Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Á uppboði á myndlist 20. aldar hjá Christie’s uppboðshúsinu í vik- unni, voru meðal annars seld verk eftir tvo af stórmeisturim liðinnar aldar, þá Constantin Brancusi og Kazimir Malevich, fyrir hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir verk eftir þá. Verk úr bronsi eftir Brancusi frá 1932, La Jeune Fille Sophisti- quée (Portrait de Nancy Cunard), var slegið hæstbjóðanda fyrir 71 milljón dala, rúma 7,4 milljarða króna. Verkið mótaði listamað- urinn með Nancy Cunard í huga en hún var erfingi skipafélags og áberandi í samkvæmislífi þess tíma. Brancusi var einn af merkustu skúlptúristum 20 aldar. Verkið eftir hann var selt af börnum hjóna sem keyptu það af lista- manninum í vinnustofu hans árið 1955 fyrir um 5000 dali. Enn hærra verð og hæsta verð- ið á uppboðinu, 85,8 milljónir dala, nær níu milljarðar kr., var greitt fyrir Suprematist Composition frá 1916 eftir rússneska módernistann Kazimir Malevich, frumkvöðul geómetrískrar abstraksjónar. Er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir myndverk eftir ein- hvern rússnesku módernistanna. Dýrir módernistar AFP Brons Portrettið eftir Brancusi var selt fyrir rúma 7,4 milljarða króna. AFP Módernismi Málverk Kazimir Malevich kostaði nær níu milljarða kr. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Seltjarnarneskirkja er mér mjög kær og gott að sýna þar,“ segir Her- dís Tómasdóttir, myndlistarmaður og textílhönnuður, sem um þessar mundir sýnir listvefnað sinn og teikningar í Seltjarnarneskirkju. Með henni sýnir Ingunn Benedikts- dóttir glerlistakona, en sýningin er hluti af Listahátíð Seltjarnarnes- kirkju sem hófst fyrr í maí. Verkin verða til sýnis næstu vikur. „Þegar listvinafélag Seltjarnar- neskirkju bauð okkur Ingunni, sem á glerverk í anddyri kirkjunnar, að sýna í kirkjunni kom ekki annað til greina en að þiggja það boð,“ segir Herdís og tekur fram að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir sig að velja saman verk sem mynduðu góða heild. „Ofnu verkin eru nær öll í ann- arra eigu, ýmist opinberri eða stofn- ana, en ég fékk þau að láni til að sýna.“ Birtan frá hafinu mikilvæg Aðspurð segist Herdís tengjast Seltjarnarnesinu og Seltjarnarnes- kirkju sterkum böndum. Fyrir tæp- um tveimur áratugum vann hún að beiðni sóknarnefndar Seltjarnarnes- kirkju veggmyndina „Frá myrkri til ljóssins“ sem prýtt hefur kirkjuna síðan. „Ég er tiltölulega nýflutt aftur á Seltjarnarnesið eftir að ég fluttist í burtu í tvö ár, en það togaði í mig að flytja aftur til baka,“ segir Herdís, sem þar áður hafði búið á Seltjarn- arnesinu í yfir fjörutíu ár. „Hér er gott að búa, enda stutt í náttúruna og birtan frá hafinu er mér mikilvæg við mína listsköpun, enda bjó ég við ströndina í yfir fjörutíu ár. Auk þess sem fólkið er gott og samfélagið einnig,“ segir Herdís, sem nýverið lauk við að koma sér upp smá vinnu- aðstöðu heima. Ég hef alltaf teiknað mikið „Ég er enn að vefa,“ segir Herdís, sem í ofnu verkum sínum vinnur fyrst og fremst með hör og ull auk þess sem hún nýtir koparþráð og snæri sem hún bæði litar og aflitar, enda litar hún allt sitt efni sjálf. „Náttúran veitir mér innblástur í verkum mínum. Ég reyni að einfalda formin þangað til þau eru orðin að geómetrískum formum,“ segir Her- dís og bendir á að ofin verk krefjist mikils undirbúnings. „Þetta er knappt form, það er bara lárétt og lóðrétt. Þess vegna krefst það mikillar forvinnu í formi bæði skissuvinnu og útreikninga til þess að þetta gangi upp. Þegar kem- ur að sjálfum vefnaðinum krefst það ótrúlega mikillar þolinmæði. Mér þykir gott að ná að vefa 10 cm á dag í myndvef,“ segir Herdís og tekur fram að það taki vikur og jafnvel mánuði að vinna eitt ofið verk frá grunni. Spurð um teikningarnar segist Herdís hafa unnið þær á síðasta ári. „Ég hef alltaf teiknað mikið. Ég lærði verkfræðiteiknun og vann í mörg ár á verkfræðistofu áður en ég fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ég nota millimetrapappír, sem tengist tækniteikningunni og bindifræði í vefnaði þegar maður býr til mynstrin. Mér finnst þetta skemmtilegur pappír til að vinna með.“ Svo skemmtilega vill til að báðar dætur Herdísar, Kristín Vilborg og Sigga Björg, eru líka myndlistar- konur. Spurð hvort listrænn þráður leynist í genunum segir Herdís ekki ólíklegt að þær hafi orðið fyrir ein- hverjum áhrifum. „Pabbi þeirra var líka mjög flinkur í höndunum og teikningu, þannig að kannski kemur þetta frá okkur báðum,“ segir Her- dís, en eiginmaður hennar heitinn var Sigurður Oddsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum og byggingar- tæknifræðingur. Vefnaðurinn „krefst ótrú- lega mikillar þolinmæði“  Herdís Tómasdóttir sýnir verk sín í Seltjarnarneskirkju Morgunblaðið/RAX Listvefnaður Frá myrkri til ljóssins nefnist veggmyndin til vinstri á myndinni sem Herdís Tómasdóttir gerði árið 1999 að beiðni sóknarnefndar og prýtt hefur Seltjarnarneskirkju síðan. Hægra megin er veggmyndin Blámi. Trúarleg tákn Til hægri má sjá veggmyndina Glóð og í framhaldinu eru teikningar með túlkun Herdísar á trúarlegum táknum frá síðasta ári. Ljós Skor nefnist þessi veggmynd. Listakonan Herdís býr á Seltjarnarnesi og er þar með vinnuaðstöðu. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Mystery boy (Stóra sviðið) Fim 24/5 kl. 19:30 MYSTERY BOY (Yfirnáttúruleg ástarsaga) Aðfaranótt (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.