Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 23
för Guðjóns; sjálfur sakna ég hans mikið. Vertu sæll, vinur. Þórólfur Daníelsson og Erla Guðný Sigurðardóttir. Meira: mbl.is/minningar Kristín Margrét, systir Guð- jóns, var send í Apótekið eftir „verk- og vindeyðandi“. Það dugði ekki. Sveinbjörn, faðir þeirra, lézt 28. desember 1931, 42ja ára „úr garnaflækju“; seinna sagt sprunginn botn- langi. Læknirinn var fjarver- andi í viðhaldsnámi. Byggja átti spítala í Stykkishólmi. Ekkjan, móðir þeirra, Jó- hanna, varð að fara. Þau áttu ekki Viðvík. Seldu húsið, sem Sveinbjörn hafði byggt og bát- inn Marz. Sveinbjörn var smið- ur, trillukarl, grasbýlisbóndi. Smíðandi um sveitirnar, glugga eða þak, bát fyrir þá í Gvendar- eyjum, borgað í riklingi, skyri og súrs, peningar sáust ekki. Bræðurnir Ólafur og Svein- björn ólust upp í Elliðaey og Jónsnesi. Þar var róið í kaup- staðinn. Ólafur á Dröngum kom og sótti mágkonu sína Jóhönnu og Kristínu 11 ára og Guðjón á 4ða ári; sú elzta var í skóla fyr- ir norðan. Á Dröngum bjuggu þá allir í skemmunni Péturs- borg. Torfbærinn rifinn. Ólafur hafði keypt Gjarðeyjar (Snóks- dalseyjar) á Hvammsfirði, tekið niður íbúðarhúsið og var að endurreisa það á Dröngum með sonum sínum, Gunnari og Sig- geiri; þá vissi Ólafur, að Siggeir var smiður. Skógstrendingar undruðust, að Ólafur gæti keypt Dranga (var í tvíbýli með Sveinbirni í Viðvík). Ólafur sendi elzta son sinn, Guðmund, suður til Thors Jensen; öll voru þau þremenn- ingar, Þorbjörg Margrét, eign- kona Thors, Ólafur og Kristín, kona Ólafs. Thor var fús til að hjálpa: „Enginn fer á hausinn, sem kaupir Drangana“ – Thor gekk frá kaupunum í Hafnar- firði við Eyjólf frá Dröngum ásamt láni í Sparisjóði Ólafs- víkur. Ólafur tók líka stórt Kreppusjóðslán til margra ára og Ræktunarsjóðslán (stríðs- verðbólgan eyddi þeim). Djarf- ur til verka, lærður trésmiður og fjölhæfur. En Jóhönnu var ofaukið. Var það vilji Kristínar og Ólafs á Dröngum? Veturinn 1933-1934 skemmdust eigur hennar í slagahúsi í Hólminum. Hún var kaupakona með Guðjón í Ein- holtum á Mýrum sumrin 1933 og 1934, hnellin kerling jafnvíg til verka úti sem inni. Svo fóru þau suður í Kreppuna, atvinnu- og húsnæðisleysið, bjuggu í hænsnakofa, á Hörpugötunni, Grettisgötunni, í stórhýsi Hall- dórs skattstjóra. Fólkið var alltaf að flytja. Hvernig hefði farið, ef hann hefði ekki útveg- að henni skúringar? Nú var hún skúringarkerling á Skatt- inum, sósíalisti, sem keypti Þjóðviljann og var í Þvotta- kvennafélaginu Freyju. Berkl- arnir gerðu menn að komm- únistum. Kreppan gerði menn að kommúnistum. Kommúnist- ar stóðu einir í lappirnar í verkalýðsbaráttunni og voru útskúfaðir í þjóðfélaginu. En hnellin, tannlaus kerling hló. Hún stóð með þeim. Sautján ára fór Guðjón að vinna á Þjóðviljanum, byrjaði 2. jan. 1946, lærði prentverkið og var á blaðinu í 40 ár. Guðjón og Símonía giftu sig 1953, þeir vinnufélagarnir byggðu heila blokk saman, heimili þeirra og barnanna. Laun, þegar pening- ar voru til, – svaraði Jónsteinn. Eiginlega ekki fyrr en á Ice- land Review, en þá var Bubbi löngu orðinn eftirsóttur „lay- out“ maður og hannaði lista- verkabækur, enda þjóðin horf- in, sem þekkti óvin sinn. Alls staðar fólk, potandi í símann með tappa í eyrunum, músik! Ólafur Grímur Björnsson. Á lífsleiðinni verða stundum á vegi okkar manneskjur sem breyta lífi okkar til hins betra. Guðjón Sveinbjörnsson var þannig manneskja. Kynni okk- ar hófust fyrir