Morgunblaðið - 18.05.2018, Page 4

Morgunblaðið - 18.05.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Kókosjógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Elliðaárdalurinn hefur ekki verið frið- lýstur. Á það bendir stjórn Hollvina- samtaka Elliðaárdalsins sem sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún fagnaði umræðu um friðlýsingu El- liðaárdalsins í aðdraganda kosninga. Stjórnin segir mikla umræðu hafa skapast vegna áforma um byggingu mannvirkis í Elliðaárdalnum en árið 2016 hafi verið samþykkt vilyrði fyrir úthlutun á lóð fyrir svokallað Bio- dome Aldin með áformum um 1.500 m2 byggingu. Í dag sé gert ráð fyrir að 3.800 m2 byggingu á 13.000 m2 lóð. „Friðun með hverfisvernd í deili- skipulagi er ekki sambærileg friðlýs- ingu samkvæmt náttúruverndarlög- um. [...] Fyrir liggur að tillögu um friðun í deiluskipulagi með hverfis- vernd frá árinu 2014 hefur ekki verið fylgt eftir. Elliðaár og nærliggjandi svæði eru því hvorki friðuð sam- kvæmt deiliskipulagi né samkvæmt náttúruverndarlögum. Samtökin hvetja borgarstjórn til þess að frið- lýsa Elliðaárdalinn,“ segir í ályktun samtakanna. Hvetja borgar- stjórn til að friðlýsa  Elliðaárdalurinn er ekki friðlýstur Morgunblaðið/Eggert Elliðaárdalur Hollvinasamtökin vilja standa vörð um lífríki dalsins. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ólíklegt er að ný hreppsnefnd Ár- neshrepps, sem tekur til starfa eftir kosningar 26. maí, geri breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins og hindri þannig að fyrirhuguð Hval- árvirkjun, sem er umdeild meðal íbúanna, verði að veruleika. Þetta er mat Evu Sigurbjörnsdóttur, núver- andi oddvita hreppsins. Sjálf er hún eindreg- inn stuðnings- maður virkjunar- innar. Eva sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að mikið þyrfti að gerast til þess að hætt yrði við virkjunina. Það væri þó ekki óhugsandi að ný hreppsnefnd tæki málið upp að nýju. „Allt getur svo sem gerst,“ sagði hún. Sveitarstjórn á eftir að gefa út framkvæmdaleyfi og það verður ekki gefið út fyrr en eftir kosningar. Fyrst þarf þó Skipulagsstofnun að samþykkja breytingarnar á að- alskipulaginu í þágu virkjunarinnar, en stofnunin hefur gert at- hugasemdir við það hvernig staðið var að verki og bíður með staðfest- ingu þangað til skýringar hafa feng- ist frá hreppsnefndinni. Svara Skipulagsstofnun Eva segir að unnið sé að því að svara fyrirspurn Skipulagsstofnunar sem snýst um hæfi fulltrúa í hrepps- nefnd, tilboð framkvæmdaaðila um samfélagsverkefni og innviðaupp- byggingu og hvort skipulagstillagan hafi verið unnin af þeim aðila. Ekki er víst að það svar verði tilbúið fyrir kosningar, þar sem í mörg horn sé að líta þessa dagana í Árneshreppi. Þjóðskrá hefur verið með til at- hugunar hvort fjölgun íbúa í sveitar- félaginu að undanförnu byggist að einhverju leyti á tilhæfulausum skráningum lögheimila. Ákvað hreppsnefnd því að samþykkja kjör- skrá með fyrirvara. Eva segist búast við að fá niðurstöðu frá Þjóðskrá öðrum hvorum megin við helgina. Sem stendur eru 65 á kjörskránni, en í síðustu kosningum voru þeir 43. Fjölgun er því um 40%.. Tilbúin að halda áfram Enginn listi er í framboði í Árnes- hreppi og fer því fram óhlutbundin kosning þar sem allir íbúar 18 ára og eldri eru í kjöri. Tveir hreppsnefnd- armenn, sem andvígir eru virkjun- inni, Ingólfur Benediktsson og Hrefna Þorvaldsdóttir, hafa þó beð- ist undan endurkjöri. Eva, sem er hlynnt henni, er aftur á móti tilbúin að halda áfram, en segir að ákvörðun um næsta oddvita sé í höndum hreppsnefndar þegar hún hefur ver- ið kjörin. Telur ólíklegt að hróflað verði við virkjuninni  Ekki þó óhugsandi, segir Eva Sigur- björnsdóttir, oddviti Árneshrepps Morgunblaðið/Golli Drynjandi Mörgum er annt um hina einstöku náttúru í Árneshreppi. Sveitarfélag í sviðsljósi » Árneshreppur er fámenn- asta sveitarfélag landsins. » Í hreppnum er hart deilt um áhrif fyrirhugaðrar virkjunar á náttúruna. » Skipulagsstofnun vill fá skýringar áður en hún stað- festir breytt skipulag vegna Hvalárvirkjunar. » Óljóst er hvaða stefna verð- ur uppi þegar ný hreppsnefnd hefur verið kjörin. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Búið er að loka bílastæðinu við hlið Rúmfatalagersins í Skeifunni í Reykjavík, en þar verður settur upp götumatarmarkaður í litlu gáma- þorpi og verður hann starfræktur í tvo mánuði í sumar, frá 1. júní til 29. júlí. Verslunarmenn í nágrenninu eru sumir hverjir ósáttir og segja skort vera á bílastæðum vegna þessa, en með lokuninni hverfa tímabundið um 70 bílastæði. Þá hefur einnig öðru álíka stóru bílastæði á svæðinu, því sem finna má við brunareitinn í Skeif- unni 11, verið lokað vegna fram- kvæmda sem þar standa yfir. Úlfar Hinriksson, framkvæmda- stjóri Suzuki á Íslandi, er einn þeirra sem ósáttir eru við lokunina. „Ég á nú hluta í þessu bílastæði og var alfarið á móti því samkomulagi sem gert var við Reykjavíkurborg, en það var nú ekkert hlustað á það,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Vandinn var fyrirséður Að sögn Úlfars nýtti fyrirtæki hans bílastæði á planinu meðal ann- ars til þess að geyma uppítökubíla auk þess sem planið var einnig notað af starfsfólki fjölmargra fyrirtækja á svæðinu og viðskiptavinum þeirra. „Það var fyrirséð að það yrði bíla- stæðaskortur í Skeifunni í sumar vegna þess að verið er að byggja í Skeifunni 11 og þar fóru á bilinu 70 til 80 stæði undir þá starfsemi. Svo hverfa þarna um 70 stæði til viðbótar og það veldur því að það eru engin bílastæði eftir fyrir kúnnann – ekki bara hjá okkur heldur hjá öllum hér í kring,“ segir Úlfar. Aðspurður segist Úlfar svo eiga von á enn frekari vandræðum þegar markaðurinn opnar á næstu vikum. „Þetta er nú þegar orðið vandamál. Stæðin voru mikið nýtt af starfs- mönnum hér á svæðinu og ef það verður einhver aðsókn á markaðinn þá verður þetta enn verra. Ég hugsa að flestir komi þangað á bíl.“ Auk götumarkaðar stendur til að sýna leiki á HM í Rúss- landi á stórum skjá á plan- inu. Þá munu einnig þekkt- ir tónlistarmenn og plötusnúðar troða upp, en opið verður fimmtudag til sunnudags, bæði í hádeginu og svo síðdegis fram til 21:30. Morgunblaðið/Valli Autt Búið er að tæma bílaplanið og verður á næstu dögum hafist handa við að setja upp götumatarmarkaðinn. Mikið nýtt bílastæði víkur fyrir markaði  Skortur er á bílastæðum í Skeifunni eftir að tvö plön loka „Við erum að fara að stilla upp og gámarnir munu detta inn [í dag] og um helgina,“ segir Ró- bert Aron Magnússon, athafna- maður og skipuleggjandi götu- matarmarkaðarins í Skeifunni, en búið er að loka og tæma bíla- planið. Aðspurður segist Róbert Aron eiga von á um 10 til 11 stórum gámum sem ramma eiga mat- arþorpið inn, en inni í því verða einnig borð til að fólk geti notið seldra veitinga. Þá er jafnframt von á stórum strætisvagni sem nýttur verður sem kaffi- aðstaða á svæðinu. „Ég á von á því að þetta verði mjög skemmtilegt þegar allt er komið upp og í gang,“ segir hann. Uppstilling að hefjast MATARMARKAÐUR Róbert Aron Magnússon. Eva Sigurbjörnsdóttir Þórður Sverr- isson, stjórn- arformaður tón- listar- og ráðstefnuhússins Hörpu, telur sig hafa stuðning innan stjórnar til að lækka stjórn- arlaun að því er fram kemur á mbl.is. Þar segir Þórður að hann ætli að leggja það til á næsta stjórn- arfundi að fallið verði frá hækkun stjórnarlauna sem samþykkt voru á aðalfundi 26. apríl. Þar var sam- þykkt að þóknun fyrir stjórnasetu hækkaði úr 92.500 á mánuði í 100.000 kr. Þórður segir að það hafi verið vanhugsað að hækka stjórnarlaunin og hann vonist til þess að starfsfólk Hörpu og stjórn- endur haldi áfram að vinna að bætt- um rekstri. Stjórnarformaður vill falla frá hækkun stjórnarlauna í Hörpu Harpa Tónlistar- og ráðstefnuhús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.