Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Selur Brimnes RE til Rússlands  Alls missa 40 sjómenn vinnuna vegna sölunnar  Kaupverð togarans er sagt vera trúnaðarmál Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Útgerðarfélagið Brim hf. hefur selt frystitogarann Brimnes RE til rússneskra aðila. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, stað- festir í samtali við Morgunblaðið að búið sé að samþykkja kauptil- boð í skipið og að 40 manna áhöfn missi vinnuna vegna sölunnar. Stefnt er að því að finna önnur störf innan fyrirtækisins fyrir starfsfólkið. Hann segir að kaupverðið sé trúnaðarmál. „Við fengum gott til- boð,“ segir Guðmundur. Varðandi ástæður sölunnar segir Guðmundur að engin launung sé á því að mun hagkvæmara sé að vinna fiskinn í landi en á frystitog- ara, enda hafi frystiskipum fækkað gríðarlega á síðustu 4-5 árum. Allt sé að færast yfir í landvinnslu. Afhent í byrjun ágúst Guðmundur segir að skipið verði afhent nýjum eigendum í byrjun ágúst næstkomandi. Brimnes hefur lengi verið meðal aflahæstu skipa íslenska fiskiskipa- flotans og var aflahæst árið 2016, sé makrílafli tekinn með í dæmið. Brim keypti fyrir skemmstu 34% hlut í HB Granda fyrir 21,7 millj- arða króna af Vogun og Fiskveiði- félaginu Venusi, sem Kristján Loftsson fer fyrir. Eins og kom fram í fréttum fyrir helgi hefur uppgjör vegna kaup- anna nú þegar farið fram og þar með hefur stofnast skylda til að gera öðrum hluthöfum HB Granda yfirtökutilboð samkvæmt ákvæði 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Morgunblaðið/Þórður Selt Brimnesið sést hér í höfn en nýir eigendur taka við því í ágúst. Þórður Sverrisson, stjórnarformað- ur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, segir það ekki rétt að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, hafi hækkað um 20% eftir tvo mánuði í starfi, líkt og greint hefur verið frá. „Það voru sagðar falsfrétt- ir um að laun forstjóra hefðu hækkað um 20%, sem er rangt,“ segir Þórður í samtali við mbl.is. Sautján þjónustufulltrúar í Hörpu, þar á meðal allir vaktstjórar, sögðu upp störfum í vikunni í kjölfar fundar með forstjóranum. Uppsagn- irnar komu í kjölfar fjölmiðlaumfjöll- unar um þjónustufulltrúa í Hörpu sem ofbauð launahækkun forstjóra, sem var sögð 20%, svo að hann sagði upp. Þjónustufulltrúar tóku á sig launalækkun í september 2017 sem stjórnendur Hörpu sögðu hluta af samstilltu átaki um að rétta af fjár- hag hússins. Þórður vísar í yfirlýsingar stjórn- ar Hörpu frá því í síðustu viku þar sem fram kemur að Svanhildur Kon- ráðsdóttir var ráðin forstjóri í árs- byrjun 2017 og samkvæmt samningi áttu laun hennar að vera 1,5 milljónir króna á mánuði. Í yfirlýsingunni seg- ir að vegna breytinga á kjarasamn- ingi VR séu launin nú 1.567.500 kr. Þá segir að 30. desember 2016 hafi ný lög verið samþykkt á Alþingi sem kváðu á um að frá 1. júlí 2017 skyldu laun forstjóra ríkisfyrirtækja ákvörðuð af stjórnum þeirra en ekki kjararáði. Óskað eftir launalækkun Svanhildur hefur nú óskað eftir því að laun hennar verði lækkuð aft- urvirkt frá 1. janúar 2018 og þau verði til samræmis við úrskurð kjararáðs frá 1. júlí 2017, það er rúm- ar 1,3 milljónir króna. „Það finnst mér afskaplega drengilegt, því aðal- atriði í þessu öllu er að það sé friður um starfsemi hússins,“ segir Þórður. VR sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið fordæmdi viðbrögð