Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 6
6 Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sex sitjandi alþingismenn eru í fram- boði í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Allir þingmennirnir eru neð- arlega á lista og eiga því ekki möguleika á að taka sæti í sveitar- stjórnum. Þingmennirnir eru Berg- þór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í 17. sæti fyrir Miðflokkinn á Akra- nesi. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, þingmaður Viðreisnar, í 22. sæti Viðreisnar í Hafnarfirði. Bryn- dís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, er í 18. sæti listans í Mosfellsbæ. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er í 14. sæti flokksins í Grindavík. Will- um Þór Þórsson, þingmaður Fram- sóknar, er í 22. sæti Framsóknar í Kópavogi og Inga Sæland, þingmað- ur Flokks fólksins, er í 23. sæti síns flokks í Reykjavík. Þá eru einnig átta fyrrverandi alþingismenn í framboði. Sjálfkjörið í Tjörneshreppi Alls bárust 204 framboðslistar til kjörstjórnar. Kosning fer fram í 72 sveitarfélögum en í 15 þeirra barst enginn framboðslisti og verður því óhlutbundin kosning eða persónu- kjör í þeim sveitarfélögum. Í Tjör- neshreppi barst einungis einn listi, Tjörneslistinn, og verður því sjálf- kjörinn. Ekki allir framboðslistar innihéldu starfsheiti allra frambjóð- enda. Voru einstakir framboðslistar sem innihéldu einungis starfsheiti hjá efstu frambjóðendum á lista. Á framboðslista Framlags í Bolungar- vík voru engin starfsheiti en allir frambjóðendur eru skráðir sem íbú- ar. Fjöldinn allur í framboði Um 3.500 Íslendingar eru í fram- boði og eru störf frambjóðenda afar mismunandi. Á framboðslistum er að finna 243 bændur og er það allt frá sauðfjárbændum yfir í ferðaþjón- ustu- og kúabændur. Þá eru 255 frambjóðendur skráðir sem nemar og þar er um að ræða allt frá menntaskólanemum til dokt- orsnema. Alls eru 25 sérfræðingar skráðir í framboð en einungis níu af þeim gefa upp í hverju þau eru sér- fræðingar. Lögfræðingar í framboði eru 47 talsins og þar að auki eru 8 lögmenn. Smiðir eru 59 talsins og er þar um að ræða allt frá trésmiðum yfir í gleraugnasmiði. Þá er einn byssusmiður í framboði í Árborg. Alls eru 26 starfandi lögreglumenn í framboði. Þá er ein húsfreyja skráð í framboð í Þingeyjarsveit ásamt einni fyrrverandi húsfreyju í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá eru 37 verka- menn á framboðslistum, 43 sjómenn ásamt 5 prestum, 5 rithöfundum og 8 listamönnum. Sex alþingsmenn í framboði  Um 3.500 manns í framboði í 72 sveitarfélögum  Átta fyrrverandi þingmenn eru meðal þeirra  Fleiri hundruð bændur í framboði um allt land  Á þriðja hundrað námsmanna gefa kost á sér 243 bændur 5 prestar Störf frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga Heimild: Dómsmálaráðu- neytið/kosning.is* 47 lögfræðingar 8 lögmenn 142 framkvæmdastjórar 255 nemar 26 lögreglumenn 6 alþingismenn 43 sjómenn *E in st ak a fr am bo ð ge fa e kk i u pp st ör f f ra m bj óð en da Morgunblaðið/Eggert Kjörkassi Utankjörfundaratkvæða- greiðslan er hafin í Smáralind. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Allir faglegir bæjar- og sveitar- stjórar sem falla í flokk „pólitískra stjórnenda“ eru karlmenn. Þetta kom fram í erindi Evu Marínar Hlynsdóttur, lektors í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, á fundi sem Félag stjórnmálafræðinga hélt í háskólanum í gær. Þar flutti Eva Marín erindið: Ég er ekki pólitískur og ekki ráðinn þannig inn? Upp- lifun framkvæmdastjóra sveitarfé- laga á hlutverki sínu, sem snerist um hvernig bæjar- og sveitarstjór- ar, sem ekki koma úr röðum kjör- inna fulltrúa, upplifa starf sitt og samband þeirra við sveitarstjórn. Fyrirlesturinn vann Eva úr rann- sókn sem hún framkvæmdi á ár- unum 2010-2014 en hún sagði litla breytingu hafa orðið við sveitar- stjórnarkosningar 2014. Eva Marín skipti stjórunum í fimm flokka en fyrsti flokkurinn, „hinir pólitísku stjórnendur“, vísar til þeirra faglegu bæjar- og sveit- arstjóra sem taka gjarnan þátt í pólitískum verkefnum sem alla jafna eru ætluð stjórnmálamönnum. „Þetta eru þeir sem daðra við stjórnmálin og telja sig órjúfanleg- an hluta meirihlutans,“ sagði Eva en