Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is 9. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.51 102.99 102.75 Sterlingspund 138.56 139.24 138.9 Kanadadalur 78.92 79.38 79.15 Dönsk króna 16.329 16.425 16.377 Norsk króna 12.639 12.713 12.676 Sænsk króna 11.625 11.693 11.659 Svissn. franki 102.16 102.74 102.45 Japanskt jen 0.9405 0.9461 0.9433 SDR 146.17 147.05 146.61 Evra 121.66 122.34 122.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.9687 Hrávöruverð Gull 1309.35 ($/únsa) Ál 2315.0 ($/tonn) LME Hráolía 75.0 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður Regins nam 1.460 milljónum króna á fyrsta árs- fjórðungi, en til samanburðar var 620 milljóna króna hagnaður á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingar og afskriftir, EBITDA, var 1.173 milljónir króna og reyndist 15% hærri en á sama tímabili 2017. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1.509 milljónum króna á fjórðungnum en hún var 331 milljón króna fyrir ári. Bókfært virði fjárfestingareigna var 101 milljarður króna í lok mars, eig- infjárhlutfall var 35% og skuldsetning sem hlutfall af fjárfest- ingareignum var 59%. Fjöldi fasteigna var 117, þeirra á meðal Smáralind, og var heildarfermetrafjöldi þeirra um 325 þúsund. Hagnaður Regins 1,5 milljarðar á fyrsta fjórðungi Helgi S. Gunnarsson STUTT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg mun á næstunni breyta öllum skástæðum við Lauga- veg milli Barónsstígs og Frakkastígs í samsíða stæði. Markmiðið er að auka rými fyrir gangandi vegfarend- ur. Þetta kemur fram í bréfi sam- göngustjóra og borgarhönnunar til íbúa og verslunareigenda í götunni. Vísað er til umferðartalningar við gatnamót Laugavegar og Frakka- stígs í fyrra. Samkvæmt henni hafi 10.747 farið gangandi eða hjólandi yfir gatnamótin en 2.202 ökutæki. „Gangandi og hjólandi voru því 83% vegfarenda um áðurnefnd gatnamót á tímabilinu en 17% voru akandi,“ segir í bréfinu. Vekur athygli að reiknað er með einum farþega í ökutæki. Samkvæmt talningu borgarinnar fækkar bílastæðunum við þessa að- gerð úr 29 í 24 á þessum kafla. Það samsvarar 17% fækkun. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði fram- kvæmdar í síðari hluta maí. Fleiri slík áform eru í bígerð. Til dæmis á að loka tugum bílastæða norðan við Hótel Miðgarð á Hlemmi og þrengja efri hluta Laugavegar frá Katrínartúni að Kringlumýrarbraut. Eru að gefast upp á borginni Sigurður G. Steinþórsson hefur verið með verslunina Gull & silfur á Laugavegi 52 í um hálfa öld. Hann segir þessa breytingu vera kornið sem fylli mælinn. Núverandi meiri- hluti í borginni hafi markvisst fækk- að bílastæðum á svæðinu. Afleiðing- in sé sú að hefðbundnar verslanir eigi mjög undir högg að sækja. Þá sé ómarktækt að vísa til umferðartaln- ingar að sumri til þegar þrengt er að umferð neðar á Laugavegi. „Menn eru að gefast upp á borgar- yfirvöldum og stefnu þeirra í um- ferðar- og aðgengismálum. Fólk kemst ekki til okkar. Þetta er brjál- æði. Menn skilja ekki að án versl- unar er engin miðborg. Borgaryfir- völd gera allt til að útiloka að fólkið geti átt viðskipti í miðborginni. Að- gengi er lítið sem ekkert. Fyrir vikið segist fólk ekki nenna að fara niður í miðbæ. Það fái ekki bílastæði,“ segir Sigurður um áhrif þessarar stefnu. Óraunhæft fyrir eldra fólk Sigurður telur ekki raunhæft að bjóða eldra fólki að þurfa að ganga langar leiðir frá bílastæðahúsi að vetri í snjó og hálku. Án erlendra við- skiptavina væri verslunin að deyja. Borgin hafi ekkert samráð við hags- munaaðila vegna breytinganna. Gunnar Guðjónsson, eigandi gler- augnaverslunarinnar Profil-Optik á Laugavegi og varaformaður Mið- bæjarfélagsins, tekur í sama streng. Hefur þróast til verri vegar Gunnar rifjar upp að kaupmenn í götunni hafi á sínum tíma farið fram á að umrædd stæði yrðu skástæði. Það hafi þeir gert til að greiða fyrir aðgengi að verslunum með því að fjölga bílastæðum. „Þetta skiptir verulegu máli. Hlut- irnir hafa síðan þróast til verri veg- ar. Stöðumælagjöld hafa hækkað mikið og bílastæðin eru orðin alltof fá. Borgin hefur tekið um 50 bíla- stæði í burtu á Frakkastíg og Hverf- isgötu. Svo á að fækka þeim enn frekar,“ segir Gunnar og rifjar upp fyrri tilmæli borgarinnar vegna lok- unar götunnar. Mælst hafi verið til þess að fólk sem vinnur í götunni notaði ekki stæðin. Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, for- maður Miðbæjarfélagsins, segir sumarlokanir á hluta Skólavörðu- stígs og Laugavegar fela í sér veru- lega fækkun bílastæða við göturnar stóran hluta ársins. Slíkar lokanir færist í vöxt, auk þess sem sumar- lokun hafi verið lengd. Nú sé hún frá 1. maí til 1. október. Boða fækkun bíla- stæða á Laugavegi Morgunblaðið/Baldur Við Laugaveg 77 Þessi skástæði víkja á næstu vikum fyrir samsíða stæðum. Hundruð hótelgesta munu bætast við » Unnið er að uppbyggingu hótela á Laugavegi 55 og Laugavegi 95-99 en þar verða alls 150 herbergi. Þá er t.d. verið að innrétta gististað á Laugavegi 71, ásamt fjölda annarra áforma um gististaði. » Að óbreyttu mun hótel- gestum við götuna því fjölga á næstu misserum. Þá eru á annað hundrað íbúðir að koma á markað við Hverfisgötuna.  Verslunareigendur gagnrýna áform Reykjavíkurborgar Hagnaður TM var 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi, en til saman- burðar var hagnaður félagsins 966 milljónir króna í sama fjórðungi í fyrra. Samsett hlutfall TM á fyrsta árs- fjórðungi í ár var 109,8%, samanborið við 106,5% árið 2017. Í rekstrarspá fé- lagsins hafði verið gert ráð fyrir 106% samsettu hlutfalli á tímabilinu. „Fyrsti ársfjórðungur reyndist óvenju tjónaþungur sem skýrir verri afkomu af vátryggingastarfsemi en spár félagsins gerðu ráð fyrir,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, í afkomutilkynningu til Kauphallar. „Þar munar mest um þrjú nokkuð stór tjón í skipa- og eignatryggingum sem urðu á tímabilinu.“ Eigin iðgjöld námu 3,8 milljörðum króna og jukust um 9%. Á sama tíma jukust eigin tjón um 15% og námu 3,3 milljörðum króna. Framlegð af vá- tryggingastarfsemi var neikvæð um 371 milljón króna. Fjárfestingatekjur námu 738 millj- ónum króna á fyrsta ársfjórðungi sem jafngildir 2,6% ávöxtun. Í afkomutil- kynningunni kemur fram að fjárfest- ingatekjur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið talsvert umfram spá félagsins, sem gerði ráð fyrir að tekjurnar myndu nema 419 milljónum króna. Góð afkoma af fjárfestingarstarf- semi skýrist að hluta til af tekjum af óskráðum hlutabréfum sem hafði ver- ið gert ráð fyrir á öðrum ársfjórðungi í afkomuspá félagsins. Þar af leiðandi hefur TM lækkað spá um fjárfest- ingatekjur á öðrum ársfjórðungi um 210 milljónir króna, en hins vegar hækkað spána fyrir árið í heild um rúmar 100 milljónir króna. TM gerir ráð fyrir að afkoma vá- trygginga verði í járnum á öðrum árs- fjórðungi, þar sem stór tjón, þar á meðal stórbruni í Miðhrauni í Garða- bæ, ásamt endurskoðun á iðgjöldum vegna breytinga á viðskiptamanna- stofni félagsins hafi leitt til endur- skoðunar frá fyrri spá. Spáin gerir ráð fyrir að árið endi í rúmlega 96% samsettu hlutfalli. Gengi hlutabréfa í TM lækkaði um 4,4% í Kauphöllinni í gær í kjölfar birtingar uppgjörsins. Morgunblaðið/Kristinn TM Sigurður segir fyrsta fjórðung hafa reynst óvenju tjónaþungan. Stórtjón setja mark sitt á TM  Fjárfestinga- tekjur yfir spám á fyrsta ársfjórðungi ● Hagnaður Skelj- ungs nam 416 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 255 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra, sem er 63% hækkun milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, EBITDA, nam 815 milljónum króna og er það 30% hækkun frá sama tímabili á síðasta ári. EBITDA framlegð var 47%, miðað við 38% á fyrsta fjórðungi í fyrra. Framlegð nam 1.746 milljónum króna og hækkaði um 5% milli ára. Arðsemi eigin fjár var 22,6% á árs- grundvelli, samanborið við 14,8% á fyrsta ársfjórðungi 2017. Eigið fé í lok mars nam 7,6 milljörðum króna og eig- infjárhlutfall var 35,8%. Félagið áætlar að EBITDA ársins verði á bilinu 2,8 til 3,0 milljarðar króna. Hagnaður Skeljungs jókst á fyrsta fjórðungi Hendrik Egholm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.