Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018
Skógarþröstur Það bar vel í veiði hjá þresti sem var að leita að einhverju ætilegu og fann gómsætan bita. Ef til vill átti hann unga á hreiðri og ætlaði að færa þeim góðgætið.
Kristinn Magnússon
Ungur Bandaríkja-
maður, Ronan Farrow,
sendi nýlega frá sér
bókina War on Peace:
The End of Diplomacy
and the Decline of Am-
erican Influence –
Stríð um frið: Endalok
diplómatíunnar og
hrun bandarískra
áhrifa. Hér er orðið
diplómatía notað um
hæfni til að finna stjórnmálalega
lausn á alþjóðlegum ágreinings-
málum.
Í bókinni færir Farrow rök fyrir
því að bandaríska utanríkisráðu-
neytið hafi orðið undir í valdabaráttu
í Washington. Áhrif varnarmála-
ráðuneytisins og herforingja hafi
aukist á kostnað diplómatanna.
Bandaríkjaforseti vilji skjótar lausn-
ir í krafti hervalds, hvort sem því er
beitt eða ekki, í stað þess að treysta
á tímafrekar viðræður diplómata.
Mun meira fé renni til varnarmála-
ráðuneytisins en utanríkisráðuneyt-
isins.
Ronan Farrow starfaði fyrir Rich-
ard Holbrooke sendiherra sem fékk
það sérstaka verkefni hjá Hillary
Clinton, þáv. utanríkisráðherra í for-
setatíð Baracks Obama, að leita frið-
samlegrar lausnar í Afganistan með
þátttöku Pakistana. Obama sýndi
diplómatanum Holbrooke lítilsvirð-
ingu. Kann það að hafa flýtt fyrir
dauða Holbrookes. Hann fékk
hjartaáfall á fundi um verkefni sitt
með Hillary Clinton í utanríkisráðu-
neytinu.
Farrow (30 ára), sonur leikkon-
unnar Miu Farrow og kvikmynda-
leikstjórans Woodys Allens, fékk ný-
lega Pulitzer-blaðamannaverðlaunin
fyrir grein í The New Yorker á liðnu
hausti um Harvey Weinstein og kyn-
ferðislega áreitni hans.
Hratt greinin af stað
hreyfingu og ferli sem
enn er ólokið. Bók
Farrows um hnignun
bandarísku utanrík-
isþjónustunnar hefur
vakið alþjóðaathygli á
tíma þegar utanríkis-
stefna Bandaríkjanna
er undir smásjánni.
Ekki fyrir
Bandaríkjaþing
Barack Obama leit á
gerð kjarnorkusamningsins við Íran
árið 2015 sem kórónu á diplómatísku
meistaraverki sínu. Donald Trump
hefur nú sagt Bandaríkin frá samn-
ingnum. Hann getur það einn og
óstuddur vegna þess að Obama fór
aldrei með samninginn alla leið.
Obama lagði samningin ekki fyrir
bandaríska þingið. Hann vissi að þar
yrði hann aldrei samþykktur, jafnvel
innan Demókrataflokksins, flokks
forsetans, var andstaða við samning-
inn. Hann varð því aldrei endanlega
skuldbindandi að lögum fyrir
Bandaríkin.
Glíma forseta eða utanríkis-
ráðherra við þingmenn er oft erfið
vegna alþjóðasamninga. Til dæmis
hefur í meira en 30 ár ekki tekist að
tryggja aukinn meirihluta í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings fyrir að-
ild Bandaríkjanna að hafréttarsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna.
Andstæðingar hennar vilja ekki af-
sala fullveldinu með aðild að sátt-
málanum þótt hann sé virtur í verki.
Fréttir frá Washington eru mis-
vísandi um hver voru ráð einstakra
ráðherra og embættismanna til
Trumps í aðdraganda ákvörðunar
hans um brotthvarfið frá Írans-
samningnum. Opinberlega liggur þó
fyrir að Jim Mattis, hershöfðingi og
varnarmálaráðherra, taldi óskyn-
samlegt að hrófla við samningnum.
John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi
var andstæðingur aðildar. Mike
Pompeo utanríkisráðherra gaf evr-
ópskum starfsbræðrum sínum til
kynna að ef til vill mundi Trump
ekki stíga skrefið frá samningnum.
Utanríkisráðherrann skipaði sér í
sáttastólinn eins og diplómata sæm-
ir.
Utanríkisráðuneyti í vanda
Í bók sinni segir Ronan Farrow
frá vonbrigðum starfsmanna utan-
ríkisráðuneytisins vegna Rex Till-
ersons, fyrsta utanríkisráðherra
Trumps. Hann hafi látið „valta“ yfir
ráðuneytið á rúmu ári sem hann
stjórnaði því. Lýsingar Farrows á
niðurskurði og afleiðingum hans og
tregðu Tillersons til að beita sér
gagnvart fjárveitingarvaldinu bera
vott um mikið skeytingarleysi.
Rúmu ári eftir að Trump varð for-
seti eru Bandaríkin án sendiherra í
um 40 ríkjum, þar á meðal Íslandi.
