, gnaske“... Andabær í vitund og samfélagi hafnfirskra barna.  Mag. art. Søren Vinterberg menningar- blaðamaður á Politiken: ’Oh skænk mig en grav...’ - verdenskulturhistorie i stribevis.  Auður Jónsdóttir rithöfundur: Andabær- inn Kaupmannahöfn. Að erindum loknum verða umræður. Námskeið í teiknimyndagerð fyrir börn og unglinga verða haldin í tengslum við málþingið, á morgun fimmtudag 10. maí, í Veröld - húsi Vig- dísar, undir yfirskriftinni: Lærðu að teikna Andrés Önd & félaga! Hinn þekkti danski teiknari Flemming Andersen stendur fyrir teikni- myndaverkstæðinu og mun hann segja þátttakendum frá helstu einkenn- um teiknimynda og leiðbeina um hvernig hægt er að teikna þær á einfald- an og skemmtilegan hátt. Námskeiðin á teiknimyndaverkstæðinu verða aldursskipt og klukkustundarlöng: Námskeið fyrir 6-9 ára hefjast kl. 10 og 11, námskeið fyrir 10 -14 ára hefjast kl. 13 og 14, og fyrir 10 ára og eldri kl. 15. Skráning á námskeiðin fer fram á Tix.is, undir heitinu: Lærðu að teikna Andrés Önd. Andrés Önd á Íslandi MÁLÞING OG TEIKNIMYNDAVERKSTÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.