Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Forsvarsmenn menningarstofn- unarinnar í Washingon DC sem kennd er við John F. Kennedy hafa tilkynnt að hún hafi svipt leikarann og skemmtikraftinn Bill Cosby heiðursviðurkenn- ingum sem stofnunin hefur veitt honum; fyrst árið 1998 fyrir framúrskarandi framlag til bandarískrar menningar og þá hlaut hann árið 2003 viðurkenn- ingu sem kennd er við Mark Twain og veitt er fyrir húmor. Er þetta í fyrsta skipti sem Kennedy-stofnunin hefur svipt listamann viðurkenningu en ástæðan er sakfellingin sem Cosby hlaut á dögunum fyrir að hafa misnotað konu kynferðis- lega. Síðan Cosby var sakfelldur 26. apríl síðastliðinn hafa fleiri stofn- anir svipt Cosby heiðurstitlum og viðurkenningum. Í síðustu viku var þeim Roman Polanski vikið úr bandarísku kvikmyndaakademíunni og þá hafa nokkrir háskólar afturkallað heiðursdoktorsnafnbætur sem hann hefur hlotið gegnum árin, þar á meðal háskólinn þar sem Cosby nam á sínum tíma, Temple University. Viðurkenningar teknar af Bill Cosby AFP Sekur Leikarinn Bill Cosby gengur frá dómshúsinu eftir að hann var sakfelldur. Alla þessa viku heldur Christie’s uppboðshúsið í New York röð upp- boða á listaverkum, listmunum og húsbúnaði úr eigu hjónanna Peggy og Davids Rockefeller. Mikill áhugi hefur verið á uppboðunum enda telja sérfræðingar að aldrei í sögunni muni viðlíka upphæð hafa fengist við sölu eins dánarbús; um 1.600 lista- verk og gripir verða seld, að talið er fyrir að lágmarki 650 milljónir dala – sumir sérfræðingar í listmarkaði- num telja fyrir allt að milljarð dala. 630 til 970 milljarða króna. Sölu- andvirði allra verkanna verður skipt milli tíu góðgerðarstofnana sem til- greindar voru í erfðarskrá hjónanna en Peggy lést árið 1996 og hann í fyrra, 101 árs að aldri. David Rockefeller var einn kunn- asti listaverkasafnari samtímans og mörg lykilverk úr safni þeirra verða boðin upp – í fréttum segir að fimm börn hjónanna og barnabörnin hafi þegar fengið útdeilt verkum og um- talsverðum auði. Í Vanity Fair-tímaritinu er David Rockefeller sagður hafa verið elsti milljarðamæringur jarðar þegar hann lést en hann var síðasta eftirlif- andi barnabarn Johns D. Rockefell- er Sr., stofnanda Standard Oil og eins hinna upprunalegu „gúmmí- baróna“. Fjölskyldan varð fræg fyr- ir auð sinn og David Rockefeller stýrði Chase Manhattan bankanum en varð kunnur fyrir gjafmildi. „Engin gaf meira fé til mannlífsins í New York-borg,“ segir fyrrverandi borgarstjóri, Michael Bloomberg. Rockefeller-hjónin áttu nokkur stór og afar ríkmannleg heimili, í New York-borg, New York-ríki og á Nýja-Englandi, með fjölda starfs- manna og öll báru vönduðum smekk og söfnunaráhuga hjónanna vitni. Þau söfnuðu markvisst listaverkum evrópskra og bandarískra meistara 19. og 20. aldar, húsgögnum, evr- ópsku postulíni, asískri list og list Suður-Ameríku, silfri, textíl og al- þýðulist. Einn af bestu söfnurunum „Þetta er það besta af þeim bestu,“ er haft eftir snyrtivörujöfr- inum og listaverkasafnaranum Ro- nald Lauder um listaverkasafn Rockefeller-hjónanna. „Picasso, Ma- net, Monet, Derain … allt sem ég sá á heimilum þeirra var það besta sem listamennirnir gerðu.“ Á meðal listaverka úr safninu sem verða boðin upp má nefna lykilverk eftir Pablo Picasso, Paul Gauguin, Henri Matisse, Georgiu O’Keeffe og Claude Monet – eftir hann verða boðin upp fimm málverk, allt lyk- ilverk frá ólíkum tímabilum og þar á meðal vatnaliljuverk sem hjónin héldu mikið upp á. Sérfræðingar telja að hæsta verðið fáist fyrir verk- ið „Stúlka með blómakörfu“ eftir Pi- casso en það var áður í eigu skálds- ins og safnarans Gertrude Stein. Einnig verður selt lítið málverk af epli sem Picasso gaf Stein í jólagjöf árið 1914. „David Rockefeller var einn af bestu söfnurum 20. aldar, “segir Glenn Lowry, forstöðumaður MoMA. „Hann ólst upp við að safna og sóttist aðeins eftir fyrsta flokks meistaraverkum – algjörum lyk- ilverkum – og eignaðist þau.“ David Rockefeller tók saman og gaf út í takmörkuðu upplagi í fimm bindum yfirlit yfir listaverk og list- gripi í eigu þeirra hjóna, og greindi einnig þar frá sögu verkanna. „Þetta er það besta af þeim bestu“  Uppboð á listaverkum og gripum Rockefeller-hjóna AFP Lykilverk Eitt hinna merku verka úr safni hjónanna, „Odalisque couchee aux magnolias“ eftir Henri Matisse, á kynningu Christie’s fyrir uppboðið. Dýrt „Stúlka með blómakörfu“ eftir Picasso er verðmætasta verkið. Eftirlæti „Nympheas en Fleur“ eftir Monet eitt eftirlætisverka hjónanna. Overboard Gamamynd sem fjallar um hroka- fullan og spilltan auðkýfing sem fellur fyrir borð á snekkju sinni og skolar minnislausum á land. Fyrrverandi kærasta hans ákveður að nýta sér minnisleysið og blekkja hann með því að telja honum trú um að þau séu hjón. Sá hrekkur vindur fljótlega upp á sig. Leikstjóri er Bob Fisher og með aðal- hlutverk fara Eugenio Derbez og Anna Faris. Metacritic: 45/100 Bangsi og dóttir nornarinnar Sænsk teiknimynd um Bangsa, besta bangsa í heimi, sem berst gegn rang- læti hvar og hvenær sem er. Dag einn finnur Krissi Kló gull í stíflu bjórsins og til þess að brjóta upp stífluna fær Krissi hana Lovu, dóttur nornarinnar, til að galdra Bangsa í burtu og getur hann þá komist óhindraður að gull- inu. Þar sem Bangsi er horfinn verða börnin í skóginum að hjálpast að og stöðva Krissa, en þá verða þau líka að hætta að rífast, eins og segir á miða- söluvefnum midi.is. Leikstjórar eru Christian Ryltenius og Maria Blom. Bíófrumsýningar Minnisleysi og bangsi Minnislaus Úr gamanmyndinni Overboard sem segir af minnislausum auðkýfingi sem er beittur blekkingum af fyrrverandi unnustu sinni. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Sun 13/5 kl. 20:00 3. s Mið 16/5 kl. 20:00 4. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn Síðustu sýningar komnar í sölu Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.