Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Páll fæddist íGraz íAusturríki 9.5. 1928 og hóf ungur tónlistar- nám. Hann kom til Íslands 1949, var ráðinn stjórn- andi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1. trompetleikari Útvarps- hljómsveitar inn- ar og síðan Sin- fóníuhljómsveitar Íslands frá stofn- un, 1950. Hann var trompetleik- ari í SÍ til 1960 og stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur til 1973. Frá 1956 stjórnaði Páll Sinfóníu- hljómsveit Íslands reglulega í 35 ár, hefur stjórnað hljómsveitum annars staðar á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu, s.s. Fílharmoníuhljómsveitinni í Stokkhólmi og Rínarfílharmoníunni. Hann hefur kappkostað að hafa íslensk verk á efnisskrám tón- leika sinna og frumflutt erlendis verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Jón Leifs og Þorkel Sigurbjörnsson. Í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni hefur Páll stjórnað fjöl- mörgum sýningum. Hann nam tónsmíðar í Austurríki og hefur samið fjölmörg verk. Árið 1993 lét hann af störfum hér til að helga sig tónsmíðum og býr nú í Graz. „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir góða heilsu í öll þessi ár og án stórra skakkafalla. Lungann af starfsævinni bjó ég á Íslandi og náði að gera þar flest sem hugur minn stóð til. Tónsmíðarnar eru mitt helsta áhugamál og ég sinni þeim eftir bestu getu. Á afmælisdaginn býð ég til veislu á gamalkunnum veitingastað hér í Graz og gleðst með gömlum vinum héðan sem og fjölskyldu og vinum frá Íslandi. Í sumar kemur svo Karlakór Reykjavíkur til að heiðra mig með tónleikum í tilefni afmælisins. Allt þetta er mikið fagnaðarefni.“ Var lengi máttarstólpi í íslensku tónlistarlífi Páll Pampichler Pálsson er níræður Níræður Páll Pampichler Pálsson, tónskáld og fyrrv. stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. I ngólfur H. Geirdal fæddist í Reykjavík 9.5. 1968 og ólst þar upp, fyrstu fimm árin í Fossvogi en flutti síðan með fjölskyldu sinni í Breiðholt: „Ég hef haft áhuga á tónlist frá því ég man eftir mér. Ég var hins vegar kominn í Fellaskóla þegar áhugi minn á töfrabrögðum varð til þess að ég hélt mína fyrstu töfrasýningu, 10 ára að aldri. Um það leyti kynntist ég Baldri Brjánssyni töframanni sem var ljúf- mennskan uppmáluð, gaf mér mörg góð ráð og galdrabækur. Tveimur árum síðar var ég orðinn fastráðinn skemmtikraftur á næturklúbbnum Hollywood við Ármúla. Þá var töframaðurinn ungi aðeins 12 ára. Ég fagna því 40 ára töfraferli mín- um um þessar mundir. Á þessum Ingólfur H. Geirdal, tónlistar- og töframaður – 50 ára Feðgin Ingó með dóttur sinni, Katrínu Jenný, sem er búsett í Gautaborg með móður sinni, Theódóru Björgu. Í fótspor Houdinis og Baldurs Brjánssonar Með pabba og mömmu Hér er töframaðurinn ný skírður, ásamt foreldrum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Láttu birtuna ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.