tæpum þremur áratugum þegar ég hóf störf hjá útgáfufélaginu Iceland Re- view. Þar var hann minn lærifaðir í tæpan áratug. Ég hafði dáðst að hönnun þessa glæsilega tímarits í mörg ár áður en ég hóf þar störf sjálfur. Metnaður eigandans, Haraldar J. Hamar, og allra sem að útgáfunni komu var mikill og ekki óalgengt að maður þyrfti að hanna útlit greina mörgum sinnum áður en þær komust í gegnum nálar- augað. Þrátt fyrir að hafa unnið nokkur ár á auglýsingastofum var það í raun ekki fyrr en ég hóf störf undir handleiðslu Guðjóns að mér fannst ég ná raunverulegum tökum á týpó- grafíu og hönnun prentgripa. Hann kenndi mér m.a. að alúð fyrir smáatriðum er oft það sem skiptir sköpum. Ekki er að undra að leitað hafi verið til hans við hönnun listaverkabóka, þar á meðal Kjarvalsbókarinnar stóru, bók- ar um færeyska málarann Mik- ines og fallegrar bókar með verkum Louisu Matthíasdóttur, auk ljósmyndabóka Páls Stef- ánssonar. Hann hafði ekki ein- ungis afburðagott næmi fyrir útlitshönnun, heldur var hann líka einstaklega góður og skemmtilegur félagi, sem gott og gaman var að umgangast, jafnt innan vinnustaðar sem ut- an. Ríflega þriggja áratuga ald- ursmunur okkar breytti þar engu. Guðjón var náttúruunnandi og þekkti landið eins og lófann á sér. Þessi áhugi smitaði út frá sér og urðu þær ófáar ferðirnar sem við fórum saman gangandi um fjöll og firnindi, ýmist á gönguskóm eða skíðum. Mér er minnisstæð nokkurra daga ganga sem við Jóna Guð- rún fórum með honum að Grænalóni og umhverfi Lóma- gnúps. Í þeirri ferð sátum við eitt sinn saman í mikilli sandauðn og hann leiddi okkur fyrir sjón- ir fegurð auðnarinnar. Það var merkileg upplifun. Það er lán að hafa fengið að kynnast landinu með honum. Gönguferð á Tindfjallajökul í félagsskap Jónu Guðrúnar og Þorra er einnig ógleymanleg, auk allra ferðanna með Sjö- vetningagönguhópnum víða um land. Aldurinn virtist engin áhrif hafa á Guðjón og oft átti hann heilmikið eftir, þegar við Þorri vorum búnir á því eftir að hafa spilað við hann tennis, sem er eitt af mörgu sem hann kveikti áhuga minn fyrir. Oft gat mað- ur gleymt sér við að hlusta á Guðjón segja frá forvitnilegu fólki og atburðum, ýmist frá hernámsárunum eða af Þjóð- viljanum. Áhugavert var að ræða við hann um ástand og framtíðar- horfur í heimsmálunum, en á þeim málum hafði hann mikinn áhuga og ákveðnar skoðanir, einnig á margvíslegum tæki- færum Íslands á ýmsum svið- um. Hugur hans hneigðist til austurs og sér í lagi að Kína og áformum Kínverja á ýmsum sviðum, ekki síst áætlunum þeirra um Silkileiðina nýju. Honum varð tíðrætt um þessi hugðarefni sín í heim- sóknum okkar Þorra til hans undir það síðasta. „Þið fáið vonandi að njóta þess strákar, en það fer nú að styttast í þessu hjá mér,“ sagði hann á okkar síðasta fundi. Ég er þakklátur Guðjóni fyrir alla hans gefandi nærveru og votta aðstandendum hans mína inni- legustu samúð. Magnús Valur Pálsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 ✝ Berent Svein-björnsson fæddist í Reykjavík 13. júlí 1950. Hann lést á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge í Svíþjóð 28. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Svein- björn Berentsson frá Krókskoti í Sandgerði, f. 2. september 1920, d. 6. febrúar 1989 og Þorbjörg Hólmfríður Björnsdóttir frá Reynhólum í Miðfirði, f. 5. september 1917, d. 24. nóvember 2000. Alsystkini Berents eru: 1) Stúlka, f. 1945, d. 1945. 2) Þorbjörg, f. 1946, d. 2006. 