forsvarsmanna Hörpu við uppsögn- um þjónustufulltrúanna. Í yfirlýs- ingu VR kom fram að félagið myndi hætta viðskiptum við Hörpu „þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu“. Afbókaði félagið tvo viðburði sem áttu að fara fram í húsinu á þessu ári. Annar staður hefur verið fundinn fyrir viðburðinn Fyrirtæki ársins, sem stéttarfélagið ætlaði að halda 17. maí í Hörpu. Viðburðurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica- hótelinu í staðinn. Einnig hefur verið hætt við að halda árlegt jólaball VR í Hörpu og leit stendur yfir að öðrum stað fyrir það. Hækkunin sögð „falsfrétt“  Stjórnarformaður segir fréttir af 20% launahækkun rangar  VR aflýsir viðburðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa í kvöldbirtu Ósætti er meðal starfsmanna vegna launamála. Bæjarstjórn Sel- tjarnarness hef- ur orð á sér fyr- ir að vera snögg að afgreiða mál- in. Á síðasta fundi, sem hald- inn var miðviku- daginn 25. apríl síðastliðinn, var sett nýtt met. Fundurinn var settur klukkan 17.00 og honum slitið klukkan 17.03. Á þessum þremur mínútum afgreiddi bæjarstjórnin níu fund- argerðir sem innihéldu meðal ann- ars aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 og gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarn- arnesbæjar. Gamla metið var sett 26. febrúar 2014 en sá bæjarstjórnarfundur stóð yfir í fjórar mínútur. Ásgerð- ur Halldórsdóttir, bæjarstjóri í Seltjarnarnesbæ, tjáði Morg- unblaðinu eftir þann fund að fund- irnir í bæjarstjórn tækju gjarnan stuttan tíma sökum þess hve góð samvinna væri í nefndum bæjarins milli meiri- og minnihluta. Það sem af er árinu 2018 hefur bæjarstjórnin haldið átta fundi og hafa þeir staðið yfir í samtals 161 mínútu. Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja sjö fulltrúar. sisi@mbl.is Fundurinn stóð í þrjár mínútur Gróttuviti  Bæjarstjórnin á Nesinu setti nýtt met Branduglan á myndinni varð á vegi útsendara Morgunblaðsins skammt frá Hólum í Hjaltadal í fyrradag. Uglan sat sperrt á girðingarstaur og fylgdist grannt með því sem fram fór í grennd, einkum hvort einhver hreyfing væri í gróðri við staurinn. Á því augnabliki sem myndin var tekin hafði uglan séð hagamús og steypti sér yfir hana sekúndubroti síðar. Músin slapp lifandi frá árás- inni og valhoppaði kát á brott. Brandugla er dag- og náttfugl en er þó helst á ferli í ljósaskiptunum og stundar veiðar á ber- svæði. Hún uppgötvaðist sem varpfugl hér á landi í byrjun 20. aldar og er algengust sunnan- lands og fyrir norðan en tiltölulega fáséð eystra og vestra. sae@mbl.is Sagan af branduglunni og hagamúsinni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Khaled Cairo, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þetta staðfesti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Cairos, við mbl.is. Hinn 18. apríl sl. dæmdi Héraðsdómur Reykjavík- ur Cairo í 16 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Sanitu Brauna í íbúð við Hagamel í Reykjavík í september í fyrra. Ákæruvaldið fór fram á 16 ára fangelsisdóm, en verjandi Cairo bað um að honum yrði ekki gerð refsing á þeirri forsendu að hann væri ósakhæfur. Áfrýjun málsins er á frumstigi og til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara. Enn er því ekki ljóst hvenær málið fer fyrir Landsrétt. Cairo áfrýjar 16 ára fangelsisdómi sínum Khaled Cairo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.