Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ DonaldTrump, for-seti Banda- ríkjanna, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að falla frá þátttöku Banda- ríkjanna um samn- ing þeirra og all- margra Evrópuríkja við Íran um áform þess um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þótt þetta séu mikil tíðindi er ómögulegt að segja að þau hafi komið verulega á óvart. Trump hafði hvað eftir annað sagt í kosningabaráttu sinni að „Ír- anssamningurinn“ væri versti alþjóðasamningur sem Banda- ríkin hefðu gert í sinni sögu. Þá vísaði forsetinn til þess að samningurinn hefði verið þann- ig byggður upp að viðsemj- endur Írans efndu sinn hluta samningsins frá fyrsta degi eft- ir undirskrift hans en yrðu sjálfir að treysta því að Íran efndi hann að sínu leyti og hefðu takmarkaða aðstöðu til að sannreyna að klerkastjórnin gerði það. Forsetinn benti á að Íran héldi áfram að storka við- semjendum sínum og umheim- inum öllum með tilraunum með langdrægar flaugar sem gætu flutt kjarnorkusprengjur. Þá fælist það í samningnum að Ír- an gæti í raun komið sér upp kjarnorkusprengjum eftir fáein ár við gildislok samningsins. „In fact, the deal allowed Iran to continue enriching uranium and over time reach the brink of a nuclear breakout.“ Trump ítrekaði að samning- urinn hefði engu breytt um það að Íransstjórn væri öflugasti einstaki stuðningsaðili við al- þjóðlega hermdarverka- starfsemi í veröldinni. Hún hefði haldið þjóð sinni í helj- argreipum í 40 ár og komið í veg fyrir að lífskjör hennar og staða í heiminum gætu batnað. Síðustu misserin hefðu óró- leiki og uppþot sem klerka- stjórnin hefði brotið á bak aftur sýnt að þolinmæði írönsku þjóðarinnar gagnvart alræð- isstjórninni í Teheran væri á þrotum. Forystumenn þeirra þjóða, sem stóðu að samningsgerðinni sem Bandaríkjastjórn hafði alla forystu um, hafa síðustu mán- uði hvatt til þess að ekki yrði horfið frá þessum samningi. Macron, forseti Frakklands, sem hefur átt óvenjulega per- sónulegt og vinsamlegt sam- band við Trump forseta, var í opinberri heimsókn í Wash- ington nýlega, þar sem gest- gjafinn dró ekki af sér að sýna Macron starfsbróður sínum virðingu í sem ríkustum mæli. Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn þjóðhöfðingja í tíð Trumps sem forseta. Macron lagði sig allan fram um að fá Trump til að leita leiða til að halda samningnum gang- andi. Hann við- urkenndi að samn- ingurinn væri vissulega fjarri því að vera gallalaus og sagðist skyldu standa með forsetanum í því að reyna að ná fram nauðsyn- legum breytingum innan samn- ingsins og þá ekki síst að tryggja að Íransstjórn hefði ekki heimildir til að koma sér upp kjarnorkusprengjum við lok hans, eftir aðeins fáein ár. Hvað sem hinni persónulegu vinsemd leið náði Macron ekki árangri af sínu erfiði, eins og yfirlýsingar gærdagsins sýna. Merkel kanslari kom í Hvíta húsið í kjölfar franska forset- ans. Pólitískt kjass var fjarri því að vera eins áberandi á fundum þeirra tveggja og því kannski ekki að undra að kansl- arinn náði ekki árangri í sínu erindi. Í byrjun vikunnar lagði Boris Johnson sig fram um hið sama við hinn nýja utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Johnson sagði samninginn vissulega gallaðan og það þyrfti að gera á honum gagngerðar breytingar en það réttlætti ekki að „henda barninu út með baðvatninu“. Mike Pompeo utanríkisráðherra, fyrrverandi forstjóri CIA, hefur sennilega ekki verið mjög móttækilegur fyrir rökum síns breska starfs- bróður, því hann hefur alla tíð gagnrýnt samninginn við Íran mjög harkalega. Það vekur óneitanlega at- hygli margra að Trump forseti skuli geta með einu pennastriki ógilt af hálfu Bandaríkjanna „alþjóðlegan samning“ sem þau standa að ásamt mörgum af sínum helstu bandalagsríkjum, auk Rússlands. En ástæðan er sú, að þetta er ekki alþjóðlegur samningur fremur en samning- urinn um loftslagsmál. Obama forseta var ljóst að hann var fjarri því að hafa fylgi við þessa