3) Bjarni, f. 1947, d. 2016. 4) Aðalheiður, f. 1948, 5) Svein- björn, f. 1952, d. 1960, 6) Gunn- laugur, f. 1954, 7) Ingibjörg, f. 1956 og 8) Kristín, f. 1956. Systkini Berents sammæðra Eiginmaður hennar er Dagur Jónsson f. 10. apríl 1968. Börn þeirra eru: a) Guðný Hildur, f. 13. janúar 1996, b) Jón Tumi, f. 21. mars 2001 og c) Elís Hugi, f. 10. janúar 2005. 3) Hólmfríður, f. 27. október 1975. Dóttir henn- ar er Hulda Guðný, f. 24. nóv- ember 2017. 4) Jóhann, f. 5. jan- úar 1988. Berent lærði pípulagningar í Iðnskólanum í Hafnarfirði og hjá Ólafi Erlingssyni í Sand- gerði. Hann lauk sveinsprófi ár- ið 1970 og fékk meistararéttindi árið 1973. Berent vann við pípu- lagnir í Dalasýslu 1971-1972 og í Hafnarfirði 1972-1973. Hann vann við líkanatilraunir hjá Vegagerð ríkisins og Orkustofn- un frá 1973-1975. Þá sneri hann sér aftur að pípulögnunum og vann hjá Samúel Jónssyni og síðar sjálfstætt allt til dánar- dags. Berent sat í stjórn Meist- arafélags Iðnaðarmanna í Hafn- arfirði 1987-1991 og 1993-1996 og starfaði með JC-hreyfing- unni um árabil. Útför Berents fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 18. maí 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. eru: 1) Björn Ingi- bergur, f. 1937, d. 2000 og 2) Kristín Rut Hafdís, f. 1943. Berent ólst upp í Sandgerði, en flutt- ist til Hafnar- fjarðar árið 1966 og bjó þar til dán- ardags. Berent kvæntist Guðnýju Jóhanns- dóttur 8. desember 1973. Foreldrar hennar voru Jó- hann Björnsson f. 1915, d. 1989 og Ingunn Símonardóttir, f. 1921, d. 2001. Börn Berents og Guðnýjar eru: 1) Sveinbjörn, f. 14. desember 1972. Eiginkona hans er Auður Björgvinsdóttir, f. 10. apríl 1976. Börn þeirra eru: a) Björgvin Hrannar, f. 6. október 1997, b) Símon Ingi, f. 1. nóvember 2001 og c) Þorbjörg Helga, f. 23. nóvember 2006. 2) Jóhanna f. 23. september 1974. Ég hef alltaf trúað því að pabbi yrði 100 ára eins og afar hans. Að auki var hann líka ótrúlega hraustur, eiginlega úr járni og mikill vinnuþjarkur. Þegar ég var barn var hann allt- af í vinnunni og ég held að hann hafi farið í fyrsta sinn í sumarfrí árið 1983. Hann var vandvirkur og snyrtilegur og vildi bara þurfa að gera hlutina vel einu sinni. Pabbi hefur í nokkur ár þóst vera hættur að vinna. En það þýddi eiginlega bara að hann var hættur að vinna mikið lengur en til 17 á daginn og vann helst ekki á laugardögum. Hann var t.d. í vinnunni þremur dögum áður en við fórum til Stokkhólms í ferðina örlagaríku, bara aðeins að klára. Pabbi og mamma vissu fátt betra en íslenska sumarið og ferðuðust mikið um landið. Ég held að það hafi varla verið sá staður á landinu utan jökla, sem pabbi hafði ekki komið á. Hann þekkti allar þúfur og krumma- skuð landsins. Oft var betra að hringja í pabba og spyrja til vegar en kíkja á landakort. Hann gat alltaf svarað því hversu löng ferðin yrði, hvar næsta bensíndæla væri og hvernig veðurspáin væri. Í áratugi lét pabbi okkur systkinin halda að hann kynni bara að elda pulsur og fiskiboll- ur í dós. Þegar mamma dó kom allt í einu upp úr pottunum sunnudagsmatur með ósviknu mömmubragði. Sunnudags- kvöldin verða núna tómleg án matarboða hjá pabba. Þegar ég bjó hjá pabba og mömmu skildi ég ekki hvernig pabbi gat hlustað á röflið á Út- varpi Sögu. Hann sagði að það væri svo gott að sofna við þetta mas. Seinna uppgötvaði ég að þarna leyndist perla á sorp- haugi mannlífsins og við pabbi vorum komin með sameiginlegt áhugamál. Við gátum spjallað um