Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 27
Kennó gáfu mér reiðhjól þegar ég varð fimmtugur. Síðan hef ég hjólað til vinnu alla daga. Þetta, ásamt dag- legum sundferðum með Finnu, hefur bætt heilsuna. Finna kenndi mér skriðsund þegar ég var kominn á sjö- tugsaldur, og það segir mér að allir geti lært skriðsund. Ég hef átt þess kost að starfa með mörgum góðum fræðimönnum. Ég nefndi Harald Bessason og Ásgeir S. Björnsson en minnist líka Hermanns Pálssonar við Edinborgarháskóla og Roberts J. Glendinning við Manitoba- háskóla. Loks langar mig að geta leið- beinanda míns, Kurts Schier við Münchenarháskóla. Í samráði við hann og fleiri góða menn þýddi ég ferðasögu Konrads Maurer frá 1858, afar merkilega heimild um íslenskt samfélag um miðja 19. öld. Handritið fannst fyrir tilviljun um 1970, og loks- ins nú hefur þetta verk komið út á frummálinu þýsku.“ Á íslensku kom ritið út árið 1997 og ber heitið Íslandsferð 1858. Fjölskylda Eiginkona Baldurs er Finna Birna Steinsson, f. 4.2. 1958, myndlistar- maður. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgerður Friðriksdóttir, húsfreyja á Sauðárkróki, f. 19.2. 1932, d. 22.1. 1983 og Steinn Þ. Steinsson, héraðs- dýralæknir í Skagafirði, f. 4.2. 1931, d. 24.8. 2010. Börn: 1) Steinn Þorkell Steinsson, f. 26.2. 1977, grafískur hönnuður. Maki: Sigurrós Sigurbjörnsdóttir, BA í japönsku og húsgagnabólstrari. Dætur þeirra: Finna Birna, f. 2012, og Svava, f. 2017; 2) Ragnheiður Mar- en Hafstað, f. 6.1. 1982, í rannsóknar- stöðu við Skandinavíudeild Zürich- háskóla. Maki: Tobias Welt, tauga- og geðlæknir við háskólasjúkrahúsið í Zürich. Dætur þeirra: Klara Mar- grét, f. 2010, og Sunna Katrín, f. 2013; 3) Þorgerður Hafstað, f. 19.4. 1983, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur við há- skólasjúkrahúsið í Zürich. Sambýlis- maður: Shaun Ellensohn tölvutæknir. 4) Páll Ársæll Hafstað, f. 21.11. 1995, verkfræðinemi við Háskóla Íslands. Unnusta hans er Embla Jóhannes- dóttir verkfræðinemi. Systur: Steinunn P. Hafstað, f. 20.3. 1947, ljóðskáld, búsett í Hvera- gerði, og Vala (Valgerður) Hafstað, f. 14.7. 1963, blaðamaður, búsett í Reykjavík. Foreldrar: Hjónin Ragnheiður K. Baldursdóttir, f. 20.10. 1919, d. 31.1. 2008, kennari, og Páll Hafstað, f. 8.12. 1917, d. 5.9. 1987, skrifstofustjóri á Orkustofnun. Úr frændgarði Baldurs Hafstað Baldur Hafstað Ragnhildur Ólafsdóttir húsfreyja í Engey Pétur Kristinsson útvegsbóndi í Engey Maren Pétursdóttir verslunareigandi í Reykjavík Ragnheiður K. Baldursdóttir kennari í Reykjavík Baldur Sveinsson ritstjóri í Winnipeg og Reykjavík Kristjana Sigurðardóttir ljósmóðir á Húsavík Sveinn „víkingur“ Magnússon vert á Húsavík Valgerður Hafstað listmálari í París og New York igríður Hafstað bóndi á Tjörn í Svarfaðardal SÁrni Hjartarson jarðfræðingur í Reykjavík Anna Sigríður Indriðadóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík Árni Indriðason kennari við MR, fv. landsliðsmaður í handknattleik Erla Árnadóttir