tvo samninga í þinginu. Ýmsir flokksbræðra hans voru and- vígir samningsgerðinni og fóru ekki dult með það. Við það bæt- ist að alþjóðlega sáttmála þarf samkvæmt stjórnarskrá að samþykkja með 2⁄3 hluta at- kvæða í öldungadeildinni svo þeir hljóti gildi sem slíkir. Obama fór því krókaleiðir til þess að útskýra að í tilvikum þessara tveggja samninga yrði látið nægja að hann einn skrif- aði undir þá. Og þegar þannig er staðið að þá er samningurinn aðeins bundinn forsetaembætt- inu, ef svo má að orði komast. Hvorki þingið né nokkur ráð- herra hefur neitt um gildi hans að segja. Hann lýtur algjörlega geðþótta forsetans, rétt eins og þegar hann var undirritaður. Samningur við Íran, rétt eins og aðild að loftslagssamningi, nær viljayfirlýsingu en sáttmála} Samningur við Íran gufaði upp Í lok apríl fór fram vinnustofa á vegum velferðarráðuneytisins um bætta þjón- ustu við aldraða. Vinnustofan fór fram í Höfða og var haldin í samvinnu vel- ferðarráðuneytisins, Reykjavíkur- borgar, Landspítala og Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Það er ekki á hverjum degi sem ríki, borg og heilbrigðisstofnanir taka höndum saman til að ræða fyrirkomulag heil- brigðisþjónustu, í þeim tilgangi að bæta þjón- ustu á öllum þjónustustigum – og því um að ræða viðburð sem var sérstaklega ánægjulegt að boða til. Til þátttöku og samráðs á vinnustofunni voru boðaðir fulltrúar Landssambands eldri borg- ara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtakanna. Vinnustofuna leiddi fulltrúi Landspítala og byggt var á aðferða- fræði straumlínustjórnunar (e. lean-hugmyndafræði) í vinnunni. Unnið var sérstaklega með áherslu á mikilvægi sam- fellu í þjónustu við aldraða frá einu þjónustustigi til ann- ars, miðað við ólíkar þarfir og heilsufarsaðstæður, en einn- ig hvernig tryggja mætti öldruðum viðeigandi stuðning í samræmi við óskir þeirra, þarfir og lögbundin réttindi. Í lok vinnustofunnar kynntu þátttakendur tillögur að fjór- um hugmyndum sem mögulegt er að hrinda í framkvæmd strax á þessu ári. Hugmyndirnar fjórar áttu það sammerkt að ríma allar vel við meginþema vinnustofunnar um aukna samfellu í þjónustu. Sú fyrsta er hugmynd þess efnis að opnuð yrði sérstök síma- og ráðgjafarþjónusta í ætt við neyðarsímann 112 að danskri fyrir- mynd, þar sem sérþjálfað starfsfólk greinir í gegnum síma hvar erindið á best heima og hvar sé næsti lausi tími í viðeigandi meðferðar- úrræði í samræmi við bráðleika og áhættur. Önnur hugmyndin varðar eflingu heilsuvernd- ar aldraða og forvarnir, þar sem áhersla yrði meðal annars lögð á hreyfingu við hæfi, sál- félagslegt heilbrigði og næringarfræði. Þriðja hugmyndin var þess efnis að á heilsugæslum tæki til starfa þjónusturáðgjafi aldraðra. Slíkir ráðgjafar yrðu málsvarar hins aldraða, gætu leiðbeint og liðsinnt öldruðum varðandi þjón- ustu og úrræði, stutt við aðstandendur og ver- ið kjölfestan í meðferð þeirra. Fjórða og síð- asta hugmyndin er hugmynd um samræmda sjúkraskrá sjúklinga, þar sem sjúkraskrá einstaklings yrði gerð aðgengileg á einum stað. Hún væri eign sjúkl- ingsins sjálfs, uppfærð reglulega og væri aðgengileg hon- um og meðferðaraðilum hans í rauntíma. Næstu skref í vinnunni eru að hrinda þessum góðu hug- myndum í framkvæmd og það munum við í velferðarráðu- neytinu gera í góðu samstarfi við þá aðila sem komu að skipulagningu vinnustofunnar; Landspítala, Reykjavíkur- borg og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og ég hlakka til að fylgjast með þeirri vinnu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Samstiga til betri öldrunarþjónustu Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reglulega berast fréttir umhryllilegt ástand og miklaneyð í arabaríkinu Jemen,einu fátækasta ríki heims, sem er á Suður-Arabíuskaganum, suður af Sádi-Arabíu. Undanfarin rúm þrjú ár hefur allt verið á öðrum endanum vegna átaka á milli mis- munandi hópa og er svo komið að landið er nánast í rúst enda hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna sagt að neyðin sé hvergi meiri í veröldinni um þessar mundir en þar. Baráttan stendur á milli vald- hafanna, sem eru studdir af Sádi- Arabíu, og uppreisnarmanna Húta, vopnaðrar hreyfingar svonefndra zaída, sem eru allt að 40% íbúa Jem- ens og tilheyra sjíum innan íslams. Íran hefur verið sakað um að útvega þeim vopn en ráðamenn hafa neitað því. Inn í þetta blandast deilur milli norður- og suðurhluta Jemens, sem voru sameinaðir 1990. Stuðningur að- skilnaðarsinna í hafnarborginni Aden við forsetann, sem flúði frá höf- uðborginni Sanaa, hefur minnkað, að sögn fréttaveitu Aljazeera, auk þess sem suðurhlutinn býr við ógn frá al- Qaeda. Yfir 20 milljónir þurfa aðstoð Orð fá ekki lýst skelfilegu ástandi í ríkinu. Nýlega var starfs- maður alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) skotinn til bana í borginni Taiz, skammt norðan við Aden, en yf- ir 10.000 manns hafa látið lífið vegna sprenginga og árása, t.d. á skóla, íbúðahverfi og sjúkrahús. Í frétt frá ICRC segir að yfir 20 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda, en íbúar eru um 28 milljónir. Heilbrigð- iskerfið er lamað og ICRC áréttar að yfir 80% íbúa búi við matar- og vatns- skort, hafi ekki aðgang að heilbrigð- isþjónustu og hreinlætisaðstöðu og séu þar með sérstaklega viðkvæm fyrir því að smitast af sjúkdómum eins og til dæmis kóleru. ICRC vinnur á átakasvæðum og hefur verið í Jemen í nokkra áratugi þar sem unnið er í nánu samstarfi við Rauða hálfmánann í ríkinu. Atli Við- ar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að Rauði hálfmáninn sé einu hjálparsamtökin á landsvísuí Jemen, með aðgengi um allt land og sinni öllum tilfallandi neyðarverk- efnum. Net sjálfboðaliða tryggi hon- um aðgengi að svæðum og þekkingu á staðháttum, sem nýtist til þess að koma hjálpargögnum síðustu metr- ana. „Rauði krossinn er hlutlaus og ópólitísk hreyfing og það tryggir auk- ið aðgengi að þolendum átaka með lífsbjargandi hjálpargögn og aðstoð sem önnur hjálparsamtök hafa oft á tíðum ekki,“ segir hann. Engir Íslendingar eru nú við hjálparstörf í Jemen, en sendi- fulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa farið þangað þrívegis til starfa síðan 2016. RKÍ hefur styrkt hjálp- arstarfið með fjárframlögum og sendi 32 milljónir króna með stuðn- ingi frá utanríkisráðuneytinu í fyrra. Atli Viðar segir að verið sé að skipu- leggja næstu aðgerðir í samstarfi við ICRC og Rauða hálfmánann. „Rauði krossinn leggur áherslu á að fara ekki fram á meiri fjárhagsaðstoð heldur en hreyfingin treystir sér til þess að koma til skila til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda.“ Hann bætir við að auk beinnar aðstoðar sé áhersla lögð á að treysta innviðina með sjálfbærni í huga. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef á Íslandi þjást nær tvær millj- ónir barna í Jemen vegna vannær- ingar og þar af eru um 400.000 börn í lífshættu vegna alvarlegrar bráða- vannæringar. Yfir 11 milljónir barna þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda eða nánast öll börn landsins. Neyðin hvergi meiri í veröldinni en í Jemen AFP Neyðarástand Vannært barn bíður eftir meðferð á sjúkrahúsi í hafnar- borginni Hodeidah í Jemen. Staðan í ríkinu er ískyggileg. Unicef á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“. Til að undirstrika alvarleika málsins verða samtökin með sýningu í Listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu kl. 17-20 í dag. Neyðarátakið byggist á sögum barna, sem hafa upplifað hörmungarnar í Jemen. Gefa má 1.900 kr. í söfnunina með því að senda sms-ið JEMEN í nr. 1900 en framlög fara m.a. í „að meðhöndla börn gegn vannæringu, tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, bólusetja börn gegn mænusótt, dreifa skólagögnum og setja upp barnvæn svæði þar sem kennsla getur farið fram.“ „Má ég segja þér soldið?“ NEYÐARÁTAK UNICEF VEGNA BARNA Í JEMEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.