Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Biðlistar íheilbrigð-iskerfinu valda marg- víslegum usla; hremmingum fyrir sjúklinga og að- standendur þeirra og kostnaði fyrir skattborgara. Embætti landlæknis greindi í gær frá því að biðlistar eftir varanlegri búsetu í hjúkrunar- rýmum hefðu lengst á und- anförnum árum og biðtíminn hefði lengst um nær 70% frá árinu 2014. Í samantekt embættisins um vandann er lýst yfir „áhyggjum af stöðunni og þeim áhrifum sem löng bið eftir hjúkrunarrými getur haft á þá sem bíða eftir rými svo og annars staðar í heil- brigðiskerfinu“. Í samantektinni kemur fram að í byrjun janúar 2014 hafi 226 einstaklingar verið á biðlista eftir varanlegri bú- setu í hjúkrunarrými. Í árs- byrjun 2018 voru 362 á bið- lista. Þegar fjöldinn á biðlista er reiknaður á fjölda íbúa 80 ára og eldri biðu um 50% fleiri eftir rými í byrjun þessa árs en 2014. Þá segir að á fyrsta fjórð- ungi ársins 2014 hafi þeir 226 einstaklingar, sem fengu hjúkrunarrými, beðið að með- altali 74 daga eftir úthlutun. Helmingur hafi fengið pláss innan 40 daga eftir að hafa fengið vist- unarmat. Þeir 255 einstaklingar, sem hafi fengið hjúkr- unarrými á fyrsta fjórðungi þessa árs, hafi að með- altali beðið 126 daga. Helm- ingur hafi fengið hjúkrunar- rými innan 90 daga. Þetta segir þó ekki alla sög- una. Það sem af er þessu ári hafa 335 manns fengið varan- legt hjúkrunarrými. Þeir höfðu að meðaltali verið á bið- lista í 127 daga áður en þeir fengu rými. Af þessum 335 hafði 151 beðið lengur en 90 daga og var meðalbiðtími þeirra 231 dagur. Gæðunum er því misskipt. Biðtíminn er mislangur eft- ir heilbrigðisumdæmum. Stystur var hann á Vestur- landi eða 59 dagar að meðal- tali. Á höfuðborgarsvæðinu er biðtíminn 106 dagar að meðal- tali. Bið eftir hjúkrunarrými getur reynst þungbær. Þá má ekki gleyma því að á biðlist- unum eru þeir sem fengið hafa vistunarmat. Það getur verið eins og að komast í gegnum nálarauga að fá slíkt mat. Vandinn er því mun alvarlegri en tölur Embættis landlæknis gefa til kynna. Bið eftir hjúkr- unarrými getur reynst þungbær og veldur einnig óþarfa álagi á heilbrigðis- kerfið} Listar lengjast og biðin líka Breska ríkis-stjórnin sam- þykkti í gær til- lögu sem kveður á um að ef enginn samningur hafi náðst við Evr- ópusambandið um tollamál muni Bretar fylgja þeim toll- um sem sambandið setur sjálft. Tilgangur tillögunnar er einfaldlega sá að tryggja það að ekki þurfi að setja upp strangt landamæraeftirlit á landamærum Norður-Írlands og Írlands, eftir að Bretland gengur úr Evrópusambandinu. Þetta hefur reynst mikið þrætuepli, en Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði varað við því að ef opin landamæri írsku ríkjanna væru ekki tryggð í sam- komulagi Breta og Evrópu- sambandsins, hvernig sem það liti út að öðru leyti, myndu Ír- ar beita neitunarvaldi sínu á samkomulagið í heild. Með til- lögunni er breska ríkisstjórnin því að reyna að gulltryggja það að Írar haldi ró sinni og skjóti ekki Brexit-sam- komulagið á kaf. Þessi tilhögun mála er þó ekki endilega vinsæl meðal þeirra sem helst studdu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óttinn þar á bæ er sá að með tillög- unni séu Bretar að skuldbinda sig til þess að fylgja tolla- bandalaginu að málum um ald- ur og ævi, með þeim afleið- ingum að í raun væri um að ræða „Brexit án Brexit“. Tillagan er hins vegar ein- göngu hugsuð sem tímabundin ráðstöfun, sem yrði beitt þá og því aðeins að ekkert sam- komulag næðist. Theresa May forsætisráðherra vonar að ekki muni koma til þess, þar sem búið verði að semja um alla þætti Brexit-málsins áður en til útgöngunnar kemur. Vandi hennar er hins vegar sá að enn er allt óvíst um það hvernig tollamálin munu líta út að endingu, en stefnt er að því að búið verði að semja um þau í haust. Tíminn er því að renna