starfsm. Borgar- bókasafns Ingibjörg Hafstað bóndi í Vík Haukur Hafstað bóndi í Vík og frkvstj. Landverndar Pétur Sigurðsson tónskáld á Sauðárkróki Kristinn Baldursson lögfræðingur í Reykjavík Þórður Kristinsson ráðgjafi við HÍ Kristjana Kristinsdóttir lektor við HÍ og sérfræðingur á Þjóðskjalasafni Pétur Kristinsson lögfræðingur í Stykkishólmi Elín S. Kristinsdóttir stjórnsýslufræðingur Sigurður Baldursson lögfræðingur í Reykjavík Baldur Sigurðsson dósent við HÍ Gísli Sigurðsson sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar igurður Hafstað sendiherra SIngibjörg Hafstað vinnur að málefnum innflytjenda Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja á Geirmundarstöðum Sigurður Sigurðsson bóndi á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Vík Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Skagafirði Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Hafsteinsstöðum Jón Jónsson hreppstjóri á Hafsteinsstöðum í Skagafirði Páll Hafstað skrifstofustjóri á Orkustofnun ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Steindór Kristinn Jónsson fædd-ist 18. maí 1918 á Akureyri.Foreldrar hans voru hjónin Jón Björnsson, f. 1881, d. 1960, skip- stjóri og útgerðarmaður á Akureyri, og Kristín Guðjónsdóttir, f. 1882, d. 1957, húsfreyja. Steindór tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942, en fór fyrst að stunda sjóinn með föður sínum 1935. Hann var af og til háseti áður en hann tók far- mannapróf, fyrst á póstbátnum Drangey, sem faðir hans átti. Steindór keypti póstbátinn Ester af föður sínum í ársbyrjun 1943 og gerði hann út og var skipstjóri á því skipi þar til hann keypti gamla Drang 1946. Á því skipi var Steindór síðan í póst- og vöruflutningum þar til hann lét smíða nýja Drang árið 1959 í Nor- egi. Þessi skip öll átti Steindór og var oft skipstjóri á þeim eða þar til sveit- arfélög við Eyjafjörð og ríkissjóður keyptu hluta póstbátsins Drangs í upphafi áttunda áratugarins. Hin síð- ari ár fór Steindór oft í aukaferðir á Drangi utan Eyjafjarðarsvæðisins til þess að afla útgerðinni verkefna og sigldi einnig oft til útlanda. Steindór gegndi mörgum trúnaðarstörfum, jafnframt sjó- mennsku og framkvæmdastjórn. Hann var formaður Sjómannadags- ráðs Akureyrar um sinn, gjaldkeri Skipstjórafélags Norðlendinga, endurskoðandi Vélbátatryggingar Eyjafjarðar, svo nokkuð sé nefnt. Steindór var sjálfstæðismaður og hafði á hendi trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat í stjórn Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi, Útgerðarfélags Akureyringa hf. og í stjórn Akurs hf. Þá var hann einnig í stjórn Norðurverks hf. og umboðs- maður Skeljungs hf. á Akureyri um áratugaskeið. Eiginkona Steindórs var Emilía Sigurðardóttir, f. 2.12. 1918, d. 4.12. 1985, húsfreyja. Börn þeirra eru Est- er, f. 1949, Kristín, f. 1953, og Jón, f. 1955. Steindór lést 12.5. 