Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 1
„Í aðdraganda vinnu við upptakastoðvirki sem koma eiga í veg fyrir að snjóflóð fari af stað yfir Holtahverfinu þurfti að ryðja vinnuslóða og hann sker fjallið svona leiðinlega frá flugvellinum séð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, um vegslóða sem hefur verið lagður upp fjallið Kubba í Skutulsfirði, ofan Holtahverfis á Ísafirði. Gísli segir að samkvæmt sérfræðingum frá Veðurstof- unni séu upptakastoðvirki með tilheyr- andi jarðraski eina færa leiðin til þess að tryggja hverfið með fullnægjandi hætti. Galvaniserað stál verður sett upp í hlíðina en það verður áberandi þegar búið er að klæða fjallið að sögn Gísla. Hann býst við að framkvæmdum ljúki seint á næsta ári. Þá verður byrjað að græða upp fjallið sem gæti tekið allt að fimm ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnuslóði vegna upptakastoðvirkja sker Kubba F Ö S T U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  116. tölublað  106. árgangur  SUMARSÝNING Á HÖFN Í HORNAFIRÐI TÍSKA 24 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM SUMARTÍSKUNAÁSLAUG ÍRIS KATRÍN 30  Um 3.500 Ís- lendingar eru í framboði fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar 26. maí nk. Störf frambjóðenda eru afar mismun- andi. Á fram- boðslistum er t.d. að finna 243 bændur, allt frá sauð- fjárbændum yfir í ferðaþjónustu- og kúabændur. Þá eru 255 fram- bjóðendur skráðir sem nemar og þar er um að ræða allt frá mennta- skólanemum yfir í doktorsnema. Alls eru 25 sérfræðingar skráðir í framboði en einungis níu af þeim gefa upp í hverju þeir eru sérfræð- ingar. Lögfræðingar í framboði eru 47 talsins og þar að auki eru 8 lög- menn. Smiðir eru 59 talsins og er þar um að ræða allt frá trésmiðum yfir í gleraugnasmiði. Þá er einn byssusmiður í framboði í Árborg. Alls eru 26 starfandi lögreglumenn í framboði. »6 Um 3.500 manns eru í framboði  Hróbjartur Jón- atansson, lögmað- ur, hyggst leggja fram tillögu á að- alfundi Frjálsa líf- eyrissjóðsins, þess efnis að sjóðurinn leiti til óháðra lög- manna og endur- skoðenda til þess að meta hvort ráð- gjöf Arion banka til sjóðsins um ríflega 1.200 milljóna króna fjárfest- ingu í United Silicon standist lög. „Nú liggur fyrir að þessir fjár- munir eru glataðir og að sjóðfélagar sitji uppi með tjónið,“ segir Hró- bjartur. Hann hyggst einnig bjóða sig fram til stjórnarsetu í sjóðnum. Með því segist hann vilja beita sér fyrir því að skilið verði milli Frjálsa og Arion banka, sem annast rekstur sjóðsins og skipar auk þess þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn. Þá hyggst Halldór Friðrik Þor- steinsson, einnig bjóða sig fram til að beita sér á með svipuðum hætti. »16 Vill rannsókn á fjárfestingu Frjálsa Baldur Arnarson baldura@mbl.is Margt bendir til samdráttar í ferða- þjónustu og að væntingar um vöxt greinarinnar í ár gangi ekki eftir. Arnar Már Ólafsson, markaðs- stjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, segir greinilega kólnun í íslenskri ferðaþjónustu. Gengi krónunnar vegi þar þungt. Heimsóknum á vef- síðu fyrirtækisins hafi til dæmis fjölgað um tugi prósenta milli ára en bókunum ekki fjölgað. Hrefna Sætran veitingamaður rekur m.a. Fiskmarkaðinn í miðborg Reykjavíkur. Hún segir sölu margra veitingahúsa vera að dragast saman. Runnið sé upp nýtt skeið og hafa þurfi meira fyrir sölunni. Samkeppn- in sé að harðna. „Það er verið að loka stöðum í miðbænum. Þetta er allt orðið erfiðara,“ segir Hrefna. Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segir hafa komið í ljós að víða um land sé ekki grundvöllur fyrir rekstri heils- árshótela. T.d. hafi hótelkeðjan horf- ið frá því að hafa opið allt árið á Pat- reksfirði. Víða um land sé veturinn rólegri en síðustu þrjú til fjögur ár. Gáfust upp á heilsársrekstri „Á Patreksfirði erum við nú til dæmis aðeins með opið sex til sjö mánuði á ári, eftir að hafa þraukað í þrjú ár og haft þetta opið allt árið um kring,“ segir Davíð Torfi. Mikil áform eru um ný hótel úti á landi. Skýr merki kólnunar í ferðaþjónustunni  Minnkandi velta leiðsögumanna, hótela og veitingamanna Hrun í bókunum » Birna Mjöll Atladóttir, hótel- stjóri á Hótel Breiðavík, segir hrun í bókunum á hótelinu. » Sterkari króna eigi þátt í að bókunarstaðan í maí sé sú versta frá upphafi. MHægir á ferðaþjónustu »14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.