Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Warnock sagði Kristbjörgu að Aron … 2. Dorrit bauð vinkonum sínum í boð 3. Tveir viðburðir í Hörpu afbókaðir 4. Lést nokkrum dögum eftir endurkomu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Heiðnar grafir í nýju ljósi nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðminja- safni Íslands í dag kl. 12. Til sýnis verður úrval gripa úr fornleifaupp- greftri á Dysnesi við Eyjafjörð, en í fyrra fundust þar sex kuml og hefur rannsókn á þeim varpað nýju ljósi á greftrunarsiði í heiðni. »6 Grafir í nýju ljósi  Sjö listamenn nefnist sýning á vegum Listar án landamæra sem opnuð verður í Galleríi Gróttu í dag kl. 17 í tengslum við 100 ára fullveldis- afmæli Íslands. Þar sýna Ísak Óli Sævarsson, Atli Við- ar Engilbertsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Karl Guðmundsson, Erla Björk Sigmundsdóttir, GÍA – Gígja Guðfinna Thoroddsen og Aron Kale verk sem á einn eða annan hátt tengjast sjálfstæði. Öll hafa þau verið valin listamenn Listar án landamæra. Sjö listamenn sýna í Galleríi Gróttu  Íslenska óperan sýnir Mannsrödd- ina eftir Poulenc í leikgerð og leik- stjórn Brynhildar Guðjónsdóttur í Menningarhúsinu Kviku í Vest- mannaeyjum á morgun kl. 20. Óperan, sem flutt er á íslensku, er dramatískur einþáttungur sem lýsir síðasta símtali konu til elskhuga síns sem hefur slitið sambandinu. Kon- una leika Auður Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Mannsröddin sýnd í Vestmannaeyjum Á fimmtudag (uppstigningardag) Breytileg átt og síðar sunnan 8-13 m/s, en norðaustan 10-15 á Vestfjörðum. Rigning með köfl- um, hiti víða 5 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-18 m/s á Vestfjörðum, en víða 8-15 annars staðar þegar líður á daginn. Rigning með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 10 stig. VEÐUR KA hefur notað flesta nýliða í fyrstu tveimur umferð- unum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Srdan Tufegd- zic, þjálfari Akureyrarliðs- ins, hefur teflt fram fimm leikmönnum. Keflavík er hins vegar með flesta nýja leikmenn í efstu deild að meðtöldum erlendum leik- mönnum, eða sjö talsins. Þetta kemur m.a. fram í yfirliti yfir fyrstu leiki deild- arinnar. »4 KA og Keflavík skera sig úr Viljum spila á góðum og sléttum völlum „Einvígið hefur verið frábært. Hrað- inn hefur verið mikill og alveg ótrú- legt að sjá hvað liðin eru á háu plani. Það er synd að annað liðið falli úr keppni en hjá því verður víst ekki komist,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um oddaleik Selfoss og FH í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í handknattleik sem fram fer í kvöld. »1 Selfoss og FH eru á ótrúlega háu plani ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Smárabíó í Kópavogi hefur boðið upp á sérstakar kvikmyndasýningar fyrir fólk í fæðingarorlofi með ungu börnin undanfarin ár og hefur fram- takið mælst vel fyrir. „Oftast hafa verið samtals 50 til 60 manns á tveimur sýningum en einu sinni fengum við um 250 foreldra og jafnmörg börn, sem við dreifðum í fimm sali, en þá var jafnframt sérstök kynning 12 fyrirtækja á vörum fyrir ný- bakaða foreldra,“ segir Ásta María Harðardóttir, rekstrarstjóri Smárabíós. Aðstæður í sölunum á þessum hádegissýn- ingum eru öðruvísi en venjulega. Ljósin eru dempuð en ekki slökkt og hljóðið er mun lægra en á öðrum sýningum. Boðið er upp á skiptiborð og hægt er að hita pela í sjoppunni auk þess sem for- eldrarnir geta skilið barnavagna og kerrur eftir á göngum til hliðar við sætaraðirnar. „Tilgangurinn með þessu er að foreldrarnir geti komið með börnin sín og horft á kvikmyndirnar í þægilegu umhverfi,“ segir Ásta María. „Við reynum að sýna nýjustu og bestu myndirnar og tökum fagnandi á móti öllum ábendingum sem okkur berast í gegn- um facebooksíðuna okkar sem og smárabio.is. Auk þess sendum við út tilkynningu á alla sem eru á foreldrabíóspóstlistanum okkar um hvað er fram undan.