Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y 18. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.3 104.8 104.55 Sterlingspund 140.62 141.3 140.96 Kanadadalur 81.57 82.05 81.81 Dönsk króna 16.496 16.592 16.544 Norsk króna 12.867 12.943 12.905 Sænsk króna 11.95 12.02 11.985 Svissn. franki 104.02 104.6 104.31 Japanskt jen 0.9425 0.9481 0.9453 SDR 148.17 149.05 148.61 Evra 122.86 123.54 123.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.1848 Hrávöruverð Gull 1291.75 ($/únsa) Ál 2312.0 ($/tonn) LME Hráolía 78.1 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eftirlitsstofnanir og stjórnmálamenn í Bretlandi hafa í auknum mæli talað fyrir mögulegri uppskiptingu á stóru endur- skoðunarfyrirtækjunum fjórum. Þrýst- ingur hefur aukist verulega að KPMG, Deloitte, EY og PwC verði skipt upp, eft- ir gjaldþrot breskra stórfyrirtækja sem vakti upp spurningar um gæði endur- skoðunar og ráðgjafar fyrirtækjanna, að því er fram kemur í Financial Times. Í nýrri þingskýrslu sem kynnt var í vik- unni eru yfirvöld hvött til þess að skilja ráðgjafastarfsemina frá endurskoð- uninni. Eftirlitsstofnanir fundu alvarlega vankanta á tveimur af fimm endurskoð- unum sem rannsakaðar voru víðs vegar um heiminn á síðasta ári. Nánar er fjallað um málið á mbl.is. Þrýst á uppskiptingu endurskoðunarrisa STUTT anlegt við þá stöðu sem sjóðurinn er í gagnvart rekstraraðilanum, Arion banka. „Frjálsi sker sig úr öðrum sjóðum held ég, hann er með 55.000 sjóð- félaga en lætur svo einhvern úti í bæ ráðstafa sínum hagsmunum. Sjóðurinn er ekki með neina starfs- menn og enga starfsstöð til að und- irstrika sjálfstæði sjóðsins. Meira að segja framkvæmdastjóri sjóðsins er á launaskrá hjá bankanum.Við hvern hefur sá maður trúnaðar- skyldur, sjóðinn eða bankann? Ég spyr um þetta en Fjármálaeftirlitið ekki, sem er þó eftirlitsaðilinn. Þá er kveðið á um það í lögum frá 2017 að lífeyrissjóðir skuli hafa sérstakan áhættustjóra, sem ekki á að vera hægt að segja upp án aðkomu stjórnar. Til að tryggja sjálfstæði hans gagnvart þeim sem taka fjár- festingarákvarðanir fyrir sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum frá FME er þessi áhættustjóri starfsmaður Arion banka. Hvernig má það vera? Ég spurði FME hvar í lögum um líf- eyrissjóði væri heimild til að fram- selja áhættueftirlitið til sama aðila og framkvæmir fjárfestingar fyrir lífeyrissjóð. Ég hef eftir nokkra mánuði ekki fengið svar þess við spurningunni,“ segir Hróbjartur. Hann segir einnig mjög aðfinnslu- vert að sama endurskoðunarfyrir- tæki annist endurskoðun Frjálsa og Arion banka. „Allt ber þetta að sama brunni og nú verður að tryggja að sjóðfélagar fái fulla stjórn á sjóðnum sem ber ábyrgð á lífeyriseign þeirra. Ef ég næ kjöri verð ég sjálfsagt leiðinleg- asti stjórnarmaðurinn, að mati bankans.“ Vilja auka aðkomu sjóðfélaga Stjórn sjóðsins vill í tillögum sem hún leggur fyrir aðalfund auka að- komu sjóðfélaga við val á stjórn- armönnum. Þannig er lagt til að í stað þess að Arion banki tilnefni þrjá af sjö stjórnarmönnum verði allir stjórnarmenn kosnir á aðal- fundi. Samhliða þeirri breytingatil- lögu gerir stjórnin það að tillögu sinni að sérstök valnefnd verði starfrækt sem hafi ráðgefandi hlut- verk vegna kosningar á stjórnar- mönnum á hverjum tíma og leggi fram tillögu sína í þeim efnum. Til- lagan miðar að því að nefndin, sem skipuð verði þremur einstaklingum, samanstandi af aðila sem stjórnin sjálf tilnefnir, öðrum sem Arion banki tilnefni og þriðja aðilanum sem tilnefndur verði af utan- aðkomandi aðila sem stjórn fái til verksins. Morgunblaðið/Eggert Stór sjóður Frjálsi er sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins en hrein eign hans reyndist vera ríflega 210 milljarðar króna um nýliðin áramót.  