Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018
Ég uni mér best í sveitinni. Hér erum við með stóra akra af gul-rótum og rófum og sáningu er að mestu lokið en annað bíður,svo vinnudagarnir eru oft langir. En þetta er yndislegur árs-
tími,“ segir Sturla Þormóðsson, bóndi á Fljótshólum í Flóa, sem er
fertugur í dag.
Sturla býr á föðurleifð sinni á bæ sem er við ósa Þjórsár og stundar
þar grænmetisrækt og er með kúabú. „Ég lauk stúdentsprófi, prófaði
svo kokkanám og bændadeildina á Hvanneyri en fann mig á hvor-
ugum staðnum. Það var samt eitthvað hér í sveitinni sem togaði í mig
svo ég tók við búskapnum hér og er sáttur. Þessi fjörutíu ár hafa verið
góður tími. Og allt er fertugum fært segir máltækið þótt aðrir segi
þessi tímamót vera einhverskonar sambland af vellíðan og feigð,“
segir Sturla sem er sonur þeirra Þormóðs Sturlusonar, sem er nýlát-
inn, og Guðrúnar Jóhannesdóttur. Eiginkona hans er Katharina Mar-
eike Schacht frá bænum Pegnitz í Bæjaralandi í Þýskalandi og eiga
þau fjögur börn; 11, 8, 7 og 2ja ára.
„Afmælið verður lágstemmt. Það er frekar að við fjölskyldan
skreppum eitthvað til útlanda í vetur eins og við höfum stundum gert
þegar er róleg stund í búskapnum. Mér finnst líka gaman að skoða
heiminn og lesa allskonar sagnfræði og fróðleik. Segi líka stundum í
gamni að sextugur ætli ég að hætta búskap og leggjast í grúsk og lest-
ur góðra bóka. Vonandi verður sá draumur að veruleika með ein-
hverju móti,“ segir Sturla á Fljótshólum. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bóndinn Þessi fjörutíu ár hafa verið góður tími, segir Sturla.
Vinnudagarnir eru
oft langir á vorin
Sturla Þormóðsson er fertugur í dag
B
aldur Hafstað fæddist 18.
maí 1948 í Reykjavík og
ólst upp í Vogahverfinu.
„Ég gekk í Langholts-
skóla og minnist góðra
kennara, einkum Elínar Vilmund-
ardóttur sem var aðalkennarinn okk-
ar allan barnaskólann. Vogaskóli reis
á þessum árum. Þar var Helgi Þor-
láksson skólastjóri; hann kenndi okk-
ur íslensku af leiftrandi áhuga og
snilld.
Ég var í sveit í Skagafirði á sumrin
hjá frænda mínum Halldóri Bene-
diktssyni á Fjalli í Sæmundarhlíð og
Þóru Þorkelsdóttur konu hans sem
átti það til að segja þegar hún vakti
okkur á morgnana: „Það er nógur
tími að sofa í gröfinni.““
Leiðin lá í MR og þaðan lauk Bald-
ur stúdentsprófi 1968. Hann ákvað að
fara í „norrænudeildina“ við Háskóla
Íslands og lauk BA-prófi 1971. Seinna
var hann í München í fimm ár og lauk
þaðan doktorsprófi og í Kanada í sex
ár, Winnipeg og Toronto. „Frá
Winnipeg-árunum er mér Haraldur
Bessason minnisstæðastur, ókrýndur
ambassador á Íslendingaslóðum í
Vesturheimi. Á rektorsárum hans á
Akureyri unnum við saman að útgáfu
tveggja fræðirita.
Ég kenndi um tíma við Fjölbrauta-
skólann á Sauðárkróki; það var
skemmtilegt að vinna með skóla-
meistaranum Jóni Fr. Hjartarsyni
við mótun skólastarfsins. Jón var
aðalhvatamaðurinn að stofnun frétta-
blaðsins Feykis sem ég ritstýrði um
tíma.
Ásgeir S. Björnsson, lektor við
Kennaraháskólann, fékk mig til að
taka að mér kennslu þar. Ég kenndi
svo við Kennaraháskólann og síðar
menntavísindasvið HÍ þangað til ég
fór á eftirlaun fyrir fimm árum.
Ástæðan fyrir því að ég hætti svo
snemma var sú að ég taldi mig geta
gert meira gagn ef ég gæfi mig
óskiptur að námsefnisgerð í samstarfi
við eldhugana á Skólavefnum; en ég
hafði verið í sambandi við þá allt frá
árinu 2007. Sömu menn standa að
Hlusta.is og Framhaldsskoli.is. Við
höfum gefið út mikið efni, að miklu
leyti í rafrænu formi, og fengið til liðs
við okkur trausta fræðimenn, hvern á
sínu sviði. Kennarar og nemendur um
allt land hafa sýnt þessu starfi okkar
mikinn áhuga, og það gerir okkur
kleift að halda áfram.“
Undanfarin misseri hefur Baldur
annast námskeið á vegum Félags
eldri borgara um fornsögurnar. „Það
hefur verið sérstaklega skemmtilegt,
og við höfum farið í ferðalög saman á
söguslóðir. Félagar mínir í gamla
Baldur Hafstað, fyrrverandi prófessor – 70 ára
Í Zürich Baldur og Finna ásamt tveimur af börnum sínum, Páli Ársæli og Ragnheiði Maren.
Það er nógur tími að
sofa í gröfinni
Afinn Afmælisbarnið ásamt Svövu
Steinsson og Klöru Margréti Welt.
Þórhildur Lilja Einarsdóttir
og Helga Dís Hafsteins-
dóttir á Akureyri tíndu
skeljar sem þær máluðu og
skreyttu og seldu til styrkt-
ar Rauða krossinum á Ís-
landi. Þær söfnuðu 34.439
krónum. Afraksturinn fer til
verkefna Rauða krossins í
Malaví.
Fjáröflun
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is