1981. Merkir Íslendingar Steindór Kristinn Jónsson 90 ára Sigrún Kristbjörnsdóttir 85 ára Erlingur Helgi Magnússon Guðmunda Jóhannsdóttir Inga Skarphéðinsdóttir Þorbjörg Þórisdóttir 80 ára Dýrfinna Guðmundsdóttir Þórður Pétursson 75 ára Edda S. Kristinsdóttir Hjálmar Freysteinsson Ingunn Guðbjartsdóttir Jón Arnar Barðdal Sigurður Halldórsson Stefán Jónsson 70 ára Baldur Hafstað Egill Þórólfsson Grímur Laxdal Guðmundur Einarsson Guðrún Magnúsdóttir Gunnar Einarsson Helgi M. Alfreðsson Margrét Steinunn Alfreðsd. Ólafur Jón Héðinsson Sigurður Hlöðversson Þóra Guðrún Sigurðardóttir 60 ára Bernt Roar Kaspersen Egill A. Freysteinsson Hildur Guðbjörnsdóttir Kristinn Sævar Jóhannsson Ólafía Einarsdóttir Sigurður Sigurðsson 50 ára Ásgeir Unnar Sæmundsson Bragi Ásgeirsson Elísa Henný Arnardóttir Eyþór Söebeck Viðarsson Helga Sævarsdóttir Hulda Dagbjört Jónasdóttir Jónas Benóný Guðmarsson María Theódóra Ólafsdóttir Ragna Sæmundsdóttir Sigurður Bergþórsson Sigurjón Þórisson Fjeldsted 40 ára Ásgeir Skúlason Berglind Dögg Guðjónsd. Davíð Júlíusson Drífa Pálín Geirsdóttir Edyta Bozena Krzyzak Fanný Yngvadóttir Gunnar Már Gunnarsson Hanna Sledziewska Helga Guðrún Sævarsdóttir Kristbjörg Þorvarðardóttir Ragna Richter Reynhildur Karlsdóttir Stefán Ingi Ólafsson Sturla Þormóðsson Vala Ósk Bergsveinsdóttir Wioletta M. Ciebien 30 ára Agnar Logi Kristinsson Anna Sergeys Gorbatova Ástrós Rut Sigurðardóttir Bergvin Stefánsson Dóra Sif Jörgensdóttir Erna Halldórsdóttir Haraldur Örn H. Arnarson Hreiðar Hauksson Jón Viðar Jónsson Katarzyna Pokuc Kristín Linnet Einarsdóttir Lára Gestrún Woodhead Lukasz Grzegorz Kokocki Marly S. da Cruz Gomes Porntawan Sonpanya Romas Sopauskas Sigurður Á. Hannesson Sigvaldi Þorsteinsson Stefán Pálmi Gíslason Til hamingju með daginn 30 ára Ástrós er Reyk- víkingur og er þjónustu- fulltrúi hjá Garra og for- maður Krafts – stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein. Maki: Bjarki Már Sig- valdason, f. 1987, heimavinnandi. Foreldrar: Sigurður Þorvaldsson, f. 1960, sölustjóri hjá Salt- kaupum, og Aldís Haf- steinsdóttir, f. 1968, innkaupafulltrúi hjá Garra. Ástrós Rut Sigurðardóttir 40 ára Kristbjörg ólst upp í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn en býr á Sel- fossi. Hún er heimavinn- andi. Maki: Eiríkur Björnsson, f. 1976, rafeindavirki í Ár- virkjanum. Börn: Anita Björt, f. 1997, Sveina Björt, f. 2002, Björn Ingi, f. 2009, og Ástrós Björt, f. 2011. Foreldrar: Þorvarður Vil- hjálmsson, f. 1939, og Þórhildur Gunnarsdóttir, f. 1941. Kristbjörg Þorvarðardóttir 40 ára Stefán er fæddur og uppalinn á Mýrunum en býr í Borgarnesi. Hann rekur fyrirtækin Stefán rafvirki og Borgarsport ásamt konu sinni. Maki: Helga Sif Andrés- dóttir, f. 1983. Börn: Patrekur Darri, f. 2003, Hrafnhildur Brynja, f. 2008, og Víkingur Helgi, f. 2012. Foreldrar: Ólafur Emil Sigurðsson, f. 1950, og Vigdís Þorsteinsdóttir, f. 1957. Stefán Ingi Ólafsson Erum flutt í nýja glæsilega verslun Skútuvogi 2 Verið velkomin! Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760 Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.