Telja tengsl milli stofnananna tveggja kalla á alvarlega hagsmunaárekstra Kalla eftir aðskilnaði Frjálsa lífeyrissjóðsins og Arion banka BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kosið verður um tvö stjórnarsæti af sjö hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum á ársfundi sjóðsins sem haldinn verð- ur 30. maí næstkomandi. Margt bendir til þess að tekist verði á um sætin tvö en tveir einstaklingar, sem ekki eiga sæti í stjórn, hafa gef- ið kost á sér. Báðir kalla þeir eftir því að tengsl sjóðsins og Arion banka verði endurskoðuð. Í dag er Arion banki rekstraraðili sjóðsins og skipar þrjá stjórnarmenn af fjór- um. Hróbjartur Jónatansson lögmað- ur og Halldór Friðrik Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi H.F. Verðbréfa, hafa ákveðið að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Í samtali við Morg- unblaðið staðfesta þeir báðir að með framboðum sínum vilji þeir beita sér fyrir því að sjálfstæði sjóðsins verði betur tryggt og ásýnd sjóðsins endurspegli að sjóðfélagar ráði hagsmunum hans. „Það er ljóst að Arion banki og forverar hans hafa farið með sjóðinn sem sinn eigin og það er ekki ásætt- anlegt lengur, að mínu mati. Það eru 55 þúsund sjóðfélagar sem eiga réttindi í honum og þeir hafa hingað til haft fremur takmarkaða sýn á hvernig hagsmunum sjóðsins er ráðstafað. Það sem vakti sjóðfélaga til raunveruleikans var þessi glóru- lausa fjárfesting í þessu fjárfesting- arverkefni sem kennt er við United Silicon, sjóðfélagar horfðu, eftir á raunar, upp á fjármuni setta í glóru- laus verkefni á vegum bankans sem fer í raun með alla hagsmuni hans. Þar réðst sjóðurinn í 1.200 milljóna fjárfestingu í United Silicon að frumkvæði bankans, sem átti sjálfur mikilla hagsmuna að gæta, sem töp- uðust. Vegna þess máls hefur stjórnin glatað trausti sjóðfélaga, það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Hróbjartur. Auki svigrúm stjórnarinnar Halldór Friðrik hefur lagt form- lega tillögu fram fyrir ársfundinn sem felur í sér breytingu á grein 4.9 í samþykktum sjóðsins. „Með því fellur niður grein sem kveður á um að Arion banki skuli annast daglegan rekstur sjóðsins. Þessi grein bindur að mínu mati um of hendur stjórnarinnar,“ segir Halldór Friðrik. Hann segist finna að sjóðfélagar kalli eftir breytingum í þessa veru. Hróbjartur segir margt óásætt- Arion banki tilkynnti í gær að stefnt væri að skráningu bankans í íslensku og sænsku kauphallirnar á fyrri helmingi ársins. Arion banki yrði þannig fyrsti íslenski bankinn til þess að verða skráður á Aðallista Kaup- hallarinnar frá hruni. Í tengslum við skráninguna verða boðnir út hlutir sem nema að minnsta kosti 25% af útistandandi hlutafé bankans. Endanleg stærð útboðsins verður hins vegar tilkynnt í tengslum við útgáfu skráningarlýsingar. Fram kemur í tilkynningu að stjórn Arion banka sé meðal annars að skoða þann möguleika að losa Val- itor út úr samstæðunni á næstunni, þó að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. Ríkið fellur frá forkaupsrétti Jafnframt tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið í gær samkomu- lag við Kaupþing þess efnis, að for- kaupsréttur ríkisins á hlutabréfum í Arion banka muni ekki gilda við skráningu bankans á markað og sölu á hlutum Kaupþings í tengslum við hana. Forkaupsrétturinn mun þó standa að öðru leyti óhaggaður eftir það. Söluandvirði þeirra hlutabréfa sem seld verða í tengslum við skrán- ingu bankans verður greitt inn á skuldabréf sem Kaupþing gaf út í tengslum við stöðuleikasamninga og nema eftirstöðvar þess nú 29 millj- örðum króna. Söluandvirði umfram eftirstöðvar skuldabréfsins munu svo skiptast á milli ríkisins og Kaupþings í samræmi við afkomuskiptasamning sem skilgreindur var í stöðugleika- samningunum. Morgan Stanley, Citigroup, Carnegie og fyrirtækjaráðgjöf Arion banka leiða útboðið, en auk þess taka þátt í því Deutsche Bank, Goldman Sachs, Fossar markaðir, Íslands- banki, Landsbankinn og Svenska Handelsbanken. steingrimur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Skráning Hin sænska Eva Ceder- balk er stjórnarformaður Arion. Tvöföld skráning í bígerð hjá Arion  Skráður á Ís- landi og í Svíþjóð fyrir mitt árið Í Morgunblaðinu á miðvikudag var því haldið fram að eignarhlutur Magnúsar Halldórssonar, ritstjóra Vísbendingar, í Kjarninn Miðlar ehf., næmi 10,36%. Hið rétta er að eignarhlutur hans er 11,71%. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.