Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Sumir halda því fram að helstaframlag Ástralíu til heimstísk-unnar séu safaríflíkur og sport-sokkar. Fátt var þó um slíkan fatnað á nýafstaðinni tískuviku í Sydney og engin ein lína allsráðandi fremur en yfirleitt á tískuvikum stórborga annars staðar í heiminum. Undanfarin ár hefur þar tíðkast að einstaka tískuhönnuðir hafa storkað staðalímyndum kynjanna og dubbað karlfyrirsæturnar upp í kjóla og annan kvenlegan skrúða, jafnvel þrælað þeim í hælaháa skó og hlaðið á þá skarti. Þessarar tilhneig- ingar hefur gætt hjá bæði hönn- uðum sem eru gamlir í hettunni sem og þeim sem eru nýkomnir fram á sjónarsviðið. Enginn þarf að velkjast í vafa um að innblást- urinn er auknar umræður og vangaveltur fólks um kynvitund; tilfinninguna sem einstaklingar hafa fyrir kynferði sínu. Ekki er nefni- lega lengur um tvennt að velja. Ástralski tískuhönnuðurinn Gina Snodgrass var á þessum nótum á fyrrnefndri tískuviku með línu sem hún kallar The Dandy Boys, spjátr- ungarnir eða pjattrófurnar svo snarað sé á íslensku. Hún er þeirrar skoðunar að skýr skil milli karlmennsku og kven- leika séu ónauðsynleg og er hún stöðugt sögð vera að ógna hefðbundnum kyn- ímyndum. Snodgrass er ung að árum, nýlega útskrifuð með glans frá Tækniháskól- anum í Sydney, og hefur þegar getið sér gott orð í ástralska tískuheiminum. „Spjátrungarnir“ voru útskriftarverkefni hennar og eru þeir fyrirferðarmiklir á vefsíðu hennar, www.ginasnodgrass.com. Þar kveðst hún leggja mikla áhersla á klæðskerasaum, einstakan og vandaðan textíl og handbróderingu. „Ný, ögrandi en um leið rómantísk nálgun í hönnun á karlmannafatnaði,“ eins og þar stendur og lesendur geta dæmt um á meðfylgj- andi myndum. Eða kannski á bæði kynin? Öll kyn- in? Skyldi Snodgrass og tískuhönnuðum á sömu línu fyrr en síðar takast að inn- leiða sams konar tísku fyrir alla; kyn- lausa tísku? Og hvað svo? Áhrifamáttur tískunnar varir nefnilega ekki lengi og hún er þekkt fyrir að fara í hringi. Spjátrung- arnir hennar Snodgrass Tískuhönnuðir eru margir hverjir heillaðir af kynlausum flíkum. Ástralskir ekki síst eins og sást á tískuvikunni í Sydney sem lauk í gær. AFP Tískuvikan í Sydney í Ástralíu 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 kr. 7.700 kr. 6.900 kr. 8.900kr. 33.400 Bekkur 100x40 cm kr. 5.900 Smile 3ja sæta sófi kr. 190.700 Bakkar 8.800 / 6.900 kr. 14.900 kr. 93.800 kr. 4.300 Aðvörun! Umfjöllunarefniheimsins í dag er crossfit.Íþrótt sem margir elskaog enn fleiri elska að hata. Sérstaklega þar sem sú við- tekna skoðun virðist gilda að fólk sem stundar crossfit tali ekki um annað og ef það fer á æfingu þá þurfi allir í heiminum að vita af því. En er þetta virkilega svona? Ég hélt að ég yrði aldrei hluti af þess- um heimi. Ég var bara þessi týpa sem mætti í spinning, hoppaði og skoppaði á hjólinu, svitnaði og hélt að þetta væri bara komið. Samt hef ég aldrei getað gert armbeygju og það að burðast heim með fleiri en einn bónuspoka var hægara sagt en gert. Svo gerðist það fyrir tveimur ár- um að ég tók viðtal við ófríska stelpu sem tók 110 kg í hnébeygju með bumbuna út í loftið. Ég var sjálf ófrísk á þessum tíma og fannst þetta svo fáránlega nett að ég ákvað að crossfit skyldi ég prófa, þegar barnið væri samt komið í heiminn. Í sumar á ég eins árs crossfit-afmæli. Og já ég ætla að fagna því. Ég get kannski ekki ennþá gert dauða upphífingu og ég á ansi langt í land með handstöðupressurnar en ég get gert armbeygjur og núna nota ég bara „hook“ gripið þegar ég þarf að bera marga innkaupapoka. Það er kannski satt sem fólk vill halda fram, að fólk sem stundi crossfit tali ekki um annað, en það er lítið mál að fá útrás fyrir crossfit- talið við fólk sem hefur áhuga á því. Ég hvet hins vegar fólk sem hefur ekki prófað að hika ekki við það. Crossfit-heimurinn fer sístækk- andi og Ísland er á toppnum. Fyrir nokkrum árum hafði ég ekki hug- mynd um að heimsleikarnir í cross- fit væru til en núna get ég ekki beðið eft- ir að fylgjast með svæðakeppninni í Evrópu fyrir heims- leikana. Annie Mist og Katrín Tanja, tvöfaldir heimsmeist- arar í greininni, eru á meðal keppenda og ég hlakka til að fylgjast með þessum frábæru fyrirmyndum í Berlín um helgina. Svo eru bara 75 dagar í sjálfa heimsleikana. »Í sumar á égeins árs cross- fit-afmæli. Og já ég ætla að fagna því Heimur Erlu Maríu Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.