“ (Skráning á https://www.smara- bio.is/skemmtun/foreldrabio/.) Sýningar mánaðarlega Ásta María segir að þetta hafi verið reynt áður, bæði í Smárabíói og í öðrum kvikmyndahúsum, en engar svona sýningar hafi verið í gangi þegar henni hafi þótt ástæða til þess að bjóða upp á þennan kost. „Fyrir um þremur árum átti ég vin- konur í fæðingarorlofi og var sjálf á leið í fæðing- arorlof, sá fyrir mér að svona sýningar hentuðu vel og við byrjuðum með þær,“ segir hún um ákvörðunina. Sýningarnar væru líka auðveldar í framkvæmd, starfsfólkið væri þegar í húsinu að vinna og myndirnar væru til. Þegar Smárabíó byrjaði á þessu voru sýning- arnar annan hvern föstudag en nú eru þær fyrsta föstudag í hverjum mánuði og hefjast klukkan 12 á hádegi. Yfirleitt er boðið upp á val á milli tveggja mynda og því sýningar í tveimur sölum samtímis. Miðinn kostar 1.190 kr. og allir sitja við sama borð. „Það myndast góð stemning og engin kippir sér upp við það þótt börnin hjali eða hlæi því allir eru í sömu sporum,“ segir Ásta María. Hún bætir við að stundum hafi eldri borgarar komið á sýningarnar. „Þessi tími hentar þeim greinilega vel og þeim finnst einnig krúttlegt og róandi að sjá öll þessi litlu börn og foreldra þeirra,“ segir hún. Þessar bíósýningar eru fastur liður hjá sumum vinahópum. Ásta María segir að hóparnir hittist þá gjarnan á matsölustað, fái sér að borða og fari svo í bíó. „Sumir foreldrar koma aftur og aftur og ég hef kynnst mörgum mæðrum vegna þessara sýninga,“ segir Ásta María og áréttar að feður mæti líka þótt þeir séu í minnihluta. „Við viljum gjarnan sjá fleiri feður,“ segir hún. Vinkonurnar Þórdís Sif Arnarsdóttir með son- inn Óliver Aron Melsted, þriggja mánaða, og Íris Gunnarsdóttir með dótturina Elmu Davíðsdóttur, fimm mánaða, mættu í foreldrabíó í fyrsta sinn sl. föstudag og sáu íslensku kvikmyndina Varg. „Okkur langaði til þess að gera eitthvað saman,“ sagði Þórdís Sif og Íris bætti við að langt væri síð- an þær hefðu farið saman í bíó. Þær voru sammála um að svona „mæðrahittingur“ með börnin skap- aði skemmtilega stemningu og þær ætluðu að eiga góðan dag saman. „Ég kom í bæinn frá Bifröst í Borgarfirði og þetta er fyrsta stoppið,“ sagði Íris. Spurðar hvort þetta væri byrjunin á hefð fyrir sameiginlegum bíóferðum með börnin stóð ekki á svarinu: „Það er aldrei að vita.“ Nýfædd börn með í bíó Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman saman Vinkonurnar Þórdís Sif Arnarsdóttir með soninn Óliver Aron Melsted og Íris Gunnarsdóttir með dótturina Elmu Davíðsdóttur á foreldrasýningu í Smárabíói fyrir helgi.  Sérstakar sýningar í Smárabíói í Kópavogi fyrir fólk í fæðingarorlofi Smárabíó Ásta María Harðardóttir í salnum fyrir sýningu. Bekkurinn var síðar þétt setinn. „Við viljum frekar spila fyrstu leikina á góðum og sléttum völlum, og sjáum alls ekki eftir því að hafa gert þetta. Það hefði verið leiðinlegt að fara strax á grasið okkar og eyðileggja það. Í staðinn fáum við marga heima- leiki á miðju sumri,“ segir KR- ingurinn Pálmi Rafn Pálmason en í dag gerir Morgunblaðið upp 2. umferð Pepsi- deildar karla og birtir úrvalslið umferðar- innar. »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.