innhringjendurna og skemmt okkur yfir þeim. Meira að segja síðustu dagana í Sví- þjóð. Ég áttaði mig ekki á því hversu mikil barnagæla pabbi var fyrr en ég eignaðist Huldu Guðnýju. Pabbi kom nánast daglega til okkar. Hann, sem annars var alltaf í vinnunni, var allt í einu laus til að passa hana á meðan ég fór í skólann og sitja hjá henni ef ég þurfti að skreppa. Hún var örugg í stóru höndunum hans afa og það færðist alltaf einhver ótrúleg værð yfir hana þar, allt fram á hans síðasta dag. Hulda Guðný var heilluð af afa sínum. Það var alveg sama hvort hann fíflaðist við hana, söng eða las upp úr Morgunblaðinu, hún hlustaði á hann og hló með honum. Hann hafði einhver mögnuð tök á að róa hana. Hann var alltaf bestur. Það er sárt að Hulda Guðný fái ekki að kynnast afa sínum betur, t.d. hitta hann í hlutverki jólasveinsins, sem hann brá sér ósjaldan í. Við fórum saman til Stokk- hólms 5. mars síðastliðinn. Þar ætlaði hann bara að fá nýjan beinmerg og koma svo hress í íslenska sumarið í júní. Núna ætluðum við að sitja á kaffihúsi í sólinni í Stokkhólmi og rölta um í skóginum og safna kröft- um fyrir heimkomuna. En ferðin fór því miður ekki eins og við höfðum vonað og pabbi verður ekki 100 ára. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja honum síðustu mán- uðina í Svíþjóð og vera með honum í þessum erfiðu veikind- um. Ég trúi því að hann muni passa okkur Huldu Guðnýju hér eftir sem hingað til. Hólmfríður. Pabbi var traustur, áreiðan- legur, heiðarlegur, hjálpsamur og vinnusamur maður. Pabbi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa þeim sem til hans leituðu og ef maður hringdi í hann til að leita ráða með eitthvað sagði hann iðulega ég kem á eftir. Pabbi var mikill barnakarl og hafði gaman af að passa barna- börnin. Þegar ég fletti í gegnum myndaalbúmin mín er þar fullt af myndum af pabba með barnabörnin í fanginu, hann að lesa eða leika við þau, nú eða allir uppáklæddir í búninga og hann líka og var jólasveinabún- ingurinn hans vel notaður. Pabbi missti mikið þegar mamma dó aðeins 58 ára gömul fyrir ellefu árum, enda voru þau samstiga í lífinu og nutu þess að ferðast saman og voru þau mörg ferðalögin sem við fjöl- skyldan fórum í með þeim um land allt og pabbi var alltaf tilbúinn með einhvern fróðleik um svæðið sem farið var um og þjóðsögu líka. Það er skrýtið að nú eru þau bæði farin, en ég trúi því að nú séu þau sameinuð hvar sem það er! Við systkinin vorum heppin að eiga Berent og Guðnýju sem foreldra og þó svo að söknuðurinn sé mikill þá átt- um við gott líf með þeim og ég er þakklát fyrir það. Jóhanna Berentsdóttir. Berent pípara, eins og við kölluðum hann alltaf, kynntumst við fyrir um 40 árum þegar byrjað var að endurnýja og breyta húsinu okkar. Hann varð upp frá því húspíparinn, sem kallað var á í tíma og ótíma, hvort sem þurfti að leggja nýtt, endurnýja eða bregðast við sprungnum ofni. Alltaf var hann reiðubúinn, hvert sem verkefnið var. Það eru til margar skemmtilegar sögur af uppá- komum og lausnum. Ein sú eft- irminnilegasta er þegar hann og húsbóndinn mældu vandlega fyrir ofni á loftinu hjá okkur, en þegar ofninn barst varð strax ljóst að hann kæmist engan veg- inn inn í húsið, hvað þá upp á loft, hann var alltof langur. Við vildum láta gera tvo eða þrjá nýja og minni ofna í staðinn, en Berent fannst það nú óþarfi, hann bara mætti með Svenna og Dag með sér í rigningu og roki, setti upp stiga við húsgaflinn og tók ofninn inn um