út. Írland reynir á stöðu May}Tíminn að renna út Á þeim 140 dögum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ver- ið starfandi hefur ríkisstjórnin unnið hörðum höndum að því að koma aðgerðum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Heilbrigðis- málin eru í forgangi í stjórnarsáttmálanum. Fyrsti kafli stjórnarsáttmálans er helgaður þeim og þar er að finna fjölmargar mikilvægar aðgerðir og markmið, sem öll miða að því að bæta íslenska heilbrigðiskerfið, styrkja það og efla. Á meðal þeirra aðgerða sem nefndar eru er að fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland, efl- ing heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar notenda, framkvæmdir við nýjan meðferðar- kjarna Landspítala, efling nýsköpunar í heil- brigðismálum, að hrinda geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 í framkvæmd, aukin áhersla á forvarnir og lýðheilsu og stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma aldr- aðra. Þessi listi er fjölbreyttur og viðamikill, en ég er stolt af því að geta sagt frá því að vinna við allar fyrrnefndar að- gerðir er hafin í velferðarráðuneytinu. Vinna við heilbrigð- isstefnu er komin vel á veg. Í þeirri vinnu höfum við hug- fast að stefnuna þarf að vinna með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og að skilgreina þarf betur hlutverk ein- stakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Ég stefni að því að áherslur heilbrigðisstefnu verði ræddar á heilbrigðisþingi sem ég mun boða til nú í októ- ber og stefnuna sjálfa mun ég síðan leggja fyrir Alþingi eftir áramótin eða haustið 2019. Efling heilsugæslunnar er einnig hafin, til dæmis með fjölgun sálfræð- inga sem starfa við heilsugæslur, geð- heilsuteymum og stofnun nýrrar þróun- armiðstöðvar heilsugæslunnar sem mun meðal annars leiða faglega þróun allra heilsugæslu- stöðva á landsvísu og stuðla að gæðaþróun. Í stjórnarsáttmálannum segir að fram- kvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Land- spítala muni hefjast næsta sumar. Útboð vegna jarðvinnu við meðferðarkjarnann var auglýst í seinni hluta apríl, en meðferðarkjarn- inn er stærsti þátturinn í uppbyggingu Land- spítalaþorpsins við Hringbraut. Því er um stórt og mikilvægt framfaraskref að ræða. Ný- sköpun í heilbrigðisþjónustu hefur jafnframt verið efld, til dæmis með auknum fjárfram- lögum til fjarheilbrigðisþjónustu, og unnið er markvisst að framkvæmd geðheilbrigðisáætl- unar til 2020. Áhersla á forvarnir og lýðheilsu hefur verið aukin, til dæmis með stofnun fagráðs um skimanir fyrir krabba- meini hjá embætti landlæknis og styrkingu heilsueflandi samfélaga. Síðast en ekki síst má nefna sannkallaða stór- sókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma en í nýrri fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er gert ráð fyrir uppbyggingu 550 hjúkrunarrýma fram til ársins 2023, en það er aukning um 300 frá fyrri áætlun. Fjölmörg verkefni eru hafin, mikil sigling á málaflokkn- um og markmiðin eru skýr. Góð og samfelld heilbrigð- isþjónusta sem þjónar landsmönnum öllum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Eftir 140 daga Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikilvægt er að mótuðverði heildstæð stefna íhafnamálum þar semtekið er tillit til sam- félagsins og þarfa viðkomandi hafnar, segir m.a. í nýlegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, við fyrirspurn á Alþingi frá Lilju Rafneyju Magnús- dóttur, þingmanni VG, um stöðu hafn- arsjóða og stefnumörkun í hafna- málum. Staðan sé mjög mismunandi, en bág staða sumra hafnarsjóða áhyggjuefni. Í svari ráðherra segir að horfa þurfi til þess hvort mikilvægt sé að fækka hafnarsjóðum með sameiningu og aukinni samvinnu, en hafnarsjóðir nái þannig að hagræða og samnýta hafnarmannvirkin betur með t.d. sér- hæfingu. Gísli Gíslason er