Afgreiðsla öldungadeildarinnar á
tillögum forsetans og utanríkisráðu-
neytisins um sendiherraefni tekur
langan tíma. Í september 2017 var
til dæmis lagt til við öldungadeildina
að hún samþykkti Richard Grenell,
fyrrv. utanríkisráðgjafa hjá Bush-
stjórninni og síðar álitsgjafa hjá
Fox-sjónvarpsstöðinni, sem sendi-
herra í Þýsklandi.
Grenell var þó ekki settur í emb-
ætti í Washington fyrr en 4. maí
2018. Sama dag og hann afhenti
trúnaðarbréf sitt í Berlín, þriðjudag-
inn 8. maí, tilkynnti Trump ákvörð-
un sína um Íranssamninginn. Sendi-
herrann í Berlín rauk upp til handa
og fóta og sagði á Twitter að nú
skyldu þýsk fyrirtæki í Íran „strax
draga saman seglin“ vegna yfirvof-
andi viðskiptabanns.
John Bolton segir að það fari eftir
framgöngu Evrópuríkja hvort
bandarískar viðskiptaþvinganir á Ír-
ana bitni á þeim. Mike Pompeo úti-
lokar ekki samning við Evrópuríkin
um samstöðu gagnvart Írönum.
Bandaríkjastjórn voni að Evrópuríki
ýti Írönum að nýju að samnings-
borðinu.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs
ESB, var ómyrkur í máli um Trump-
stjórnina á blaðamannafundi í Búlg-
aríu 16. maí. Hann þakkaði þó
Trump fyrir að neyða ESB-ríkin til
að sjá hlutina eins og þeir væru. Síð-
an sakaði hann Bandaríkjastjórn um
„geðþóttafulla ýtni“ með því að
hverfa frá Íranssamningnum og
leggja tolla á stál og ál. Segja mætti
að með slíka vini þyrfti ESB ekki
óvini.
Gallaður samningur
Í kosningabaráttunni 2016 sagði
Trump Íranssamninginn frá árinu
2015 „versta samning allra tíma“. Að
hann nýtti tækifæri til að segja
Bandaríkin frá honum lá í augum
uppi. Bandaríkjastjórn bendir á
þessa galla á samningnum:
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna megi ekki heimsækja hern-
aðarlega staði við eftirlitsstörf sín
sem hljómi eins og brandari þegar
málið snýst meðal annars um hvort
hafin sé framleiðsla kjarnorku-
vopna.
Samningurinn sé tímabundinn. Í
honum felist í raun uppgjöf: Sam-
þykkt hafi verið að Íran gæti orðið
kjarnorkuveldi – bara ekki strax.
Samningurinn afnemi viðskipta-
hindranir gegn Íran. Tugir milljarða
dollara streymi til landsins af fryst-
um reikningum utan lands. Tekjur
Írana aukist mikið þegar þeir hefji
olíusölu að nýju. Fénu hafi einkum
verið beint til hersins. Smíðaðar hafi
verið eldflaugar og efnt til mikilla
vopnakaupa. Þá hafi Íranar látið fé
renna til fjölmargra erlendra
hryðjuverkasamtaka. Þeir ögri og
ógni nágrönnum sínum.
Trump á toppnum
Utanríkisráðuneytið, varnar-
málaráðuneytið og þjóðaröryggis-
ráðið leggja í púkkið hjá Bandaríkja-
forseta. Í tíð Trumps er greinilegra
en oft áður að forsetinn heimtar síð-
asta orðið. Nægir að nefna þrjú ný
stórmál: flutning bandaríska sendi-
ráðsins til Jerúsalem, örlög Írans-
samningsins og fundinn með Kim
Jong-un, harðstjóra N-Kóreu.
Lofið sem hlaðið var á Trump
þegar Jerúsalem-sendiráðið var
opnað mánudaginn 14. maí sannaði
enn alúðina við að gleðja forsetann
vegna ákvarðana hans.
Íranssamningurinn hangir í lausu
lofti. Óhjákvæmilegt er að jarð-
tengja hann. Tekst Mike Pompeo að
fá Trump til þess og friða Evrópu-
menn?
Sendinefnd frá S-Kóreu hitti
Trump í Washington og tilkynnti
síðan að hann ætlaði að hitta N-
Kóreu-harðstjórann Kim. Tillerson
utanríkisráðherra var ekki með í
ráðum. Nú treystir Pompeo utanrík-
isráðherra á fyrrverandi samstarfs-
menn sína hjá CIA við undirbúning
fundarins. Fyrir tveimur dögum
bárust svo fréttir um að Trump yrði
að sleikja fýluna úr Kim vildi hann
fundinn.
Hefðbundin diplómatía er á und-
anhaldi. Ef til vill birtist upphaf
endaloka diplómatíunnar í öllu þessu
brölti Donalds Trumps.
Eftir Björn
Bjarnason » Í bókinni færir
Farrow rök fyrir
því að bandaríska utan-
ríkisráðuneytið hafi
orðið undir í valda-
baráttu í Washington.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Trump og endalok diplómatíunnar