þakgluggann. Önnur góð saga er þegar Berent var að endurnýja kalda- vatnsleiðsluna að húsinu og sá að það þyrfti að loka fyrir rennslið í Sundhöllinni til að tengja fyrir utan hjá okkur. Honum fannst það ekki góð hugmynd, það myndi trufla starfsemina, svo hann gerði allt tilbúið og tók leiðsluna undir gangstéttinni í sundur á fullum þrýstingi og tengdi við leiðsluna í húsið svo vatnstrókurinn stóð upp í loftið, en auðvitað gekk þetta eins og í sögu. Geri aðrir betur. Seinna kynntumst við fjöl- skyldu Berents þegar Hólmfríð- ur dóttir hans birtist hér á tröppunum 12 ára gömul og bauðst til að passa strákinn okkar, sem leiddi til að við kynntumst Guðnýju konu Berents og hinum börnunum og síðari árin barnabörnunum. Það var mikið áfall fyrir Berent að missa hana Guðnýju sína eftir erfið veikindi, en mikið þótti honum vænt um að Jóhanna og hennar fjölskylda tók við húsinu þeirra þegar hann kom sér fyrir hér á Herjólfsgötunni. Berent fylgdist vel með mönnum og málefnum og hafði gaman af að spjalla. Síðast skiptið sem við hittum Berent var í skírninni hennar Huldu, nýjasta barnabarnsins sem hann sinnti af hlýhug og með stolti. Blessuð sé minning hans. Kveðja, Ásrún, Jón Friðrik og börn. Okkur þótti leitt að frétta af óvæntu andláti okkar ágæta vinar og jafnaldra, Berents píp- ara, nokkru eftir vel heppnaða aðgerð í Svíþjóð. Við minnumst hans með þakklæti í huga og fyrir áralanga tryggð og velvild alla tíð. Við kynntumst fyrst í vinnu hjá Orkustofnun liðlega tvítugir, en síðan tók Berent að sér að hugsa um pípulagnir hjá okkur alla tíð þegar eftir var leitað og ráða okkur heilt í stóru og smáu, þó sjaldnast stæðum við í stórframkvæmdum um- fram svona venjulegt heimili, þótt það kæmi fyrir. Berent var einstaklega verklaginn og ljúfur drengur og hafði gaman af spjalli um líðandi stund sem liðna tíma. Þekkti hann vel til manna og málefna og lá ávallt gott orð og hlýja til flestra hluta, þó kannski mætti und- anskilja hrunið sem marga ergði og snerti að ósekju. Hann dvaldi þó ekki lengi við slíkar vanga- veltur en ræddi þess í stað stoltur um sína nánustu og vel- gengni þeirra og sigra ef spjall- ið leiddi okkur á þær brautir öllu skemmtilegri. Mikil harmur var kveðinn að fjölskyldunni fyrir nokkrum árum er eigin- konan, Guðný, stoð þeirra og stytta, greindist með ólæknandi sjúkdóm og féll frá á besta aldri. Berent bar sorg sína í hljóði þó hann væri kannski ekki alveg samur eftir og gerði sínar ráðstafanir í kjölfarið og undirbjó sín efri ár sem við væntum að yrðu talsvert fleiri en raun varð á. Nú er enn skarð fyrir skildi og sorgin knýr dyra hjá uppvöxnum börnum þeirra Berents og Guðnýjar og fjöl- skyldum þeirra. Við vottum þeim öllum innilega samúð og kveðjum góðan dreng með sökn- uði og eftirsjá. Ómar og Sigrún. Berent Sveinbjörnsson VALDIMAR BJARNFREÐSSON listamaður verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. maí klukkan 13 og jarðsettur í Kotstrandarkirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarnfreður Ólafsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÁSBJÖRN JÓNSSON, Baugholti 1, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Land- spítalanum miðvikudaginn 9. maí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. maí klukkan 13. Emma Hanna Einarsdóttir Einar Ásbjörn Ólafsson Elfa Hrund Guttormsdóttir Ólafía Ólafsdóttir Gísli M. Eyjólfsson Jón Sigurbjörn Ólafsson Jónína St. Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.