Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora. Það er ekki nema von að reyndumborgarfulltrúa ofbjóði um- gengni kjörinna full- trúa meirihlutans um sameiginlega sjóði borgarbúa.    Svimandi upp-hæðir eru greiddar í vexti sem nær væri að beina í verkefni sem bú- ið er að lofa fólki í átta ár án efnda.    Fyrir þessar kosningar birtastloforðin endurunnin! Mbl.is greindi frá málinu í gær:    Kjartan Magnússon, borgar-fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði verulegar athugasemdir við ársreikning Reykjavíkurborgar sem ræddur var í borgarstjórn í dag (gær).    Hann sagði ársreikninginn sýnaað meirihlutinn hefur engin tök á fjármálum borgarinnar:    Þrátt fyrir stórauknar tekjurborgarinnar og hámarksskatt- heimtu halda skuldir borgarsjóðs áfram að hækka,“ sagði Kjartan og vísaði til þess að á árunum 2016 til ársloka 2017 hækkuðu skuldir borgarinnar um tæplega 15 millj- arða króna og nema nú um 99 millj- örðum.    Enginn skuldsetur sig hins vegarút úr fjárhagsvanda og gildir þá einu hvort um er að ræða heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, að mati Kjartans:    Þetta er þó engu að síðurfjármálastefna vinstri meiri- hlutans í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar: að fresta því að takast á við hinn óhjákvæmilega fjárhagsvanda með aukinni skuld- setningu.“ Kjartan Magnússon Fjárhagsóreiða STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 12 skúrir London 23 alskýjað París 26 þoka Amsterdam 26 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt Vín 19 þrumuveður Moskva 22 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 22 skúrir Barcelona 19 þrumuveður Mallorca 18 léttskýjað Róm 19 þrumuveður Aþena 21 þrumuveður Winnipeg 14 skýjað Montreal 16 heiðskírt New York 19 heiðskírt Chicago 23 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:32 22:17 ÍSAFJÖRÐUR 4:16 22:43 SIGLUFJÖRÐUR 3:59 22:26 DJÚPIVOGUR 3:57 21:52 Skemmtiferðaskip Ocean Diamond kemur til hafnar í Reykjavík í dag, í fyrsta skipti á þessu sumri. Samkvæmt áætlun á það að leggja að Mið- bakka í Gömlu höfninni klukkan 11.30. Ocean Diamond er svokallað leiðangursskip. Það siglir hringinn í kringum landið með erlenda ferðamenn og eru áformaðar 14 ferðir í sumar. Sú síðasta verður farin 28. september. Skipið er 8.282 brúttótonn að stærð og getur tekið 207 farþega og í áhöfn eru 144 manns. Það kemur við í nokkrum höfnum á landsbyggðinni. Meðal annars er höfð viðdvöl í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsa- vík, Djúpavogi og í Vestmannaeyjum. Áhersla er lögð á að gefa farþegunum kost á að kynnast land- inu, náttúrunni og íslenskri menningu. Iceland Pro Cruises gerir skipið út og þetta er fjórða sumarið sem fyrirtækið skipuleggur skemmtisiglingar í kringum Ísland. Systurskip Ocean Diamond, Ocean Endeavour, mun fara tvær tíu daga hringferðir um Ísland í júlí. Risaskipið Celebrity Eclipse, sem kom til lands- ins á dögunum, er væntanlegt til Reykjavíkur að nýju næstkomandi sunnudag kl. 13. sisi@mbl.is Fer 14 hringferðir um Ísland  Ocean Diamond kemur til Reykjavíkur í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Í höfn Ocean Diamond liggur við Miðbakkann. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá embætti Sýslumannsins á höf- uðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna 26. maí nk. fer fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi, á 2. hæð í vesturenda, frá og með föstudeg- inum 11. maí. Opið verður alla daga milli kl. 10 og 22, nema 10. og 20. maí sem eru uppstigningar- og hvítasunnudagur. Á kjördag, laug- ardaginn 26. maí, verður opið milli kl. 10 og 17 fyrir kjósendur á kjör- skrá utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir eru þó hvattir til að kjósa fyrir hvítasunnu ætli þeir að kjósa utan kjörfundar svo atkvæði þeirra ber- ist viðkomandi yfirkjörstjórnum tímanlega. Einnig verður hægt að kjósa utan kjörfundar á spítölum og dvalarheimilum höfuðborgarsvæð- isins og í fangelsinu á Hólmsheiði. Víða kosið ut- an kjörfundar Morgunblaðið/Ernir Lýðræði Kosið verður til sveitar- stjórnar 26. maí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.