formaður stjórnar Hafnasambands Íslands og segist hann lengi hafa verið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að hafnirnar styrki stöðu sína með því að auka sam- starf og jafnvel með sameiningu. Vegtengingar til hafnanna „Ríkið þarf að koma meira til móts við hafnirnar og taka meira tillit til flutninga á landi þegar horft er á uppbyggingu í hafnamálum, meðal annars með vegtengingum til hafn- anna. Sú stefnumótun þarf að vera hluti af samgönguáætlun og við vonum að þess sjái stað í samgönguáætlun í haust,“ segir Gísli. Hann segir að fækka þurfi hafnarsjóðum og hafn- irnar þurfi að vinna ákveðna heima- vinnu í stefnumótun til lengri tíma. Það gefi augaleið að litlir hafnarsjóðir með stór og illa nýtt mannvirki krefjist skoðunar á heimaslóð. Í svari ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar er vitnað í skýrslur Hafnasambandsins um afkomu hafn- anna, en síðasta skýrslan náði yfir rekstur ársins 2016. Í svarinu kemur fram að heildarframlegð og rekstr- arniðurstaða hafi batnað frá 2014 til 2016, en staða hafna sé mjög mismun- andi. Minni hafnir eigi erfitt með að halda við bryggjum og brimvarn- argörðum og þær reiði sig á framlag frá ríkissjóði. Ekki hafi tekist alls staðar að halda í við endurbyggingu hafnar- mannvirkja sem skyldi, m.a. þar sem fjárframlög ríkisins til Hafnabótasjóðs hafi verið af skornum skammti árin 2014 og 2015, og reyndar alveg frá árinu 2009. Gera megi ráð fyrir að út- gjöld vegna endurbyggingar hafn- armannvirkja hækki á komandi árum. Gísli segir að þó svo að framlegð hafnanna hafi lagast árið 2016 þá vegi Faxaflóahafnir og Fjarðabyggð- arhafnir svo þungt að það gefi ekki rétta mynd af heildinni. Framlög mættu vera meiri Spurður hvernig eigi að bregðast við því að fjárhagsstaða margra hafnarsjóða sé svo slök að þeir geti hvorki staðið undir viðhalds- né ný- framkvæmdum segir í svari ráðherra að það sé á ábyrgð þeirra sem eigi og reki viðkomandi höfn að bregðast við fjárhagsstöðu þeirra. „Þeir eru ábyrgir fyrir rekstri og fjárfestingu, enda hafa margir þeirra brugðist við með því að draga saman útgjöld og draga úr viðhaldi. Framlög ríkisins í þennan málaflokk hafa aukist umtalsvert, en mættu vera meiri svo að styrkja mætti hafnarsjóði frekar til þess að halda betur við þeim hafn- armannvirkjum sem fyrir eru,“ segir í svarinu. Árið 2012 mat Siglingastofnun fjárþörf hafnarsjóða til að viðhalda hafnarmannvirkjum og til að halda viðunandi dýpi innan hafnar og hljóð- aði það upp á 2,5–3 milljarða á ári fyrir allar hafnir landsins. Hafnir á höfuð- borgarsvæðinu og hafnir Fjarða- byggðar njóta ekki framlags ríkisins. Að frádreginni þörf þeirra var talið að framlag ríkisins þyrfti að vera um 1.200–1.500 millónir á ári. Ætlunin er að uppfæra þetta mat um fjárþörf hafnanna. Hagræðing í rekstri hafna verði skoðuð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Fjöldi báta af ýmsum stærðum og gerðum við bryggju. Tekjur hafna vegna aflagjalda drógust saman á síðasta ári miðað við ár- ið á undan, en þau tengjast verðmæti landaðs afla. Gísli Gíslason segir að fram hafi komið að aflaverðmæti hafi rýrnað um yfir 20% á milli ár- anna 2016 og 2017. Viðbúið sé að niðurstaðan verði lækkun tekna af aflagjöldum sem nemi 10-20% fyrir árið 2017. Árið 2016 voru tekjur hafna af aflagjöldum um 1,8 milljarðar. Hann segir að nokkrar hafnir á landsbyggðinni hafi fengið auknar tekjur af skemmtiferðaskipum, einkum þó Akureyri og Ísafjörður. Aðrar hafnir séu fyrst og fremst fiskihafnir háðar tekjum af aflagjöldum sem séu í flestum tilvikum langstærsti tekjuliðurinn. Einhverjar þeirra hafi sýnt betri afkomu með því að halda að sér höndum í framkvæmdum og endurbótum, sem komi niður á þeim á einhverjum tíma. Minni tekjur af aflagjöldum STÆRSTI TEKJULIÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.