athygli vekur að einungis karl- menn falla í þennan hóp. „Þeir sitja oft mjög lengi í sinni stöðu og telja sig hafa öðlast lögmæti til pólitískr- ar þátttöku með pólitískri teng- ingu,“ bætti Eva við. Á hinum enda skalans eru flokk- arnir sem Eva kallar „hina ófúsu þátttakendur“ og „hina pólitískt hlutlausu“ en þeir sem falla í þessa flokka eiga það sameiginlegt að sitja skemur í embætti. „Þarna eru að koma inn konur,“ sagði Eva en til „ófúsra þátttakenda“ teljast þeir sem vilja síður taka að sér hlutverk út á við og einbeita sér heldur að daglegum rekstri sveitarfélagsins. Hinir „pólitískt hlutlausu“ eru eins og nafnið gefur til kynna þeir sem leggja mikla áherslu á að standa ut- an við pólitíska umræðu. „Þarna er meirihlutinn konur,“ sagði Eva. Eva sagði rannsóknina sýna að vinnuvernd faglega ráðinna bæjar- og sveitarstjóra sé lítil sem engin. „Völd og áhrif faglegra sveitar- stjóra eru algjörlega háð því að sveitarstjórn sætti sig við viðkom- andi en oft er það svo þegar sveit- arstjórar eru látnir taka pokann sinn að hugmyndum þeirra um hvað þeir eiga að vera að gera og hugmyndum sveitarstjórnar um hlutverk viðkomandi ber ekki sam- an,“ sagði Eva. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, flutti einnig erindi á fundinum þar sem hann fór í stuttu máli yfir sögu sveitarstjórnarkosninga og kosn- ingaþátttöku síðustu ár. Fjallaði hann meðal annars um mögulegar ástæður dræmrar kosningaþátttöku en hún hefur fallið sérstaklega mik- ið í sveitarstjórnarkosningum síð- ustu ár. Ólík upplifun bæjar- og sveitarstjóra Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplifun Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, flutti erindi á fundi sem Félag stjórnmálafræðinga hélt í gær.  Karlmenn pólitískari og sitja lengur Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst verulega á seinustu árum. Nýtt yfirlit landlæknis sýnir að í árs- byrjun 2014 voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými, eða 6,1 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri. Í árs- byrjun 2018 voru hins vegar 362 á biðlista, eða 8,6 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri. Bent er á í umfjöllun á vef embættisins að ef fjöldi á bið- lista er reiknaður á fjölda íbúa 80 ára og eldri biðu um helmingi fleiri í ársbyrjun 2018 en 2014. Þá jafn- gildir fjölgunin á biðlista á landsvísu 21% á undanförnum 15 mánuðum. Biðtími eftir hjúkrunarrými hefur líka lengst miðað við ástandið fyrir fjórum árum. ,,Biðtími þeirra sem hafa fengið varanlegt hjúkrunar- rými það sem af er þessu ári var um 70% lengri að meðaltali en biðtími þeirra sem fengu hjúkrunarrými á fyrsta ársfjórðungi ársins 2014,“ segir í samantekt. Ástandið er mis- jafnt eftir heilbrigðisumdæmum. omfr@mbl.is Helmingi fleiri bíða en 2014 Biðlisti eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými Fjöldi á hverja 1.000 íbúa* *Staða á biðlista 1. janúar ár hvert Heimild: Embætti landlæknis 30 25 20 15 10 5 0 2014 2015 2016 2017 2018 6,1 19,1 7,2 23,0 8,2 26,7 7,3 24,2 8,6 29,2 Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri  Löng bið eftir hjúkrunarrými skv. nýrri úttekt 2.981 hafði kosið utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu kl. 17 í gær. 1.667 höfðu kosið hjá öðrum sýslumönnum og erlendum sendiráðum á sama tíma. „Það gæti verið tvítalning í tölum frá sendiráðunum og öðrum sýslu- mönnum,“ segir Bergþóra Sig- mundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslu- manninum á höfuðborgarsvæðinu. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá 31. mars en fyr- ir viku fluttist hún í Smáralindina. Þar voru 347 búnir að kjósa kl. 17 í gær. Bergþóra telur að kosning utan- kjörfundar sé svipuð og í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þeir kjósendur sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins og greiða utan- kjörfundaratkvæði í Smáralind eru hvattir til að vera búnir að kjósa fyr- ir hvítasunnuhelgi ef þeir vilja vera öruggir með að atkvæði þeirra kom- ist til yfirkjörstjórna í viðkomandi sveitarfélagi fyrir kjördag. Eftir það er ekki hægt að tryggja að atkvæði berist með pósti fyrir kjördag. Hátt í 5.000 kosið utan- kjörfundar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.